Alþýðublaðið - 25.08.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Side 16
Ekki hægt að móta söluna með tilliti til smáverzlananna — segir formaður Kaupmannasamtakanna Eins og Alþýðublaöiö hefur greint frá, gætir nú nokkurrar óánægju meðal smákaupmanna vegna væntanlegrar lokunar mjólkurbúða. Segjast margir þeirra þess fullvissir að þessar aðgerðir miði einkum aö þvi að beina viðskiptum til stærri verzlananna, þ.e.a.s. þeirra, þar sem aðstaða er til mjókur- sölu. „Kaupmaðurinn á horn- inu” verði þvi aö sætta sig við að horfa á eftir gömlum viðskipta- vinum inn um dyr stórverzlan- anna i nágrenninu án þess að fá rönd við reist. Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtaka Islands sagði i viðtali viö blaöið I gær, að hann hefði ekki heyrt margar óánægjuraddir varðandi þetta mál. Aö visu hlytu slikar að- gerðir alltaf að koma við ein- hverja, a .m.k. til að byrja með, en menn vonuöust tii að það yrði aðeins um byrjunarörðugleika að ræða. „Við gerum allt sem við get- um til að hvetja þá kaupmenn sem hafa aðstöðu, til að taka mjólkina inn, sagði Gunnar enn fremur Viö vitum að mestu vandamálin skapast þar, sem mjólkurbúðin er ekki við hliðina á verzluninni, en viðsjáum okk- ur ekki fært að móta sölu vör- unnar með tilliti til nokkurra lit- illa verzlana. Við höfum fram til þessa dreift ýmsum landbúnaðarvör- um og okkur finnst það ekki nema eðlilegt að mjólkin sé tekin meö úr þvi að hún er orðin svo vel innpökkuð sem raun ber vitni. Þáð hljóta allir að vera sammála um að sala mjólkur i almennum verzlunum sé það sem koma skal. En ef einhverjar grunsemdir eru uppi um að nú eigi að vega að smáverzlununum, þá er það neinum á kné, sagði Gunnar mikili misskilningur. baðer alls Snorrason formaður Kaup- ekki ætlunin að koma einum eða mannasamtakanna að lokum. □ 10 þúsund undirskriftir gegn lokun mjólkurbúðanna Undirskriftasöfnunin hefur gengið einstaklega vel og hlotiö mjög góðar undirtektir fólks, sagði Elisabet Bjarnadóttir meðlimur i „Starfshóp um lok- un mjólkurbúöa" i samtaU við blaöiö i gær. Nú liggja listarnir ekki ein- ungis frammi i verzlunum, heldur er einnig gengið með þá i hús á kvöldin og fólki þannig gefinn kosturá að rita nafn sitt i mótmælaskyni gegn lokun mjólkurbúða.” Þá sagði Eiisabet að vitað væri um fjölmarga full-undir- skrifaða lista sem legið hefðu frammi i verzlunum viðsvegar um borgina, auk allra þeirra undirskrifta sem safnast hefðu í heimahúsum. Væri þvi óhætt að áætla að nú hefðu safnast yfir 10.000 undirskriftir, en tak- markið væri 20.000 nöfn. „Við ætlum að haida áfram eitthvað fram yfir næstu helgi, sagði Elisabet, og ég vil itreka það, að sjálfboöaliöar, fjár- styrkir og stuðningsyfiriýsingar eru alltaf vel þegin” JSS Norræn sjónvarpssam- vinna um gervihnetti — meðal umræðuefna á þrem norrænum þingum í Reykjavik þessa dagana Dagana 24. og 25. ágúst eru haldin hér i Reykjavik þrjú sam- norræn þing á vegum menningar- málaskrifstofu Norðurlanda. Ráðstefnur þessar eru um nor- ræna samvinnu á sviði sjónvarps- og menntamála og visindarann- sókna. Sjónvarpssamvinna um gervihnetti Nefnd, sem skipuð er af ráð- herranefnd Noröurlanda, ræðir þessa dagana norræna sjónvarps- samvinnu — m.a. á hvern hátt mætti nota gervihnetti viö út- sendingar efnis. Ráðherranefndin ákvað i desember 1975, að kanna skyldi möguleika þess að senda útvarps- og sjónvarpsefni milli Norður- landa, með aðstoð gervihnattar. Gert er ráö fyrir að könnun þessi taki eitt ár og skal nefndin skila úrskuröi snemmaárs 1977. Meðal annars þarf að athuga ýmis tæknileg atriði i þessu sam- bandi, auk kostnaðar og dreifing- ar hans á hina ýmsu aðila. Enn- fremur þarf aö ákveða hvers kon- ar efni samvinnan á aö ná yfir og hvernig bezt sé að haga þessu samstarfi. Samvinna á sviði vis- inda. Samnorræn nefnd, sem fjallar um norrænt visindasamstarf, heldur fundi sina aö Hótel Sögu. Islenzku nefndarmennirnir eru prófessorarnir Jónas Kristjáns- son og Sigurður Þórarinsson. Sigurður Þórarinsson sagði þessa nefnd vera ráðgefandi nefnd um norrænt samstarf á sviði allra greina visindanna. Nú eru reknar samnorrænar visinda- stofnanir viðsvegar á Norður- löndum. Má m.a. nefna Norrænu eldfjallastöðina I Reykjavik. Kjarnavisindastöðina i Dan- mörku og Asiustööina, sem einnig er i Danmörku. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita ýmsar ráðleggingar varðandi þessar norrænu visinda- stofnanir — hvort breyta eigi starfsemi þeirra, stækka þær, bæta fleiri stofnunum við og þar fram eftir götunum. Eitt af málefnum þeim, sem rædd verða á þessari ráðstefnu, eru rannsóknir á Atlantshafs- botninum, hvenær timabært sé aö hefja þær og hvernig bezt sé að haga þeim rannsóknum. Alls taka þátt I ráðstefnunni 12 visindamenn — 3Sviar, 3. Finnar og 2 frá Danmörku, Noregi og Islandi. Skólamál á Norðurlönd- um Ráðstefna um norræna sam- vinnuá sviði skólamála er haldin i Melaskólanum. Andri Isaksson sagði ráðstefnu þessa vera haldna I tilefni af þvi, að stjórnarnefnd samræmingar- stofnunarinnar i norrænum skólamálum heldur hér fund sinn þessa dagana. Þetta væri gert til að kynna starfsemi hennar og þaö, sem ofarlega er á baugi i skólamálum. Alls munu um 75 islenzkir skóla- og fræöslustjórar sitja ráð- stefnuna, auk 10 gesta frá öðrum Norðurlöndum. Sagði Andri, að rætt yrði um markmið og skipulagningu fram- haldsskóla á Norðurlöndum, tengsl framhalds- og grunnskóla og samskipan sérkennslu og al- mennrar kennslu I norrænum grunnskólum, þannig aö sér- kennsla yrði ekki um of aðgreind frá almennu námi. Siðar I haust er svo fyrirhugað að gefa út skýrslu með upplýsing- um um það, sem fram mun koma á þessum fundum. AV Hrafn Bragason skipaður umboðsdómari tgærkvöldi kom loksins að þvi, að sérstakur umboðsdómari var ráðinn, til að sjá um rannsókn ávisanamálsins fræga. Tilkynn- ing dóms — og kirkjumálaráðu- neytisins var svohljóðandi: Svo sem fram hefur komið i fréttum, hefur að undanförnu staðið yfir frumrannsókn út af umfangsmikilli notkun á inni- stæðulausum tékkum, og hefur Seðlabankinn m.a. skitað til yfir- sakadómarans i Reykjavik skýrslu um þetta efni. Vegna mikils málaálags við saka- dómaraembættið hefur yfirsaka- dómari farið þess á leit, að sér- stökum umboðsdómara verði fal- in meöferö máis þessa, svo að rannsókn þess geti farið fram með nægilegum hraða. Hefur ráðuneytiö fallizt á til- mæli yfirsakadómara og hefur Hrafn Bragason, borgardómari, i dag verið skipaður sérstakur dómari til að fara með rannsókn þessa. ATA MIÐVIKUDAGUR 25 ÁrziiST 1976. alþýöu blaðiö Heyrt: Skammt frá Kröflu eru tveir nafntogaðir sprengigigar, Litla-Viti og Stóra-Viti. Nú hafa gárung- ar fundið nafn á borholuna frægu, sem breyttist i hver og kallað hana „Sjálfskap- arviti”. o Tekið eftir: Vegna heim- sóknar Einars Agústsson- ar, utanrikisráðherra, til Tékkóslóvakiu og funda hans með tékkneskum starfsbróður, hefur verið skýrt tekið fram, að engin vandamál séu I sambúð Is- lands og Tékkóslóvakiu. — Islenski utanrikisráðherr- ann heimsækir hins vegar ekki Pólland, en samskipti Islands og Póllands eru ekki jafn vandræðalaus. Pólverjar hafa margitrek- að óskir sinar um veiöi- heimildir innan 200 milna landhelginnar við Island. Þeir hafa bent á, að þeir hafi virt útfærzluna, en Is- lendingar hafi samið við Breta og Vestur-Þjóðverja, sem beitt hafi þá ofbeldi. Arni Tryggvason, sendi- herra Islands i Póllandi, hefurfengið að heyra þenn- angremjutón.en Pólverjar eiga stóran togaraflota og hafa veitt djúpt útaf Norð- urlandi, t.d. grálúðu. Utan- rikisráðherra Póllands er væntanlegur i opinbera heimsókn til tslands i haust, og má ætla að hann ræði þessi mál af mikilli al- vöru við islenzk stjórnvöld. o Frétt: Að fjórir islenzkir þingmenn sæki fund Al- þjóða þingmannasam- bandsins, sem haldinn verður i Madrid á Spáni næstu daga. o Lesið: I Dagblaðinu um rannsókn Seölabankans á g jald eyr isvi ðskiptum vegna skipakaupa erlendis frá: „Dagblaðiöhefur fyrir satt að bankinn hafi óskað eftir upplýsingum erlendis frá um aö minnsta kosti fimmtán skip, þ.e. kaup- verð þeirra og greiðslu- kjör”. o Heyrt: Að mikið sé nú um það rætt að Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna verði formlega lögð niður á landsfundi Samtakanna i haust. Ýmsir Samtaka- menn séu þeirrar skoðun- ar, að flokkurinn dreifi krö'ftum vinstri manna meira en ástæða sé til. Honum hafi ekki tekizt ætl- unarverkið að sameina vinstri menn I einum flokki og þvi sé grundvöllurinn brostinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.