Alþýðublaðið - 29.06.1976, Page 12
12
SJðNARMID
Þriðjudagur 29. júní 1976. blaSiö1
Minningarsjóður
Vigdísar Ketilsdóttur og
Ólafs Ásbjarnarsonar
Ákveðið hefur verið að sjóðurinn veiti
styrki tveimur læknum til framhaldsnáms
næsta skólaár.
Umsóknir ásamt upplýsingum um hvaða
sérgreinar væri að ræða og aðrar sem að
umsókninni lúta sendist formanni sjóðs-
ins, Ásbirni' ólafssyni, Borgartúni 33,
Reykjavik, fyrir lok júlimánaðar.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up bifreið
með hjólhýsi og Bronco jeppabifreið, er
verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju-
daginn 29. júni kl. 12-3. Tilboðin verða opn-
uð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnarliðseigna.
Aðalfundur
Alþýðubrauðgerðarinnar h.f. verður hald-
inn mánudaginn 12. júli n.k. i Iðnó kl 20.30.
siðdegis.
Dagskrá fundarins.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreyting.
3. önnur mál.
Stjórnin.
Tilboð óskast
í hjólaskóflu
með ýtubúnaði, er verður sýnd þriðjudag-
inn 29. júni kl. 1-3 að Grensásvegi 9.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri
fimmtudaginn 1. júli kl. 11 árdegis.
Sala varnarliðseigna.
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFN ARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
*
EJkki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
BÉ)
r
Úr dagbók blaðamanns
AÐ RAÐA VERKEFN-
UNUM í RÉnA RÖÐ
Nú hefur Framkvæmda-
stofnun rikisins, eöa „Spilverk
sjóðanna” eins og sú merka
stofnun er nú nefnd, fetað i fót-
spor Seðlabankans við rausnar-
gjafir af skattfé almennings til
félaga og stofnana að geðþótta
framkvæmdastjóra. Til allrar
guðslukku er nú undantekninga-
laust um þarfar gjafir til verð-
ugra þiggjenda að ræða, en það
breytir ekki þvi, aö þarna er
verið að úthluta opinberu fé
fram hjá fjárlögum, og eins og
sannast bezt á nýsiðum Sverris
Hermannssonar er fordæmi
Seðlabankans skaðlegt.
Sverrir, sem er einn af fram-
kvæmdastjórum Spilverksins á-
kvað á 30 ára stúdentsafmæli
sinu að stofhunin gæfi Mennta-
skólanum á Akureyri hálfa mill-
jón króna. 1 viðtali viö Tryggva
Gislason skólameistara kom
það fram að þessir fjármunir
verða að öllum hkindum notaðir
til að skrá sögu MA.
An þess að vilja lasta áhuga
skólameistara á að gefin verði
út bók um sögu skólans eftir tið
Möðruvallaskóla, þá finnst mér
þessi ráðstöfun gjafafjárins
bera nokkurn keim af þeirri til—
hneigingu að velja verkefnum
ranga röð.
Auðvitað þarf að skrá sögu
skólans. Og það þarf að gera
skammlaust. Og vinna við slika
skráningu og bókagerð kostar
talsvert fjármagn. En má ekki
sameina frumvinnu slikrar
heimildaskrásetningar aö ein-
hverju leyti kennslu i skólanum
sjálfum? Er ekki hugsanlegt að
t.d. nemendur á þriðja vetri
gætu tekið slika vinnu sem
verkefni undir stjórn ágæts
kennara?
Verkefnin i stofnun eins og
MA eru að jafnaði mörg og
brýn, sem biða einungis fjár-
magns til þess að hægt sé að
ljúka þeim, eða hefja. Eitt
slikra verkefna er gerð tungu-
málastofu. Mér er sagt að áður
hafi fyrrverandi stúdentar gefið
fjárupphæðir til slikrar stofu, en
kostnaður við gerð slikrar stofu
og allra tækjakaupa er það
mikill að gjafirnar duga ekki til
einar. En með sameinuðum
gjöfum mætti kannske hefja
framkvæmdir og ef herzlu-
muninn vantar, syndga þá ör-
litið upp á guð og fjárlög næsta
árs.
Vitaskuld ætti að vera gert
ráð fyrir þvi i fjárveitingum til
menntamálaráðuneytisins að
rikið greiði gerð sliks tækni-
búnaðar við menntun, en við
vitum af langri reynslu að
frumkvæðið kemur seint úr
þeirri átt. Það þarf eldlegan á-
huga skólayfirvalda, fyrr-
verandi nema og núverandi til
að hrinda málinu i framkvæmd.
En úr þvi opinberar fjármála-
stofnanir geta séð af peningum
til visindastarfa og menningar-
mála, þá má ætla að þessir pen-
ingarséutil. Bankabyggingar á
erfiðleikatimum sýna okkur
ennfremur að þegar okkur er
sagt að herða beri sultarólina og
Tungumálastofa. Dýr framkvæmd en mesta
þarfaþing við tungumálakennslu á framhaldsstigi.
lEFTIR HÁTÍÐINA!
Dagamunur.
Listahátið er nú um garð
gengin og tekið að rofa til i öllu
tilstandinu kringum þann
atburð.
