Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 27. ágúst 1976 KSSr BIFREIÐAR l LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut M — Reykjavík — sími 38600 (ngólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. SÓngvari 'Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826* SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826.' SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Samkvæmt ákvörðun heilbrigðis- málaráðs falla úr gildi öll leyfi til sölu á mjólk og mjólkurvörum, hér í borg, frá og meó 1. febrúar nk. Umsóknir um ný mjólkursöluleyfi ásamt fullnægjandi teikningum af húsakynnum og búnaói skulu hafa borizt heilbrigðismálaráði fyrir 15. október nk. Heilbrigðismólaráð Reykjavtkurborgar Reykjavík, 27. ágúst 1976. A Auglýsing Vorblómin fyrir jól Það er gott að byrja að hugsa um að setja niður lauka til að rækta innanhúss um miðjan september. Þá springa blómin út um jól og unnt er að njóta vorblómanna inni löngu áður en þau blómstra i garðinum. Mörgum finnst kannski, að þaö sé allflókið að rækta úti- blóm inni, en það er auðveldara en fólk heldur. Það veitir bæði ungum og öldnum tækifæri til að njóta „gleði garðsins”, þó að hann sé ekki fyrir hendi. Það er einfaldast að rækta hfasintur, en annars er unnt að rækta öll venjuleg garðblóm inni, svo sem túlípana, narsiss- ur, krókusa, perluhiasintur, Iris og blástjörnur. Hiasintulauka er hægt að kaupa i blómaverzlun- um. Meðferðin Svona á að gera: Setjið laukana niður timan- lega. Ef þið viljið, að hia- sinturnar eða túlipanarnir blómstri um jólin á að setja laukana niður fyrir miðjan september. Notið venjulega leir- eða plastpotta, sem á er gat á botninum. Nýir leirpottar eiga að liggja i vatni sólarhring áður en sett er niður i þá. Hiasintur eru yfirleitt settar niður ein og ein i hvern pott. Mátuleg breidd 12 sm. Aðra lauka er hægt að setja fleiri i sama pott, sem þá á að vera stærri og lægri en venjulegir pottar. Setjið siu yfir holuna i botnin- um til að koma i veg fyrir stiflu eða aö moldin renni úr pottin- um. Fyllið pottinn til hálfs af mold. Venjuleg garðmold er á- gæt. Það er ekki nauðsynlegt að setja áburð i hana. Setjið lauk- inn niður þannig, að spirurnar séu i hæð við kantinn á pottinum og fyllið siðan með meiri mold. Þjappið henni gætilega niður meðfram lauknum, svo að hann sitji fastur i moldinni. Vökvið vel. Það er lika hægt að rækta hfa- sintur I hiasintuglösum — skemmtilegt og mjög skraut- legt. Setjið vatn i hiasintuglasið upp að laukglasinu, sem er efst. Gætið þess aðeins, að laukurinn sjálfur sé ekki i vatninu. Ræktunin Setjið pottana á dimman og svalan stað, ekki hlýrri en 10-12 gráður á Celsius. 1 nýtizkuibúð- um getur verið erfitt að finna stað, sem svo svalt er á, en það má setja pottana út i glugga eða niður i kjaliara, en þar er hita- stigið yfirleitt gott. Vökvið siðan reglubundið þannig að moldin haldist rök en ekki vot þangað til, að pottarnir eru teknir inn i stofurnar. Ef þið viljið sleppa við myrkr- ið og vökva laukana er hægt að setja pottana eða glösin i svart- an plastpoka. Strjúkið pokann FRAMHALPSSAGAIM alt er, þvi að þeir eru svo tiltölu- lega ung þjóð. En það var eitt- hvað hrifandi við sveigjur og strokur þykks, svarts bleksins, sem var ekki fölnað af timans tönn —sjáanlegaleifarum mann, sem löngu var orðinn að mold... „Campbell og kona hans,” tautaði Pat. „Héma er hún. Elizabeth...Já, Hatti hefur skrif- að þetta upp úr f jölskyldubibliunni Nöfnin og ártölin eru þau sömu” „Og nú vitum við, hvers vegna spurningarmerkivarsett við barn Douglass,” sagði Bruce lágt. Barnið hafði verið fært inn i bókinaj eitt nafn á þvi langa svæði, sem ætlað hafði verið fyrir afkomendur. Yfir það hafði verið strikað með svörtu striki. „Mistök,” sagði Sara. „Varla,” Brucelautyfir siöuna þangað til, að nefbroddurinn á honum nam næstum viö hana. „Þetta varviljandigert.