Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 6
FBÉTTIR Miðvikudagur 25. ágúst 1976 ffiSX" Að bjarga verðmætum frá öskuhaugunum - eða bjóða skran til sölu? Ogekkifórmilli mála.aö þarna var ýmislegt af eigulegum grip- um. En viöskiptavinirnir voru ekki allir á eitt sáttir um hlutfall hins eigulega — eða verð- ákvarðanir. Hitt fór ekki milli mála, að fyrir þá sem not hafa fyrir margt af þvi, sem þarna var til sölu, mátti gera hin sæmilegustu kaup. Þarna var til dæmis stafli skóla- borða, sem seldur var á 2000 krónur stykkið. Sú upphæð dugir ekki fyrir efninu, hvað þá smíð- inni. Einn þeirra sem við hittum þarna festi kaup á einu sliku borði til að hafa undir smásjá. Hæðin „Þetta er alveg ný bóla i borgarlífinu”, sagði einn af um- stjónarmönnum sölu muna frá Innkaupastofnun rikisins, sem haldið var i kjallara hússins að Borgartúni 1 á mánudaginn. Við sáum þessa sölu auglýsta i dagblöðunum um helgina, og átti hún að fara fram á mánudags- morgni. Þar var auglýst til sölu, ýmist á föstu verði eða eftir til- boðum hið margvislegasta þing, rit- og reiknivélar, bókhaldsvél- ar, kvikmyndavélar, húsgögn, stórvirkar uppþvottavélar ogsitt- hvað annaö. Við litum þvi inn i kjallarann á mánudagsmorgun- inn og bjuggumst við þvi að þar yrði margt um manninn að gera góð kaup. Það var reyndar færra fyrir þegar við komum en við höfðum átt von á, enda virtist ekki auð- ratað á staðinn. En umsjónar- mennirnir sögðu okkur að tals- verður straumur fólks hefði verið þar strax um morguninn, og eitt- hvað mætti búast við að fjölgaði þegar sjálf salan hæfist kiukkan 11 fyrir hádegi, en fram að þeim tima voru munirnir til sýnis. „Þessar sölur hafa gefið góða raun,” sagði umsjónarmaðurinn, Björn, sem viðræddum við. Þetta er svona svipað og hjá sölu varnarliðseigna. Við setjum ákveðið lágmarksverð á hlutina, en ef margireruum þá, þá látum við þá bjóða i. Aður var mikið af því að svona hlutum væri ekið Maðurinn með hamarinn: Tvær handlaugar á 10 þús- und? — Nei, lágmark 14 þúsund. beint á haugana, en hér er mikið af eiguiegustu gripum — og þess ve^ ” S^álíSa8t 30 koma ^eim 1 Rétt eins og hjá Sothebysí London fylgir munum staðfesting á uppruna þeirra. En einhver efasemdarsvipur er á frúnni. Umsjónarmenn sölunnar — herrarnir til vinstri — sannfæra hjónin þó um gæði vörunnar. flTTI KNUD ZIEMSEN ÞENNAN DIKTAFÓN? Til hægri: Hann keypti hverfisteininn á 4.000 — nánast safngrip, en ætlar að smíða utan um hann nýjan stokk og skipta um ás. Niðri: Litazt um í rit- vélabásnum. Til hægri á myndinni sést í rússnesku kvikmyndasýningarvél- ina í skápnum góða. var alveg rétt og borðið virtist henta á allan háttveltil verksins, svo kaupin voru fastmælum bundin. Annar haföi orð á þvl að þetta væru hin hentugustu vélritunarborð, því hæðin væri einmitt rétt fyrir slik not. Og skjalaskápar, sem ekki henta lengur fyrir staðlaðar stæröir þeirra skjala, sem borgarstofnanir nota nú, en eru ónotaðir að mestu og hinir eigu- legustu, voru fáanlegir fyrir minna en helming þess verðs sem slikir kosta nýir. Björn benti okkur lika sérstak- lega á vel með farna rússneska kvikmyndasýningarvél fyrir 16 mm filmuog tón, sem þarnastóð f fallegum sérsmíöuðum skáp. Rússar hafa oft gert vandaðar myndavélar — og þessi var úr einhverjum skólanum. En frammi voru tveir menn að bölva Lister diesel vél, sem þeim fannst ryðgaðri en svo aö boðleg væri á uppboöi. Og fullorðinn maður fussaði og sveiaði fyrir dyrum og dyrakörmum, sem hann sagöi að hægt væri að fá ókeypis viða, ef menn bara nenntu að bera sig eftir þvi. Margir skoöuðu talsvert safn ritvéla, sem litu vel út við fyrstu sýn en eitthvað virtist þó aö sumum þeirra. En fyrir 3000 krónur getur laghentur maður orðið sér úti um kostagrip, ef hann lagar þaö litla, sem aö er. Björn sagði okkur aö þetta væri þriðja salan af þessu tagi, og það væru margir, sem gerðu góð kaup. Ekki væri að búast við þvi að alltseldist, en það yrði þá bara boðið á næstu sölu með þvi nýju, sem þá hefði til fallið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.