Alþýðublaðið - 27.07.1976, Side 16
ÞRIÐJUDAGUR
27. JÚLÍ 1976
HEILSUGÆZLUSTÖÐ
RÍS AF GRUNNI Á
PATREKSFIRÐI
Matthlas Bjarnason heilbrigöis- og tryggingarráöherra tók
fyrstu skóflustunguna aö heilsugæzlustöö á Patreksfiröi.
Sl. sunnudag tók
Matthias Bjarnason heil-
brigðis- og tryggingaráð-
herra fyrstu skóflustung-
una að nýrri heilsugæzlu
stöð á Patreksfirði, en
bygging hennar er nú að
hefjast og rís hún af
grunni við sjúkrahúsið á
staðnum. Starfssvæði
hinnar nýju heilsugæzlu-
stöðvar mun ná yfir alla
hreppa V-Barðastrandar-
sýslu auk Múlahrepps í A-
Barðastrandarsýslu.
Viðstaddir athöfnina voru
fulltrúar allra viðkomandi
sveitarfélaga, sýslunefnd,
starfsfólk sjúkrahússins og
aðrir gestir.
Jóhannes Arnason sýslumað-
ur og formaður stjórnar sjúkra-
hússins gerði grein fyrir að-
draganda að byggingu heilsu-
gæzlustöðvarinnar.
Verkið var boðið út og verk-
takinn við bygginguna er
Byggir sf. á Patreksfirði og
hljóðaði tilboð þess upp á 150
milljónir króna. Gert er ráð
fyrir að byggingunni ljúki i árs-
lok 1978.
Sýslumaður gat þess i ávarpi
sinu að hinn 4. mai s,l, voru 30 ár
liðin frá þvi að núverandi
sjúkrahús var tekið i notkún, en
Sveinn heitinn Björnsson forseti
tslands lagði hornstein að bygg-
ingu þess i ágústmánuði 1944 og
var það fyrsta bygging sem
hann lagði hornstein að i
forsetatið sinni.
Þá færði sýslumaður starfs-
fólki sjúkrahússins starfsfólki
þess þakkir fyrir gjafir sem það
hefur fært sjúkrahúsinu að
undanförnu en meðal þess má
nefna barnavöggur með tilheyr-
andi útbunaði, súrefnistjald,
gluggatjöld o.fl.
Ráðherra flutti ræðu i sam-
komuhúsinu Sólberg i samsæti
sem þar var haldið að athöfn-
inni lokinni og óskaði hann
Barðstrendingum til hamingju
með þennan nýja áfanga í heil-
brigðismálum héraðsins og
lagði hann -áherzlu á, að fjár-
veitingum til verksins yrði hag-
að þannig að unnt yrði að ljúka
þvi á tilsettum tima.
Það var Jón Haraldsson
arkitekt i Reykjavik sem
teiknaði heilsugæzlustöðina.
EB.
KÓPAVOGUR BÝÐUR
KRON LÓÐ
Kópavogskaupstaöur
hefur gefið KRON vilyrði
fyrir lóð undir stórmark-
að, en stjórn KRON telur
þá lóðof litla. Enn standa
yfir viðræður við borgar-
yfirvöld Reykjavíkur um'
hentuga lóð undir stór-
markað í Reykjavík, og á
meðan þær viðræður fela
i sér einhverja von um
viðunandi lausn, verður
beðið með ákvörðun um
lóðina í Kópavogi.
Þetta kemur fram i nýjustu
félagstiðindum KRON. — Mikl-
ar umræður urðu vegna þeirrar
ákvörðunar Reykjavikurborgar
að synja KRON um nauðsynleg
. leyfi til að koma á fót stórmark-
aði i húsakynnum StS við
Sundahöfn.
I Félagstiöi ndum segir:
„KRON hefur i langan tima
stefnt að skipulagsbreytingum I
verzlunarstarfsemi, en mætt
mikilli óbeinni andstöðu borgar-
yfirvalda, sem meðal annars
hefur komið fram i þvi, að fé-
laginu hefur gengið ákaflega
illa að fá hentugar. lóðir fyrir
rekstur sinn.
Rygging stórmarkaðar er
langviðamesta verkefni, sem
KRON hefur unnið að. Það er
ákaflega mikilvægt að félaginu
takist að leysa þetta verkefni af
hendi sem allra fyrst til hags-
bóta fyrir félagsmenn og aðra
samvinnumenn. Þessi fram-
kvæmd hlýtur að takast fyrr en
siðar með samstilltu átaki fél-
agsmanna, samvinnuhreyfing-
arinnar og launþegasamtak-
anna”.
NÆG ATVINNA
Á PATREKS-
FIRÐI í SUMAR
Það sem af er sumri hef-
ur atvinnuástand verið
mjög gott á Patreksfirði.
Að sögn Ágústs Pétursson-
ar ber þar tvennt til, bygg-
ingaf ramkvæmdir hafa
verið óvenjulega miklar og
gera má ráð fyrir það þeg-
ar lokiðer bygginguá þeim
húsum sem þegar er hafið
að /'eisa þá hafi ibúðum á
Patreksfirði fjölgað milli
20 og 30.
Sl. laugardag var landað oliu-
malarefni sem lagt verður á
rúma tvo km. i byggðarlaginu og
mun þetta vera fyrsta oliumölin
sem lögð hefur verið þar á land.
