Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 5
æsr Fimmtudagur 9. september 1976.
5
1. desember 1934 kl. 16:00 kom
ungur maður að nafni Leonid
Nikolajev i heimsókn i Smolny,
aðalskrifstofu kommúnista-
flokksins i Leningrad. Hún var til
húsa i fyrrum kvennaskóla fyrir
höfðingjadætur, sem hafði verið
notaður til annars á meðan á
byltingunni 1917 stóð. Dyra-
vörðurinn leit á vegabréf gests-
ins, en annars hefti enginn för
hans um gangana til skrifstofu
hins volduga flokksforingja i
Leningrad, Sergej Kirovs.
Nikolajev tók sér stöðu bak við
eina súluna fyrir utan dyrnar.
Um leið og Nirov var á útleið,
steig Nikolajev fram og skaut
flokksritarann i bakið.
Q Upphaf mestu
hreinsana
nútímasögu
Seinna hefur þessu morði
Kirovs verið lýst sem glæpi
aldarinnar — ekki vegna morðs-
ins sjálfs, heldur vegna þess, að
það var upphaf og blekkingarvef-
ur mestu hreinsana i nútima
mannkynssögunni. 1 dag eru
rannsóknarmenn nær sammála
um, að Stalin hafi staðið fyrir
morðinu, og skipað foringja
leynilögreglunnar, Jagoda, að sjá
um morðið, sjá um, að enginn
vörður væri á staönum, að allt
gengi slysalaust.
Um kvöldið, nokkrum klst. eftir
að morðið hafði verið framið fór
Stalin ásamt Vorosjilov hers-
höfðingja, Molotov og Szdanov til
Leningrad til að „stjórna rann-
sókn málsins” eins og sagt var
opinberlega. Aður en lögreglu-
rannsóknin hófst, gaf Stalin út ný
lög, sem auðvelduðu honum að
nota Kriovmálið til að höfða
stórmál gef?n pólitiskum and-
stæðingum sinum eða það, sem
betra var — gegn öllum þeim,
sem Stalin vildi telja andstæðinga
sina i stjórnmálum.
Þessi löggjöf var löngu undir-
búin. Þvi að Stalin hafði ráðgert
það, sem varð morðið á Kirov allt
frá sumrinu 1934. Genrich Jagoda
hafði fundið heppilegan mann i
Leningrad, Ivan Saporoschez,
næstæðsta mann leyniþjónust-
unnar i borginni. Með aðstoð hans
hafði Jagoda tekizt að finna mál
viðvikjandi Leonid Nikolajevsem
var vonsvikinn og bitur ung-
kommúnisti, sem hafði trúaö vini
sinum fyrir fyrirætlunum sinum i
æsingi. Hann ætlaði að myrða
einhvern áhrifamann innan
flokksins i mótmælaskyni. Vinur-
inn hafði ljóstrað upp um hann og
Nikolajev hafði lent i klóm leyni-
þjónustunnar. Nú lét Jagoda full-
trúa sinn i Leningrad hefja við-
ræður við Nikolajev meö tilstilli
„vinarins”. Hinn byltingar-
sinnaöi Nikolajev átti að fá að
framkvæma fyrirætlanir sinar.
Það reyndist ekki erfitt aö fá
þennan unga mann til að velja
virkilegan áhrifamann, nefnilega
sjálfan flokksritarann og yfir-
mann borgarinnar. Allt annað
var auðvelt fyrir þrautþjálfaða
leyniþjónustuna.
Genrich Grigor jevitsj
Jagoda/ formaöur GPU
1934-36.
Fjálgir flokksleiötogar við likbörur Kirovs/ frá vinstri: urascnoniKiase,
Vorosjilov/ Molotov, Stalin, Kaganovitsj.
MORÐIÐ OG
MOSKVU -
RETTARHÖLDIN
EFTIR
SVERRE
HARTMANN
I júní fyrir f jörutíu árum var allt búið undir einhver mestu pólitisku réttarhöld
og hreinsanir sögunnar. Stalín hafði fengið frá trúnaðarmönnum sínum í leyni-
þjónustunni nauðsynlegar játningar, sem unnt var að starfa eftir. Nú var aðeins
ef tir að f á ákærðu til að játa sekt sína. Allt var vel undirbúið og með einræðisvaldið
að baki, gerði Stalín ráð fyrir, að árangurinn félli í fang sitt eins og þroskaðir
ávextir af tré.
Fyrstu málaferlin í Moskvu í ágúst 1936 áttu rót sína í vissum atburðum tveim
árum áður. Og sjálf ástæðan fékkst með velundirbúnu morði á f lokksritaranum í
Leningrad. Einkavini og samstarfsmanni Stalins, Sergej Kirov.
Hann var maður til aö útvega
sannanirnar og gerði þaö af vand-
virkni. Með áætluninni sá hann
góðar likur á að unnt væri að
losna við alla æðstu menn hersins
i Sovétrikjunum. Heydrich hefði
orðið undrandi, ef hann hefði
vitað, að hann lék af sér og upp i
hendurnar á Stalin með þessum
gerðum sinum. En „sannanirn-
ar”, sem diplómatar i
Tékkóslóvakiu lögðu upp i
hendurnar á Stalin urðu átylla til
að leggja i hreinsanirnar með
sjálfan Rauða Napóleon sem
aðalvitni. Það var ekki aðeins
höggvið af honum höfuðiö, heldur
og af þúsundum og tugþúsundum
æðri foringja i hernum þannig, að
Sergej Kirov, fiokksritar-
inn í Leningrad, sem var
myrtur 1. desember 1934
| | Fórnarlömbin
i biðröð við
lyftudyrnar
Eftir morðið notuOu menn sér
svo alla óvissu um morðið til að
grunur félli á sem flesta þeirra,
sem Stalin leit á sem pólitiska
andstæðinga sina. Menn hafa lýst
þvi óhugnanlega, hvernig fórnar-
lömbin stóðu i biðröð i fangelsinu
eftir lyftunni, sem ók þeim niður
til böölanna.
