Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 7
alþyúu-
blaöiö
Fimmtudagur 19. ágúst 1976
LISTIR/IUIENNING 7
Meistaranjósnarinn Richard
Sorge i Tokió sem haföi mjög
góö sambönd viö japanska
njósnanetiö, sendiinn aövaranir
og tiltók m.a.s. daginn, sem
gera átti innrásina. Frá eftir-
litsflugi og njósnurum bárust
fréttir um gífurlegan liössöfnuö.
21. júni 1941 biöu sjö þýzkir her-
ir, fjórar skriðdrekahersveitir
og þrir loftflotar i alls 3 milljónir
hermanna, 600 þúsund ökutæki,
3850 hervagnar og 1830 flugvél-
ar. Þaö hlýtur aö hafa verið svo
til ógerningur fyrir rússneska
njósnara aö forðast aö sjá slikan
liðssöfnuð. Mikiö efni barst meö
aövörunum og tilkynningum
bæði hers og stjórnmálamanna.
Stjórn Stóra-Bretlands var
ekki I vafa um, hvaö á seyöi
væri. Laugardaginn 21. júni var
Winston Churchill á landssetri
sinu ásamt nokkrum gestum.
Einkaritarinn segir, aö for-
sætisráöherrann hafi hvaö eftir
annaö vikiö aö inorásiuni i
Sovétrikin. Væri þaö etetó óverj-
anlegt aö hjátpa erkióvinunum,
kommúnistum? „Aiis eteki,”
svaraði Churchfli. „fcgá aöeins
eitt tftkmark: Aö mtrþ Httta*.
Og þessi árás kéttir mttr þeö. Bf
Mitler geröi innrás f teelvfti
myndi ég aö minnsta teasti anafat
meö skrattanum, þegar ég faéidi
ræöu i þinginu”.
StaMn vildi ekki viðnr-
kenna að innrás gæti
verið fyrir hendi
Svona sannfæröur var Chur-
chill um árásina og afstööu slna.
Sir Stafford Cripps, sendiherra
Breta i Moskvu, fór skömmu
fyrir miðjan júni um sænsku
höfuöborgina og forráðamenn i
utanrikisþjónustunni þar sögðu
honum, að Sviar væru sann-
færðir um, aö af innrás yröi.
Sviarnir höfðu lika heyrt minnzt
á 22. júni.
begar Stalin vildi ekki viður-
kenna, að innrás væri fyrir
hendi, má vera að ástæðan hafi
verið endurminningin um
hreinsanirnar,sem hann gerði
ekki aðeins meðal stjórnmála-
manna heldur og innan liðsfor-
ingjanna eftir 1936, tæpum
fimm árum áður. Þá voru af lifi
teknir æðsti hersnillingur Sovét-
rikjanna, Tuchatsjevski,
hershöfðingi, 90% hershöföingj-
anna, 80% ofurstanna, 13 af 15
herdeildarforingjum, 57 af 85
höfuðsmönnum, 110 af 195
deildarforingjum, 220 af 406
sveitarforingjum. Það var varla
skemmtileg tilhugsun aö þurfa
svo að eiga i höggi við striðsvél
Hitlers. Hafði hann ekki gert
vináttusáttmálannn einmitt til
að komast hjá átökum, til að
vinna tima, til að tryggja vörn-
ina, til að styrkja stööu sina?
Var ástæða til að ætla, að Sovét-
rikin hefðu ýfir að ráöa góðum
yfirmönnum hersins eftir þá
miklu blóðtöku, sem gerð hafði
verið fáum árum áður? Stalin
hlýtur aö hafa verið i miklum
vanda. betta hjálpar okkur til
að skilja, hvers vegna hann tók
ekki við sér, skildi ekki eða vildi
ekki skilja allar aðvaranirnar,
sem hann fékk.Eftir öllu að
dæma hefur Stalin viljað tefla i
tvisýnu til að vinna meiri tlma.
Og það hefur sjálfsagt hvarflað
að honum, að þýzk „innrás” án
samsvarandi andstöðu Rússa,
hlyti að tengja sovétmenn enn
traustari böndum.
