Alþýðublaðið - 22.07.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 22.07.1976, Qupperneq 7
WaSw'Fimmtudagur 22. júlí 1976. 7 telja til frétta, aö i s.l. marz- mánuði var opnuð á ný á vegum Ferðaskrifstofu rikisins upplýs- ingaskrifstofa i New York, er starfar i tengslum viö samsvar- andi skrifstofur hinna Norður- landanna. Hafði slik skrifstofa áður verið starfrækt i þrjú ár, en orðið að loka á miðju árinu 1974 vegna fjárskorts Ferða- skrifstofu rikisins. Einnig á Ferðaskrifstofan með Dan- mörku aðild að upplýsingaskrif- stofu i Zurich i Sviss. 1 mai s.l. voru á Alþingi sam- þykkt ný lög um skipulag ferða- mála, en samkvæmt þeim lög- um verður nú veruleg breyting á starfssviði Ferðaskrifstofu rikisins. Færast nú yfir til nýstofnaðs Ferðamálaráðs Islands þau verkefni, er Ferða- skrifstofa rikisins hefur haft með höndum á sviði land- kynningar, upplýsinga- og leið- beininga-þjónustu fyrir ferða- menn, námskeiðahald fyrir túlka og leiðsögumenn, o.fl. Er nefnt Ferðamálaráð íslands hefur formlega tekið til starfa, mun starfsemi Ferða- skrifstofu rikisins beinast i þann farveg að vera almenn ferða- skrifstofa, er annast sölu far- miða, útvegum gistihúsnæðis, skipulagningu og sölu hópferða og móttöku erlendra ferða- manna. Eitt er það verkefni, er áfram verður i verkahring Ferðaskrif- stofu rikisins, en þaö er starf- ræksla sumarhótela i húsnæði heimavistarskóla, með öörum orðum rekstur EDDU-hótel- anna. Þar telst það helzt til tiðinda aðimiðjum júni-mánuði s.l. var opnað nýtt og glæsilegt EDDU- hótel i heimavist Menntaskól- ans á Isafirði. Með þvi er stór- bætt aðstaða ferðafólks til að kynnast hinni stórbrotnu náttúrufegurð Vestfjarðanna, en oft á tiðum hefur verið erfitt, að sumarlagi, að fá inni á þeim hótelum, sem starfrækt hafa verið á Vestfjarðakjálkanum. Hefur aðsóknin að þessu nýja EDDU-hóteli þegaroröið allgóð, og hið sama er að segja um hin hótelin 9, þar er aðsóknin, þegar á heildina er litið, sizt minni en á siðastliðnu sumri. Fara hér á eftir helstu upplýsingar um hvert hinna 10 EDDU-hótela: Hótel EDDA Reykholti 1 Borgarfirði. Opið 13. júni — 25. ágúst. Simi um Reykholt (02). 64herbergi, 128 rúm, ennfremur svefnpokapláss. Hótelstjóri Vilhjálmur Einars- son. Hótel EDDA, Isafirði. Opið 16. júni — 25. ágúst. Simi 94-3876. 38 herbergi, 70 rúm. Hótelstjóri Sóley Ingólfsdóttir. Hótel EDDA, Reykjum i Hrútafirði. Opið 25. júni — 25. ágúst. Simi um Brú (95-1111). 34 herbergi, 68 rúm, ennfremur svefnpokapláss. Hótelstjóri Aðalbjörg Ólafs- dóttir. Hótel EDDA, Húnavöllum við Reykjabraut. Opið 18. júni — 25. ágúst. Simi 95-4370. 23 herbergi, 46 rúm, ennfremur svefnpokapláss. Hótelstjóri Helga Helgadóttir. Hótel EDDA, Akureyri. Opið 18. júni — 31. ágúst. Simi 96-11055. 48 herbergi, 95 rúm. Hótelstjóri Rafn Kjartansson. Hótei EDDA, Eiðum i Hjaltastaðaþinghá. Opið 22. júni — 25. ágúst. Sfrni um Eiða (02). 47 herbergi, 105 rúm, ennfremur svefnpokapláss. Hótelstjóri Jón Grétar Kjart- ansson. Hótel EDDA, Kirkjubæjarklaustri. Opið 5. júni — 31. ágúst. Sfrni 99-7026. 18 herbergi, 34 rúm, ennfremur svefnpokapláss. Hótelstjóri Margrét ísleifs- dóttir. Hótel EDDA, Skógum undir Eyjafjöllum. Opið 13. júni — 25. ágúst. Simi um Skarðshlið (02) og um Hvolsvöll (99-5111). 32 herbergi, 69 rúm, ennfremur svefnpokapláss. Hótelstjóri Aslaug Alfreðs- dóttir. Hótel EDDA, Laugarvatni (Menntaskól- anum). Opið 17. júni — 31. ágúst. Simi 99-6118. 88herbergi, 138 rúm, ennfremur svefnpokapláss. HótelstjóriErna Þórarinsdóttir. Hótel EDDA, Laugarvatni (Húsmæðraskól- anum). Opið 15. júni — 31. ágúst. Simi 99-6154. 27 herbergi, 54 rúm. Hótelstjóri Huld H. Goethe. 