Alþýðublaðið - 09.09.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Síða 7
AtJGLYSlNGAST Fimmtudagur 9. september 1976. OTLÖND 7 KYNÞÁTTAÓEIRÐIR í BRETLANDI uppgangstímar fasista 350 lögreglumenn og 150 óbreyttir borgarar særðust i átökum sem sigldu i kjölfar hátíðahalda vestur-indfumanna i Notting Hill i Lundúnum i sið- ustu viku. 35 lögreglubifreiðar urðu fyrir skemmdum og tvær i viðbót brunnu til ösku. Fjórir einkabilar hlutu sömu örlög, og meira en þrjátiu skrifstofur, verslanir og veitingahús urðu fyrir skemmdum. Nefndar hafa verið tvær ólik- ar skýringar á þessum átökum: hinir þeldökku framkvæmda- stjórar hátiðarhaldanna hafa sakað lögregluna um að hafa „virkað ögrandi” á fólkið, með þvl að hafa á mUli fimmtán hundruð og tvö þúsund manna lið á verði. Lögreglan kennir hins vegar flokkum litaðra ungmenna um óeirðirnar á mánudaginn fyrir vikuogsegir aðhið mikla útboð hennar á mannskap, hafi verið til að varna uppþotum, en ekki að koma þeim af stað. Báðir að- ilar hafa liklega nokkuð til sins máls. Undirrót óeirðanna. Miklu mikilvægara en að skella' skuldinni á ákveðna aöila, er þetta: Notting Hill-uppþotin munu enn auka á þau átök kyn- þátta sem hafa magnast á Bret- landseyjum á siðustu mánuð- um, og styrkja öfl hægri-æsingamanna, sem hafa unnið töluvert á þar um slóðir. Með viðbrögðum sinum á m- ánudaginn hafa bæði samtök lit- aðra og lögreglan lagt sitt af mörkum til beggja hluta: ein- stakir formælendur litaðra hafa krafist sérstakra „bannsvæöa”, þar sem lögreglunni skuli mein- aður allur aðgangur. Hins vegar hefur yfirmaður lögregl- unnar i London, Sir Robert Mark svarað ásökunum um að lögreglumenn hafi öskrað , jcyn- blendingar” og „hökkum þá i okkur” á litaöa innflytjendur i óeirðunum, með þvi að segja: „Ég lit svo á að minir menn séu venjulegt fólk sem bregst við á mannlegan hátt”. Hann lauk setningunni með bros á vör, eins og „The Times” sagði frá þvi. Samtök hægri-æsinga- manna i Bretlandi. Hér á undan voru hægri-æsingamennirnir nefndir. Hverjir eru þeir? Þeir eru aðallega saman- komnir i tveimur flokkum, i Þjóðfylkingunni (The National Front), sem mynduð var áriö 1966 úr 5 minni hópum og i Þjóð- lega flokknum, sem er klofningshópur úr Þjóövylking- unni. 1 kosningunum 1970 bauð Þjóðfylkingin fram 10 fulltrúa, sem fengu til samans rúmlega 11.000 atkvæði. Við kosn- ingarnar i febrúar 1974 bauð Þjóðvylkingin fram 54 fulltrúa, sem fengu yfir 76.000 ahkvæði, og við siðustu þingkosningar, i október 1974, komst tala f ulltrúa upp i 90. Fylkingin fékk þá um 115.000 atkvæði, eða yfir 3% af heildaratkvæðatölunni. 1 næstu þingkosningum áætlar Þjóð- fylkingin að bjóða fram á fjórða hundrað fulltrúa, og hún hefur krafist þess að fá jafn langan tima i útsendingum sjónvarps fyrir kosningarnar og hinir flokkarnir. Á að taka Þjóð- fylkinguna alvarlega? Það sem gerir það að verkum að menn veröa nú að taka Þjóð- fylkinguna alvarlega, er hinn áberandi góði árangur sem fas- istarhafa náð i héraöa- og auka- kosningum til neðri deildar breska þingsins i sumar. Þeir hafa hlotið um 10% atkvæöa i tveimur kosningum til þingsins, um 20% i mörgum kosningum i Leicester og næstum 30% i tvennum kosningum i kjördæm um i Lundúnaborg. 