Alþýðublaðið - 03.09.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Qupperneq 16
Leikfélag Akureyrar verða 60 ára að Samkomuhúsið á Akureyri þar sem starfsemi Leikfélags Akureyrar fer fram. Þar er nú veriö aö vinna aö ýmsum endurbótum innanhúss — þeim megin sem áhorfendur koma saman. Leikár Leikfélags Akureyrar mun að þessu sinni hefjast í byrjun október. Við höfðum samband við Eyvind Er- lendsson, leikhússtjóra á Akureyri, og inntum hann eftir því hvað á dag- skránni yrði að þessu sinni. Sagöi Eyvindur aö nú stæöu yfir æfingar á farsanum Karl- inn f kassanum, eftir þá félaga Arnold og Bach. Þaö veröur fyrsta verkefni leikfélagsins þetta leikáriö og mun Eyvindur Erlendsson leikstýra þvi. Barnaleikrit leikársins veröur aö öllum likindum öskubuska eftir Schwarz. í fyrra sýni Leik- félaga Akureyrar barnaleikritiö Rauðhetta, sem er eftir sama höfund. öskubuska er i nokkuð svipuðum dúr og Rauðhetta, höfundur notar ævintýrið um öskubusku sem uppistöðu en leyfir sér allmikið höfundar- frelsi. Ennfremur sagði Eyvindur að fyrirhugað væri að sýna Sabinu — satiru með söngvum — eftir Hafliða Magnússon, en þaö verk var sýnt á Isafirði i vetur og vakti þá mikla athygli. Gaman- leikurinn Skýin eftir Aristóf- anes verður einnig sýndir á komandi vetri, i þýðingu Karls Guðmundssonar. Að sögn Eyvindar mun Kristin Olsoni frá Vasa leikhús- inu i Finnlandi koma til Akur- eyrar og setja upp eina sýningu með leikurum leikfélagsins, en ekki hefur enn verið ákveðið hvað tekið verður fyrir. Einnig sagði hann að leikfélagið ætlaði að reyna að fá Gisla Halldórs- son norður i vetur til að leik- stýra einhverjum af verkefnum félagsins. Undanfarin ár hefur Leikfé- lag Akureyrar gengizt fyrir leiklistarnámskeiðum og mun svo verða á þessum vetri. Leið- beinendur verða fastráðnir starfsmenn Leikhússins. Nú eru 5 leikarar fastráðnir hjá Leikfé- lagi Akureyrar — þau Sigurveig Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Aöalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson og Þórir Steingrims- son. Leikfélag Akureyrar var stofnað snemma árs 1917 og á það þvi 60 ára afmæli á þessu leikári. Afmælisins mun verða minnst og taldi Eyvindur likleg- ast að Skýin yrðu sýnd sérstak- lega i tilefni þess. Aðspurður um væntanlega fjárhagsafkomu Leikfélagsins, sagði Eyvindur að það yrði reyndar erfitt að reka þetta, en það færi þó allt eftir þvi fjár- magni sem leikhúsinu yrði ætlað. Það væri i eðli sinu erfitt að halda leikhúsi gangandi i svo litlum bæ sem Akureyri er. Að- sóknin að sýningum Leikféiags Akureyrar fer þó vaxandi og sagði Eyvindur að telja mætti að allir ibúar Akureyrar og Eyjafjarðar hefðu komið að meðaltali einu sinni i leikhúsið á siðasta leikári — og væru þá allir taldir með, jafnt börn sem gamalmenni. AV 73 A ATVINNU- LEYSISSKRA Mikið hefur verið auglýstaf lausum störfum undanfarið og mun atvinnuástand vera með betra móti í Reykjavik núna. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið fékk hjá Ráðninga- skrifstofu Reykjavikurborgar i gær voru alls 73 á atvinnuleysis- skrá, þar af 43 karlmenn og 30 konur. Sagði talsmaður Ráðn- ingaskrifstofunnar að þeir sem nú væru skráðir atvinnulausir, gætu yfirleitt ekki unnið alla algenga vinnu vegna heilsubrests, og hefðu læknisvottorð þar að lút- andi. En eins og fjöldi atvinnu- auglýsinga bæri með sér, væri nóga vinnu að fá og þá einkum fyrir karlmenn. Er tala atvinnulausra mun lægri nú en á