19. júli 1976. Landkynningarstarf Ferðaskrifstofu ríkisins er verulega fólgið í bréfaskriftum við þúsundir útlendinga, sem sýnt hafa áhuga á að kynnast landinu og vilja komast hingað Frá Kálfaströnd við Myvatn. Ágrip af sögu Þorlákshafnar Framhald af opnugrein Gunnars Markússonar Nú meðan afmælishátiðahöld fara fram á Þorlákshöfn kom út 3. tbi. Sveitarstjórnarmála þessa árs. Þessa grein ritaöi Gunnar Markússon fyrir það rit, og birtist greinin hér meö góöfúsu leyfi ritstjóra. Var þá hægt að moka hér upp gulli á þessum árum? Ekki úr sandinum,en þeir,sem að matinu unnu, gerðu sér ljóst, að mikið gull var geymt i Selvogsbanka, og hér höfðu verið hönnuð þau mannvirki, er þurfti til að taka á móti þvi. Meitillinn hf. stofnaður Arið 1949 var Meitillinn h.f. stofnaður að frumkvæöi Egils Thorarensen. í september það ár kom fyrsta skip þess fyrirtækis hingað. Var það 22 tonna eikar- bátur, er Brynjólfur hét. Félagið hóf svo útgerð á vertiðinni 1950. Þann vetur voru bátar þess 5 og hétu allir nöfnum Skálholtsbisk- upa. Flaggskip þess flota var Þorlákur, er var27 tonn. Samtals voru þessir 5 bátar 104 tonn. Fyrstu starfsmenn Meitilsins settust að i bæjarhúsum bóndans. Þannig sátu gamli og nýi timinn hér i tvibýli um skeiö og skildu i bróðerni. Á manntalinu áriö 1950 voru skráðir hér i Þorlákshöfn 4 karl- menn, en engin kona. Arið eftir, þegar fyrstu húsin voru reist, voru komnar hingað tvær fjöl- skyldur og7einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru hér 834 ibúar með lögheimili, þar af 406 innan við tvitugt, en aðeins 5, sem náðhafa áttræðisaldri. Meðalaldur manna hér er nú 24 ár, og má segja, að sá hafi verið meðalaldur ibúanna öll árin, sem þorp hefir staðið hér. Barnafræðsla Olfushreppur byggði á sinum tima heimavistarskóla fyrir börn i Hveragerði. Þar áttu bænda- börnin héðan að stunda sitt skyldunám, eins og önnur börn sveitarinnar. Fyrstu ár þorpsins hér voru engin skólaskyld börn á staðnum. Það var ekki fyrr en á árunum 1954-1955, sem þurfti að fara að hugsa um barnafræðslu i Þor- lákshöfn. Þá varð hver að bjarga sér, éins og bezt hann gat. Einu barni var komið fyrir á Selfossi, og með öðru var lesið heima. Sumarið 1956 voru hér 9 skóla- skyld börn. Þá um haustið var sett hér á stofn útibú frá skólan- um i Hveragerði og Kristján frá Djúpalæk ráðinn til kennslunnar. Fram að jólum var kennt i sjó- búð, i janúar var verið i skúr, sem reyndist óhæfur. Þá var flutt i ibúð, sem útibússtjóra K.A. hafði verið ætluð. Svona gekk þetta næstu árin. Kennt var, þar sem hægt var að fá inni fyrir nemend- ur og kennara. 1 upphafi ársins 1962 var flutt i skólahús staðarins. Byggingu þess var þó ekki lengra komið en svo, að mótatimbur klætt tjöru- pappa þénaði sem útihurö og rúðugler. Útbúnaður þessi hélt vindi og vatni að mestu utan veggja, en rafmagn og olia gáfu húsinu birtu og yl. Þetta vor luku 37börn prófi hér. Þá var Þorlákshöfn gerð að sér- stöku skólahverfi. Aukning nem- enda hefur verið stöðug og nú, þegar hérhefir veriö kennt i rétt 20 ár, er tala nemenda 170. Vant- ar aðeins tug til að tvitugur standi skólinn meö 20 sinnum fleiri nem- endum en hann byrjaði með. Kennarar voru 9 i vetur eða jafn margir og nemendurnir fyrsta árið. Gamall kirkjustaður A fyrri öldum, þegar hestar postulanna máttu heita eina far- artæki alþýðu hér á landi, voru kirkjur miklu viðar en nú er. Þorlákshöfn er einn þessara gömlu krikjustaða. Hvenær eða hve lengi hér stóð kirkja, er mér ekki kunnugt, en vist er, að hér var hálfkirkja fram yfir miðja 18. öldina. Kirkjugarður var fyrir norðan bæjarhúsin, og voru flutt þaðan að Hjalla bein, er upp komu i jarðraski, er þar var gert i sam- bandi viðhafnargerðinaárið 1962. Hökull úr Þorlákshafnarkirkju er á minjasafninu á Selfossi. Mér er fullljóst, að mikið vant- ar á að sögu Þorlákshafnar hafi verið gerð tæmandi skil. Til þess að ég geti gert það, vantar mig tvennt, sem ekki verður án verið, en það er þekking og timi til að raða saman þeim sprekum.sem rekið hafa á fjörur mfriar. En enginn Sunnlendingur lætur hug fallast, þótt ekki sé alhirt um höf- uðdag, ogþað, sem við ekki kom- um i verk i dag, munu afkomend- ur okkar gera á morgun. Þegar Þorlákur Guðmundsson, 2. þingmaður Arnesinga, mælti fyrir þeirri tillögu sinni á Alþingi árið 1875, að hér mætti verða verzlunarstaður, sagði hann m.a.: „Það mun fara með þetta mál sem hvert annað, að væri það á skynsamlegum ástæðum byggt, mundi það hafa framgang, en væri það af heimsku stofnað, mundi þaö meö henni fyrirfar- ast.” Það er von min,aðsú verði gifta Þorlákshafnar, að hvert það mál, semerá skynsamlegum ástæðum byggt, nái fram að ganga, en það, sem er af heimsku til stofnað, muni með heimskunni fyrirfar- ast.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.