Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 3
bSa^fd Miðvikudagur 25. ágúst 1976 FRÉTTIR 3 Skoðanakönnun Alþýðublaðsins: Odvar Nordli, þegar hann tilkynnti ráðherralista sinn, snemma á þessu ári. Forsætisráðherra Norðmanna kemur í heimsókn For sætisráöherra Norö- manna Odar Nordli, mun koma i opinbera heimsókn hingaö til lands, föstudaginn 27. ágúst. Odvar Nordli er fæddur aö Stange i Heiömörk þann 3. nóvember 1927. Hann lauk verzlunarprófi árið 1947 og stúdentsprófi 1951. Hann er endurskoðandi aö mennt og vann hann sem endurskoöandi sveitastjórnarráöuneytisins norska á árunum 1948-1961. Nordli hefur aö baki mikla reynslu á sviöi skipulags- og stjórnmála, jafnt á erlendum sem á innlendum vettvangi. Hann átti sæti i sveitarstjórn heimabyggöar sinnar, Stange, árin 1951-1963 og var varafull- trúi hennar á sama tima. Hann hefur og gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Verka- mannaflokksins og f stéttar- samtökum. 1954-’61 var hann varafulltrúi Heiðmerkur á Stórþinginu og sat þar um skeið á árunum 1958-59 og 1960. Nordli var siöan kosinn stórþingsmaöur áriö 1961. Hann varö varaformaður i sveitastjórnarnefnd Stórþings- ins 1965-69 og formaður i félags- málanefnd 1969-71. Nordli átti sæti i rikisstjórn verkamannaflokksins, undir forystu Trygve Brattely, og var ráöherra sveitastjórnar- og verkalýösmála 1971-72. Haustið 1973 var hann kosinn formaöur þingflokks Verkamannaflokks- ins. Odvar Nordli var útne&idur forsætisráöherra eftir Tryggve Brattely 14. janúar 1976 og varð hann þar með æðsti maður i nýrri rikisstjórn Verkamanna- flokksins. Hingaö til lands kemur hann, eins og fyrr segir, siödegis þann 27. ágúst. 1 fylgd með honum verða sjávarútvegsráöherra Noregs og konur þeirra beggja , auk ráðuneytisstjóra i forsætis- ráöuneyti og skrifstofustjóra ut anrik isr áö uney ti s. Aö sögn Guðmundar Bene- diktssonar i forsætisráöuneyt- inu munu norsku gestirnir eiga fundli viö forseta Islands og islenzku rikisstjórnina. Fariö verður með þá noröur I land um Aöaldal, Mývatnssveit og til Akureyrar, þar sem þeir sitja boö bæjarsýórnar Akureyrar. Ennfremur mun veröa fariö um Suöurlandsundirlendiö, aö Skál- holti, Gullfossi og Geysi. Þá verða og skoðaðar ýmsar stofn- anir i Reykjavik, eftir þvi sem timi vinnst til. Norski forsætisráöherran mun halda fund með frétta- mönnum i Ráöherrabústaðnum mánudaginn 30. ágúst, en norsku gestirnir halda utan i býtið þann 31. AV r U tlendingar með ólöglegan atyinnurekstur á íslandi Fyrir siðustu helgi var greint frá þvi hér i blaðinu, aö efrihluti Þverár i Borgarfiröi, svonefnd Kjarará, hefði veriö leigö beint til Svisslendinga. Ýmsir laxveiði- menn og áhugamenn um laxveiði telja aö hér sé ekki löglega að staöiö og aö meö öllu sé óheimilt að leigja árnar beint til útlend- inga. Benda þeir á aö Islenzkir leigutakar þurfi aö greiöa ýmis- konar gjöld I sambandi við rekst- ur ánna, ss. laun starfsmanna, launaskatt, söluskatt o.fl. Hins- vegar sé útlendingum óheimilt aö reka sjálfstæöan atvinnurekstur hér á landi enda verður aö lita á leigu og rekstur laxveiöiáa sem atvinnurekstur. Hvernig san á þetta mál er litið, liggur ljóst fyrir að hér er um að ræöa veltu sem skiptir miUjónum tuga á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað eru ýmsar aðr- ar ár en Kjarará leigö beint til útlendinga. Má þar nefna Laxá i Dölum, Vatnsdalsá, Hofsá i Vopnafirði og Laxá i Leirársveit. 1 sumar þessar ár fá íslend- ingar alls ekki aðkoma. Hitt er þó e.t.v. verra að hér eru lögbrot lát- in viðgangast án þess aö nokkuð sé að gert. _bj Yfir 100 manns munu sækja 18. fjórðungs- þing Norðlendinga Dagana 30. ágúst til 1. septem- ber verður 18. Fjóröungsþing Norölendinga haldiö á Siglufiröi. Auk þingfulltrúa, sem veröa um 90, munu alþingismenn fjórö- ungsins sitja þingiö svo og nokkr- ir gestir. Á þinginu veröur kynnt sam- gönguáætlun fyrir Noröurland, byggðaráætlun fyrir Noröurland vestra og skýrsla um stööu orkumarkaðsins á Noröurlandi. Rætt veröur um iönþróun ' á.Norðurlandi,stööu sjávarútvegs og byggðaráætlanir fyrir sveit- irnar. Þá mun sr. Agúst Sigurös- son hafa framsögu um eflingu Hóla i Hjaltadal. Að vanda mun formaöur, Heimir Ingimarsson, sveitar- stjóriá Raufarhöfn, flytja skýrsiu sina og framkvæmdarstjóri Fjórðungssambandsins, Askell Einarsson leggja fram starfs- skýrslu. Starfað i 31 ár Fjórðungssamband Noiölend- inga hefur starfað i 31 ár eða sfö- an 