Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL alþýöu' blaöið (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. (Jtbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasöiu. Sólarlandaferðir Það hef ur verið nokkuð í tízku að hnýta í íslendinga, sem nota sumarleyfi sín til sólarlandaferða. Þessar ferðir eru oft teknar sem dæmi um það, að almenn- ingur haf i nokkur f járráð, þrátt fyrir barlóminn. Rétt er, að mikil þátttaka hefur verið í sólarlandaferðum íslenzku ferðaskrifstofanna og nær uppselt í þær allar. En þessi gagnrýni er óréttmæt. Eftir tvö rigningarsumur á Suður- og Vesturlandi þarf engan að undra þótt íbúar þessara svæða þrái að komast í sól og hita. Það er ekki aðeins nauðsynleg tilbreyting, heldur mikilvægur heilsugjafi. Æskilegt væri, að sem f lestir gætu notiðsólar í að minnsta kosti tvær til þrjár vikur, og sólarlönd eru heilsubrunnar gigtar- og ofnæmissjúklinga og þeirra, sem þjást af margvísleg- um húsjúkdómum. Þá hafa verið gerðar athyglis- verðar tilraunir með ferðir lamaðra og fatlaðra til sólarlanda. Ekki eru síður mikilvægar vetrarferðir til sólar- landa, sem stytta að mun versta skammdegið, en það er mörgum þungt í skauti, er eiga við geðræna kvilla að stríða. — Auðvitað eru þeir nokkrir sem beinlínis misnota þessar ferðir, hafa lítið hóf á neyzlu ódýrra, áfengra drykkja og þurfa jafnvel vistun á heilsu- hælum eftir heimkomu. En kostirnir við sólarlandaferðir eru yfirgnæfandi. AAargir komast af með minni fjármuni en ef þeir hefðu notað sumarleyfi sitt til ferðalaga innanlands og koma heim betur búnir undir störf á löngum vetri. Það er full ástæða til að reyna betur en gert hefur veriðað stuðla aðþví, að sem f lestir geti heimsótt þau lönd, þar sem sólskinið er ekki skorið við nögl. — Verkalýðshreyf ingin í öðrum norrænum löndum hef ur um árabil hvatt félaga sína til hvfldarferða til sólar- landa. Til dæmis hafa sænsku verkalýðsfélögin reist orlofsbúðir á Spáni og víðar, og þar geta félagarnir búið gegn vægu gjaldi. Samtök opinberra starfs- manna hafa gert slikt hið sama. Hér á landi þyrfti einkum að aðstoða aldrað fólk til að komast til sólarlanda. Ekki er vafi á þvi að stórbæta mætti heilsufar fjölda fólks með slíkum ferðum, en slíkt myndi jafnframt draga úr kostnaði við læknisþjónustu. — Ljóst er, að andmæli gegn sól- arlandaferðum eru ekki réttmæt. Kapphlaupið við Kröflu AAargir hafa orðið til þess að gagnrýna fram- kvæmdir við Kröflu og sérstaklega síðustu vikur, þegar jarðfræðingar hafa orðið sammála um að gos- hætta þar eykst með hverjum degi. Á sama tíma og Almannavarnir rikisins skipuleggja skjóta flutninga á starfsfólki frá athafnasvæðinu, ef jarðeldar brjótast út, er flutt þangað mikið magn af dýrum tækjum og vélum. I nágrenni Kröflu hafa á síðustu öldum orðið mikil og öflug sprengigos, þaðan, sem gjóska hefur borizt allt til Suður-lands. Stóra-Víti er dæmi um eitt slíkt. Séu nú verulegar líkur á gosi á Kröf lusvæðinu innan fárra mánaða hlýtur það að vera heilbrigð skynsemi að telja varhugavert að halda f ramkvæmdum áf ram eins og nú er. Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á herð- um þeirra manna, er Kröflu-framkvæmdum stjórna og þeir verða að vinna þetta verk með fyllstu aðgát. Ofurkappið getur haft alvarlegar afleiðingar. Björn Friðfinnsson, stjórnarmaður í RARIK, sem fylgzt hefur með framkvæmdum og rannsóknum vísindamanna á Kröf lu-svæðinu hef ur sagt, að nú eigi að hætta við framkvæmdir við Kröf lu og bíða átekta, en tengja heldur byggðalínu. Hann segir það út í loftið að f lytja hluti, sem ekki á að nota fyrr en eftir tvö til þrjú ár að Kröflu, þar sem séu miklar líkur á gosi. Hann kveðst hafa áhyggjur af því að þarna séu 300 manns við vinnu á svæði, þar sem alltaf geti orðið sprengigos. Skjálftavirkni sé þar