Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 16
Bætt dreifingakerfi — og auk þess ný þjónusta: Nú verður hægt að fá mjólksenda heim! — segir formaður Kaupmannasamtaka Islands „Ég myndi segja aö matvöru- káupmenn yrðu almennt mjög ánægöir ef þeir fengju alla mjólkursölu i sinar hendur. Þetta er einmitt þaö sem þeir hafa sótzt eftir i gegnum árin, sagöi Gunnar Snorrason for- maður Kaupmannasamtaka ís- lands í viðtali viö blaöið i gær. En eins og flestum mun kunnugt stendur nú til aö færa alla mjólkursölu yfir i matvörubúö- ir. Þessi ákvöröun hefur valdiö mikilli óánægju meöal fólks og telja margir aö dreifing mjólkurvara veröi mun lakari þegar mjólkurbúða nýtur ekki lengur við. „Þaö þarf aö uppfylla ákveöin hreinlætis- og aðstöðuskilyrði áður en sala mjólkurvara hefst i matvöruverzlunum. sagöi Gunnar Snorrason enn fremur. Til þess aö það nái sem bezt fram að ganga, mun Heil- brigðiseftirliöið afturkalla öll þau leyfi sem matvöruverzlun- um hafa verið veitt til mjólkur- sölu. Eftir aö aöstaöa verzlan- anna hefur verið athuguö, munu leyfin verða endurveitt þeim er þess óska. Töluverður kostnaður. Aö sögn Gunnars er mjög misjafnt hvort kaupmenn hafa komið sér upp fullkominni aö- stööu til mjólkurgeymslu. En þó svo sé, er ýmislegt fleira sem taka verður meö i reikninginn. T.d. má ekki geyma aðrar vörur með mjólkurvörum i kæli. Þá þarf aö vera til staðar sérstakur útbúnaður i sambandi við mót- töku mjólkur og svo mætti lengi telja. Þaö verður þvi talsverður kostnaöur sem kemur til meö aö fylgja i kjölfar tækjakaupa svo og þeirra breytinga sem gerðar verða á verzlunum. En kaup- menn munu nú vera sem óðast aö bæta aöstööu til mjólkur- geymslu, svo hún uppfylli sett skilyrði. Betri dreifing. Þá sagöi Gunnar Snorrason aö breytingar þær sem kæmu til með aö eiga sér staö, yröu i flestum tilfellum á þa lund, að kaupmennirnir «tækju yfir rekstur mjólkurbúöanna. A mjög mörgum stööum háttaöi svo til aö mjólkurbúð væri stað- sett viö hliö matvörubúöar- innar. Þeir kaupmenn sem hefðu slika aöstööu slyppu vel, þvi þeir fengju einfaldlega hús- næði mjólkurbúöarinnar, og tækju þá brott milliveggi eöa gerðu aörar þær breytingar sem nauðsynlegar væru. Aðstaöa sú sem veriö heföi fyrir breytt- ist ekkert. Sagðist Gunnar reikna meö að kaupmenn yrðu yfirleitt aö fjölga starfsliöi þegar mjólkur- sala hæfist, en þeir þyrftu ekki allt það starfslið, sem ynni nú i mjólkurverzlunum. Það yröu þvi sennilega einhverjir sem misstu atvinnu viö þessa breyt- ingu. „En ég get alls ekki fallizt á þá röksemd, að dreifing mjólkurvara veröi lélegri, veröi þær seldar eingöngu i matvöru- verzlunum, sagði Gunnar að lokum. Þeim verzlunum, sem selja mjólk, kemur til með að fjölga ört þegar timar liða og þeirri fjölgun fylgir bætt dreifingarkerfi. Égtel að þessi breytingveröi á allan hátt til góðs fyrir neytend- ur, þvi auk þess sem aö framan var sagt, verður sú aðstaöa fyrir hendi að fólk geti fengiö mjólkina senda heim, ásamt öðrum vörum. Slika þjónustu taldi mjólkursamsalan sig ekki geta veitt þegar um þaö var rætt, vegna þess aukakostnaðar sem slikt heföi i för meö áer.” JSS. Starfshópur gegn lokun mjólkurbúða ekki á sama máli: Slæm reynsla af Iqörbúðum Ég held, að óhætt sé aö segja aö húsmæður séu almennt mjög mótfallnar þvi að mjólkurbúðunum veröi lokaö, sagði Lilja Guömundsdóttir i viðtali við blaðið, en hún er meðlimur i „Starfshóp gegn lokun mjólkurbúða.” Þaö er nú þegar komin m jög slæm reynsia af sumum kjör- búðum sem verzla með mjólkurvörur. Þar er yfirleitt hægt að fá nóga mjólk,enþaö vantar oft ýmsar aðrar mjólkurvörur, t.d. jógúrt, undanrennu og skyr, langtim- unum saman. Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé viðunandi þjónusta, en skiljanlega er fólk hrætt við að framhald verði á þessu. Þá er fólk hrætt við að dreifingin verði stórum lakari ef mjólkurbúðirnar verða lagðar niður. Og það er fyrir- sjáanlegt, að i sumum hverfum verður engin mjólkursala. Eru það einkum ibúar Austur- og Vesturbæjar sem verða fyrir barðinu á þessu. En þaö er staðreynd, að það verða margir matvöru- kaupmenn sem hafa greini- lega ekki tök á að selja mjólk, þó þeir væru allir af vilja gerðir. Húsnæði margra verzlana er svo þröngt, að það er ekki nokkur leið að bæta mjólkursölu við það sem fyrir er. Auk þess er mjólkin ákaf- lega viðkvæm vara, semþarf góða kælingu, og vitanlega verður sú aðstaða að vera fyr- ir hendi, ef hún á ekki að skemmast. Kaupmenn verða að taka að sér söluna. Þá kvað Lilja það ekkert vafamál að Kaupmannasam- tökin væru mjög klofin i þessu máli. Stórkaupmennirnir vildu gjarnan selja mjólk, enda hefðu þeir aðstööu til þess. En hinir smærri vildu helzt vera lausir við alla mjólkursölu, enda hefðu þeir margir ekkert rúm fyrir hana i verzlunum sinum. En staðreyndin væri sú að þeir yrðu nauðugir viljugir að taka mjólkursöluna að sér, þvi viðskipti þeirra grundavöll- uðust á viðskipta vinum mjólkurbúðanna i nágrenninu. Ef þessum verzlunum yröi nú lokað, þá færu litlu matvöru- búðirnar sömu leið. Persónufeg tengsl. Við sem erum að berjast fyrir þvi, að mjólkurbúðunúm verði ekki lokað, leggjum fyrst og fremst áherzlu á þann atvinnumissi sem af því hlýzt, hélt Lilja áfram. Þarna eiga yfirileitt hlut að máli konur, sem komnar eru á þann aldur að þær eiga mjög erfitt með að verða sér úti um aðra atvinnu. Og sú atvinnumiðlun, sem talað hefur verið um að yrði stofnuð til að útvega þeim aðra atvinnu verður aldrei annað en orðin tóm. En það er lika annað sem mér var réttilega bent á um daginn og er stór þáttur i málinu. Það eru þau persónu- legu tengsl, sem skapast milli starfsfólks og viðskiptavina I mjólkurbúðum, fiskbúðum og öðrum smáverzlunum. Slík tengsl geta ekki orðið til i þessum stóru verzlunum sem alltaf eru troðfullar af fólki, ýtandi á eftir sér stórum körfum. Þar eru allir að flýta sér. En i litlu verzlununum þekkir afgreiðslufólkið flesta viðskipavinanna og fólk gefur sér tima til að ræöa saman. Ég held að það sé mjög til hins verra ef allt miðast við að gera hlutina eins ópersónu- lega og mögulegt er”. —JSS. Uggur í smá- kaupmönnum: Alþýðublaðið hafði samband við tvær hinna smærri verzlana og spuröi eigendur þeirra hvernig þeim litist á að hefja sölu mjólkur og mjólkurafurða. „Ég getekki séð að við ráðum við það, sem eigum þessar Iitlu verzlanir, sagði Astbjörn Égíls- son eigandi Ingólfskjörs.En ef til þess kemur að mjólkurbúöin hér I hverfinu verði lögð niður, þá er ekki um annað að gera fyrir neytendur en að gera öll sin innkaup niður á Laugavegi. Viðskiptin