Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 13
DÆGRADVÖL 13 2*H«'Fimmtudagur 19. ágúst 1976 na saman Fiskbollur á ýmsa vegu Það er svo sannarlega ekki auðvelt að láta heimilispeningana endastá þessum síðustu og verstu tímum. Fiskbollur i dós hafa litið hækkað og ég hef það eftir góðum heimildum, að þær séu alltaf gerðar úr fyrsta flokks hráefni, nefnilega nýrri ýsu. Það er mjög auðveít að hafa f jöibreytni í matseicf fiskbolla. Hafið þið reynt að steikja þær? Mjög auð- velt— látið safann aðeins renna vel af þeim, veltið þeim svo upp úr hveiti eða raspi, sem á að hylja þær vel. Steikið þær svo i smjörlíki og látið i skál eða á fat. Setjið smjörklipu á aðra pönnu, brúnið það vel og helliðyfir steiktu bollurnar. Berið fram meðsoðnum kartöflum. Það er lika gott að bera fram dillsmjör, graslauks- smjör eða ansjósusmjör með steiktum fiskbollum. Þetta er blátt áf ram ven julegt smjör, sem er blandað með fíntklipptu dilli eða graslauk eða mörðum ansjósum, hrært uns það er mjúkt áður en „krydd- inu" er bætt í,mótað i rúllu sem er kæld áður en fisk- bollurnar eru bornar fram. Myndin er af fiskbollum í .tómatsósu, sem bæði ungum og gömlum þykja góðar. Þær eru jafnauð- veldar í matreiðslu og þær eru góðar. Annar góður fiskbolluréttur er: Fiskbollur með eggja- hræru. 1 stór dós fiskbollur 2-3 msk. hökkub steinselja 2 msk. rifinn ostur 2 egg 1/2 msk. hveiti 3 dl mjólk 1/2 tsk. salt. Skeriö fiskbollurnar i tvennt eöa i sneiðar og leggið þær i smurt eldfast mót. Stráið hakkaðri steinselju (og gjarnan ögn af rifnum osti) yfir. Þeytið saman egg, hveiti, mjólk og salt. Hellið eggjahrærunni yfir boUurnar og steikið I 225 gráðu heitum ofni I 15-20 minútur, en þá eru eggin hlaupin. Berið fram með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Siðast en ekki sizt kemur fljótlagaðasti rétturinn. Auðveldasti rétturinn 1 stór dós fiskbollur 2 msk. smjörliki 2-3 msk. piparrót (rifin) Leggið fiskbollurnar i soðinu i pott. Látið suðuna koma upp og helliö þá soöinu af bollunum. Setjið smjörliki og rifna pipar- rót út i pottinn og látið allt malla nokkrar minútur. Þá eru boll- urnar til. Gott er aö bera með þeim spinat i jafningi. Agætisréttur! hverju öðru óvenjulegu eftir- tekt.” „Hvar? Hvenær?” „Hvenær sem er, en sennilega nýlega. Hér. 1 þessu húsi...” „Húsinu!” sagði Ruth. „Held- urðu...?” „Engin læti. Segðu, hvort þú hefur heyrt eða sé eitthvaö óvenjulegt.” Fyrst gat Ruth ekki einbeitt sér. Hún leit um eldhúsið — á brúnt veggfóörið, gula skápana, fægð látúnshöldin... Svo mundi hún þaö. „Mig dreymdi,” sagði hún dræmt. „Sennilega bara...” „Komdu með þaö. Hún gerði þaö, og draumurinn missti mikils i frásögninni eins og draumar gera venjulega. „Skugginn gnæfði upp,” sagði hún að lokum. „Og ég hélt, að ég væri vakandi, en ég var það ekki. Það var hræöilegt að reyna aö standa upp og geta ekki hreyft sig.” „Hvað vakti þig?” spuröi Bruce. Hann var aö missa áhug- ann. Hann hafði greinilega ekki mikla trú á draumnum. „Ég man það ekki...” Ruth hrukkaöi ennið, en svo mundi hún. „Bíddu við! Röddin. Þú heyrðir hana lika, Sara; eitthvað hlýtur hún að merkja. Röddin vakti mig — sama röddin og þú heyröir. En það er bara ekkert dýr, sem heitir Sammi.” Það tók Bruce næstum fimm minútur að fá alla söguna. „Hvað var klukkan,” spuröi hann spenntur. „Hvaö var klukk- an, þegar þú vaknaðir?” „Næstum tvö. Og Sara heyrði þetta rétt fyrir dögun. Og það genr paó, sem við héidum fyrst hlægilegt i sjálfu sér: það eltist enginn við dýr á þessum tima sól- arhrings.” „Og gegnum læstan garð,” sagði Bruce. „Kannski viö höfum eitthvaö bitastætt, Ruth!” Ruth leit sigrihrósandi á Pat, og tilfinningin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hann kenhdí í brjósti úin hana. „Nú ætla ég að leyfa Pat aö hiæja aö mér,” sagðí Bruce. „Hefurðu nokkurn timann lesið um hús, sem reimt er i, Ruth?” „Nei...” „Svo þú veist litið um húsið hérna?” „Það veitenginni fjölskyldunni а. m.k. Hattl frænka bjó hér svo lengi, og...” „Viö ættum samt að byrja á húsinu,” sagði Bruce. „Ekkert þessu likt kom fyrir Söru