Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 7
alþýöu- biaðid Miðvikudagur 25. ágúst 1976 FRÉTTIR 7 ,/Þetta er ágstis borö f^rir 2000 krönur/ nákvæmlega rétta hæðin fyrir smásjá" Afbragðs- kaup/ fannst honum. Meöan hann sagöi okkur þetta kvöddu salinn tveir starfsmenn borgarinnar, sem hföBu M6 á upptökutæki, diktafóna. — Þetta eru úrvals diktafónar. borgarstjóri notaöi þá, sagöi Björn. — Hver? spuröi borgarstarfs- maöurinn. — Borgarstjóri. — Knud Ziemsen? En þótti diktafónarnir væru nýrri en svo, þá var þarna aö finna muni, sem gætu vel hafa veriö brúkaöir í tlö Ziemsens, svo sem gamall hverfisteinn, tól til heybindinga og torfuskuröarljár, aö þvi er bezt varö séö. Ekki viss- um viö hvort þarna voru komnir einhverjir hlutir úr Arbæjarsafni, en einn maöur festi fljótlega kaup á hverfisteininum. Hann var verölagöur á 4000 krónur. Viö spuröum manninn hvort hann safnaöi „antik” munum. Nei, hann ætlaöi nú fyrst aö skipta um ás, og siöan smiöa nýj- an kassa utan um. Þar meö heföi hann fegniö úrvals hverfistein handsnúinn. Þegar viö kvöddum söluna var klukkan oröin talsvert yfir 11. Hjón voru I óöaönn aö bera út hansahillur, sem þauhöföu keypt, og einn var aö prútta um hand- laugar. Maöur meö hamar á lofti var reiöubúinn aö slá honum tvær handlaugar ef viöunandi boö fengist — Ég kaupi þessar tvær á 10 þúsund, sagöi maöurinn. — Ertu vitlaus, þær eiga hvor um sig aö fara á minnst sjö, svar- aði Björn. — 14 þúsund? innti maöurinn meö hamarinn. — 14 þúsund? En, nei, þaö var meira en hinn væntanlegi kaupandi vildi greiöa, svo ekki varö út viöskiptum aö sinni. Úti fyrir var enn veriö að bölva ryðinu á Lister diesel vél- inni. Aldrei sáum viö neinn mannfjölda, en viö vonum aö Björn og aðrir umsjónarmenn sölunnar haldi áfram hiröusem- inni og bjargi verömætum frá þvi aö enda daga sina á öskuhaugun- um. En þeir mættu aö ósekju huga betur aö verölagningunni á einhverju þvi, sem þeir setja á boöstóla. —BS. Lister-dieselvélinni bölv- að. Skran, sagði maður- inn. Pan American opnar skrifstofu í Reykjavík Bandariska flugfélagið Pan American Airlines hefur opnaö umboösskrifstofu i Reykjavik. Þetta kom fram á fundi meö fréttamönnum á skrifstofu félagsins aö Bankastræti 8 nú rétt fyrir helgina. Páll Jónsson, umboðsmaöur félagsins og aðrir fulltrúar þessa stærsta flugfélags i heimi lögöu mikla áherzlu á, aö Pan Am hyggðist ekki taka upp haröa samkeppni viö Flugleiöir. Þvert á móti yröi lögö áherzla á sam- vinnu milli félaganna. Starfsemi Pan American hér á landi verður fyrst og fremst fólg- in I þvi að skipuleggja ferðir ein- staklinga og hópa til og frá Islandi, um alla heimshluta. A leiðum Flugleiða veröur hinsveg- ar höfö samvinna við Islenzka flugfélagiö eftir þvi sem tök eru á. Pan Am mundi t.d. skipuleggja feröir fyrir Islendinga vestur um haf á þann hátt, aö fyrst yröi flog- iö meö Flugleiöum til New York eða Chicago. Flug frá þeim borg- um yrði siöan skipulagt meö vél- um Pan Am til hinna ýmsu landa Noröur- eöa Suður-Ameriku. Feröir Islendinga til Afriku eöa Aslu yröu t.d. meö þeim hætti, aö fyrst yröi flogið meö Flugleiðum til London og sföan þaöan meö vélum Pan Am. Eins og áöur er sagt er Pan American Airlines stærsta flug- félag heims og hefur félagiö afar fjölbreytta starfsemi viöa um heim. Farþegar geta t.d. pantaö ferðir, ekki aöeins meö flugvél- um, heldur einnig meö öörum farartækjum á sjó eöa landi. Islenzkir farþegar geta þvi snúið sér til hinnar nýju skrifstofu Pan American i Bankastræti 8 og pantaö þar og greitt ferðir, hótel- pláss og hina ýmsu þjónustu, sem þvf fylgir. Fulltrúar félagsins lögöu einnig mikla áherzlu á feröalög útlend- inga til tslands, einkum frá fjar- lægum löndum. Gæti hér verið um stærri eöa minni feröamanna- hópa aö ræöa, ráöstefnugesti, laxveiðimenn, náttúruskoöendur o.þ.h. Enda þótt félagið leggi mikla áherzlu á samvinnu viö Flugleiöir má gera ráð fyrir, aö Pan Am taki upp hópferðaflug til íslands og einnig er i athugun aö félagiö taki upp vöruflutninga til og frá Islandi. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.