Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁ MORGNI Fimmtudagur 19. ágúst 1976 ssssr Útvarp FIMMTUDAGUR 19. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (ogforustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 55. Morgunstundbarnannakl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson les „Útungunarvélina” eftir Nikolaj Nosoff (9). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tónleikar. Morg- untónleikar kl. 11.00: Gyorgy Sandor leikur Pianósónötu nr. 4 i c-moll op. 29 eftir Sergej Prokofjeff/Lucienne Devallier syngur sex Ljóðsöngva við gömul þýzk ljóð op. 29. eft- irWalter Courvoisier/Juillard kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr 2 eftir Béla Bartók. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kýnningar. A frfvaktinni, Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Blómið blóðrauða” eftir Johannes Linnankoski Axel Thorsteinson les (13). 15.00 Miðdegistónleikar Jascha Heifetz og Filharmoniusveit Lundúna leika Fiðlukonsert i d- moll op. 47 eftir Sibelius: Sir Thomas Beecham stjórnar. Filharmoniusveitin i Moskvu leikur Sinfóniu nr. 1 i es-moll eftir Rodion Schedrin: Nikolaj Anosoff stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litii barnatiniinn. Finnborg Scheving hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Áttabarningur”, smásaga eftir Sigurð Ó. Pálsson. Höfundur les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá- kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nasasjón. Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson ræða við Alfreð Flóka mynd- listarmann. 20.10. Gitarleikur I útvarpssal: Snorri örn Snorrason leikur-í- gitarverk eftir Turina, Brouw- er og Albeniz. 20.30 Leikrit: „i skuld við skratt- ann” eftir Seamus Fail. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Steindór Hjörleifs- son. Persónur og leikendur: Fróði/ Gisli Halldórsson, Lilja/ Hrönn Steingrimsdóttir, Sá ókunni/ Jón Sigurbjörnsson, Ragnhildur/ Briet Héðinsdótt- ir, Rósamunda/ Guðrún As- mundsdóttir, Lögregluþjónn/ Guðmundur Pálsson, Nornin/ Herdis Þorvaldsdóttir, Vig- lundur/ Knútur R. Magnússon, Hagbarður/ Ævar R. Kvaran. 21.15. „Hnotubrjóturinn” ballett- svita eftir Tsjaikovský. Sinfóniuhljómsveitin i Málmey leikur: Janos Furst stjórnar. 21.40 Skottið á skugganum. Kaútur R. Magnusson les úr ljóðabók Sigurðar Nordals. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Mariumyndin” eftir Guð- mund Steinsson, Kristbjörg Kjeld leikkona les (6). 22.40 A sumarkvöldi. Guðmundur Jónsson kynnir tónlist um haf- ið. 23.30. Fréttir. Dagskrárlok. I í útvarpinu í kvöld: Leikur frá Irlandi Að venju er á dagskrá út- varpsins I kvöld leikrit. Að þessu sinni verður flutt leikrit Seamus Fail „ I skuld við skrattann”. Þýðinguna gerði Óskar Ingimarsson en leikstjóri er Steindór Hjörleifsson. Með helztu hlutverk fara þau GIsli Halldórsson, Hrönn Steingríms- dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Bri- et Héðinsdóttir og Guðrún Ás- mundsdóttir. Fáfróöir en hjartahlýir „í skuld við skrattann” er gamanleikur. Hann gerist I af- skekktri sveit á írlandi. Ibúarn- ir eru fáfróðir og trúa á hvers kyns hindurvitni, en einlægir og hjartahlýir, að minnsta kosti á yfirboröinu. Héraöslækninum þykir sopinn góður og hann er ófeiminn við Frá æfingu á leikritinu „t skuld við skrattann” Briet Héðinsdóttir, Hrönn Steingrimsdóttir og Ævar R. Kvaran. Tveir góðkunningjar íslenzkra leikritaunnenda, Guö- mundur Pálsson og Gísli Halldórsson, við upptöku á leikritinu sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld. aö blanda kröftug lyf handa sjúklingum sinum. En dag nokkurn fær hann heimsókn, sem kennir honum, að það er betra að fara varlega. 1 leikritinu skopast höfundur óspart að ýmsu I fari landa sinna, en ljóst er að gamni hans fylgir nokkur alvara. Seamus Fail er litt kunnur hér á landi, og þetta er fyrsta leikritið sem útvarpiö flytur eftir hann. Útsending hefst klukkan hálf nlu I kvöld og stendur I þrjú korter. jeg. Útvarp kl. 19,30: Nasa- sjón af Flóka Að loknum fréttum og til- kynningalestri i kvöld er þáttur- inn „Nasasjón” I umsjón þeirra Björns Vignis Sigurpálssonar og Arna Þórarinssonar. í þessum þætti munu þeir ræða við Iistamanninn Alfreð Flóka. Ekki er að efa að gaman verður að hlusta á þátt þeirra félaga. Þessir þættir „Nasasjón” hafa hingað til verið meö þvi áheyrilegra sem útvarpið hef- ur boðið uppá. Hafa þættirnir verið einstaklega vel unnir og borið merki þess að höfundar leggi mikla vinnu I gerð þeirra. jeg IMI K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti í TROLOFUNARHRINGA Joliiiimrs lcifsson W0 lUuiwUr(Tl 30 &III1I 19 209 L - Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu f§§): Dúnn Síðumúla 23 /ími 94900 Heimiliseldavélar, S litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Sími 74200 — 74201 ' Rafha við Oðmstorg Simar 25322 og 10322 — úti og inni — gerum upp gömul hútgögn > I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.