Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 11
aaasr AAiövikudagur 25. ágúst 1976 SJÓNARNIIÐll Keðjubréfahagfræðin og skattsvikaraklúbburinn Hér i þættinum dagbók blaða- manns hef ég áður vikið aö skattskránni i Reykjavik og þeirri skemmtilegu samantekt sem blaðamaður við Dagblaðið hefur af og til gert á misjöfnum skerfi hinna ýmissu borgara til sameiginlegra útgjalda. Ekki er ástæða til aö tiunda enn eignir og umsvif Guðjóns Styrkársson- ar, né fara fleiri orðum um þann samfélagsþroska, sem hann hefur sýnt með framtali sinu, — það hafa næstum allir fjölmiöl- ar tekið þátt i umræðum um mál hans. En aldrei var það ætlunin að úthrópa Guðjón sem hinn eina seka, hinn mikla skúrk, sem all- ir skyldu leggjast á og ekki láta af barsmiðinni fyrr en hann væri búinn aö greiða keisaran- um það sem keisarans er og öðrum sitt. Guðjón er aðeins sláandi dæmi og ljóst fyrir þann hóp manna, sem eru slikir ein- staklingshyggjumenn og hugsa fyrst um sig að þeir beita öllum brögðum til að komast hjá því að taka þátt i sameiginlegum gjöldum okkarþjóðfélags. Þá er ekki spurt að þvi hvort þyngist byrðin á öðrum, jafnvel öldruðu verkafólki. Og guðjónsmálið er einskonar dæmisaga um það hve úrelt skattakerfi við búum við. Það fer ekki milli mála, að við búum við allt annað efnahags- kerfi og allar aðrar kringum- stæður en þegar þau lög voru sett, sem okkar tiund er reiknuö eftir. Fyrningarreglur og af- skriftir eiga varla samleið með verðbólguhagkerfi nútímans nema þá i allt annarri mynd, og skattaafsláttur vegna verö- bólgugróða — fyrir vaxta — greiðslur — eru nánast öfugmælaákvæði i skattalög- gjöfinni. Margir hafa að undanförnu fjallað um þetta á opinberum vettvangi, en minnisstæðastar eru mér greinar þeirra Leós M. Jónssonar, tæknifræðings, og Reynis Hugasonar, verkfræð- ins, sem gert hafa þessu rang- læti réttlát skil. Leó hefur i ágætis kjallara- grein bent á það aö úr þvi að ekki er hægt að hefja skattsvik- arana upp á heiðarlegt plan, þá sé ekki annaö ráð vænna en færa allan almenning niður á planið til hinna. Kenna þeim lögleg skattsvik. Þá verði a.m.k. allir jafnir að þessu leyti, þótt að- ferðin sé ekki spennandi. Og Reynir nefnir i Dagblaðinu i gær dæmi um það hvernig maður, sem fær lán úr almannasjóðum til aö kaupa sér einhvern eigulegan hlut, er verðlaunaður á margan hátt. Mórallinn: Svíkið, ogþérmunuð græða. Hann segir m.a.: „Flestum er sennilega ljóst að áframhaldandi verðbólga stefn- ir þjóðarbúinu i gjaldþrot. Þar sem Islendingar eru miklir ein- staklingshyggjumenn og hugsa fyrst um eigin hag áður en þeir hugsa um þjóðarhag, þá hefur enginn raunverulegan áhuga á að stöðva verðbólguna, einfald- lega vegna þess að það kemur mönnum sjálfum illa.” Kannske er það mergurinn málsins, að það eru svo margir flæktir i gróðanet verðbólgu- straumsins, að þeir, sem ættu að hafa aðstöðu til að sporna við fótum kæra sig ekki um það, a.m.k. ekki alveg strax. Þetta minnir á ævintýrið um bein- ingamanninn og óskadisina. Hún sá aumur á hungruðum og köldum betlaranum og bauð honum eina ósk. Hann bað hana að hella gulli og gimsteinum i útréttan hattinn. Hún varð við þeirri ósk en með þeim fyrir- vara að hann mætti ekki biöja um meira en hatturinn héldi. Ef gullið og gimsteinarnir yrðu svo miklir i hattinum að hann