Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 5
asss- Fimmtudagur 19. ágúst 1976 OTLOND 5 Bj örgunar þjónusta sem margir öf unda Norðmenn af Siðasti sunnudagsleiðari Alþýðublaðsins ber yfirskiftina FLUGBJÖRGUNARSVEITIR OG BJÖRUNARFLUGSVEIT og er hann ritaöur af Benedikt Gröndal. Þar segir m.a. að eitt af þvi, sem íslendingar gætu tekið við af vamarUöinu sé björgunarstarfið. Það hljóti að vera eitt af veigameiri áhuga- máium íslendinga að koma upp björgunarflugsveit til viöbótar þeim flugbjörgunarsveitum, sem til eru og ekki fljúga. Þaö hljóti þvf að koma að því, aö Is- lendingar taki þetta hlutverk að sér á einneöaannan hátt. Frændur okkar Norðmenn áttu lengi við þennan sama vanda aö striða. Þeir leystu hann loks með ærnum tilkostn- aði og komu sér upp frábærri björgunarþjónustu úr lofti. Nú er svo komið, að fjöldi þjóða öfundar Norðmenn af þessu framtaki og þeirri góðu þjónustu sem þeir geta veitt nauðstöddum. Við getum aldrei tekið þá á- hættu að álita hjáiparbeiðni vera gabb. Þegar við höfum verið gabbaðir hvað eftir annað af fólki sem er að skemmta sér, langar okkur oft til að láta sem við heyrum ekki næstu beiðni. En það megum viö ekki. I hverju tilviki getur veriö um lif og dauða aö tefla. Þetta segir Tor Drablös, björgunarstjóri i aðalstöðvum norska björgunarflugsins i Sola viö Stavanger, i viötali við Arbeiderbladet. En hann mælir án efa fyrir munn hinna fjöl- mörgu björgunarmanna viðs- vegar um Noreg. Þaö eru liðin nálega sex ár siðan björgunarþjónusta norska flughersins var skipulögð með þvi sniði sem nú er i dag. Reynslan hefur leitt það i ljós, að þetta er mjög öflug þjónusta. Hin ótalmörgu björgunarafrek sem unnin hafa verið á þessum tima sanna það einna bezt. Ég álit skipulagningu björgunarflugsins næsta full- komna, segir björgunarstjórinn Tore Drablös. Hann er einn af elztu starfsmönnum stofiiunar- innar og hefur unnið við miðstöð bjö-gunarflugsins I Sola allt frá þvi henni var komið á fót i sept- ember 1970. I dag eru fjölmargar þjóðir sem öfunda okkur af þeirri skipulagningu björgunarmála sem viö höfum komið á hjá okk- ur, segir Drablös. Noregur er eitt af fáum löndum heims, sem hefur yfir svo vel skipulagðri björgunarþjónustu að ráða. I fyrra voru farnir 600 björgunarleiðangrar frá aðal- stöðvunum i Sola. Er það mikil aukning frá næsta árið áöur, en þá voru leiðangrarnir ails 228. Hjálparbeiðni — og þyrlan á loft innan 15 minútna Það tekur ekki mjög langan tima að undirbúa björgunar- leiöangur. 1 flestum tilvikum, yfirleitt meira en 90 af hverjum 100, gerist ekki þörf að kalla saman yfirstjórnina. 1 yfir- stjórninni eru lögreglustjórinn i Stavanger, sem er æösti yfir- maður björgunarmiðstöðvar- innar i Sola, flugumferðar- stjórnin i Sola og yfirmenn aðgerðadeildar i aðalstöðvum sjóhersins, starfsmanna á flug- vellinum i Sola og loftskeyta- stöðvarinnar i Rogaland. Iverstu tilfellunum getur liðið klukkustund áður en yfirstjórn- in er öll komin hingað til Sola. En við biðum aldrei eftir mönnum. Það mikilvægasta er aö hefja aðgeröir þegar I stað. Þyrlurnar gegna mikiivægu hlutverki I björgunarþjón- ustunni. Björgunarþjónusta flughersins hefur yfir tlu þyrlum að ráða. Tvær þeirra eru iSola, tvær á örlandi, tvær I Bodö og tvær i Banak. Hinár tvær eru siðan til vara þegar þyrlur eru sendar til eftirlits og viðgerðar, eða ef einhver þeirra bilar. Að degi til hafa áhafnir þyrlanna fimmtán minútur til að búa sig til björgunarstarfa, en að næturlagi hefur hver á- höfn klukkustund. Það tekur þó sjaldnast svo langan tima að koma þyrlu á loft, segir Drablös. Fljótt á litið kveðst Drablös aðeins muan eftir einu tilviki, þar sem undirbúningur tók svo langan Uma. Vélstjórinn fót- brotnaöi á leiðinni út á flugvöll og við þurftum ’að ná I annan mann i ahns stað. t það skipti tók undirbúningurinn klukku- tima og tiu minútur. Björgunarstarfið