Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 2
/ 2 STJÚRNMAL Föstudagur 27. ágúst 1976 mSSm1' alþýóu- blaðió Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. í Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnars- I son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- __________ | son. tltbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Sibumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - sími 14900. Prentun: Blaöaprenti h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á mánuöi og 50 krónur i lausasölu. Þar getur orðið stórgos Fjórir kunnir jarðfræðingar hafa nú sent frá sér skýrslu um rannsóknir, sem þeir hafa gert á Kröflu- svæðinu. Ályktanir þeirra eru slíkar að þegar í stað ber yf irvöldum skylda til að stöðva allar f ramkvæmd- ir við Kröflu og flytja þaðan á brott vélar, tæki og menn. Verði það ekki gert og þráhyggjan látin ráða ferðinni, verður að sækja stjórnendur verksins til á- byrgðar, ef illa fer. Jarðfræðingarnir Eysteinn Tryggvason, Guðmund- ur E. Sigvaldason, Karl Grönvold og Páfl Einarsson komast að niðurstöðu, sem ekki verður túlkuð á annan hátt en þann, að yfirgnæfandi líkur séu á gosi við Kröf lu áður en langt um líður. Við Kröf lu eru vélar og tæki að verðmæti hundruð milljóna króna, sem auð- velt er að f lytja á brott. Þennan brottf lutning ber að hef ja þegar i stað og ástæðulaust er að taka nokkra áhættu með að hafa menn á virkjunarsvæðinu , þótt þeim stafi ekki bein hætt af verunni þar. Niðurstöður jarðfræðinganna eru meðal annars þær, að kvikuþrósé undir allstóru svæði við Kröflu, og séu vesturmörk þróarinnar við Leirhnjúk, en suður- mörk nálægt stöðvarhúsi Kröf luvirkjunar. Inn í þessa þró hafi streymt þunnfIjótandi kvika síðan í marz 1976 og aðstreymið hafi verið um 370 þúsund rúm- metrar á dag. Þá segir, að þegar hraunkvikan tók að flæða inn í þróna við Kröflu i marz 1976 hafi nokkurt magn af hrauni komizt svo hátt í jarðskorpunni, að gas hafi komizt úr því í jarðvatnið. Þá muni hafa legið við að gos hæfist. Jarðfræðingarnir segja ennfremur, að nægileg bráð hraunkvika sé á littu dýpi undir Kröf lu- svæðinu til að stórgos geti orðið. Stöðugt bætist við kvikuna, en það megi túlka þannig, að möguleiki sé á langvarandi gosi. Þá segja þeir: „Ekki verður sagt með neinni vissu, hvort gos hefst á Kröf lusvæðinu á jsessu óri, eða næstu árum, og ekki hvenær slíkt gæti helzt orðið. Þó benda bæði jarðskjálftamælingar og hæðarmælingar til þess að goshætta fari nú sífellt vaxandi. Ef svo fari að gos hef jist að nýju, þá verði það sennilega annað hvort á gossprungu, er liggur frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi, eða í botni Hlíðardals, rétt norðan við stöðvarhúsið. Jarðfr. f jórir segja, að land við Kröflu muni, með núverandi rishraða, ná sömu hæð og var fyrir gosið í desember á síðasta ári, á fyrstu mánuðum næsta árs. Landris umf ram fyrri landhæð megi túlka sem merki um yfirvofandi goshættu. Líkur séu til að gos, ef af því verði, geri boð á undansérmeð snöggri aukningu á tíðni jarðskjálfta. Sú aukning hef jist sennilega hálfri til tveimur klukkustundum áður en gos hefst. Vakt- menn við jarðskjálftamæla muni væntanlega geta sent út viðvörun áður en hugsanlegt gos hefst. — Þá benda jarðfræðingarnir á að frásagnir af Mývatns- eldunum hafi liðið þrjú ár með slitróttri virkni unz stórgos hófst í ágúst 1727. Eftir lestur þessarar skýrslu hlýtur það að vera von og ósk allra landsmanna, að stjórnendur Kröf luvirkj- unar séu ekki svo heillum horfnir að þeir taki ekki mark á niðurstöðum vísindamannanna. Láti þeir þessar staðreyndir, sem vind um eyrun þjóta, er sök þeirra mikil, ef stórtjón verður í gosi. Nú verður að bjarga því sem bjargað verður. Ráða- menn yrðu meiri menn af, ef þeir gripu nú til þeirra ráða, sem nauðsynleg eru, og létu af þeirri þrákelkni, sem einkennt hefur allar framkvæmdir við þessa virkjun. Mistökin eru þegar orðin, en þau geta orðið meiri og alvarlegri verði