rifn- aði, þá yrði það allt að ryki. Betlarinn táraðist og rétti hrærður út hattkúfinn, sem óskadisin jós hverri handfylli demanta, djásna og gulls i. Eftir þvi sem i hattinum hækkaði varð beiningamaðurinn boru- brattari. Hann þurrkaði sér i framan, og gleöibrosið breyttist smám saman i ákafa og loks i áfergjusvip. Þegar disin vildi hætta bað hann hana: Aöeins einn gimstein i viðbót. Hún gerði það, og hatturinn hélt. Þá bað hann enn: aðeins einn gull- mola enn. Og enn hélt hatturinn. Þá bað hann i siðasta sinn: Ef þú lætur einn eðalstein á kúfaðan hattinn, þá er ég hætt- ur. Það geröi óskadisin, en þaö þurfti ekki meira til. Þyngslin voru meiri en hatturinn þoldi. Hann rifnaði og allt varð að ryki, sem þyrlaðist burt. Eitthvað þessu likt virðist mér stundum farið um þennan vaxandi hóp manna, sem með- vitað eða ósjálfrátt skarar að glóðum verðbólgubálsins — og ætlar bara að græða örlitla stund enn. A meðan þetta lög- lega rán fer fram spillist með öllu hugsunarháttur alþýðu. Það veröur ekki lengur dyggð að fara vel með fjármuni. Hin eina dyggð er að kaupa og stofna sér i skuldir. „Geymdur er glataður eyrir” mætti prenta inn á sparisjóðsbækur barnanna — og i viðskiptalifinu verður £ Að svíkjá samfélagið þetta motto allsráðandi: „Greidd skuld er glatað fé.” Þegar vinstri stjórnin sem svo var ranglega nefnd, var að riöl- ast á árinu 1974 var ekki ein- hugur innan hennar um leiðir til úrbóta i efnahagsmálum. Fyrir- sjáanlegar voru miklar þreng- ingar, og allir vissu, að eytt hafði verið um efni fram. Þá voru nokkrar leiðir nefndar til að dreifa byrðunum réttlátlega niður á alla alþýðu manna. Til að mynda kom til tals sú aðferö að skrifa niður allt verðlag i landinu og lækka kaup. Þessi Skatukráin er nvl fyrir nokkm komín út og hefur vakiA Ulsvert umtal að venju. Ilún oplnberar eitt hið megnasU ranglæti, sem viðgengsl I islensku þjóðfélagi, — og er þú vlða pottur brotinn Gamalmenni, sem stritað hi langa ævl til þess, að auð þjóðina fyrst og fremst. grr svimháa skatU til samfél ins, ekki elnungis þá uppl sem þeim ber að borga kvcmt meira og minna r um skattaákvcðum einnig þau gjöld, sem menn þjöAfélagsins greiða en greiöa ekk' Blööin hafa birt a*p um þessa svlvirðu. F t u,.... Guöjón nokkur S / lögfræöingur meö / AJJ'O/y hefur verið tekinr / umræöu, sennö' / W fyrir einhvcrja / hann sé sekar / Jyt- - Guðjón þcs svifamaöur, ' rýr. Hann i ung I svon* .. Hann á ir / - semheit / •/d„ 'frr, „ frfálst. áháð dnghlai n.....r» AfiilR 23. ACOST 1978. ey Soo En al aumur búskai allar þessar álitleL öll þessi umfangsmll málaviðskipti þá cr maðurii svo tekjurýr, að gamalmennin I höfuöborginni verða aö greiða fyrir hann skattana. Þaö er náttúrlega góðra gjalda vert en spurning er. hvort þjóöfélagið veröur ekki einnig að gera eitt- hvaö fyrir þennan mann svo hann fái komiö fyrir sig fótun- um. Þótt Guöjón þessi styrkþegi Styrkársson hafi veriö geröur hér aö umtatsefni þá er hann I allmprg ár var hútméöraskóll á l.öngumyl Skagaflrði. Skólinn var atofnaö- nr og reklnn af hlnni mrlu og merkn konn. Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, sem frdd var og uppalin á Löngnmýri og ól þar mestallan «lnn daga og> fara I feröir'í , aö sjálfsögöu ckl imd.nfX a þeir I rau f neðábyrgir i /yn ; .inifaliö I dvölinni hér er Hóla I Hjaltadal. Er þá f. ringferö um héraöiö: /armahlfö til Sauöárkróks, Hegranes, Viövlkursveít og Hjaltadal til Hóla. Til baka svo fariö fram Ot-Biöndul yfir Vallhólminn og hingá Löngumýri. För þessi er fari sunnudegi og þá gjaman h guösþjónustu I cinhverri klr á leiöinni. Oftast er svo fa önnur ferö og þá til Akurey eöa Siglufjaröar en þá för ko Það væri e.t.v. ekki úr vegi að miöla einhverjum peningum, sem inn koma I guöjónssöfnuninni til ritstjóra Þjóðviljans, og þá ekki sizt framkvæmdastjóra hans, sem er á helmingi hærri styrk frá skattborgurum en Guðjón Styrkársson. aðferð hafði gefiö góöa raun þegar henni var beitt áriö 1959. Hún heföi haft það i för með sér að snúið heföi verið frá þeirri öfugþróun launamisréttis, sem hér hefur lengi verið. Með réttum hliöarráðstöfunum hefði kaupmáttur launa lágiauna- fólks hækkað mest og tryggt hefði verið að séð væri fyrir nauðsynjum til allra, en þeir sem úr mestu höfðu haft aö spila yrðu aö fórna af lifsgæöum sin- um. Þessa leið var ekki hægt að fara, — og þvi sprakk stjórnin. En hvers vegna mátti ekki reyna þessa leiö, með nýjum hliðarráöstöfunum? Jú, hún kom svo illa við alla þá sem héldu úti hatti sinum bg létu verðbólguófreskjuna ausa i hann gulli. Skýringin, sem gefin var, var m.a. sú að nú væru svo margir að byggja, að þeir þyldu ekki að verðbólgugróðinn væri frá þeim tekinn. Hagfræðin að baki þessari skýringu er ná- kvæmlega hin sama og forráða- menn keðjubréfahringsins um árið gáfu: Hér geta allir grætt, þvi eftir þvi sem fleiri taka þátt i keðjunni margfaldast veltan. Með þvi að slik sannindi hrjóti úr höfðum manna, sem falið er það verk að hafa pólitíska forsjá fyrir fjöldanum, er ekki annaö hægt að gera en auglýsa eftir nýrri gerð stjórnmálamanna. Manna, sem ekki hafa aðeins pólitiskan vilja heldur einnig pólitiskt þor. Svo notuð séu orð Péturs heitins Benediktssonar, alþingismanns og bankastjóra i örlitið vikkaðri merkingu: Það er kominn timi til að moka út flórinn. Bjarni Sigtryggsson VERÐUR ÖGÆFA HANS ALLT AÐ VOPNI ? Land undir fót! Um siðustu helgi barst út fregn um, að utanrikisráöherra vor væri i þann veginn að fara, eða farinn 1 opinbera heimsókn til Tékkó Slóvakiu, og raunar ætti ekki viö það að sitja eða nema staðar, þvi ráðherrann ætlaði aö gera ferð sina einnig til Ungverjalands i samskonar erindagerðum. Varla getur hjá þvi farið, að þetta flakk utanrikisráöherra á þessum tima veki hina mestu furöu. Þaðmunalmenntálit, að þeg- ar ráðamenn einhvers lands fara utanlendis í opinberar heimsóknir, sé það til að sýna þvi landi og þjóö, sem heimsótt er, virðingarvott. Hvorki núver- andiutanrikisráöherra, né aðrir úr þessari rikisátjórn hafa veriö neitt einstaklega heppnir með heimsóknir sinar tÚ annarra landa, þó undanskilja megi för forsætisráöherra til Noregs, þar sem vissulega er ástæða til aö rækja frændsemi. En einhvern veginn hafa þó utanfarir utanrikisráðherrans verið einkar ófimlegar, þó nú taki steininn úr. Þess ber nefni- lega að gæta, að þessi ferð er farin nálægt afmæli þess válega atburðar, þegar tékkneska þjóðin var á sinum tima troðin undir hinn rússneska járnhæl! Auðvitaö er smekkur manna misjafn og máske ekki auðvelt um hann að deila. En undarlega er tíminn valinn i þetta flakk. Þaðer engu likara en beinlin- is sé fariö til að samfagna