Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF alþýðu- Fimmtudagur 9. september 1976. blaold „A ÍSLANDI ÞURFA MENN ALDREI AÐ KVÍÐA...” -EÐA HVAÐ?? Vinir og velunnarar bandarisku hertöðvar- innar á Miðnesheiðinni hafa unnið ötullega — og vinna enn — að þvi aðfesta hana hér i sessi og gera almenning i landinu hlynntari dvöl herliðsins hér á landi. Fyrir skömmu birtistust I öðru slðdegisblaðanna greina- flokkar um bandarisku her- stöðina i Keflavik. Þar eru birt viðtöl við yfirmenn ýmissa sér- stofnana hersins og sagt frá daglegu lifi manna innan stöðvarinnar. Þar má finna setningar á borð við: „Herstöðin verður islenzkari meö degi hverjum.” Sagt er frá þvi hvernig stöðugt er unnið að þvi að fækka ameriskum her- mönnum i stöðinni og að sifellt fleiri Islendingar vinni á vegum hersins. Þetta á vist aö þykja stórt skref I rétta átt, þvi eins og sagt er frá i blaðinu er þetta engin ,,smádjobb” sem landarnir vinna, heldur eru þeir sifellt fleiri sem komast þar i ,, ábyr gðarstöður’ ’. Á yfirborðinu virðist allt vera ósköp slétt og fellt, fram eru settar tölur og upplýsingar mönnum til fróðleiks og allt lit- ur þetta mjög vel út. En til- gangurinn getur varla verið annar en sá að sljóvga menn gegnáhrifum hersins og gera þá hlynntari dvöl hans hér. Eflaust hafa þessar greinar lika orðiö til þess að þeir, sem ekki höföu áður tekið neina afstöðu með eða á móti, líta frekar á þessar hliðar málsins en aðrar. Sem andstæðingur þess, að erlent herlið dvelji á islenzkri grund, get ég ekki látið hjá liða aö gera þessa óheillavænlegu þróun að umræöuefni. Það kann að lfta svo út, að fækkun er- lendra hermanna og fjölgun i innlendu starfsliði eigi aö þykja spor i þá átt, aö minnka áhrif hersins hér á landi. En getur það verið svo? Enginn getur talið mér trú um aö nokkur maður fari að vinna að gagni fyrir andstæðinga sina. Það segir sig þar af leiðandi sjálft, að þvi fleiri íslendingar, sem hefja störf á vegum hersins, þeim mun fleiri innlenda áhang- endur eignast hann. Þeir sem öölast sitt lifibrauð fyrir unnin störf á vegum hersins og eiga á hættu atvinnumissi ef hann fer, hljóta óhjákvæmilega að stuðla aö tryggari stöðu hans i landinu. Eru auravinir góðir vinir? í barnæsku var mér kennt, að meta bæri manneskjur eftir persónulegum verðleikum, en ekki eftir eignum og áhrifum. Þess eru mýmörg dæmi i mann- legu samfélagi að þeir sem fjáðastir eru safna um sig flest- um „vinunum”. Þessir vinir njóta góös af sjóðum hins fjáða, en hverfa siðan á braut þegar þeir eru upp urnir. Velunnurum bandariska her- liösins vil ég likja við slika „vini”. Það eru vinir sem hagn- ast á kunningsskapnum og rembast þvi eins og rjúpa við staurinn að halda þeim kunningsskap sem lengst. Mörg dæmi mætti nefna um þaö, á hvern hátt menn hagnast á dvöl herliðsins hér — fyrir ut- an beina atvinnu á hans vegum. Til eru dæmi þess, að fólk leigi hermönnum og fjölskyldum þeirra húsnæði og taki siðan við greiðslum i beinhörðum gjald- eyri. Gott ráð — einkum þegar gjaldeyrisskammtur islenzkra feröamanna er við nögl skorinn. Svo má lika selja gjaldeyrinn á „svörtum” og það meö ærnum hagnaði. Leiga fyrir landið A siöastliönu vori risu hátt hugmyndir nokkurra manna, þess efnis aö taka ætti leigu- gjald af Bandarikjaher fyrir að- stöðu hans hér á landi. Gjald þetta yrði siöan látið renna til ýmissa þarflegra hluta, svo sem vegagerðar, brúarsmíði og lagningu flaugbrauta viðsvegar um landið. Margir Islendingar — lang- þreyttir á holóttum