Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 9
8 UB YMSUW ÁTTUM Fimmtudagur 19. SÍ5SÍ55"' Fimmtudagur 19. ágúst 1976 VETTWANGUB 9 íslenzk kirkja og kristin trú Fyrir skömmu héldu norrænir biskupar ráð- stefnu í Reykjavik. Þar var f jallað vitt og breitt um stöðu kirkjunnar i nútimaþjóðfélagi og þátttakendur skiptust á skoðunum. Ekki voru dregnar neinar ályktanir eða niðurstöður af þessum umræðum, nema þátt- takendur hafi gert það hver og einn. Mjög er oröiö timabært aö kanna stööu kirkjunar i fclenzku þjóölifi, hvort hún hefur þann sess, sem henni ber. Þaö er mjög til siös þessa daga aö afneita kristinni trú, þaö þykir ekki fint aö vera trúaöur. Ekki er fráleitt aö margir skammist sin fyrir aö viöurkenna trú slna og fari undan i flæmingi, þegar umræður snúast um trúmál. Sumir segja, aö kirkjan sé aöeins fyrir gamalt fólk, og aö þeir fari aöeins i kirkju vegna skii-na, ferminga, giftinga eöa jaröarfara. Kannski fari þeir i kirkju á jólum eöa páskum, svona rétt til hátiöarbrigöa. Ljóst er, að kirkjan hefur i starfi sinu oflltiö höfðað til ungs fólks. Eitt sinn var gripið til þess ráðs aö halda pop-messur, en þær döguöu uppi og um leiö fólkiö, sem fór til aö hlusta á tónlistina. Þessi aöferö krikjunnar er umdeildanleg. Til aö ná árangri þarf kirkjan að vikka út athafnasvið sitt. Starf hennar veröur að vera meira meöal fólksins, ekki aðeinsinni i kirkjunum sjálfum. Tilraunir hafa verið geröar i þess átt og tekizt bærilega. — En einhverja aöferö verður að finna til að virkja starfskrafta ungs fólks og laöa þaö aö kirkju- starfinu. ungt fólk heillast lltt af töwSFÉ flóknu messuformi, þaö hefur meiri áhuga á starfinu út á vib. Þegar rætt er um kirkju og trúmál heyrist oft sá söngur, aö kirkjan og boöskapur hennar eigi ekki erindi tii nútíma- mannsins. Hann sé yfir þaö hafinn að trúa gömlum krafta- verkasögum og hafi ekkert aö sækja i boðskap kirkjunnar og kristinnar trúar. Svo magnaöur hefur þessi áróöur oröiö á siðari árum, aö menn telja þaö vart geta fariö saman aö hafa vit I kollinum og hafa notið menntunar annars vegar og taka mark á boðskapnum hins vegar. Þar sem þetta tvennt fari saman sé markaöurinn ekki viðræöuhæfur. Meðal annars vegna þessa hefur kirkjan staöiö höllum fæti og ekki náö eyrum yngri kyns- lóöarinnar. Af ýmsum öörum sökum er eins og kirkjan hafi nokkuö einangrast. Innbyröis deilur kirkjunnar manna um djöfulinn og andatrú hafa veikt stööu krikjunnar og gert hana á ýmsan hátt hlægilega. Meö nokkrum undantekningum hafa ræöur presta veriö svo hátlö- legar aö fátt eitt kemst til skila. íslenzk kirkja veröur aö sætta sig viö þaö hlutskipti, aö komi fólkið ekki til hennar, veröi hún aö fara til fólksins. Starfiö utan kirkjuveggjanna er ekki slöur mikilvægt en þaö sem fram fer innan þeirra. Viöa erlendis hafa prestar og aörir kirkjunnar menn gert sér grein fyrir þessu og starfa mun meira úti á meö- al fólksins en nokkru sinni i kirkjum eöa daglegum viötals- tlmum. Nokkrir islenzkir prestar hafa gert slikt hiö sama og hefur starf þeirra veriö mikils metiö. Þaö er einnig eftirtektarvert aö einmitt þessir sömu prestar eiga mun auð- veldara með aö ná eyrum kirkjugesta eöa útvarpshlust- enda en aðrir. Það er enginn vafi á því, aö kirkjan og boðskapur hennar hefur sjaldan átt eins mikiö erindi og brýnt til tslendinga og