hin- um rússnesku leppum, sem eru núverandi valdhafar Tékkó-Slóvakiu, aö hafa getaö kúgað þessa frelsiselskandi þjóð, sem átti fulla virðingu um- heimsins á timum iMasa- ryks og Beness, með vopnavaldi og hótunum. Minna má á það, að meira að segja hinn islenzki arftaki ko m múnis taf lokksins — Alþýðubandalagið — mannaði sig upp i aö mótmæla valdaráni Rússa á sinurn tima! Ennfrem- ur, að þeir, sem ennþá hafa þó I HREINSKILNI SAGT þor til aö ganga undir kommún- istaheitinu hér á landi, hvöttu til mótmælastöðu utan við rúss- neska sendiráðið i Reykjavik i tilefni af afmæli frelsissvipting- ar Tékka og Slóvaka. Naumast veröa þessi samtök — hvorug þeirra — talin til neinna’skrautblóma ijurtagaröi islenzks mannh’fs, hvað sem öðru liöur. Allt um þaö verða samt Is- lendingar að þola það á þessu herrans ári, að utanrfkisráö- herrann fari i eins konar pila- grimsför, til þess að skála við leppa valdræningjanna! Og hvað um rikisstjórnina I heild? Var virkilega enginn sá smekkmaður innan hennar, að aftaka þessa furðulegu heim- sókn? En það er meira blóð I kúnni! Frá Prag mun leiöin eiga aö liggja til Ungverjalands, þar sem dreifðir frelsisneistar ung- versku þjóðarinnar voru fyrir um tveim áratugum kæfðir I blóði af völdum þessara sömu valdræningja og öðrum leppum tyllt I valdastólana! Nei, paö á, sko aðverða ekki einungis ein — heldur tviheilagt! Ef til vill mun einhver hugga sig viö,aö þaðgeti nú ekki vakið neina sérstaka athygli þótt Ein- ar Ágústsson skeiði um götur Prag eða Buda Pest. Það kann satt að vera, að skörulegt yfirbragð valdi ekki þvi, aö fólk snúi sér viö á göt- unni, þótt hann gangi hjá. Um slikt er auðvitað ekki aö fást. Ytra útlit skapar sér enginn sjálfur nema að litlu einu leyti og þarf ekki það að ræða frekar. Viö megum auövitaö skynja — og gerum þaö eflaust öll — að þótt ekki sé um að ræða neitt „skörungsbragð eða fagran lit” er þaö staðan, sem athyglin beinist að. Enda þótt við séum smáþjóö, Islendingar, og þó ó- hamingja landsins hafi lyft i valdasess, litilsigldu fólki, get- um við ekki annaðen tekiö undir með Þorgeiri i Vik: „hönd konu minnar bar haröindaspor, en hún var þó allt um það min”. Hér ræöir, þrátt fyrir allt, um einn af æðstu valdamönnum landsins, sem lætur sig hafa það, að sýna valdræningjum og leppum erlends stórveldis vin- áttu-ogvirðingarvott, einmitt á þeim tima, sem ber upp á fram- kvæmd viöbjóðslegra ofbeldis- verka gagnvart frelsisunnandi smáþjóöum. Ef þetta er ekki blöskranlegt, er vandséð hve- nær unnt er að komast svo að orði. Sjálf sagt höfum við flest talið, að mælir umkomuleysisins væri barmafullur, þegar sami utan- rikisráöherra settist á liönum vetri aö veizluborði með Bret- um i Briissel, rétt eftir að þeir voru berir að þvi að hafa gert moröárásir á islenzka sjómenn inni i óumdeilanlegri landhelgi okkar. Núflóir sannarlega út af öllum börmum. Roy Hattersley er svo sem engin fyrirmynd i augum okkar íslendinga. En hann hafði þó skap til aö standa upp frá grautnum, þegar hann taldi sér misboöið. Það er hægt að bera nokkra virðingu fyrir mönnum, sem hafa skap, þó það leiði þá stund- um i gönur. En hver getur boriö virðingu fyrir þvi, aö samfagna með verknað, sem jafnvel kommún- istalýður fyrirverður sig fyrir? Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.