Ekki svo að skilja, að ástæða
sé til aö amast viö þvi,að menn
geri sér dagamun öðru hvoru,
hafi þeir tima og geðslag til.
Ef það er svo að skilja, að
fyrirtæki eins og listahátiö sé
þess umkomið að láta eftir i
hugum njótenda eitthvað, sem
hefur lyft úr duftinu og þó ekki
væri nema örlitiö upp úr hvers-
dagsleikanum, er vissulega
betur farið en heima setið.
Stundum er talað um, að mál
séu á viðkvæmu stigi, einkum
verðum við þess vör, þegar
ræða skal hluti, sem annað-
tveggja eru þoku huldir hjá við-
mælanda, eða hann af ein-
hverjum öðrum ástæðum kýs að
geyma i hugskoti sinu og fyrir
sjálfan sig.
Auðvitaö er það hreint ekki
sama hvort af þessu tvennu,
t.d., liggur til grundvallar, en
þvi er á þetta minnzt, að hér er
komiðbýsna nálægt þvi, sem al-
menningur veltir oft fyrir sér,
þegar hann stendur eða situr
andspænis þvi, sem kallaö er
list.
Naumast getur hjá þvi fariö,
að viö spyrjum sjálf okkur að
þvi oft og tíðum, hvar og hver
séu takmörkin milliþess.sem er
gefandi nafnið list, eða ekki list.
Ætla mætti, að óreyndu, að
tiltölulega auðvelt ætti að vera,
að fá hér um úrskurð, sem væri
nokkurnveginn óyggjandi. Hér
ætti að vera nægilegt, að leita til
„listiðkendanna” sjálfra, til
þess að fá útlistun þeirra á
muninum. Þannig yrðu menn
leiddir i allan sannleika.
Þvi miður verður að segja, að
það er ekki alveg vist, að menn
yrðu að fróðari, þó þessir væru
spurðir. Og þá fer nú málið að
vandast fyrir almenning.
Okkur er sagt, að við eigum
að njóta listarinnar.og þá skipti
það hreint ekki öllu máli,
hvernig viðfangsefni lista-
mannsins sé eða hafi verið
túlkað af hans hendi!
Margir hneyksluðust á
Gröndal gamla, þegar hann
sleppti þvi forðum, að sitt væri
aðyrkja og hinna væri að skilja!
Þetta þótti mælt af talsverðu
oflæti á sinum tima, en bendir
samt á, að Gröndal hafi haft þau
viðhorf til listar sinnar, að
skilningur yrði til að koma hjá
listnjótendum, ef vel ætti að
vera. Sé þetta rétt mat, væri
komið eitthvað til þess að halda
sér ieða við á hinum villugjarna
vegi listmatsins.
Nú er þetta vitanlega ekki
óyggjandi skilningur allra list-
iðkenda, mætti fyrr vera, ef þar
yrðu allir sammála. Að
minnska kosti veit ég um svar
„listamanns” sem talsvert
hefur verið hampað hér og
svaraði manni, sem taldi sig
vilja kaupa einhverja mynd á
málverkasýningu hans, en varð
á að spyrja, af hverju myndin
væri!
„Já, við skulum .segja, að þér
kaupið myndina af þvi, að yður
lizt á hana. Þér farið með hana
heim, hengið hana upp á vegg
og „spekulerið” i henni. Skiptir
þaðþá einhverju máli af hverj'u
hún er?!!!"
Sé þetta svar borið saman við
viðhorfGröndals, sjá menn auð-
vitað, að haldreipið um skiln-
inginn er rokið út i veður og vind
og við erum jafn fjarri þvi og
áður, að botna i, hvað er list eða
ekki!
En þess ber að geta sem gert
er. „Listamennirnir” hafa ekki
sett ljós sitt undir mæliker,
jafnvel þótt ekki hafi verið um
listahátiðir að ræða. Þannig
höfum við orðið aðnjótandi sýn-
inga á verkum þeirra, sem
öllum var frjálst að skoða
„gratis”! Þar má minna á
sýningar „myndlistar” bæöi á
Skólavörðuholtinu og svo i
hjarta borgarinnar, Austur-
stræti. Ekki má auðvitað
gleyma „tónlistinni”, sem rikis-
útvarpið er svo óspart á viö
hlustendur uppi þessa
hungurlús, sem heitir afnota-
gjald.
Þegar okkur verður litið yfir
það, sem á aðgleðja augað, eins
og listinni hreinni er ætlað, ber
þar ýmislegt fyrir sjónir, allt
frá listrænum kúk i kollu, sem
ætla má að sérlega fjölhæfur
einstaklingur hafi af sér lagt,
þar sem óvenjulegur endi
mannsins var notaður til list-
túlkunar, haug af hveitibrauöi,
sem hvolft hafið verið úr poka,
og eflaust látinn liggja eins og
fara vildi. Það er liklega
einhver „natúralismus”. Þá má
ekki gleyma kassanum fræga i
Austurstræti, sem „klósett-
rörin” stóðu út úr með allskonar
„kunstbeygjum”, að ekki sé svo
í HREINSKILNI SAGT
Vi