einmitt nú. Þótt menn geröu lltiö annaö en aö rifja upp boðorðin tlu og hugleiöa örlltiö þá siöfræöi, sem kristin trú boöar, væri talsveröum árangri náö. Siðalögmal kristninnar viröast viöast hvar hafa verið lögö á hilluna eöa stungiö I góöa geymshi.Aöminnsta kosti er sá hópur manna stór, sem algjörlega virðist hafa gleymt þeim. Islendingar hafa á undanförn- um árum og áratugum átt góöa daga. Dansinn i kringum gull- kálfinnhefur oröiö æöisgengnari meö hverju árinu, og allt hefúr gleymst i svimandi peningaá- strlöu. Menn hafa styrkst i þeirri trú, aö þaö væri máttur þeirra og megin sem höfuömáli skipti. A engu ööru þyrftu þeir aö halda. Þessi dans hefur orðið aö trylltum skrilslátum i óöa- veröbólgu og ennþá meira kapphlaup eftir peningum. Manngildishugsjónin hefur horfiö og menn hugsaö um þaö eitt aö skara eld aö eigin köku. Þeir, sem i hjarta slnu eru trúaöir, hafa ekki þoraö aö viöurkenna trú sina, taliö þaö veikleikamerki. Kirkjur hafa oröiö að sérkennilegum bygg- ingu og þangaö hafa fáir taliö þörf að fara. Það er þvi ekki aðeins þörf, heldur brýn nauðsyn fýrir Is- lenzku krikjuna aö leita nýrra úrræöa til aö vekja athygli „Nútimamannsins” á hinu mikilvæga starfi, sem hún ynnir af hendi. Hennar er mikil þörf og hún veröur aö beita þeim starfsaðferöum, sem aö gagni geta komiö viö þær aöstæöur, sem skapasthafa I þjóöfélaginu. Hún getur ekki beöiö þrenginga- tima I þeirri von, aö þá muni fleiri leita til hennar. Hún veröur að koma til fólksins og gera þvi grein fyrir, að boö- skapurinn og trúin er eins nauðsynleg og loft og vatn. Hún þarf aö tala ifólk kjark til aö kannast við trú slna, og láta ekki undan fámennum hópum manna, sem flytja þær kenn- ingar að kristin trú sé barna- skapur, heimska og uppgjöf. Þetta þarf aö gera meö aö- feröum, sem áhrif hafa, og orðum, sem skiljast. AG. Þetta er vist eina iönin, þar sem menn vinna sitjandi uppi á boröi. Sigriöur Asmundsdóttir saumar hér hnappagöt. Klæðskerum hefur fækkað mikið að undanförnu. Fyrir nokkrum ára- tugum voru allmargir kiæðskerar starfandi i Reykjavik, en nú er svo komið, að aðeins fjórar klæðskerastofur eru starfandi þar i dag. Blaða- manni Alþýðublaðsins lék mikil forvitni á að vita, hvernig þessi gamla iðn- grein gengur fyrir sig og fékk hann þvi að fylgjast með starfseminni i einni elztu klæðskeravinnustofunni i bænum. Tekiö mál af viöskiptavininum. Kritaö eftir sniðunum. Þetta er kaliaö hesturinn. Þetta er notaö, til að ná fram réttri lögun á brjóstinu. Nú er jakkinn rétt aö veröa tilbúinn. Sföasta hönd lögð á framleiösluna. Fötin tii- Viðskiptavinurinn þarf nú aö máta jakkann I búin, viðskiptavinurinn vonandi ánægöur. siðasta skipti. Fyrirtækið 55 ára gamalt Við röltum þvl niður I bæ og héldum inn I Klæöskeraverk- stæði Vigfúsar Guöbrandssonar viö Vesturgötuna. Fyrirtækiö var stofnað árið 1921 og er þvi 55 ára á þessu ári. Þaö var fyrir einu ári siöan, aö Sævar Karl Ölason klæöskeri, keypti fyrir- tækiö og tók viö rekstrinum. Þarna starfa fjórar stúlkur I saumastofunni auk klæö- skerans, svo sér kona Sævars um skrifstofuhaldið. Þegar við litum inn var heldur litið um að vera, þar sem helmingur starfs- liösins var I sumarfrii og þar af leiöandi tók þaö að sér færri verkefni. Hvað kosta fötin „Þaö er mjög misjafnt”, sagði Sævar, „það fer allt eftir efninu. Segja má, aö þau