ekki hlustað á góð ráð. —ÁG. Rannsókn á ferðaskrifstofu- rekstri Danski „umbobsmaöurinn” (Ombudsmand) hefur fyrir- skipaö nákvæma rannsókn á umsvifum feröaskrifstofunnar Amanda Rejser á Fjóni. Feröa- skrifstofan hefur tapaö veru- legum fjárhæöum aö undan- förnuog oröiö fyrir haröri gagn- rýni viöskiptamanna. Forstjóra feröaskrif- stofunnar, Frederik Henriksen, hefur verið fyrirskipaö aö koma á fund rannsóknarnefndar i Kaupmannahöfn til aö gera grein fyrir málum sinum. Aætlaö er, aö skuldir hans nemi um 16,5 milljónum króna. Henriksen þessirak áöurtvær feröaskrifstofur i Skjern á Jót- landi, en þær uröu báöar gjald- þrota og viðskiptavinir töpuöu stórfé. Feröaskrifstofan Panorama Rejser hefur átt samstarf viö Amanda Rejser. Fyrrnefnda feröaskrifstofan er til húsa i Kaupmannahöfn og hana stofnuöu starfsmenn Forenede Rejser, sem varð gjaidþrota fyrir tveimurárum, en þá námu skuldir fyrirtækisins 150 millj- ónum króna. Sænskir slá met Nú er fyrirsjáanlegt, aö fleiri Sviar feröist til landa utan Skandinaviu i vestur og næsta vor. Taliö er, aö um 2,1 milljón Svia á aldrinum 15 til 69 ára takist á hendur slikar feröir, og er þaö hærri tala en nokkru sinni fyrr. Þessar upplýsingar eru birtar á könnun, sem nýlega var gerð I Sviþjóö. Þar kemur einnig fram, aö fleiri muni heimsækja ski'ðalönd I Sviþjóö og Noregi en nokkru sinni fyrr: um 600 þúsund i Sviþjóö og 100 þúsund I Noregi. Vetrarferöir færast stööugt i aukana, einkum til sólarlanda. Þannig er áætlaö, að 1,4 millj- ónir Svia feröist til úÚanda I mánuðunum september. október og nóvember. 1206 herbergja hótel Marriott hótelhringurinn i Bandarlkjunum er nú að reisa nýtt hótel i Chicago. Þetta er stærsta bygging, sem reist hefur verið i borginni í 50 ár. Áætlað er, aö hóteliö veröi opnað sumarið 1978. í hótelinu veröur samkomu- salur, um 7000 fermetrar aö stærö. Honum veröur skipt i þrjár einingar. Þá veröur sér- stök ráöstefnumiöstöö I hótelinu, rúmlega 4000 fermetrar. Þessu svæði veröur hægt að skipta 18 einingar og 21 fundarherbergi. 1 ráðstefnu- miöstööinni veröur einnig veit- ingasalur fyrir 100 manns, kaffistofa fyrir 207 og móttöku- salur fyrir 199. — Myndin er af þessu nýja hóteli, sem er I miðborg Chicago. Malta vill fleiri ferðamenn Eins og kunnugt er hefur nokkur hópur islenzkra ferða- manna fariö til Möltu á vegum islenzkrar feröaskrifstofu. Vel hefur verið látiö af þessum ferðum. — Nú hafa yfirvöld á Möltu áhyggjur af minnkandi ferðamannastraumi til eyjar- innar og hyggjast auka áróður fyrir feröum þangað. Astæöan fyrir þessum áhyggjum er sú, að verulegur samdráttur varö I feröum útlendinga þangaö fyrrihluta sumars. Hóteleigendur hafa kvartað undan „afpöntunum” og lélegri nýtingu herbergja. Nú á úr að bæta með auknum áróðri. A FERD OO FLUGI Skoðanakönnunin: Skoöanakönnun Alþýöu- blaösins ætiar nú aö taka fyrir mál, sem mjög hefur veriö tii umræöu manna á milli. Þetta er ávisanamálið, sem svo hefur verið nefnt. Spurningin, sem verður lögö fyrir fótk aö þessu sinni er sú, hvert hirta eigi nöfn þeirra, sem viðriðnir eru ávisanamábö og hvert birta eigi nöfn afbrotamanna almennt. Lesendur blaösins eru hvattir til aö taka þátt i þessri könnun og vekja athygli annarra á henni. Aötiu dögum Hönum munum viö hringja i jafn marga, sem nemur fjölda innsendra bréfa og teggja fyrir fólk, i sima, sömu spurn- ingu. Sendiö svörin i lokuöu umsiagi og dragið þaö ekki of lengi. A að birta nöfnin? Sá sem svarar þessum spurningum er □ ára □ karl □ kona (setjið X þar sem við á) Á að birta nöfnin í ávfsanamélinu? □ ié □ nei A að birta nöf n af brotamanna almennt? GjáO nei Setjið X við þau svör, sem við eiga. Sendið í lokuðu umslagi fyrir 5. september. Skoðanakönnun Alþýðublaðsins Pósthólf 320 Reykjavík alþýö iaöi Jjky *•> *:ýW\ Umboðsmaður Alþýðublaðsins: Ulfar Ágústsson, Hamraborg, sími 94-3166 Bókaverzlun Jónasar Tómassonar Esso-Nesti m.. m f m m m li, W, WM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.