Þvzkur fornleifafræðingur
sýnir málverk á Mokkakaffi
Þýzkur fornleifa- hefur opnað myndlista-
fræðingur og listmál- sýningu i Mokkakaffi,
ari, Hayde Hansen, þar sem hann sýnir um
50 oliumálverk, vatns-
litamyndir, steinprent,
tréskurð og teikningar.
Þetta er sölusýning og
er verð myndanna frá
kr. 3.500.- til 60.000.-.
HH, sem nú er 72 ára að
aldri, hefur haldið um
40 sýningar viðsvegar i
Þýzkalandi. Hann hef-
ur oft komið til tslands,
ferðast um landið og
gert mikinn fjölda
teikninga og mynda,
sem lýsa isl. þjóðlifi,
gömlum þjóðháttum,
atvinnulifi, menningu
og að sjálfsögðu is-
lenzku landslagi.
Hayde Hansen kom fyrst til
tslands áriö 1949 og varð strax
mjög hrifinn af landinu og þjóö-
inni. Hann sagði i viðtali viö
blaðið, að það gerði sig ungan i
anda að koma til tslands og
hefði hressandi áhrif á hann
bæði andlega og likamlega.
Hayde sagði að þaö væri gott
fyrir fornieifafræð»g að geta
teiknað myndir og málað, en
haan nam myBdlist á stenma
Teikningarnar eru
margar mjög vel gerð-
ar.
tima f Hamborg. Þá hefur hann
skrifað mjög fróölega bók um
islenzka þjóöhætti og menningu,
tsland frá vikingaöld til vorra
daga. Þetta er 240 bls. bók með
fjölda mynda og teikninga eftir
höfundinn.
A sýningunni iMokkakaffi eru
teikningarnar og grafikmynd-
irnar athyglisverðastar. Óliu-
málverkin og vatnslitamynd-
irnar eru impressionisk verk,
sem fyrstog fremst er ætlað þaö
hlutverk aö lýsa viðfangsefninu
á sem náttúrulegastan hátt.
Manni dettur einna helst i huga
myndir eftir Asgrim Jónsson.
Hayde Hansen segist hafa
fylgst af mikilli athygli með
þorskastriðinu. Hann segist
hafa skrifað um þorskastriöið i
þýzk blöð og hefði komið i ljós
að stjórnvöld og ýmsir ráða-
menn i Vestur-Þýzkalandi hefðu
veriö honum Htið þakklátir fyrir
vikið.
Aðendingu, svo vikið sé aftur
að sýningunni, þá talar hún slnu
máli. Hinsvegar fer ekki á milli
mála að þeir sem fá tækifæri tii
að lita örlitið inn 1 hugarheim
Hstamannsins og fræðimanns-
ins, með sjö áratugi að batei, fá
ýmislegt fleira og fyöra út úr
þesaari sýningu.
— BJ
íslenskuþættir Albýðublaðsins
eftir Guðna Kolbeinsson
1 Morgunblaðinu 4. apríl s.l.
er skrýtla sem hefst með þess-
um orðum:
„Vinir Cæsars ráðlögðu hon-
um oft að vera varkárari um sig
en hann var.” Þarna er tvennu
slengt saman: að vera varkár
og að vera var um sig.
1 ýmsum blööum birtast
myndasögur og eru þær allvin-
sælt efni; að ég held einkum
meðal barna og unglinga. Þvi er
það mikið mein að þýðingar á
textum þessara myndasagna
eru oftast nær litt vandaðar. bó
eru á þessu heiðarlegar undan-
tekningar; t.a.m. virðist oftast
lögö alúð við texta smáfólks i
Morgunblaðinu.
Það var ekki ætlunin að skrifa
hér neina ritgerð um mynda-
sögur blaðanna, enda hefur eng-
um dæmum verið safnað um
málfar á textum þeirra. Þó skal
nefnt eitt atriði, og einungis sem
dæmi um óvandaða orða-
bókarþýðingu. Ekki væri vandi
að finna fleiri slik.
1 Visi er myndasaga um
knattspyrnuþjálfarann Alla.
Eitt sinn teflir Alli fram nýliða
sem ber auknefnið Pinocchio.
