Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 4
□ 4 iÞRðTTIR Fimmtudagur 19. ágúst 1976 MaSíö1' Þróttur-UBK 1:2 Það var ekki hægt að hrópa húrra fyrir knattspyrnunni i leik Þróttara og Breiðabliks i gærkvöld. Léleg knattspyrna og lélegt veöur var þaö sem á- horfendur þurftu að þola. Aö vfsu fengu þeir þrjú mörk i sárabót. Það var greinilegt að Blikarnir lögðu enga áherzlu á þennan leik. Lið þeirra var að mestu leyti skipaö leikmönn- um úr öörum fiokki og aöeins þrir til f jórir fastamenn liðsins inná. Blikarnir skoruðu fyrsta mark leiksins. A 28. min. að Hinrik Þórhallsson upp vinstri kantinn og gaf góða sendingu á Ævar Erlendsson sem skoraði með þrumuskoti. Fyrri hálfleikur var þóf- kenndur og fátt um afgerandi tækifæri. Það voru liðnar 22. min. þegar annað mark Blikanna kom. Þar voru þeir aftur á ferð Hinrik og Ævar. Nú skiptu þeir um hlutverk. Ævar gaf á Hinrik sem skoraði glæsilega, . A 31. min. minnka Þróttarar muninn með marki Leifs Haröarssonar. Og þvilikt skot. Þrumunegling frá miðjum vallarhelmingi Blikanna, sem hafnaöi upp viö þverslána. Eftir þetta hresstust Þróttarar og sóttu öllu meira, en þaö dugði ekki til. Orslit leiksins uröur 2:1 fyrir Breiöablik. jeg. Austur-þýzka boðhlaupssveitin, sem sigraði i 4x100 metra boðhalupínu á Olympiuleikunum i Montreal. Á fund við Andrés Önd Verðlaunin strevma í austurátt: Frjálsiþróttasambandið hefur sjö undanfarin ár sent ungt og efnilegt iþróttafólk á svonefnda Andrés Andarleika. Keppni þessi fer fram i Noregi., nánar tiltekiö i Kongsberg. Islenzku ungmennin sem farið hafa á þessa leika, hafa ætið staðið sig með prýöi, m.a. unnið fimm sinnum gull- verðlaun. Að þessu sinni fara fimm ungmenni utan til keppni á leikunum, þar af einn sigur- vegari frá siðustu leikum, Kristján Harðarson frá Stykkishólmi. Hann sigraöi i langstökki I fyrra. Auk þess að keppa i þeirri grein mun hann keppa i 60 m hlaupi. Thelma Björnsdóttir, UMF. Breiðablik i Kópavogi mun keppa i 60 m og 800 m hlaupi. Thelma vakti verðskuldaöa athygli á nýafstöönu Islands- meistaramóti. Hún sigraði i 1500 m hlaupi á þvi móti, hljóp á 5,21,3 min. og bætti íslands- metið i telpnaflokki um 15,8 sek. Þá setti hún einnig hýtt telpnamet i 800 m hlaupi. Hljóp Thelma þá vegalengd á 2.3l.3min. og bætti metið um 7 sek. Ingvar Þórðarson úr FH Hvaða lærdóm má draga af „gullgreftri” A-Þj óðveij anna ? Thelma Björnsdóttir, hin bráðefnilega frjálsi- þróttakona úr Kópavogi mun keppa á leikunum. mun keppa í 800 m. hlaupi. Oll eru þau þrjú sem að framan eru talin 12 ára. Þá verða einnig send út einn piltur og ein stúlka em eru 11 ára, en þau eru: Albert Imsland, Leikni, Reykjavik. Hann mun keppa i 60 m hlaupi og i 880 m hlaupi. Svava Grönfeldt, Borgar- nesi. Hún keppir i 60 m hlaupi og i langstökki. Sem og áöur mun Sigurður Helgason, formaður út- breiöslunefndar FRÍ verða fararstjóri. Leikarnir standa yfir dagana 28. og 29. ágúst. jeg. A Olympiuleikunum i Montreal unnu Austur- Þjóðverjar fleiri gullverð- laun en Bandarikjamenn og næstum jafnmörg og Sovétmenn. Þar sem A- Þjóðverjar eru ekki nema 17 milljónir er þetta mjög