Næstu klukkustundir og daga
eftir morðið á Kirov gat leyni-
þjónustan með aðstoð laga-
setningar Stalins látiö lifláta
mörg hundruö manns. Stalin
vann meö ákveðið markmið i
huga.
Nokkrum dögum siðar stóðu
flokksleiðtogarnir hátiðlega i röð-
um við likbörur Kirovs flokksrit-
ara. Allt benti til einlægrar sorg-
ar yfir láti ástkærs flokksfélaga.
Það sakar ekki að minna á grát-
klökk orð aðalákæranda við
Moskvuréttarhöldin I ágúst 1936:
„Þessir óöu hundar, sem ganga
með hálsband auðvaldsins hafa
reynt að eyðileggja það bezta af
öllu góöu i Sovétrikjum okkar.
Þeir hafa myrt einn þeirra mann,
sem var hvað dýrmætastur þjóð
okkar, gáfaðan og yndislegan
mann, ljósbera og gleðigjafara,
félaga okkar Kirov. Þegar þeir
myrtu hann var sem þeir legðu
okkur i hjartastað.”
Nú notaði Stalin mánuði og ár
til að ná sér niðri á sem flestum
þeirra, sem gátu á einhvern hátt
gert honum lifið leitt, hindrað
hann i að veröa einvaldsherra.
Morðið á Kirov var alltaf notað
sem átylla fyrir hreinsununum.
Eins og i ótal bókum, glæpa-
reyfurum, leikritum og
sjónvarpsmyndum gat Josef
Stalin notað morðiö sem grund-
vallarástæðu i einhverju mesta
leikriti allra tima.
[ | Ógnaði lífi
og limum
barna þeirra
Stalin breytti lágmarks
refsingaraldri i 12 ár. Þar fékk
hann eitt óteljandi tækifæri til að
neyða ákæröu til að játa með þvi
að ógna lifi og limum barna
þeirra. öllum heiminum, sem
fylgdist meö Moskvuréttar-
höldunum I fjarlægö, og ekki sizt
réttarhöldunum i ágúst 1936. en
Reinhard Heydrich,
næstráðandi Himmlers, lét
búa til sannanir um svik
Tuchats jevski js mar-
skálks, Rauða Napóleons,
gegn Stalín.
þar voru ákærðu gamlir byltinga-
menn, Kamenev, Sinojev, Rykov
o.fl. var það ráðgáta, hvernig
allir játuðu á færibandi og lýstu
sjálfum sér sem versta úrhraki.
Það var ekki fyrr en löngu eftir
heimsstyrjöldina siðari, sem
mönnum, hefur skilist hvilikum
andlegum og likamlegum
pyndingum leynilögreglan beitti
undir harðstjórn Stalins.
Um leið og fyrstu réttarhöldin
i Moskvu voru haldin tókst þýzka
SS-foringjanum næstráðandi
Himmler, Reinhard Heydrich, að
koma „trúnaðarmönnum” sinum
i álit hjá rússneskum innflytjend-
um I Paris. Skoblin hershöföingi
sagði Heydrich frá ráðagjörðum
um að steypa Stalin af stóli. Að
baki þeirra ráöagjörða glytti i
yfirmann rauöa hersins,
Tuchatsjevskij marskálk og
marga æðstu menn hersins, sem
höfðu nokkrum árum áður róið að
þvi öllum árum, að samvinna
tækist milli rauða hersins og þess
þýzka — með samsinni stjórn-
valda beggja rikja. Nú átti að
nota samvinnuna til að smiða
sameiginlegar áætlanir að falli
rússneska einræðisherrans.
| | Útrýmingar-
áætlunin
Skoblin gat að visu ekki lagt
fram neinar sannanir fyrir máli
sinu, en hugmyndin nægði
Heydrich, sem var fljótur að
smiða saman gifurlega svikavél.
margir álitu, að Sovétrikin yröu
ekki hættulegur hernaöarand-
stæðingur i mörg mörg ár.
Tuchatsjevskij, sem aöeins 27 ára
gamall hafði stjórnað herferðinni
gegn Póllandi 1920, var stór-
gáfaður maður. En marskálkur-
inn frá 1935 missti lifið 1937.
Það er óneitanlega unnt að lita
á það sem kaldhæðni örlaganorn-
anna, að Stalin fékk óbeðinn aö-
stoð hættulegasta andstæðings
Sovétrikjanna i framtiöinni,
Þýzkalandi Hitlers, frá manni,
sem var gáfaðri og kænni en
nokkur annar af æðstu mönnum
Þýzkalands, Reinhard Heydrich.
En hann dó lika fyrir moröingja-
hendi, fimm árum eftir lát Rauöa
Napóleons — i Lidice.
A fimmáraafmæli morðsins á
Kirov, 1. desember 1939, reyndi
Stalin sig á mestu utanrikisblekk-
ingu sinni, finnsku stjórninni, á
Kuusinen. En þar misreiknaöi
hann sig...
Seljum nœstu daga borð-
stofuskópa úr tekki og eik
6 sérstöku afslóttarverði.
Gerið góð kaup.
Húsgagnaverslun \
Reykjavíkur hf.
Brautarholti 2 Simar 11940 — 12691
Volkswageneigendur
Hölum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir -• Vélarlok —
Geymshilok i Wolkswagen f allflestum litum. Skiptum á
einum degi meö \iagsfyrirvara fyrir ákveðið verö.
Reynið viðskiptin.
Bitasprautun Garðars Sigmundssortar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.