Pinocchio er alkunn persóna úr
myndasögum Disney’s, tré-
strákur sem hefur verið kallað-
ur Gosi á islensku. Knatt-
spyrnumaðurinn Pinocchio
stendur sig vel i fyrsta leik sin-
um og áhorfendur byrja að
kalla: „Við viljum, Pinocchio.”
Það er ugglaust góð og gild
enska að segja We want
Pinocchio, en islenskir áhorf-
endur munu áreiðanlega seint
kalla: Við viljum Pinocchio. A
islenskum áhorfendapöllum
yrði hrópað: Afram, Gosi;
áfram Gosi. Og væru aöstæöur
þannig að Gosi sæti á vara-
mannabekk en áhorfendur fýsti
að sjá hann í leik, mundu þeir
ensku kalla: We want
Pinocchio, en islendingarnir:
Inn á með Gosa.
Látum þetta dæmi nægja um
orðabókarþýðingar á mynda-
sögutextum.
Kona af Norðausturlandi
skrifar: „þá er orðasamband
sem veður uppi i útvarpi og dag-
blöðum sem ég man ekki tii aö
hafa heyrt fyrr en nú nýlega i
þessari merkingu. Þetta er
orðasambandið að ná undirtök-
unum.til dæmis þegar hand-
boltalið er að vinna andstæðing
sinn eða knattspyrnulið að
vinna sina mótherja. Þetta
fyrirbæri var kallað að ná yfir-
tökunum hvort sem um nám,
starf eða leik var að ræða.”
Hér er þvi til að svara að
hvort tveggja verður að teljast
rétt. Að hafa undirtökin eða ná
undirtökunum merkiraö standa
betur að vigi. Likingin er dregin
af hryggspennu en i þeirri iþrótt
er augljós kostur að hafa undir-
tökin. — Einnig er algengt að
tala um að ná yfirtökunum i
merkingunni að fá yfirhöndina.
Glúmur Hólmgeirsson skrifar
um heiti ýmissa iþróttagreina.
Honum er mjög i nöp við orðið
bolti og segir m.a.:
„Þá er annað sem mér er
þyrnir i auga og vil leita álits
þins á og það er málfar þeirra
sem tala um knattleiki i útvarpi
og sjónvarpi og raunar flestra
sem rita um þá i blöð. Hér vil ég
þö undanskilja Bjarna Felixson
sem nú er farinn aö koma viö og
við í sjónvarpi. Það má heita að
aldrei heyrist annað en boltiog
það er spilaður bolti. Þetta tel
ég hráa dönsku, leifar frá þeim
tima sem finast þótti „að
tyggja upp á dönsku.” Einnig
segir Glúmur:
„Mér finnst kominn timi til að
spyrna hér við fótum og fá menn
til að tala um knött og að leika
knattleiki . Oftast er talaö um
handbolta og körfubolta. Eg álit
að handknattleikur og körfu-
knattleikur séu bæði svo ó-
munntöm að eðlilegt sé að erfitt
sé að þau vinni sér hefð. Mér
hefur þvi dottið i hug að i stað-
inn mætti nota handkast og
karfa, bæði styttri og munn-
tamari.”
Hér er þvi til að svara að
körfuknattleiksmenn tala oft
um körfu og að leika körfu,
þannig að e.t.v. á þetta orð eftir
að vinna sér hefð. Orðið knöttur
er nokkuð óþjált i munni og
allerfitt i beygingu. Mér finnst
þvi ekki óeðlilegt að orðið bolti
hafi áunnið sér nokkra hefð.
Rétt er að þetta er tökuorð úr
dönsku en það fellur vel að
islensku beygingar- og hljoð-
kerfi. Danskt ætterni eitt saman
er ekki nægilegt til að dæma orb
óalandi og óferjandi.
Og er ekki ástandið nokkuð
gott eins og það er: bolti og
knöttur lifa hlið við hlið. Raunar
nokkur merkingarmunur, þó
svo að merking þessara tveggja
orða skarist allmikið. Fáir, og
ég held engir, nota t.a.m. orðið
knötturum litla bolta sem börn
leika sér að. En ég hygg aö þrátt
fyrir allt sé orðið knöttur i sókn
eins og fleiri alislensk orð i máli
iþróttamanna sem er á réttri
leið, enda þótt ýmsir vankantar
séu enn þar á.
Iþróttir
°g
tungutak