við Ingólfskjör byggjast aö mjög miklu leyti á mjólkurbúðinni i hverfinu og HERFERÐ TIL AÐ KNÉSETJA OKKUR öfugt, þannig að fóik myndi sennilega beina viðskiptum sinum til stærri verzlananna, ef mjólkurbúðinni væri lokað. Þetta kemur einkum til með að verða bagalegt fyrir þá sem eiga af einhverjum orsökum erfitt með að komast lengri vegalengdir, þvi það er hætt við að fólk þurfi a.m.k. i þessu hverfi að ganga drjúgan spöl til að ná sér I mjólk og aörar vörur eftir þessa breytingu. Þá sagði Astbjörn enn fremur að það myndi reynast mjög kostnaðarsamt að gera tilskild- ar breytingar á húsnæði verzlana, áður en mjólkursala gæti hafizt. Hann hefði sjálfur athugað verð á kælitækjum og komizt að þeirri niðurstöðu, aö minnsti kostnaður sem hann kæmist af með i þvi sambandi væri um 600.000 kr. Við það bættist svo kostnaöur við niðursetningu tækjanna, auk breytinga á verzlunarhús- næðinu, en þær kæmu liklega til með að verða stærsti liðurinn. „En það verða efalaust margir sem reyna að hola niður mjólk hjá sér, þó það verði af vanefnum gert, sagði Ástbjörn að lokum. Menn eru orönir hræddir um að þetta sé hJlfgerð herferð sem miði að þvi, að koma þeim kaupmönn- um undir sem smæstir eru, svo að hinir stærri geti setið einir að kökunni. Alþýðublaðið reyndi i gær að ná tali af Stefáni Björnssyni forstjóra Mjólkursamsöiunnar, en án árangurs. jss. FIMMTUDAGUR 19.ÁGÚST 1976 alþýðu blaðið Heyrt: Að undanförnu hafa verið birtar I Þjóöviljanum þriðjudagsgreinar, sem vakið hafa talsverða athygli. Menn hafa mikið velt þvi fyrir sér hverjir séu höfundar þessara greina, en undir slðustu grein stóö bókstafurinn A. — Fróðir menn þykjast kenna þar stilbragða þeirra Ólafs Ragnars Grimssonar og Baldurs óskarssonar. I síðustu grein var gerð hörð árás á Samvinnuhreyfinguna og Framsóknarflokkinn fyrir hermang og telja hinir sömu fróöu menn það renna stoðum undir kenningu sina, en báðir fóru þeir félagar úr Fram- sóknarflokknum eftir mikl- ar deilur viö forystumenn- ina. Þessir tveir hafa að undanförnu verið taldir hlynntir Alþýðubandalag- inu, og sé fyrrnefnd kenn- ing rétt, er llklegt að þeir séu komnir inn fyrir þröskuldinn. o Frétt: Að margir bændur séu mjög óánægðir með starfsemi Sláturfélags Suðurlands. Félagið hafi fjarlægst markmið sitt mjög með verzlunarrekstri 1 Reykjavik, en i þann rekstur hafi farið miklir fjármunir, sem ella hefðu komið bændum til góða og þeim rekstri, sem að þeim snýr. Þá þykir það nokkur kaldhæöni að fram- kvæmdastjóri þessa sam- vinnufélags skuli vera for- maður Vinnuveitendasam- bands Islands. o Frétt: Að nú þegar hafi nöfn margra tuga manna verið nefnd i sambandi við ávisanasvindliðmikla, sem nú er til rannsóknar i saka- dómi Reykjavikur. 1 þessum hópi eru margir al- saklausir menn, sem hvergi hafa nærri komið. Búastmá við aönafnafjöld- inn aukist á næstu dögum og að fleiri saklausir verði dregnir inn I sukkið. Það ætti þvi að vera brýn ástæða fyrir sakadóm að hraða rannsókn eins og unnt er og birta nöfn við fyrsta tækifæri. o Frétt: Aö ásókn hestamanna i jarðir I nágrenni Reykjavíkur sé svo mikil að horfi til stór* vandræða. Þeir yfirbjóöi þá, sem búa vilja á jörðun- um, og sé þetta mál að verða hið alvarlegasta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.