áður en hún kom hingað, og...” Hann þagnaði skyndilega, og Ruth spurði: „Og hvað?” „Ekkert, ég hélt, að ég hefði fengið hugmynd, en missti hana.” „Kannski færðu hana aftur á morgun,” sagði Ruth. „Þetta hef- ur verið erfiður dagur. Okkur veitír ekki af þvi að sofa vel I nótt.” En hún vissi með sjálfri sér, aö ekkert þeirra myndi sofa vært þá nótt. б. kafli. Ruth lá á bakinu og starði upp i loftiö, þegar klukkan sló fjögur. Klukkan stóð frammi á stígapall- inum, sennilega á sama stað og hún hafði staðiö f rá þvi að hún var keypt af Josiah Harper, úrsmið, árið 1936. Josiah hafði veriö vand- Gátan Framvegis verður dag- lega í blaðinu lítil kross- gáta með nokkuð nýstár- legu sniði. Þótt formið skýri sig sjálft við skoðun, þá er rétt að taka fram, að skýringarnar f lokkast ekki eftir láréttu og lóðréttu NEMA við tölustafína sem eru í reitum í gátunni sjálfri (6,7 g 9). Lárettu skýring- arnar eru aðrar merktar bókstöfum, en lóðréttu tölustöf um. A: eitthvað smávegis B: af túni C: svift D: rykkorn E: keyta F: tvlhlj. G: gera mýs 1: ekki soðna 2: álma 3: keyr 4: jarð- vegur 5: verða úrelt 6: lá: flug- félag 6 ló: spil 7 lá: loft enska 7 ló: klar 8: lýja 9: lá: 2 eins 9 ló: stórveldi 10: upphróun Svör ■uossipd 'V 01 •punsnd 06-Si '6 £0Z '8 'uoiSuiqseM •snepjojN qoef '9 •uoseisio iaSSAjx S •uossQjnSig sjjpd jiiQjnSig j. '61 'E '001 Z •uossujotqjnSis qsiÐ 1 ;J9AS Bridse Spilið i dag sýnist vera nokkuð upplagt. En Suöur var nú svo óheppinn að gata á spila- mennskunni, þegar þaö var spilað og endurspilað i sveitar- keppni. Noröur 986543 G2 AG9 74 Vestur Austur 102 — 6543 AD107 1042 KD7 D652 Suður AKDG7 K98 8653 K AG10983 Sagnir gengu: Austur Suður Vestur Norður llauf dobl 2lauf 2 spað- ar 5lauf dobl pass pass Pass Suður sló út spaðakóngi, san Austur drap með laufáttu I þeirri veru aö skapa sér inn- komu á lágtrompið i blind. Aus- tur spilaði nú lauf ási og siðan gosa, sem hann tók á drottningu blinds. Þar sem sagnhafi reikn- aði með þvi að Suður ætti tigul- ás, vegna þess hvaö hann hafði verið staffirugur, spilaði hann hjarta úr blindi og svinaöi tiunni. Suður tók á kónginn og spilaði spaðaási út. Austur trompaöi og tók frihjörtun sin, og spilaði siöan út tigulkóngi. Norður kaus að gefa, til þess að þurfa ekkiað spila út i tigulgaff- alinn eða tvöfalda eyöu. En þá spilaði Austur sig inn i borð á lauffimmið og gat þá spilað tigl- inum gegnum Noröur og vann sögnina þar meö. Hvar skjátl- aðist nú Suðri? Athugið hvaö hefði gerzt, ef hann hefði spilað hjarta áfram, þegar hann var inni á hjartakónginn. A hinu borðinu sagði Suöur 1 spaða við 1 laufi Austurs, sem Noiður hækkaði umsvifalaust i 4 spaða. Vestur sló út spaðatvisti, sem sagnhafi lét lágt á i blindi og tók á gosann. Hann spilaði nú laufa- kóngi, sem Austur tók á ás og spilaði laufgosa til baka. Sagn- hafi trompaði með háu og tók siðan trompið, sem eftir var. Nú varö hann að koma sér inn i borð á trompi og spilaði hjarta. Austur tók á ásinn og spilaði drottningu út. Sagnhafi tók á sinn kóng. En eftir þetta slapp hann ekki viö tvo tapslagii tigli. Heföi hann hinsvegar tekiö FRÉTTA- GETRAUN Þá er formálinn kom- inn á sinn stað, öllum velunnurum fréttaget- raunarinnar til óum- ræðilegrar gleði. Við höfum sannfrétt að þeir hinir sömu hafi verið felmtri slegnir yfir hvarfi formálans. En nú getur þú unnandi góður tekið gléðina á ný, hér er formálinn kominn hress og endur- nærður. 1. Hver er maöurinn? 2. Hversu margar stúlkur eru við störf i mjókurbúðum MR vegna sumarafleysinga? 3. Hversu marga langar að verða umdæmisstjóra á Akur- eyri? 4. Hver heldur málverkasýn- ingu i Galeri Súm, um þessar mundir? 5. Hver er skólameistari MA? 6. Hingaö er kominn heims- frægur golfleikari, hver er það? 7. Hvár er Hans G. Andersen sendiherra? 8. Hve margir rithöfundar fengu úthlutun úr Launasjóði rithöfunda i ár? 9. Hvað kostar einn dagur á filaveiðum I Afriku? 10. Hver er yfirdýralæknir? útspil Vesturs með trompniu og spilaö hjartanu strax á eftir var spilið upplagt. Reyniö sjálf!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.