sama tima i fyrra, þvi þá voru alls 125 skráðir atvinnulausir, 82 karlmenn og 43 konur. —JSS Viðgerð á Tý Ijúki fyrir 1. des. Að sögn Péturs Sigurðs- sonar forstjóra Landhelgis- gæzlunnar verður tekin um þaö ákvöröun i næstu viku hvenær varðskipið Týr verður sent til Danmerkur til skrokkviðgerðar eftir ásigiingar þær sem skipiö varð fyrir i sfðasta Þorskastríði. Sagöi Pétur að nú væri verið að smiða skrúfu i staöin fyrir bak- borðsskrúfuna sem laskaðist, og jafnskjótt og séö væri fýrir endan á þeirrismiö yrði skipið sent utan og væri miöaö við að viðgerð yröi lokið fyrir 1. desember næstkom- andi. —GEK Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunar. Verðhækkun á landbúnaöarvörum hefur veriö frestaö og þvi enn timi til aö kaupa á ,,gamla veröinu” Eins og kunnugt er, átti verðhækkun á búvöru að ganga í gildi i gær, 1. september. Ekki gat þó orðið af þeirri hækkun vegna þess að sex manna nefndin gat ekki komið sér saman um einstök atriði hennar. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttasambands bænda sagði i viðtali við Al- þýðublaðið i gær, að litið væri hægt að segja um málið á þessu stigi, en það væri sem stæði i höndum sáttasemjara. Ef ekki næðist lausn með þvi móti, yrði það sent til yfirnefndar, en slik afgreiðsla tæki alltaf nokkurn tima. Þegar Gunnar var spurður hvort mikið bæri á milli innan sexmanna nefndarinnar, svaraði hann að þetta væru nokkur atriði sem ekki hefði náðst samkomulag um. Hins vegar væri hugsanlegt að rikis- stjórnin gæti haft áhrif á lausn mála, ef hún beiti sér i þá áttina, og þar með hraðað þvi að sam- komulag næðist. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 I alþýðu I blaöiö HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ - Heyrt: Að óánægja kartöflubænda með stjórn Grænmetisverzlunar land- búnaöarins hafi aldrei veriö meiri en nú. Telja þeir engar likur á að úrbæt- ur fáist nema fulltrúi, þeirra taki sæti i stjórn verzlunarinnar. Ekki væri óeðlilegt að i stjórn þessa fyrirtækis sæti lika fulltrúi neytenda. o Séð: í Þjóðviljanum, að i þann mund er blaðamenn sem tóku þátt i umræðu- þætti gengu i sjónvarpssal hafi þeir fengið i hendur viðamiklar töflur frá rikis- skattstjóra. Blaðamaður Morgunblaðsins hafi hins vegar fengið þessi plögg i hendur fyrr um daginn frá rikisskattstjóra og þetta samspil þessara aðila sé embætti skattstjorans ekki til sóma. O Hlerað: Að ekki verði um frekari tilraunirað ræða af hálfu Sverris Runólfssonar við vegagerð hérlendis. En þótt tilraun hans hafi mis- tekizt er ekki þar með sagt að ekki megi bæta starfs- aðferðir Vegagerðarinnar og misheppnuð tilraun Sverris má ekki verða til þess að draga úr tilraunun- um með nýjar aðferðir. o Séö: 1 viðtali sem Timinn átti við Olaf Jóhannesson i gær, að við gerð fjárlaga- frumvarps hefðu allar tillögur yfirsakadómara um mannahald og laun verið teknar til greina. Hins vegar var skorinn nið- ur að nokkru kostnaður vegna viðhalds og aukins tækjabúnaðar fyrir saka- dóm. o Heyrt: Áð 800 metra götu- kafli sem tengir saman Breiðholtshverfi hafi kostað 60 milljónir króna, en þessi gatnagerð mún hafa reynzt erfið i fram- kvæmtaf ýmsum orsökum. o Hleraö: Að hagnaður af rokktónleikunum i Laugar- dalshöll i fyrrakvöld nemi einni og hálfri til tveim milljónum króna. Yfir tvö þúsund manns sóttu tón- leikana og verð aðgöngu- miða var tvö þúsund krón- ur stykkið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.