Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 25.ÁGUST Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG 1 LOSí TBmrra'ir Flestir stóðu með okkur A vettvangi i dag er rætt viö Helga Agústsson, sendiráðsritara. Hann er staddur í stuttri heimsókn hér á landi um þessar mundir. Helgi segir meðal annars, að flestir Bretar hafi staðið með okkur i þorskastrfðinu. Sjá bls. 8-9. l 2ac lŒJCHCD'i ÚTLÚND Spenna í innan- ríkismálum Pólverja Allt bendir til þess, að harðvítugar deil- ur eigi sér nú stað innan pélska kommún- istaflokksins, um hvaða lærdóma draga megi af júnlóeirðunum þar I landi. icpc—i iö Sjá bls. 5 I U'cjáoc ?Sr ^OL. ■ron 3oa n l C3' □ PP' FRÉTTIR Pan-Am opnar skrifstofu Ameriska flugfélagið, Pan-American hefur opnað skrifstofu I Reykjavik á nýj- an leik. Er skrifstofan til húsa að Banka- stræti 8. Skrifstofan er eins konar ferða- skrifstofa til að byrja meö. Sjá bls. 3 Í[ acz ?2Í —-^C J ( j c= iBscf -p c—1 Qa cd Ofhlaðið málfar í fjölmiðlum Ingibjörg skrifar Horninu, og kvartar undan málfari sumra fjölmiðla. Finnst henni, sem samsetning ýmissa orða sé heldur ofhlaðin. Sjá bls. 10 »1—lULJBt__il__í ’,C ICT i c=> DiB® WJl- Kapphlaupið við Kröflu A sama tlma og Almannavarnir skipu- leggja skjóta flutninga á starfsfólki frá athafnasvæöinu, ef jarðeldar brjótast út, er flutt þangað mikið magn af dýrum tækjum og vélum. ^L'L. JL P'CT__ » " x: -aacrocz)! l[ acz an 1 r=Tc >C3C ,qi_IO-IlJTSCO1 ica-s áOL -i ir Yfirfærslur til námsmanna erlendis námu 720 milljónum A síðast liðnu ári námu gjald- eyrisyfirfærslur til islenzkra námsmanna erlendis liðlega 720 milljónum króna. Til samanburð- ar má geta þess, að þá var keypt- ur hér gjaldeyrir til ferðalaga erlendis fyrir um 1800 milljónir króna. Alþýðublaðið hafði samband við Ingólf Þorsteinsson yfirmann gjaldeyrisdeildar bankanna og fékk hjá honum upplýsingar um yfirfærslur til námsmanna er- lendis. Þessar yfirfærslur eru til þriggja mánaða i senn og upp- hæðin fyrir hvert timabil er að sjálfsögðu nokkuð mismunandi eftir löndum. I byrjun yfir- standandi árs var kvótinn ákveð- inn til þeirra sem stunda nám t.d. i Danmörku 160 þúsund isl. krón- ur þriðja hvern mánuð. Hefur upphæðin ekki breytzt þótt gengi krónunnar hafi sigið. Þessi upphæð er ætluð einstakl- ingi. Þurfi námsmaður að sjá fyrir eiginkonu hækkar yfirfærsl- an um 50% ogef börn eru með er hækkunin fyrir hvert barn 20% sem er á framfæri námsmanns- ins. Þó getur hækkunin aldrei orðið meiri en 100% þannig að ekki er ætlast til að börnin séu fleiri en tvö til þrjú. Ef makinn er hins vegar einnig við nám fær hann yfirfærslu eins og einstakl- ingur. Þessi námsmannagjaldeyrir er veittur þegar innritunarvottorð liggurfyrirogsiðan þarfaðsenda námsvottorð skóla tvisvar á ári. Sérstök yfirfærsla fæst vegna skólagjalda, þar sem þau eru, t.d. I Bretlandi. Atvinnu ber að tilkynna Ef við tökum sem dæmi, aö ein- hleyp hjón fari til Danmerkur eiginkonan til að læra en eigin- maðurinn til að hugsa um heimilið.eiga þau rétt á gjaldeyri fyrir 220 þúsund krónur á þriggja mánaða fresti. Þetta mun svara til liðlega sjö þúsund dönskum krónum og sú upphæð leyfir eng- an munað. En ef eiginmanninum dytti nú i hug að fá sér vinnu, i stað þess að sitja heima og biða eftir því að konan komi heim úr vinnunni? Fari makinn að vinna ber að sjálfsögðu að tilkynna okkur það tafarlaust, sagði Ingólfur Þor- steinsson. Hann sagði að gjald- eyrisdeildinni væri ekki kunnugt um, að mikil brögð væri að mis- notkun þessara yfirfærsluheim- ilda, en ekki væru tök á aö fylgj- ast náið með þessum málum. I þessu sem svo mörgu öðru verður að treysta á þegnskap fólks. En að sjálfsögðu fer gjaldeyrisdeild- in eftir þeim reglum sem I gildi eru. Að lokum skal tekið fram, að innifalið i heildaryfirfærslum á Uðnu ári, 720 milljónum, er ekki gjaldeyrir sem úthlutað er tU þeirra sem sækja stutt námskcið til útlanda SG e\rra semferöast 'f. 4 Friðrik og Margeir skildu jafnir i gær var tefld 1. umferðin á Reykjavikurskákmótinu. Orslitin I umferðinni eru sýnd á skáktöflu á iþróttasiðunni bls. 4 Meðal annars gerðu þeir Friðrik og Margeir jafn- tefli. Guðmundur á betri biðstöðu gegn Vukcevich, en Björn lakari stöðu gegn Keene. Næsta umferð verður tefld i dag, og hefst hún klukkan 17:30. Þá tefla meðal ann- arra saman elzti og vngsti maður mótsins, Najdorf, sem er 66 ára og Margeir Pétursson, aðeins 16 ára gamall. ATA Hola 6 við Kröflu gýs eins og hver Eins og fram kom i blaðinu I gær var gufuborinn Dofri fluttur norður að Kröflu i upphafi þess- arar viku. Mun hann á næstunni taka til við borun þar nyrðra. Jöt- unn, stærsti bor Orkustofnunar, hefur um nokkurt skeið verið við orkuöflun á svæðinu. Þegar hefur hann borað eina holu, sem kölluð er Hola 6. Hún er hinsvegar ónot- hæf og hefur nú nýlega gosið tvisvar sinnum eins og hver. Hola 7 orðin 240 m djúp I gær höfðum við samband við tsleif Jónsson, sem hefur yfirum- sjón með borunum á Kröflusvæð- inu. Hann sagði að Jötunn væri að bora sina aðra holu I sumar, Holu 7. Væri hann kominn niðra 240 m dýpi. — Það hefur litið verið hægt að vinna við sjálfa borunina siðustu daga, sagði Isleifur, vegna þess að orðið hefur að renna steypu I holuna til að þétta hana. Enn hef- ur ekkert fengizt úr þeirri holu enda ekki við þvi að búast.Við spuröum Isleif hvort þess væri að vænta að Hola 6 yrði virkjuð. — Um það er ekkert annað hægtaðsegjaá þessustigi, annað en það að ef hún skilar ekki meiri afköstum en hún gerir nú verður það ekki. Hitinn I botninum er við suðumark vatns, eða um 340 gráður á Celslus. Það liggja litlar æöar I gegnum hana og við gerum okkur ekki vonir um að hún verði stór hola, sagði tsleifur. I samtalinu við Isleif Jónsson komeinnig fram aðborað er I gili, sem er rétt hjá sprungunni. —jeg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.