þjóðvegum landsins, sáu þegar i stað fram á bjartari framtiö fyrir sig og bQana sina. Þetta þótti alveg þjóðráð og sjálfsagt að gripa til þesshið fyrsta. En eftir að hafa þegið greiðslur fyrir afnot er- lends hers af landi okkar, gæt- um við þá sagt honum að hverfa á brott með allt sitt hafurtaks einn góöan veðurdag? Við — vopnlaus þjóðin? Það er von- andi að aldrei verði gripið til þess óyndisúrræðis, að niður- lægja þjóðina með þvi að selja undan henni landiö. „Herinn gerir mér ekki neitt” Þar eð ég sleit barnsskónum norður í landi, haföi ég i æsku engin kynni af kanasjónvarpi eöa útvarpi. A hinn bóginn hef ég tekið eftir þvi með ýmsa jafnaldra mina, sem alizt hafa upp með hvort tveggja glymj- andi i eyrunum frá fæðingu aö þeir eru orðnir það sljóir gagn- vart þessu, að þeir hafa næstum gleymt hvað að baki kanaút- varpsins liggur. Þessar útsendingar eru ekki annað en dulbúinn áróður. Skemmtileg tónlist er það sem æskan vill heyra. Rikisútvarpið býður ekki upp á slikt daginn út og inn, og þar af leiðandi hlusta unglingarnir á „kanann”. Nú — og ef hann fer, þá verður engin popptónlist lengur. Æskan sem þannig elzt upp við kanaút- varpiö og vill helzt ekki missa af því, vex slðan úr grasi sem nýr vinahópur herliðsins. En það er þó til margt verra en aö sitja heima og hlusta á „kanann”. Mér ógnaeinnamest ferðir islenzkra ungmenna — einkum þó stúlkna — inn á svæði herstöðvarinnar. Þangað lokkar þau framandi heimur og skemmtanir, ódýrt áfengi og jafnvel eiturlyf. Það er vitað mál, að stór hluti þeirra eiturlyfja sem hér eru i umferð koma frá herstöðinni. Þetta fer þó fremur dult og margir loka fyrir þessu augun- um. Svo galopnast þau aftur á móti þegar það fréttist aö reynt hafi verið að smygla eiturlyfj- um inn i herstöðina. Það þykir mönnum undarlegt. Ja, það er nú sitthvað Jón eða séra Jón. Höldum reisn okkar Dvöl erlends herliðs hér er einnig ógnun við öryggi þjóöar- innar. Þær þjóðir, sem hingað kynnu aö ráðast með herafla miklum, væru að öllum likind- um ekki að ráðast aö okkur — heldur að hinu erlenda herliöi sem hér er. Ef við eigum að halda reisn okkar sem sjálfstæð hlutlaus og vopnlaus þjóð, eigum við að senda allt herlið tafarlaust af landi brott með allt sem þvi fylgir. Ásdís Ó. Vatnsdal „Húðarklárar ” kerfisins Á viðkvæmu stigi! Upplýsingaskylda stjórn- valda hefur löngum verið um- deilt mál á landi hér. Svo mun það raunar vera viðar en á voru góða landi. Islendingar hafa samt nokkra sérstöðu I þessu efni, þvi hér mun vera næsta litið af beinum hernaöar- leyndarmálum, sem flestar þjóðir flokka undir málefni, sem umfram allt verði að varöveita og hafa á fárra vitorði. En þar sem við hvorki höfum her, né viljum hafa hann, mætti ætla, að þjóðlifið væri rekiö hér á opinskárri hátt en tiökast annarsstaðar. Af þessum sökum ætti hér aö vera talsvert „hreinna loft” hvað varðar hræringar þjóðlifsins, en gerist meðal annarra þjóða. En er það nú svo? Flestir, sem hafa starfaö eitt- hvað við fjölmiðla, og þannig reynt nokkuð á að fá fregnir, sem upplýst gætu hvaö er á döf- inni, munu hafa komiö undar- lega oft að lokuöum dyrum, þegar þangaö er leitaö, sem vit- að er að upplýsinga væri aö vænta. Einn er sá hengilás, sem stjórnvöld iðka mest að setja fyrir allar gættir, er upplýsing- ar gætu borizt um. Það er svar- ið, sem virðist vera sigilt: „Málið er á svo viðkvæmu stigi, aö ég tel ekki rétt, eða óska ekki, aö ræöa það frekar”! Og þá er komiö að þeim þröskuldi, sem almenningur fær ekki