1 júli fengu Þjóðfylkingin og Þjóðlegi flokk- urinn samanlagt um 44.5% at- kvæða i Deptford, og 1 Lweisham i suðaustur-hluta Lundúna fengu þau til samans 48% miklu meira en frambjóö- andi Verkamannaflokksins, sem þó sigraöi i kósningunni! Eitt af höfuðstefnuatriðum Þjóðfylkingarinnar er brott- rekstur allra litaðra af Bret- landseyjum, að „lög og reglur” séu haldin, riki og fylkingin eru yfirlýstur andstæðingur sam- vinnu við Efnahagsbandalag Evrópu. Hoaas lektor, sem ber á móti þvi að 6 milljónum gyð- inga hafi verið útrýmt i stríðinu, hefur trygga bandamenn i röð- um málpipna Þjóðfylkingarinn- ar sem einnig eru sannfæröir um að gyðingaofsóknirnar hafi aldrei verið annaö en uppspuni. 1 skólaritlingi frá fylkingunni segir svo: „Ert þú jafn mótfall- inn þvi og við, að duglegu nem- endurnir séu neyddir til þess að sitja i sömu skólastofu og hinir tomæmu?” Afneita nasisma. Auðvitað afneitar Þjóðfylk- ingin stuðningi sinum við nas- isma, en leiðtogi Þjóölega flokksins, John Kingsley Read, hefur látið svo ummlt um John Tyndall, leiðtoga Þjóðfylking- arinnar, að „hann hafi oft sagt i kunningjahópi hvernig hann ráðgerði að komast til valda- baráttu gegn innflytjendum. Þegar það hefði tekist, væri timi til kominn að gera upp sakir við þann kynþáttinn sem hann hat- aöi mest, nefnilega gyðingana”. 1962 var þessi sami Tyndall ritari i „hinum þjóðlega sósia- listaflokki”, ogþá skrifaöi hann arabiska sendiráðinu I London og falaðist eftir 15.000 sterlings- pundum til „sameiginlegs markmiðs beggja aðila”. Þar var átt við baráttuna gegn zionisma og gyðingum. Sendi- ráðið svaraði þessu neitandi. En John Tyndall hefur átt meiri velgengni að fagna i bar- áttunni gegn lituðum innflytj- endum. Margir liðsmenn Verkamannaflokksins eru þeg- ar komnir i varnarstööu i kvn- þáttamálinu. (Arbeiderbladet) ÍSLENSK FÖT/76 Verið LAUGARDALSHÖLL 8.-12. SEPT. 30 framleiðendur sýna úrval islenskrar fataframleiðslu í aðalsal Laugardalshallarinnar. Stærstu og glæsilegustu tískusýningar hérlendis eru á sýningarpöllum í aðalsalnum, þar sem jafnframt er veitingasala. Allt besta sýningarfólk landsins (Karon og Modelsamtökin) sýnir það nýjasta í íslenskri fatagerð, við tónlist og Ijósskreytingu. Tiskusýningar verða: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 17.30 og 21.00. Laugardag og sunnudag kl. 15.30, 17.30 og 21.00. í veitingasal fást Ijúffengir smáréttir, og auðvitaö kaffi og kökur og öl, þar geta gestir því fengið sér hressingu um leið og þeir horfa á tiskusýningarnar. I anddyri eru hárskerar og hárgreiðslufólk með hárgreiöslusýningu, þar veröur starfrækt hárgreiðslu- og rakarastofa þar sem gestir geta séð nýjustu klippingar, og jafnvel fengið sig klippta. í anddyrinu verða einnig kjólameistarar og klæðskerar með sýningardeildir. í ókeypis gestahappdrætti verður dreginn út vinningur daglega; úttekt á íslenskum fatnaði fyrir 25.000 krónur, og í sýningarlok verður dreginn út aðalvinningurinn, föt á alla fjölskylduna fyrir krónur 200.000. Opið kl. 3-10 daglega, svæðinu lokað kl. 11. og v kly2-10ilaugardag og sunnudag. . m a Syningunm lykur á sunnudag velkomin - strax í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.