Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 19. ÁCUST r~i rIfj (Æ|[ Á kostnað neytenda Mjólkurmálið svonefnda hefur vakið mikla athygli. Nú er svo komið að starfs- stúlkur mjólkurbúða og neytendur hafa hafið baráttu fyrir rétti sinum. Sjá bls.2 l ■L .'L - JL' .'"'CT' v.. =pc ’O CTC3’ |C=»( -- cn' ;ao □□gga^ocrig CO^OL. HUOMPLOTUINN- FLUTNINGUR UM HERSTÖÐINA? í gær barst okkur í hendur plötuumslag og hafði platan verið keypt á útsölu hér í bænum. Auk miða frá verzluninni/ sem seldi plötuna, var miði sem á stóð : For sale to U.S. military only, eða aðeins til sölu innan bandaríska hersins. Þetta þótti okkur heldur undar- leg orðsending og höfðum við þvi samband við verzlunina Plötu- portið, en þar var platan keypt. Þar ræddum við við Bjarna Óskarsson. Hann sagði, að platan væri innflutt frá Bandarikjunum ásamt fáeinum öðrum plötum. Hvað þær hefðu verið margar fannst honum ekki skipta máli. Þeir hefðu innflutningspappira fyrir plötunum og þær væru ekki, eins og greinilega væri verið að gefa i skyn, ofan af Keflavikur- flugvelli. Bjarni sagðist ekki vita betur, en að sala þessi væri full- komlega lögleg, að islenzkum lögum að minnsta kosti. Undarlegt. Út af þessu máli höfðum við samband við Pál Asgeir Tryggvason, skrifstofustjóra i utanrikisráðuneytinu. Fannst honum mál þetta mjög skrýtið. Væri platan fráKeflavikurflug- velli, sem þyrfti alls ekki að vera, Ófullnægjandi skýringar hljómplötuinn- flytjanda, sem selur plötur „ætlaðar aðeins til sölu innan bandaríska hersins” þá væri hér um hreint smygl að ræða. Hún gæti einnig verið flutt frá Bandarikjunum. Þar sem hún er merkt Bandariska hernum er ljóst að ekki má selja hana öörum en bandariskum hermönnum. Vörur, sem svona eru merktar, losna við ýmiss konar gjöld, t.d. gjöld samsvarandi STEF-gjöld- um, losna við tolla, svo að eitt- hvað sé nefnt. Til dæmis fá hersjónvarpsstöð- var allt efni sitt mjög ódýrt eða jafnvel ókeypis af þessum á- stæðum. Þess má að lokum geta, að verzlunin er eins konar útibú frá verzluninni Kyndli, Keflavik.ATA Bætt þjónusta, segja Kaupmannasamtökin sem benda m.a. á að heimsending mjólkur með matvöru spari húsmæðrum erfiði. Slæm reynsla af kjörbúðum, segir starfshópur gegn lokun mjóllkurbúða, sem oenflir a aö það sé handahófskennt hvaða mjóikurvörur faist i stórverziun- unum. Herferð gegn smæstu verzlununum, segir kaupmaðurinn á horninu, sem bendir á að breytingin komi illa við gamalt fólk og lasburða. Þetta eru nokkrar hliðar mjólkursölumálsins, sem Alþýðublaðið fjallar um á baksiðu i dag. Fjarstæða að selja mjólk í litlu verzlunum ivvw** ffPS \ Ég tel það algera fjarstæðu að líta sér detta i hug að selja mjólk i þessum litlu verzlunum, sagði Þorsteinn Magnússon kaupmaður i Njálsbúð, enda er ekkert rúm i mörgum þeirra til að bæta mjólkursölu við það sem fyrir er. Sagði Þorsteinn enn fremur að svo virtist sem fólk væri almennt mjög á móti þvi að mjólkurbúðir- nar yrðu lagðar niður, það sýndu undirskriftalistarnir sem lægju frami i verzlunum viðs vegar um bæinn. ,,Og það er engin furða þó fólkiö komi til með að sakna þessara verzlana, hélt Þorsteinn áfram. Rekstur þeirra hefur verið með miklum ágætum. Þrifnaður hefur verið i bezta lagi og sama má segja um afgreiðsluna. Það mun þvi mörgu einkum gömlu fólki og lasburða, bregða við þegar það þarf að fara langar vegalengdir til að verða sér úti um mjólk. JSS. Ritstjórn Siðumúla II - Sfmi 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.