Alþýðublaðið - 18.08.1976, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 18.08.1976, Qupperneq 10
10 Miðvikudagur 18. ágúst 1976 sssr Laus störf við íþrótta- húsið á Akranesi Hér með eru auglýst laus til umsóknar 4 störf baðvarða við iþróttahúsið á Akra- nesi, 2 heilsársstörf og 2 niumánaða störf. Laun verða samkvæmt samningi bæjarstjórnar Akraness og S.T.A.K. Umsóknir skuli berast til bæjarritarans á Akranesi fyrir 25. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður i sim- um 2243 og 2329. Akranesi 17.8. 1976 Bæjarritarinn á Akranesi. Föstudagur 20.ág. kl. 20.00 1. Þórsmörk, m.a. jaröfræöi- ferö: leiöbeinandi Ari T. Guö- mundsson. 2. Landmannalaugar — Eld- gjá. 3. Hveravellir — Kerlingar- fjöll. 26.-29. ág. Noröur fyrir Hofs- jökul, nánari upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni. Feröafélag tslands. ÚTIVISTARFERÐIP Föstud. 20/8 kl. 20 Krókur — Hungurfit, gengiö á Grænafjall og vföar. Fararstj. Þorleifur Guömundsson. Farseölar á skrifst. Lækjarg. 6, sfmi 14606. I Færeyjaferö 16.-19. sept. Fararstj. Haraldur Jóhanns- son. Ctivist. ; i i s i ÚTB0Ð rilboð öskast I lyftur fyrir Borgarsjúkrahiisið. jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, t. 'iiboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 23. eptember 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR1 Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Yfirkennari Yfirkennari óskast að grunnskólanum i Stykkishólmi. Umsóknir um stöðuna sendist skólanefnd Stykkishólms. Skólanefnd. Lögtaksúrskurður Hafnarfjörður, Gorðakaupstaður, Seltjarnarnes og Kjósorsýsla Hér meö úrskuröast iögtak fyrir gjaldföllnum og ógreidd- um þinggjökium ársbis 1976 dlögöum f Hafnarfjaröar- kaupstaö, Garöakaupstaö og Kjósarsýslu, en þau eru: tekjuskattur, eignarskattur, slysatrygglngagjald v/heimdisstarfa, kirkjugjaW, kirkjugarösgjald, slysa- tryggmgagjald atviiinurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, Iffeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, at- vinnuleysistryggmgagjald, launaskattnr, iönlánasjóös- og iönaöarmálagjald, iönaöargjald og skyldusparnaður. Ennfremur fyrir eftirtöidum ógreiddum gjöldum.álögöum eöa áföllnum 1976 (einnig f Seltjarnarneskaupstaö): skemmtanaskatti, miöagjaldi, ^öluskatti af skemmtun- um, bifreiöaskatti, skoöunargjaldi ökntækja, slysatrygg- ingagjaldi ökumanna, fastagjaidi og gjaidi samkvæmt vegmæli af disilbifreiöum, vélaeftirUtsgjaldi, skipaskoö- unargjaidi, lesta- og vitagjaidi, ógreiddum iögjöldura og skráningargjöklum vegna iögskráöra sjómanna, skipu- lagsgjaldi af nýbyggingum, ógreiddum söluskatti fyrir mánuöina aprU, mal og júni, svo og viöbótar- og auka- álagningu söluskatts vegna fyrri tfmabila, vörugjaldi, gjöldum af innlendum toilvörutegundum, matvælaeftir- litsgjaldi, gjaldi til styrktarsjöös fatlaöra, nýálögöum hækkunum þinggjalda, sýskivegasjöösgjaldi, aöflutnings- gjöldum og útflutningsgjöldum. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttar- vöxtum og lögtakskostnaði, veröa látin fara fram án frek- ari fyrirvara, á kostnaögjaldenda en aoy.6ö rikissjóös, aö 8 dögum Hönum frá birtingu úrskuröar þessa, veröi full skil eigi gerö innan þess tima. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi, Garöakaupstaö og Seltjarnarnesi. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. 16. ágúst 1976. HORIWIÐ Ef úrabúðir vilja ekki gera við eigin klukkur... VARÚÐARORÐ TIL ÞEIRRA SEM KAUPA RAFMAGNSKLUKKUR Það er rétt að benda neytendum á það, að það virðist ekki sama hvar menn kaupa úr og klukkur þegar að við- gerðum og viðhaldi kemur. Þetta er nokk- uð, sem erfitt er að ganga úr skugga um þegar úrið er keypt, þvi undantekningarlaust eru afhent ábyrgðar- skirteini. En á siðasta ári var keypt raf- magnsvekjaraklukka af gerð- inni Junghans l úraverzlun Garðars Ólafssonar á Lækjar- torgi. Afhent var ábyrgðarskir- teini, og ekkert kom fyrir klukk- una allan þann tima (eitt ár) sem ábyrgðin hvildi á henni. Klukka þessi hefur gengið mjög vel, nánast upp á sekúndu frekar en minútu, og gerðin hef- ur reynst hin bezta. En svo gerðist það aö litið barn náði þvl og losaöi annan visinn af þvi auk þess sem það þrýsti verkinu lausu. Farið var með vekjaraklukk- una I ofangreinda úrabúö og beðið um viðgerð á henni. Af- greiðslukonan, sem tók við klukkunni, svaraði að bragði að þaö yröi ekki gert viö hana þarna. Henni var þá tjáð að klukkan væri keypt þarna. Hún sagði það mjög óllklegt, auk þess sem þau kærðu sig ekkert um að fá rafmagnsvekjara- klukkur til viðgerðar. Henni var þá skýrt frá þvi að ábyrgðar- skirteini leiddi I ljós að klukkan væri keypt i þessari verzlun. Hún vildi ekki trúa þvi, en fór og talaði við úrsmiðinn, sem benti henni á merkingu neðst á klukk- unni, þar sem það sást. Konunni var þá bent á að það sem mest lægi á að gera við væri að festa lausa visinn, þvi þrátt fyrir hnjaskið gekk klukk- an hárrétt upp á sekúndu, en það var bara engin leið að átta sig á þvl hvaða klukkustund væri. Hún sagðist samt ekki vilja taka klukkuna I viögerð, og vissi ekki heldur hver hefði umboð fyrir Junghans klukkur. Þau heföu litinn áhuga á að fá raf- magnsklukkur til viðgerðar, sumarfrf stæðu yfir og þaö væri engin leið að lofa viðgerð. Slikt tæki aö minnsta kosti einn mán- uð. bað varð þó úr að klukkan var skilin eftir ipp á von og óvon, en þetta hefur það i för með sér að viðkomandi þarf aö kaupa nýja vekjaraklukku — og hyggst kaupa hana i annari verzlun. En það er rétt að taka það fram, neytendum til viðvörun- ar, að hyggilegast er að ganga úr skugga um það áður en raf- magnsvekjaraklukkur eru keyptar hvort þær fást viðgerð- ar i þeirri sömu verzlun. Dæmi hafa verið um það i öðr- um löndum, fyrst eftir að raf- magnsklukkur urðu tlðar, að sumum úrsmiðum lánaðist seint og illa aö gera við rafmagns- klukkur og urðu þá oft að senda þær annað til viðgerðar. Það hafði að sjálfsögðu talsverða töf iför með sér og jafnvel kostnað- arauka fyrir eiganda klukkunn- ar. — BS ARNAÐ HEILLA: APA BRULLAUP Það má sjálfsagt með sanni segja að þetta sé ekki raunverulegt brúðkaup. Þetta eru jú heldur ekki almennileg brúðhjón. Hin hamingjusömu Copper og Nina voru sett i hlekki hjónabandsins i Twycross dýragarðinum i Leice- stershire. Et til vill hefur brúðurin ekki sagt hið undurfagra já, en það er enginn vafi á þvi, að það var það sem hún meinti. Það voru engin áhöld um að þennan dag sveif ástin yfir búrunum i Twy- cross dýragarðinum. Og þegar þau hjónakomin mættu i myndatöku hélt Nina utan um brúðgumann eins og góðra apa er siður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.