Þaðer of hreinlegt til að vera slys. Það litur út fyrir, aö Douglass hafi strikað yfir nafii barnsins. Þeir voru kyndugir i gamla daga.” „Blekið, sem notaö var til að strika yfir nafnið er ljósara en það upprunarlega” sagði Ituth „Ég sé stafi undir þvi.,v „Það er rétt.” Aður en Ruth skildi, hvað Bruce ætlaðist fyrir var hann byrjaður að pikka i blekið með nöglinni. Smá blek- miði féll af. „Bruce,” sagði hún aðvarandi. „Þetta er allt i lagi. Ég er ekkert að gera,” sagði Bruce ó- sannsögull innan um smáskúr af blektætlum. „Þetta er ódýrt blek — sennilega heimagert. Þetta gengur... Hérna er A, áreiöanlega A-M...” „Amaryllis,” sagði Sara. „Ekki er það Samúel,” sagði Pat. „Þar fór sú kenning.” „...A-N...” „Amanias,” flissaði Sara. „Þegiðu... D...A.” „Amanda.” „Dóttirsagði Ruth. ,,Vond dóttir,” bætti Pat við. Bruce sat grafkyrr, en það var æðislegur glampi i augum hans, þegar hann rétti úr sér. „Skiljið þið að ekki? Ég er farinn að halda, að svo sé ekki. Ég rakst á það, sem gælunafn i bókinni um draugana I Georgetown, en mér datt aldrei i hug...” „Um hvað ertu eiginlega að tala?” „Ekki Sammi. Það var rétt hjá Pat. En það er nafn. Röddin er ekki að kalla á Samúel heldur Amöndu. Ammi.” 8. kafli. „Já, Ammi,” sagði Sara. „Hvað skyldi hún vilja?” „Ekkert gott,” sagði Ruth og það fór hrollur um hana. „Hvernig veistu það?” spurði Bruce. „Ja- ég- það er að seg ja - það er eitthvað ljótt við að flækjast i huga annarra.” „Ekki beint kvenlegt,” sagði Bruce. „Kannski er það ör- vænting.” „Hvers vegna?” spurði Ruth. „Og hvers vegna Sara?” „Það er auðvelt.” Bruce gekk um gólf með hendur fyrir aftan bak. „Sara er einmitt sú rétta fyrir Amöndu — blóðtengsl, sama kyn og svo til sami aldur.” ,,En hvað vill hún? Ruth sló i boiðið og hin störðu á hana „Afsakið, tautaði hún. „En þetta er... Bruce, ég held, að okk- ur hafi gengið mjög vel, kannski betur en viö höfðum þoraö að vona, og mesta hrósið átt þú skil- ið, en framfarirnar eru samt engar. Hvað eigum við að gera?” „Við gerðum að gera eitthvað, Ruth.” Bruce hætti að ganga um gólf og settist við hliöina á henni. „Ef við komust að því, hvað stúlkan vill.” „Ef hún vill nú líkama Söru?” Loksins var kominn fram sá grunur, sem hafði ásótt a.mJc. þrjú þeirra. Ruth sá á svip Söru, að þetta var ekki ný bóla fyrir henni. Það hlaut að vera hrylli- legastaf öllu, að finna hvernig sál manns missti alla stjórn á líkamanum — jafngjöreyði- leggjandi og dauðinn, en eitrað og eyðileggjandi. Og þögn Bruce sýndi, að hann vissi ekki svarið. „Það er aöeins einn möguleik- inn,” sagði Pat, en rödd hans var ekki sannfærandi. „Kannski vill hún ná i föður sinn til aö biðja hann fyrirgefningar á broti sinu.” „Mér er sama, hvaö hún vill,” sagði Rutti skýrt. „Ég vil losna við hana.” „Það er ein leið,” sagði Pat. „Bruce minnstist á hana fyrstu nóttina.” „Særingar. Þvi ekki það?” „Þið vitið, hvað það er,” sagði Bruce. „Helgisiðirnir eru notaðir til að varpa þvi — innráðarmann- inum — andanum — úr llkaman- um.” „Þvi ekki það?” endurtók Ruth þr jóskulega. „Það er eitthvað svo endan- legt,” sagði Sara og brosti veikt. „Verra en það. Þaö gengur áreiðanlega ekki.” „Það borgar sig aöreyna það,” sagöi Ruth. Bruce leit á Pat og virtist finna stuðning i axlayppingu hans. „Hvernig ætlarðu að fara að þvi, Ruth? Mér er sem ég sjái mig segja presti þessa sögu?” „Hvað annað eigum við að gera?” „Halda áfram að grafa upp i málinu. Kannski finnum við...” „Og kannski ekki. Sérðu ekki, hvað það er hættulegt að biða, Bruce?” „Ég sé annað lika,” sagöi Bruceogþaðfórhrollur um hana, þegar hún heyrði raddblaánn. „Littu út.” Það var góða veðrið, sem haföi leikið á þau. Þaö var ekki vor, það var vetur, og þó að sólin skini glatt, var hún að hlýða náttúru- lögmálum. Á veturna sest sólin fyrr en á sumrin. Dagarnir eru styttri. Þessir dagur var liðinn aö kvöldi. Ruth stóð upp. Að visu var engin óheillavænleg breyting á loftinu við gluggann, en hún vildi ekki hætta á neitt. „ Komdu Sara,” sagði hún. Þá var henni litið framan i fræaku sina. „Nei,” sagði björt stúlku- röddin. „Nei, ekki....hjálpa!” „Guð minn góður,” hvislaði Pat. „Heldurðu, að hún hafi heyrt það, sem við sögðum — hún Amanda?” „Ég veit það ekki.” Ruth gekk tilfrænku sinnar. „Amanda. Ertu Amanda?” „Ammi” sagði röddin og and- varpaði. lrHjálp... Ammí.” Það var orðið dimmt. Ruth ótt- Komdu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.