kosti allt frá 36000 krónum og þetta upp I 60000 krónur. ödýrustu efnin eru terelyn efni, en þau dýrustu eru skozk efni, sem heita Reid&Tailor”. Af þeim flytur Sævar aöeins inn nægilegt magn I ein föt af hverri gerö og er hann sá eini sem flytur inn þessi efni. Þannig ættu menn I þessum fötum ekki að hitta marga eins klædda. Við spurðum, hvaö það væri mikiö dýrara aö láta klæöskera sauma á sig föt en aö kaupa til- búin föt I búö. Sævar sagði, aö ódýrustu fötin hjá sér kostuðu 36000 kr. og væru þau úr terelyni. Tilbúin föt úr samsvarandi efni kosta um 20000 kr. Hins vegar sagði Sævar, aö föt á Islandi væru mjög ódýr miðað við föt er- lendis. Til dæmis kosta föt i Danmörku 3.600 kr. danskar, eöa um 108.000 kr. islenzkar, sem kosta 60.000 krónur hjá sér. Hvernig fólk fer til klæðskera? „Þaö er alls konar fólk. Þaö er hreinn misskilningur, ab til klæðskera komi eingöngu menn, sem af einhverjum ástæðum komast ekki I tilbúin föt. Þaö er aö visu rétt, aö fyrir nokkrum árum framleiddu verksmiðj- urnar eingöngu föt fyrir fólk, meö einhvern staölaöan likams- vöxt, fyrir visitölumanninn. Nú geta flestir keypt sér tilbúin föt. Staðreyndin er hins vegar sú, að tilbúin föt sitja ekki eins vel, þau eru ekki eins vönduö. Fólk sem einu sinni hefur fengiö sér klæöskerasaumuö föt, vill helzt ekkert annaö. Þess vegna hefur llka skapazt viss, fastur viðskiptahópur hjá mér, og sjálfsagt hjá flestum klæö- skerum”, sagði Sævar. „Þó að fötin séu eitthvaö dýrari hjá mér, en tilbúnu fötin, sjá margir aö þeir spara með þvi að láta sauma þau, þvi allur frágangur er mikiö vandaðri og þannig endast þau lengur.” En hvaö kaupa menn sér oft föt? Það er aö sjálfsögðu mjög misjafnt. Sumir fá sér þrenn föt á ári, en aörir fá sér ein föt þriðja hvert ár”. Hvaö tekur langan tima ab sauma föt? „Þaö liöur yfirleitt hálfur mánuður til þrjár vikur frá þvi að maður pantar föt og lætur taka af sér mál, og þar til fötin eru tilbúin”. Fötin saumuð Þegar maöur kemur og pantar föt, er fyrst tekið mál af honum. Eru þau tekin niöur, bæði málin af jakka og buxum. En áöur en fötin eru tilbúin, þarf kaupandinn aö koma tvisvar I viöbót til aö máta fötin og þá aðallega jakkann. Þaö er jakkinn, sem er erfiður, enda saumar hver stúlka ekki nema um 2 1/2 jakka á viku en allt ab sjö buxur. Þegar búiö er aö taka mál af manninum, eru búin til sniö. Þau eru úr pappír. Siðan er teiknað eftir sniðunum á efniö og þaö siðan klippt til. Nú er efniö þrætt saman, án erma og kraga og þá þarf kaup- andinn að koma og máta. Nú eru ermarnar settar á og fóöriö saumaö i, og enn þarf kaup- andinn aö máta. Er nú athugað, hvort ermarnar fara vel, krag- inn er mátaður við, og vasar settir á jakkann. Nú er gengið frá saumum, tölum og hnappagötum og jakk- inn tilbúinn. Sem fyrr sagöi er minna verk aðsauma buxurnar, en kaupandinn er samt látinn máta þær um leið og jakkinn er mátaður. Þegar kaupandinn sækir fötin, biður klæðskerinn hann um að fara i fötin, til að vera viss um aö þau fari vel. Þá eru fötin tilbúin. ATA i AB-myndir: ATA AÐ FA SER KLÆÐ- SKERASAUMUÐ FÖT Búiö aö teikna sniöin á efniö. Næsta skref er aö klippa það til. Svona lita fötin út, þegar þau eru mátuö i 1. skipti. Saumaö af krafti. Katrín Kristjánsdóttir hefur unniö hjá fyrirtækinu sföan 1942.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.