Þá er verið að steypa þekju á 2-
300 metra langa þekju á fremsta
hluta hafnargarðsins i Patreks-
Skattskráin
mikið lesin
Mikil örtröð hefur verið
á Skattstof unni frá því
skattskrá var lögð fram á
föstudag. Að sögn
afgreiðslufólks á
Skattstofu finnst mörgum
gjöldin hafa þækkað
ískyggilega frá fyrra ári
en menn þó verið rólegir og
rætt málin æsingalítið.
Mjög margir koma til að
kynna sér skatta
náungans.
Nú er i fyrsta skipti lagt á
sjúkratryggingagjald sem er 1%
af útsvarsskyldum tekjum.
Lagasetning um þessa
skattheimtu hefur farið fram hjá
mörgum og leita þeir þvi
skýringa á þessu gjaldi.
Arlega berast nokkur þúsund
kærur eftir framlagningu skatt-
skrár og verður sjálfsagt áfram-
hald á þvi. Kærufrestur rennur út
5. ágúst og liggur skattskráin
frammi þangað til. Þótt einhverj-
ir fái lækkun á sköttum eftir kæru
má samt sem áðurreikna með
heildarupphæð álagðra gjalda
hækki eins og vanalega eftir að
Skattstofan hefur framkvæmt
endurskoðun framtala.
—SG
Minnisvarði
%
afhjúpaður
á Akranesi
Brjóstmyndir af Haraldi
Böðvarssyni útgerðar-
manni á Akranesi og
Ingveldi konu hans voru
nýlega afhjúpaðir.
Myndunum hefur verið
valinn staður í lóðinni við
hús þeirra hjóna á
Akranesi.
Tilefnið að þvi að
minnisvarðar þessir voru reistir
er það, að um þessar mundir eru
liðin 70 ár frá þvi að Haraldur
setti fyrirtæki sitt á Akranesi á
stofn.
Haraldur hefði orðið 87 ára á
þessu ári hefði hann lifað.
Forgöngu um minnisvarðana
hafði Sturlaugur Haraldsson og
náði hann að koma þvi verki i
höfn áður en hann lézt fyrr á
þessu ári.
Gyða Jónsdóttir sem á ættir
sinar að rekja til Akraness gerði
myndirnar, en hún hefur verið við
listnám erlendis á undanförnum
árum.
Viðstaddir afhjúpunina voru
fjölskyldumeðlimirnir og nokkrir
úr hópi elztu starfsmanna fyrir-
tækisins.
EB.
fjarðarhöfn, en áður var einungis
malarþekja á garðinum.
Nokkuð hefur verið um að
ferðamenn koma á Patreksfjörð i
sumar og meira en oft áður.
Agúst sagði að únnið hefði verið
i báðum hraðfrystihúsunum á
Patreksfirði i sumar og hefur afli
verið góður fram á sumarið, en
hefur heldur farið minnkandi
undanfarnar vikur, en hvað at-
vinnuástandið varðar hefur það
litið eða ekki komið að sök vegna
þess að margvislegar aðrar
framkvæmdir, einkum i bygg-
ingaiðnaði hafa tekið til sin allt
fáanlegt vinnuafl.
— EB
alþýðu
blaðið
Frétt: Að hafin sé
rannsókn á umboös-
launum islenzkra fyrir-
tækja erlendis og hvort
brögð séu að þvi, og þá
hvermkil, að verð á
innfluttum varningi sé
gefið upp hærra en það
eriraun. Grunur leikur
á þvi að einhverjir selj-
endur erlendis gefii upp
hærra verð á varningi
að ósk kaupenda.
Séð: Að Ullarverk-
smiðjan Gefjun og
Prjónabókin Elin hafa
efnt til samkeppni um
prjónaðar og heklaðar
flikur. 40 verðlaun eru i
boði og 40 uppskriftir
keyptar til birtingar.
Greiddar verða allt að
25 þúsund krónum fyrir
meiriháttar uppskrift.
Séð: úthlutun atvinnu-
leysisbóta i Hafnarfirði
á siðasta ári nam tæp-
lega 4.4 milljónum
króna og skiptist þann-
ig: Verkamannafélagið
Hlif 889 þúsund krónur,
Sjómannafélag Hafnar-
fjarðar 75 þúsund og
Verkakvennafélagið
Framtiðin liðlega 3,4
milljónir króna.
Lesið: í Lögbirtinga-
blaðinu: Að húseign i
Vestmannaeyjum er
auglýst á nauðungar-
uppboði vegna skuldar
að fjárhæð 1551 króna,
auk vaxta og kostnaðar.
Lesið: í Málaranum:
Að i desember á siðasta
ári hafi ung stúlka á
tsafirði, Bjarndis
Friðriksdóttir lokið
sveinsprófi i málaraiðn
með ágætiseinkunn.
Hún hóf nám hjá föður
sinum, Friðriki
Bjarnasyni, 1971, þá 17
ára að aldri. Bróðir
hennar, Jón Björn, lauk
prófi á sama tima, einn-
ig með ágætiseinkunn.
Séð: I Lögbergi-
Heimskringlu: Að
auglýst er eftir ritstjóra
að blaðinu, en núver-
andi ritstjóri , Caroline
Gunnarsson, er að
hætta störfum fyrir
aldurs sakir. Ritstjór-
inn þarf að vera jafn-
vigur á islenzku og
ensku og kunna að
vélrita. Usóknir skal
senda: Mr. S. Aleck
Thorarinson, 7085294
Protage Ave., Winnipeg
R3COB9, Kanada.