Alþýðublaðið - 09.09.1976, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Qupperneq 14
14 FRÁ MORGNI Fimmtudagur 9. september 1976. :SSS»" FRÉTTA- GETRAUN 1. Hver er maðurinn? 2. Röntgenskóli Islands var stofnsettur 1972. Hvað hafa margir útskrifast þaðan? 3. Alþýöumaðurinn á Akureyri hefur auglýst tvö störf laus til umsóknar. Hvaöa störf eru það? 4. Hver er efstur á Reykja- vikurskákmótinu? 5. Mjög er nú varað við notkun kúlupenna. Hvers vegna? 6. Undirskriftalistar gegn lok- un mjólkurbúða voru afhentir i gær. Hversu margir höfðu skrif- aö undir? 7. I sl. mánuði voru nýjar leiguibúðir teknar i notkun á Sauðárkróki. Hversu margar voru þær? 8. SAS hefur nýverið festkaup á nýrri risaþotu. Af hvaða teg. er þotan? 9. Hvaða tegundir eiturlyfja teljast til Cannabisefna? 10. Hvert verður fyrsta verk Leikfélags Kópavogs á komandi leikári? Svör „•?saq jeuqiai Æuoj/' '01 •enosseq go euenfijeui ‘ssbh'6 „iquioa" q-m Suiaog SU II '9 •nSipqeAQOA 80 ntqqaqs -gg/íjq Qip|BA B13§ JiacJ ‘S ■jjopfeM •ejQfiseSuis^i -Sne 8o BJ9tisi!J 'E jeujfæiuaSiupj iz Z •jeuuniqsuiesjniflotw U9þsjo] uossujotg upjais 'I Stöðumynd 4. Alster: Ferchter. Hvítur leikur og vinnur í tveim leikj- um. Stöðumynd 4. 1. Dg7I Hf8. 2. ÐxH skák. Svart- ur gaf. RAUÐVÍN MEIRA FITANDIEN BJÓR Atvinnuleysi veldur sjúkdómum „Drekktu rauðvin, en ekki bjór með matnum. Það er ekki jafnfitandi". Þessi skoðun er tiI- tölulega almenn, enda er rauðvin ieyfilegt í sumum matarkúrum, og drukkið með mat. En staðhæfingin er röng samt. Rauðvin er næstum því helmingi meira fitandi en bjór eins og sést á töflunni með myndinni (kaloriur er sama og hitaeiningar, og serveringstemperatur er hitastig við framleiðsiu). betta er misskilningur, sem er nokkuö algengur hjá KAUPMANNAHÖFN: Fólk verður auðveld- lega veikt i atvinnu- leysi, og iæknarnir geta ekki læknað þessa sjúkdóma. —Hér er um að ræða þreytu, þunglyndi, höf- uðverk, bakverki, smá- verki — og auk þess vonleysi og uppgjöf, sagði Erik Boisen læknir í viðtali við þeim, sem vilja hafa linurnar i lagi með þvi að fylgjast með þvi, sem þeir boröa og drekka, án þess þó beinlinis að telja hitaeiningarnar. Þeir hafa heyrt að rauövinsglas og bjórglas sé állka fitandi- en margir næringarfræöingar myndu skrifa undir þá stað- hæfingu. Við verðum þó að benda á, að hér er átt viö bjór i bjórglasi og rauðvin i rauðvins- glasi og það merkir helmingi meiri bjór en vin. Afleiðingarnar verða marg- vislegar, ef rauðvinið er drukkið úr bjórglösum, og ekki sem bestar fyrir vöxtinn. Það gildir ekki sama matið á þvi, hvað má vera i einu „glasi”, og menn verða þvi að reikna samkvæmt hitaeininga- töflunni til að fá nákvæmt rúmmál allra áfengra drykkja. Politiken. Erik Boisen hefur skrifað skýrslu um rannsóknir sinar i 155 læknisvitjunum í Kaupmannahöfn, en eins og flestir vita, hef- ur mikið atvinnuleysi verið i Danmörku undanfarið. Þessi skýrsla hans birtist í læknablaðinu i júli. —Þetta ástand er mjög ólikt veikindum hjá vinnandi fólki, segir hann. — Stundum hefúr það i för með sér meiri eða minni misnotkun lyfja eöa áfengis, minnkandi löngun til að fara aftur að vinna — og meiri hættu á að missa atvinnuna, ef nýtt starf fæst. — A atvinnuleysistimum er aukinn fjárhagslegur styrkur ekki meginmálið, sagði Erik Boisen. — Það er ekki launin ein, heldur starfið sjálft, sem heldur fólkinu hraustu. Fólk veikist, ef það missir stöðuna, og þar með félagslegt hlutverk sitt. Erik Boisenleggur ennfremur áherzlu á hlutverk barnanna i þessu sambandi. Þau alast upp við það, að félagslegt hlutverk foreldranna sé ekkert. A aðeins 18af 85 heimilum i lægstu stétt- um þjóðfélagsins (meðal óiðn- lærðra verkamanna) var full- orðin fyrirvinna. 