Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 175. tbl. — 1976 — 57. árg Áskriftar- síminn er 14-900 í BLAÐINU í DAG Goshættan fer sívaxandi Visindamenn hafa nýverið sent frá sér greinargerð um jarðfræðilegt ástand Kröflusvæðisins og likurnar á eldgosi þar. Greinargerðin birtist i heild á... Bls. 8 og 9 □c ÚTLðND Erlend fjárfesting Flest rikin i Andes-bandalaginu hafa nú tekiö upp þá stefnu að óska eftir sem mestri erlendri fjárfestingu innan landa- mæra sinna. En eftirlit með starfsemi fjölþjóðafyrirtækja hefur minnkað að> sama skapi. diS. 5 Og enn er það mjólkin Enn er mjólkin ofarlega á baugi og nú er það Stefán Björnsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar, sem skýrir afstööu hennar til málsins. Bls. 16 3 ’<=> t r,E7T— C3^Q Burt með brennivínið Það er af sem áður var þegar unga fólkið skemmti sér við leik og söng. Nú hanga flestir dauðadrukknir á skemmtistöðum sjálfum sér og ættingjum sinum til ama og leiðinda. dL Þar getur orðið stórgos Þegar hafa verið gerð mistök við Kröflu. En þau geta orðið enn meiri og alvarlegri, sé ekki hlustað á aðvaranir visinda- manna. Bls.2 :..)L d Ui ’Ot ,c £ fac vJ nr—1CH3 c.r.—: cnogr-1-----ir | - Líkur á gosi vaxa óðfluga Bam áfrai na alm; mhalda annavar ndi vin nir nu á hættusvæðinu við Likurnar á gosi við Kröfluvirkj- un vaxa óðfluga ineð degi hverj- um. Nú er svo komið, að i bezta falii er hægt að vona að jarðhrær- ingarnar hafi ekki gos i för með sér, en hins vegar er ljóst að áliti visindamanna, að ástandið verð- ur uggvænlegt áfram á svæðinu, jafnvei þótt ekki brjótist út gos að sinni. Nú þegar hefur orðið vart við svo mikið gas i jarðvatni, að möguleikar á gufuöflun á næst- unni hefur minnkað mjög. f dag klukkan 16 hefst i Reykjavik fundur aimannavarnaráðs rikis- ins og þar verður m.a. rætt um hvort það sé verjanlegt á nokkurn hátt að halda áfram vinnu við Kröfluvirkjun og stofna þar með mannslifum i hættu. Skýrsla jarðfræðinganna Þeir Eysteinn Tryggvason, Guðmundur E. Sigvaidason, Kari Grönvold og Páil Einarsson hafa skiiað skýrslu um athuganir og horfur við Kröflu. Iðnaðarráðu- neytið hefur nú þessa skýrslu til athugunar, en er biaðið hafði samband við ráðuneytið i gær var ekki búið að taka afstöðu til henn- ar og ráðuneytisstjórinn kvaðst ekki vita til að neinar breytingar væru fyrirhugaðar á fram- kvæmdum við Kröflu. Hann kannaðist heldur ekki við, að Orkustofnun eða aðrir hefðu lagt til, að nú þegar yrði gerð áætlun um brottflutning véla af svæðinu svo og starfsmanna. f skýrslu jarðfræðinganna kemur fram, að I marzmánuði flæddi svo mikið af hraunkviku inn I kvikuþróna við Kröfiu, að litlu munaði að gos hæfist. ,,Nóg bráð hraunkvika liggur á litlu dýpi undir Kröfiusvæðinu til að stórgos geti orðið. Stöðugt bætist við kvikuna, en það má túlka þannig, að möguleiki sé á lang- varandi gosi.” Svo segir orðrétt i áliti jarðfræðinganna. Auknar jarðhræringar 1 marz — april mældust um 15 jarðskjálftar á dag i Reynihlið. Nú mælast þar allt upp i 80 skjálftar á dag. Ef jarðskjálft- ar halda áfram að aukast með þessum hraða verða tugir skjálfta á dag um áramótin. Lik- ur eru á, að gos geri boð á undan sér með snöggri aukningu á tiðni jarðskjálfta og hefst sú aukning