verður aldrei leiðinlegt. En b jörgunarmiðstöðin hefur ekki einvörðungu þyrlur til sinna afnota. Við flestar aðgerðir er einnig treyst á björgunarskipin og tilkynningar berast skjótt og milliliðalaust frá miðstöð til aðalstöðva sjó- hersins. Frá aðalstöðvunum á 3. hæð I flugvallarbyggingunni á Sola liggja einnig beinar sfina- linur til allra mikilvægra stööva. Þær eru ennfremur i nánu sambandi viö björgimar- stöðvar erlendis og það sam- starf gengur jafnan að óskum. Umráðasvæöi aðalstöðvanna í Sola ná frá Stavangri og norður að landamærum Noregs og Sviþjóðar. Lengsti flugtlmi innan þess svæðis er 90 minútur. Allur útbúnaður okkar er mjög góður, segir Drablös, en það er með okkur eins og svo marga aðra: mikið vill meira. Ef við hefðum fleiri þyrlur á fleiri stöðum, gætum við stytt flugtlmann að björgunarstað til muna. Drablös er ánægður með starf sitt. Það verður aldrei leiðin- legt. Að visu llður sem betur fer langur tlmi á milli björgunarað- gerða, en björgunarmenn hafa einnig ýmsum „skriffinnsku- störfum” að gegna á milli bj OTgunarleiðangra. Hér þarf enginn að sitja með hendur i skauti, segir Tor Drablös að lokum. Áhafnirnar alltaf reiðubúnar Tor Drablös. I flugsveit 330 I norska flug- hernum eru áhafnir þyrlanna ávallt reiðubúnar til flugs. Fjórar áhafnir skipta með sér vöktum I flughöfninni I Sola, en þar eru staðsettar tvær þyrlur. A dagvakt þarf ekki að liða langur timi frá því að hjálpar- beiðni berst, þar til þyrlan hefur sig til flugs. 1 hverri áhöfn eru fimm manns og eftir kl. 16:30 sitja þeir allir heima við simann og biða eftir útkalli. Þeir sem ekki hafa síma, bera með sér litið tæki, sem gefur frá sér hvellt hljóð þegar viðkomandi skal mæta til björgunarflugs. Og þá er um að gera að hraða sér aö næsta sima og hafa sam- band við stjórnstöðina. Sviland liðsforingi er 26 ára og hefur starfað I þrjú ár sem fyrsti flugstjóri á bjo-gunar- þyrlu. Hann á eftir þrjú ár af herskyldusinni, en þegar henni er lokið hyggst hann hefja störf sem þyrluflugmaöur hjá einka- fyrirtæki. Þaö er gifurleg eftirspurn eftir þyrluflugmönnum, segir hann, og launin eru nærri helm- ingi hærri en viö fáum i björgunarþjónustunni. Ahafnir björgunarþyrlanna segja engar tvær ferðir vera eins. Sumar eru erfiöar, jafnvel flfldirfskulegar, en aðrar eru mun „hversdagslegri”. Ihverri þyrlu eru að jafnaði tveir flug- menn, einn vélamaður og tveir björgunarmenn. Þyrlurnar tiu eru af Sea-King gerð og kostuðu á sinum tima 120 milljónir norskra króna. Hver þyrla hefur eldsneytis- forða til 6 klukkustunda flugs. Við getum tekið allt að 18 manns i einu, segir Sviland, en við höfum þó aldrei/logið.n]£Ö fleiri en 12-13 manns I einni ferð. MIKIL YFIRVINNA HJÁ BJORGUNARFORINGJUM Stjórnstöðin i Sola er vel búin fjarskipta- tækjum og kortabúnaði hvers konar. Alls starfa fimm björgunar- foringjar við tvær aðalstöðvar Björgunarflugsveitanna. Þeir vinna á þriskiptum vöktum. Fyrsta vaktin hefst kl. 8 að morgni og stendur til kl. 14. Næsti maður tekur við kl. 14 og er á vakt tU kl. 22, en þá hefst næturvakt sem lýkur kl. 8 að morgni. Það geta liðiö fimm vikur á milli þess að við fáum helgarfrl, segir Tor Drablös, sem unnið hefur hjá björgunarþjónustunni frá upphafi. Björgunarforingjarnir hafa fengið aukagreiðslur vegna of- mikillar yfirvinnu á grundvelli vinnuverndarlaganna. En nú hafa starfsskilyrði þeirra batn- að tU muna, þvl sjötta mannin- um hefur verið bætt við. Drablös segist ekki geta kvartað yfir launum og vinnu- skilyrðum. Þaö er þó ljóst, að meginhluti teknanna eru launa- greiðslur vegna yfirvinnu. Drablös er 47 ára gamall og var skipstjóri áður en hann hóf störf hjá björgunarþjónustunni. Hann leggur mikla áherzlu á það, að reynsla manna af öðrum störfum sé nýtt við björgunar- störfin, þvi slikt komi jafnan að miklu gagni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.