meiri nú en var f yrir gosið í fyrra. —ÁG— Alþvðublaðið ræðir við kaupsvslumann í Revkjavik: Kaupsýslumáður nokkur hér í borg, sem Alþýðublaðið ræddi við í sambandi við ávísanasvikamálið, sagði að menn væru löngu farnir að nota ávísanir á sama hátt og vixla. Svo bætti hann við: „En eins og þú veizt tekur enginn lengur mark á víxl- um. AAenn borga vexti, afsagnarkostnað og annað svoleiðis smotterí með glöðu geði því verðbólgan sér um hitt." AAiðvikudagur 25. ágúst 1976 æsr Þegar menn gera það að atvinnu sinni að gefa út inni- stæðulausar ávísanir, Þá er betta orðið samsæri Sekt banka stjóranna stærst Hluti at viötalinu gekk svo: Blm.: „Hvað finnst þér um ávisanamálið? Ksm.: „Það er mikill munurá þvi hvort menn skrifa innistæðulausa ávisun til þess að redda veltunni eða hvort menn setja þannig tilbúna fjármuni i fasteignir. Ég held varla aö þaö sé til nokkur maö- ur, sem ekki hefur yfirdregið á bankareikningi einhverntima á ævinni. Yfirleitt gera menn það ekki óvart. Þeir vita það alltaf eða þá, að þeir eru kærulausir. Annars eru þaö bankastjórarnir sem eru sekastir allra i þessu máli. Þeir hafa fylgzt með þess- ari þróun árum saman og ekki nóg með það, þeir hafa ýtt undir hana með fjármála- og lánapóli- tik, sem er siðlaus og reyndar óverjandi. Annars hafa menn tilhneigingu til að lita á bankastjórana, sem einskonar guði, i það minnsta þegar menn þurfa að fá lán.” Ekkert athugavert við það Blm: „Nú er verið að rann- saka meiriháttar ávisanasvindl. Hvað finnst þér um það?” Ksm.: „Hverkannast ekki við það, að hafa fengið eitthvað greitt með ávisun með þeim oröum, að ekki megi framvisa henni fyrr en eftir svo og svo marga daga. Ég sé ekkert at- hugavert við þetta. Nú, menn sem eru með stóra umsetningu og velta miklum peningum þurfa oft að leggja ,út stórar upphæðir, sem ekki eru tiltæk- ar, þvi ekki hjálpa bankarnir. Nú þá skrifa menn ávisanir, innistæðulausar, kannski fram yfir helgina og jafna svo stöð- una strax á mánudegi. Ég sé ekkert athugavert við þetta. Nú, hvað gera bankarnir ef yfir- drátturinn kemur i ljós. Þeir reikna okurvexti. Þannig er það. Nú, svo fer þetta út i öfgar hjá sumum. Þeir fara að leika á kerfið. Reyndar þurfa þeir þess ekki alltaf með, þvi stundum hjálpa bankastjórarnir þeim til, og benda þeim á brellurnar. Dæmi. Ég veit um mann sem fór I banka og bað um milljón. Bankinn sagði nei, en þá var manninum bent á lögfræðing bankans. Maðurinn fékk lánið og hrósaði happi. Svo kom bara i ljós að þessi lögfræðingur var ekki að lána i nafni bankans i raun, heldur var þetta bara privat þjónusta. Vextirnir voru náttúrlega okurvextir og marg- ir geta vel sætt sig við það. Þannig er þetta. Nú, menn fara með innistæðulausa ávisun til ónefnds leigubilstjóra. Hann kaupir hana með 2% afföllum, greiðir mismuninn með annari ávisun sem á að vera góð. Þá getur svo farið að ónafngreind- ur lögfræðingur, sem átti að sjá um að innstæða væri fyrir þess- ari ávisun, bregðist. Þannig geta alsaklausir menn verið nappaðir.” Það á að birta siík nöfn Blm.: „A að birta nöfnin?” Ksm.: „Þegarmenn eru farn- ir að gera það að atvinnu sinni, að gefa út innistæðulausar ávis- anir til þess að fjárfesta milljónir eða aðstoða aðra menn við það, þá er þetta orðið sam- særi. Ég held að það eigi að birta nöfn slíkra manna. Þá finnst mér lika sjálfsagt að Iáta kanna starfsemi bankanna og bankastjóranna sjálfra.” Viðmælandi blaðsins óskaöi eftir þvi aö nafn hans yrði ekki birt. Þá hafði Alþýðublaðið samband við stjórnanda einnar lánastofnunar og ræddi við hann um ávisanamálið. Það viðtal mun birtast i blaðinu á morgun. —BJ z,'. . . 'V-V' A'-V' pi m m m, m laéié Nýr umboðsmaður: Helgi Sigurlásson Brimhólabraut 5 sími: 98-1819 Vestmanna- eyjar srvr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.