sennilega hálfri til tveimur klukkustundum áður, að áliti jarðfræðinga. t skýrslunni kemur fram, að ekki verði sagt með neinni vissu hvort eða hvenær gos gæti hafizt. En jarðskjálfta- og hæðarmæl- ingar bendi til þess að goshætta fari nú sifellt vaxandi. Með núverandi rishraða mun land við Kröflu ná sömu hæð og fyrir gosið 20. desember i fyrra, á fyrstu mánuðum næsta árs. Haidi land þá enn áfram að risa má túlka það sem yfirvofandi gos- hættu. Frásagnir af Mývatnseldum 1724 — 1729 gefa til kynna, að eld- gos á þessu svæði geti verið lang- varandi en slitrótt. Bent er á, að I Mývatnseldum iiðu þrjú ár með slitróttri virkni unz stórgos hófst i ágúst 1727. Kisiliðjan líka í hættu i samtali við Alþýðublaðið sagði Eysteinn Tryggvason jarð- fræðingur, að ef þunnt hraun færi að renna, eins og likur bentu tii ef gos yrði, þá ætti að vera hægt að verja sjálft stöðvarhúsið við Kröflu. Væri þá nóg að ýta upp varnargörðum i fljótheitum. Taidi hann minni likur vera á sprengigosi ineð tilheyrandi öskufalli. Mestar likur eru á, að hugsan- legt gos verði annað hvort á gos- sprungu er liggur frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi, eðaibotni Hlið- ardals, rétt norðan við stöðvar- húsið i Kröflu. Gerðar hafa verið áætlanir um að byggja varnagarð i Mývatns- sveit gegn hraunrennsii. Þá sýn- ist einsýnt, að hann sé hugsaður þannið, að byggðinni við Reykja- hlið verði bjargað með þvi að beina hraunstraumnum i suður. Þar með er Kisiliðjan nánast dæmd til að fara undir hraun, sem myndi þá renna áfram suður yfir Grjótagjá og það svæði. Alþýðublaðið hefur haft spurnir af aðvörunum frá Orkustofnun til iðnaðarráðuneytisins. Eins og fram hefur komið hér að framan kannast ráðuneytisstjórinn ekki við slikar aðvaranir hafi borizt. Jakob Björnsson orkumálastjóri er nú i sumarfrii og tókst ekki að ná tali af honum i gær. Sterkar iikur eru á, að á fundi almannavarnarráös i dag verði teknar veigamiklar ákvarðanir hvað varðar áframhald fram- kvæmda við Kröflu. 1 opnu blaðsins i dag er skýrsla jarðfræðinganna birt I heild.—SG Guðmundur Hjartarson bankastjóri um ávísanamálið: \ Einskonar keðjuspil: — sam- vinna og samspil margra Stefán Valgeirsson, form. bankaráðs Búnaðarbankans, seg- ir i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að ekki liggi ljóst fyrir hvort um saknæmt athæfi sé að ræöa hjá þeim aðilum, sem koma við sögu i ávisanamálinu, sem nú er hjá Sakadómi. Blaðið hafði samband við Guð- mund Hjartarson, bankastjóra Seðlabankans, og spurði hann álits um sama efni. Guðmundur sagðist telja, að hér væri um al- veg sérstætt mál að ræða, eins konarkeðjuspil, þar sem um væri að ræða samvinnu og samspil margra aðila. Sagöist seðlabankastjóri ekki vera rétti aðilinn til að ákveða hvort hér væri um að ræða saknæmt eða ó- saknæmt athæfi. „Það eru dóm- stólarnir sem verða að skera úr um það,” sagði Guðmundur. Guðmundur Hjartarson kvaðst ekki trúa þvi að bankarnir hefðu haft nokkra hugmynd um þetta keðjuspil fyrr en nú fyrir stuttu. I viðtali við ónafngreindan banka- stjóra hér i blaðinu i gær verður samt ekki annað skilið en aö bankarnir hafi vitað um þessa hluti og látið þá viðgangast árum saman. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.