75% barna i þessum hópi ólust upp á heimil- um þar, sem engin fyrirvinna var. Samtimis var húsnæði ann- að hvort lélegt eða hreint út ó- viðunandi með öllu. Það siðar nefnda átti við næstum helming húsnæðis i þessum verst stadda hópi. Erik Boisen telur samkvæmt þessari rannsókn, að það séu þeir, sem verst eru settir i þjóð- félaginu, sem veikist auðveld- legash. Lægst launaða fólkið er sérstök stétt, og menntun lækna ætti að bæta með það fyrir aug- unum aö veita þessu fólki meiri hjálp, segir Erik Boisen. FRAMHAL DSSAGAN heppilegur fyrir sig, hvað þá um Anthony Doyle og Bruce?” „Nei,” sagði Bruce svo ákveð- inn, að það kom þeim öllum á óvart. „Ég hefði fundið það, Ruth. Ég er viss um það, alveg Korndu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir hárviss, að Doyle hvilist á sinn hátt.” „Þú sást þig ekki,” sagði Ruth. „Þú fannst ekki...” Þá vissi hún, að hún myndi aldrei, aldrei nokkru sinni, geta sagt neinum frá þvi, þegar rifa komst á tjald timans, þegar hún fann ilm af liljum, sem visnuöu fyrir tvö hundruð vorum. „Þetta hafði gerst áður,” sagði hún þrjóskulega. ,,Þú og Pat, Camp- bell og Doyle. Sama staða, sömu tilfinningar...” Hún tjáði sig illa, og hún vissi það, en Bruce reyndi að skilja hluta af þvi, sem hún var að segja, og viðbrögð hans komu henni á óvart. Neðri kjálkinn ság eins og gengi hann fyrir hæg- gengri vél og augun galopnuðust svo að þau virtust fylla efri hluta andlitsins. En áður en hann gat tekiðtil máls bærði stúlkan, sem sat flötum beinum i sófanum við arineldinn á sér. Þau höfðu öli tekið þann kost að gleyma þvi, aö Sara þarfnaðist ekki hjálpar til að gera það, sem hún vildi gera. Samúð hennar með hinni stúlkunni og ótti henn- ar um velferð hinna auk fyrri tengsla, nægði. Meðan þau voru að þræta, og létu sem hún væri ekkitil, hafði húntekið ákvörðun. betta gerðist þegjandi og átaka- laust. En þau vissu, áður en þau litu á hana, að þau horfðu ekki lengur á Söru. IV. „Sara....” Bruce stundi. „Ekki Sara. Farin.” Dökkur kollurinn hreyfðisttil neitunar og Ruth varð óglatt við að sjá hve hreyfingin var henni ókunnugleg. ,ámmi,” sagöi hún. > „Ammi....” drafaði mjúka röddin blitt. „Hvar er hún?” spurði Bruce. Hann var svo fölur, að Ruth hélt, að það hlyti að liða yfir hann, en hún gat ekki hreyft sig ekki einu sinni til að gripa hann. Það var Pat, sem tók viö öllu saman og studdi Bruce aðsófanum, ogrödd hans, sem hóf spui ningarnar. „Gleymdu þessu. Amanda, þú kemur til Söru. Hvers vegna kemurðu?” „Hjálp,” vældi röddin, og Sara skalf öll frá hvirfli til ilja. „Hjálp ... Amml....” „Við ætlum að hjálpa þér,” flýtti Pat sér að segja. „Vertu ekki hrædd. Þú ert örugg hér, örugg hjá okkur. Enginn getur gert þér mein. Hvern óttastu? Er það Douglass Campbell? Kemur hann i myrkrinu?” „Faðir.” .í’aðir þinn, Douglass Camp- bell. Er hann enn i húsinu?” „Er þar enn,” hvislaði miida röddin. „Enn.... að meiða. Hjálp- ið .... Ammi..” „Hvað vill hann?” „Meiða.... særa.... ó....” Það var ekki annað hægt en að kenna i brjósti um þá, sem átti þessa rödd. Pat var jafnfölur og Bruce, en rödd hans var enn jafn- róleg og áður, rödd þjálfaðs dá- leiðanda. „Hann getur ekkert gert þér, Amanda. Þú ert örugg. örugg. Ég segi þér það, og þú veist, að það er satt. En þú verður að hjálpa okkur tilaöþú verðiralltaf örugg. Hvað óttastfaðir þinn? Var hann einnsamsærismannanna — þegar þeir reyndu að frelsa bresku her- mennina i Georgetown?” „George Town,” sagði rödd Ammí, og Ruth heyrði, aö hún skipti oröinu I tvö. „Faðir hjálp- aði.... Anthony vissi..” „Anthony Doyle?” „Anthony.... vissi pabbi....” „Ég skil,” sagði Pat, þegar hún hækkaði röddina. „Anthony vissi, að faðir þinn var svikari. Anthony var vist hermaður. Var það ekki?” „Aðstoöarmaður... hershöfð- ingjans...” I röddinni var látinn hreyknishreimur, sem snerti Ruth meira en nokkuð annað, KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti simi 71200 — 74201 5>* © 0* POSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA 3ol)ímueS leiisson liiuaoutaí 30 &imi 19 209 Dunn bi Síðumiila 23 sími 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn >

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.