yfir stigið á einn eöa neinn veg. Það er auðvitað mála sann- ast, að slikar gætu aðstæður verið að þessi svör ættu rétt á sér. Jafn fráleitt er þó, aö þeim þurfi að beita svo oft, sem raun er á. Við stærum okkur oft af þvi, að vera vel upplýst þjóö og vilj- um geta lagt okkar mat á það, sem er að gerast hverju sinni. Enþegarviðstöndum frammi fyrir allskonar dul, sem sveipuö er ófyrirsynju um hversdags- legustu hluti, hlýtur svo að fara, aö menn taka að geta I eyðurn- ar. Margoft hefur þaö sýnt sig, að menn hafa farið villir vega i tilgátum, sem spretta af þvi aö hinu rétta var leynt að ástæðu- lausu. Staðlaus, eða staðlitill orð- rómur, sem kviknar og berst um milli manna, vegna leyndar þeirra sem yfir réttum upplýs- ingum ráöa, getur á engan hátt verið til neinna þrifa. Núverandi dómsmálaráð- herra mun hafa fundið, að sitt- hvað var athugavert við þetta ástand. Hann mannaöi sig þvi upp I að semja eöa láta semja frumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda, eflaust til að tvimæli yrðu af tekin um, hvaö skylt væri aö upplýsa og hvaö ekki, ef eftir væri leitað. Sá galli var á þeirri „gjöf Njarðar”, að þótt upphaf þeirr- ar lagasetningar lofaði sérlega góðu, var flest, sem máli skipti, tekiö aftur i siðari frumvarps- greinum. Þetta var þvi einskær sýndarmennska, ef átt hefði að bæta úr dul stjórnvalda um framvindu mála eöa fyrirætlan- ir ráðamanna. Aldrei þessu vant sáu nógu margir Alþingis- menn möskvana i þessu illa riðna neti, og málið náði ekki fram að ganga. Það er kunnara en frá þurfi aö segja, að frambjóöendur til flestra kosninga eru næsta opin- skáir um fyrirætlanir sínar, ef svo færi að þeir hefðu mátt til að koma þeim i framkvæmd. Aö visu skortir oftast á, að kjósend- ur fái glögga vitneskju um, hvernig standa eigi að fram- kvæmdunum. Þá getur þaö komið sér einkar vel fyrir ráða- mennina að sveipa hinni al- kunnu dul um gerðir sinar, og ekki hvaö sizt ef þær fara beinlinis I bága við loforðin! Menn vita nefnilega af reynslu, að það er alltaf einn og einn — „Ólafur á Hávallagöt- unni”, sem er jafnhrifinn af flokknum slnum og kerlingin fræga var af karlinum sinum, meira að segja þegar hann vann það afrek, að selja snemmbær- una þeirra fyrir sex skónálar! Reyndar virðast þessir „Ólaf- ar” ótrúlega margir! En það er önnur saga. Vissulega mætti ætla, að stjórnmálamönnum þætti nokkurs virði að verðskulda trúnað kjósenda sinna. Og þeir eru til, sem það gera og vilja gera. Sennilega er ekkert, sem getur vakiö og viðhaldið trúnaðinum frekar en aó trúnaöarmaöurinn kappkosti að vinna fyrir opnum tjöldum. ís- lendingum er ennþá eölislægt, aö vilja vita hiö rétta, og öllum heiðarlegum mönnum jafn eölislægt að vilja hafa þaö, sem sannast reynist. Sifellt laumuspil og dul ráða- manna, jafnvel um sjálfsagöa hluti, hlynnir samt ekki að þess- um eöliskostum. Full þörf er á, aö I þessu efni verði straum- hvörf. Ráðamenn eiga ekki aö meöhöndla fólkið eins og gamlar piparfrænkur iökuöu viö kynsystur sinar á gelgjuskeiöi. Landsmálin koma öllum við, þó sum kunni að snerta einkahags- muni manna misjafnlega mikið. Frjálsleg upplýsingastarfsemi um það sem er að gerast, eöa fyrirhugaö, er hornsteinn þess, aö unnt sé að meta rétt, hvert er stefnt. Engar opinberar gerðir eða fyrirætlanir ráöamanna eiga að þurfa að hrekjast i „Skálkaskjólum” eða „Skugga- sundum”, af þvl aö þær þoli ekki dagsins ljós. Oddur A. Sigurjónsson í HREINSKILNI SACT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.