14. júU' 1945. Sem kunnugt er þá er þetta bandalag byggða á Noröurlandi. Sambandið vinnur aö áætlana- gerö og mótun byggöastefnu I samstarfi viö Framkvæmda- stofnun rikisins og aðra aðHa. A vegum sambandsins eru starfandi sex mUUþinganefndir sem starfa aö vissum málafokk- um i samráöi við ýmsa aðila á Norðurlandi. Fjóöungssambandiö hefur gengiztfyrir opnun ráöstefna um ýmis mál. Er skemmst aö minn- ast ráöstefnunnar um sjávarút- vegsmál, sam haldin var á Sauö- arkróki nú i sumar. Fyrir þinginu á Siglufiröi liggja tiUögur aö ráöstefnum um iön- þróunarmá 1 um starfsemi fé— lagsheimHa og um stjórnsýslu- miðstöövar. Þá hefur sambandiö unniö aö ýmiskonar könnunum og gert út- tegtir á vissum málaflokkum. TU dæmis var gerö könnun á gjald- skrá Landssftnans og þeim mis- muni, sem einstakir landshlutar búa við i þeim efnum. Þess má aö lokum geta aö nú eru Uðin tiu ár frá þvi þing var siðast haldiö á Siglufiröi. Var þaö timamóta þing i sögu Fjóröungs- sambandsins. Þá voru samþykkt- ar ýmsar skipulagsbreytingar á lögum samtakanna. jeg Hvað finnst fólki um sumarfrí í útlöndum? Um siðustu áramót tók Al- þýðublaöið upp þá nýbreytni aö efna til skoöanakönnunar um eitt og annaö, sem ofarlega er á baugi hverju sinni. Þessar skoðana- kannanir hafa veriö mjög vinsæl- ar ef marka má þátttökuna. Auk þess berast mikiö af bréfum tU blaðsins, þar sem lesendur ræöa spurningarnar fram og aftur. Kennir þar margra grasa eins og við má búast, þvi margir vilja ólmir reka áróöur fyrir sinu sjónarmiöi eöa réttlæta það á einn eða annan veg. Nú um hásumariö hefur skoðanakönnunin legiö niöri aö mestu. Þó brugöum viö örHtiö á leik meö þvi aö leggja fyrir menn spurningu, sem er svo blessunar- lega laus við aUa spennu, aö menn geta ekki einu sinni rifist út af henni. Spurningin var einmitt I sambandi við utanferöir íslend- inga og þá sérstaklega i sumar- ieyfi. Þátttakan var mjög dræm. AUs fengum viö 54 svör til aö vinna úr en það er of litiö tfi þess aö gefa nokkuö marktæka mynd af af- stööu manna til þessa máls. Samt sem áöur munum við greina frá nokkrum helztu atriðunum, sem fram komu i þessari könnun. Svör frá fjölskyldum Það viröist fara mjög i vöxt aö hjón taki börn sin meö i sumarfri tU útlanda. Flest svörin voru á þann veg. Jafnvel hjón, sem ekki höfðu tekiöbörnsln meðsér áöur sögðust ætla aö gera þaö næst 1 nokkrum tUvikum voruhjón and- vig þvi aö taka börnin meö. Töldu sum aö þaö heföi truflandi áhrif á sumarfríiö, sem ætti fyrst og fremst aö vera til afslöppunar. Svör frá einstaklingum Flest svörin voru frá' einstakl- ingum. Þaö vakti nokkra athygii, að tveir þriðju þessara svara voru frá fólki eldra en 60 ára. Má ef tU vill draga þá ályktun, aö eldra fólk gefi sér meiri tima til þess að fjalla um þessi mál en yngra fólk. Flestir, sem fariö höföuutan i fri vUdu gjarnan fara aftur og allmargir höföu þegar ákveðiö sumarfri aö ári. Hvert vill fólk fara? Yfirgnæfandi meirihluti vUdi fara i sumarfri til sólarlanda, og voru MaUorka og Spánn oftast til- greind sérstaklega. Af einstökum stöðum var Costa del Sol oftast „...maður verður vlðsýnni og skapbetri af að komast úr rigningunni” nefnt. Þá voru einnig margir, sem svöruðu til sólarlanda á sumrin en tU Kanarieyja á vet- urna, um jólaleytiö eöa nýáriö. Nokkrir vUdu fara til Kaup- mannahafnar, Noregs, Færeyja eöa feröast um Evrópu. Þá voru einnig nefndir fjarlægari staöir, s.s. Israel, Nepal, Hawai og Mexikó. Svörin við þessari spurningu voru æöi misjöfn og margbreyti- leg. Skulu þvi tekin nokkur dæmi: góö aðstaða tíl afslöppun- ar, sjórinn, gott verölag á öllu, skemmtilegir veitingastaðir, ódýrt vin, bjór, gott veður, fagurt landslag, fallegir karlmenn, fagr- ar konur, enginn simi, ekkert sjónvarp, laus viö kunningjana veöursæld.söfn, góö aöstaöa fyrir börnin, að sjá sig um og kynnast háttum annara, góö þjónusta hjá ferðaskrifstofunum, nauösynlegt aö 1 breyta tU, andlega og lik- amlega hressandi, maður veröur viðsýnni og skapbetri á þvi að fara út úr hv. rigningunni hér heima, Einn sagöi að lokum: „Það er gott aö fara tíl útlanda þvi þá kann maður betur aö meta þetta ágæta land, sem viö eig- um.” Ný skoöanakönnun hefst i blaö- inu á morgun. Spurningin þá veröur: „ A aö birta nöfnin i ávisanamálinu?” Viö væntum mikillar þátttöku. Sendiö svörin strax á morgun. Skoðanakönnun Alþýðublaösins Pósthólf 320 ReykjavHc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.