athyglisvert. Og það sem meira er, þeir hafa byggt i- þróttakerfið miklu betur upp, þvi nú eiga þeir fleiri úrvaldsþjálfara Af þeim ástæðum geta fleiri notið góös af fyrsta flokks þjálfun. Skipting verð- launa. Það er þess virði að staldra ofurlitið við skiptingu verðlauna á Oly mpiuleikunum i Montreal. Hún undirstrikar þá þróun, sem lengi hefur átt sér stað, en virðist vera að auka hraöann. Verð- launin streyma I austurátt, en það er fyrst og fremst A- Þýzkaland sem stendur fyrir þessari þróun. Hinar Austur-Evrópuþjóðirnar fara sér hægar I baráttunni um toppinn i iþróttalifinu. I þetta skipti fékk A- Þýzkaland 40 gullverðlaun, Rússar 47 og Bandarlkja- menn 34. Rússar eru tólf sinnum fleiri en A-Þjóðverjar og Bandarikjamenn næstum jafnmagir og Rússar. Hver ætli sé ástæöan fyrir hinni stórkostiegu framför A-Þjóðverja og er þessi framför eftirsóknar- verð? Tíu beztu. Sjónarvottur lýsir æfingu a—þýzka handboltalands- liðsins. Þeir voru ekki einir i iþróttasalnum. Salurinn var fullur af skólakrökk- um, sem stundaöi leikfimi. Aðalatriðið var langt og mikið hlaup, mörgum sinnum hringinn i kringum salinn. Drengir og stúlkur saman og á mismunandi aldri. Þaö var barizt á toppin- um og botninum. En þegar þeir fyrstu komust yfir marklinuna, hlaupið búið. Timinn var tekinn á tiu fyrstu, en ekki var athugaö hver varð siðastur. Hvað græða A- Þjóðverjar á gullverðlaununum? Efnilegur hlaupari, drengur eða stúlka, upp- götvast i A-Þýzkalandi. Þeir komast til góðs þjálf- ara mjög snemma og þjálf- ararnir ná þvi bezta út úr hverjum manni. Og árangur A-Þjóðverja á hlaupabrautinni, fimleika- teppinu, eða hvaö þaö nú heitir, hefur vakið bæði athygli og aðdáun um allan heim. En hvað um þann efniviö, sem aldrei kemst á Olympiuleikana? Þeir verða seinna meir þjálfarar margir hverjir, þvi sifellt fleiri stunda i- þróttir i A-Þýzkalandi og þótt ekki vinni allir til verð- launa, verður að þjálfa þá lika til að hækka „standardinn”. Árangur iþrótta- stjarnanna vekur upp áhuga hjá mörgum til aö leika sama leikinn. Ahuginn er mikill, en fyrst og fremst verður að hafa aðstöðu til að stunda iþrótt- ina og aðstaðan i A- Þýzkalandi er orðin góð, vegna þeirra mörgu þjálfara semþeir eiga. Þeir eiga þjálfara fyrir þá beztu, fyrir fjöldann og fyrst og fremst fyrir skólana. Hjá okkur er aðstaðan önnur. Litið er gert fyrir skólaiþróttir. tþrótta- kennararnir, sem flestir eru litið menntaöir, gera að visu sitt bezta. En þeim er skammtaöur svo litill timi, 2-3 timar á viku, að það er hreinlega að gera grin að börnunum, kennurunum og iþróttunum. Danski greinahöfund- urinn, Knud Lund- berg, hvetur til hálf- atvinnumennsku danskra iþróttamanna. Hann leggur til, að danska rikið borgi i- þróttamönnunum eins konar atvinnuleysisbætur. Hann segir, að þær atvinnuleysisbætur, sem danska rikiö greiði nú, sé meiri peningur, en hinar a- þýzku iþróttastjörnur fá. Efniviður A-Þjóðverja er ekkert betri en til dæmis okkar, en þar stelur brauð- stritið ekki öllum timanum frá iþróttafólkinu. Getum við stefnt að einhverju svipuðu hér á landi? ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.