Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 3
MaSíð1* Föstudagur 10. september 1976.
FRÉTTIR 3
utanrikísrAðherra
PÓLLANDS KEMUR
I HEIMSÓKN
Utanrikisráðherra Póllands,
Stefan Olszowski, hyggst endur-
gjalda heimsókn Einars Agústs-
sonar, utanrikisráðherra, til Pól-
lands i maimánuði 1973.
Að þvi er fram kemur I frétta-
tilkynningu frá utanrikisráðu-
neytinu, mun Stefan Olszowski og
eiginkona hans koma i opinbera
heimsókn til íslands, mánudag-
inn 20. september næstkomandi.
Hér á landi hafa hjónin tveggja
daga viðdvöl og halda aftur utan
miðvikudaginn 22. september.
EINAR ÁGUSTSSON
TIL LANDSINS Á
MORGUN
Alþýðublaðið fékk þær upp-
lýsingar i utanrikisráðuneytinu
i gær, að ' samkvæmt óstað-
festum fréttum væri Einar
Agústsson utanrikisráðherra
væntanlegur til landsins á
morgun, en hann hefur verið i
opinberri heimsókn I Tékk-.
óslóvakíu og Ungverjalandi sið-
ustu vikur.
Ráðuneytið sagðist telja lik-
legt að ráðherrann kæmi til
starfa strax á mánudag og
mundi þá e.t.v. svara fyrir-
spurnum fréttamanna.
ENN RÆÐST P0LYNF0N-
KÓRINN í STÓRVIRKI
Mikið starf er fram-
undan hjá félögum
Pólýfónkórsins, sem nú
er að hef ja 20. starfsár
sitt. Kórnum hefur
borizt boð frá útgáfu-
fyrirtækinu Deeca i
London um að syngja
inn á hljómplötu messu
eftir rússneska tón-
skáldið Rachmaninoff,
— og hafinn er undir-
búningur að viðamikilli
söngferð um sjö borgir
Italiu. Þá verða hinir
árlegu páskatónleikar,
kórsins, sem að þessu
sinni verða jafnframt
afmælistónleikar, en á
næsta ári eru liðin 20 ár
frá þvi Ingólfur Guð-
brandsson söngstjóri
stofnaði kórinn.
Nánar verður sagt
frá vetrarstarfi kórsins
i blaðinu eftir helgi, en I
kvöld hefur stjórn
kórsins ákveðið að
boða til fundar i hliðar-
sal inn af Súlnasal
Hótels Sögu, þar sem
æskilegt er að allir kór-
félagar mæti. Á fundin-
um I kvöld, sem hefst
klukkan 20.30 verða
teknar ákvarðanir um
mál þessi.
Leiðrétting
Sú meinlega villa slæddist inn i
viðtal sem blaðamaður átti við
Ragnar Georgsson skólafulltrúa
Reykjavikurborgar, að haft var
eftir honum að laun kennara við
barna og gagnfræðiskóla væru
nákvæmlega þau sömu. Þetta
sagði Ragnar aldrei, það sem átti
að standa var, að laun karla og
kvenna við hvort stigið fyrir sig
væru nákvæmlega þau sömu.
Við biðjum Ragnar Georgs
son og Samband isl. barnaskóla-
kennara afsökunar á þessum
mistökum.
Neytendasamtökin:
HARMA L0KUN
MJÓLKURBÚÐANNA
Ályktun Neytendasam-
takanna um mjólkursölu-
málin
Neytendasamtökin
fagna því, að sett hefur
verið löggjöf, sem heim-
ilar almennum matvöru-
verzlunum smásölu á
mjólk og mjólkurafurð-
um. Þessi afstaða byggist
á þeirri skoðun, að með
þessum hætti verði þjón-
usta við neytendur aukin
f rá því sem nú er, án þess
að verðhækkanir komi til
á umræddum vöruteg-
undum vegna þessara
breytinga. Hinsvegar ber
að harma þann ásetning
AA.S. að loka öllum mjólk-
urbúðum í Reykjavík í
senn, enda ekki ætlun lög-
gjafans, f stað þess að
loka aðeins þeim sem
skortir verkefni.
Kemur þar tvennt til. 1 fyrsta
lagi er hér um stórfeildar breyt-
ingar að ræða, og óþarft að stiga
bitna á starfsfólki þeirra, en það
mun ekki koma til, ef nauðsyn-
legar lokanir koma til fram-
kvæmda smám saman með
hliðsjón af fenginni reynslu.
Reykjavik, 7.9,1976
f.h. Neytendasamtakanna
Reynir Ármannsson
skrefið til fulls i einni svipan,
þvi vafalaust tekur töluverðan
tima að brúa það bil eða þann
þjónustumissi, sem margir
neytendur verða fyrir með lok-
un miólkurbúða. Helzt mun
þetta bitna á þeim neytendum,
sem erfitt eiga fyrir af ýmsum
ástæðum. I öðru legi mun tafar-
laus lokun allra mjólkurbúða
Smásöluverzlun í
dreifbýli á við ýmsa
erfiðleika að etja
Vandamál smásölu-
verzlunar i dreifbýli
voru rædd á ráðstefnu,
sem Samband islenzkra
samvinnufélaga gekkst
fyrir að Bifröst i Borg-
arfirði, dagana 1. og 2.
september.
Smásöluverzlun i
dreifbýli hefur átt við
nokkra erf iðleika að etja
að undanförnu. Telja
menn eina helztu örsök
þessa vera þá, að leyfð
álagning er of lág til að
standa straum af þeim
kostnaði, sem óhjá-
kvæmilega hlýzt af f jar-
lægð slikra verzlana frá
heildsöludreifingaraðil-
um.
Einnig mætti nefna ýmsa aðra
liði sem halda uppi kostnaði við
rekstur smásöluverzlana i dreif-
býli. Eru það flutningskostnaður,
póst- og simakostnaður og kostn-
aður við húsnæði undir vöru-
birgðir, en verzlanir i dreifbýli
þurfa oft að hafa fyrirliggjandi
mun meiri vörubirgðir en verzl-
anir i þéttbýli.
Arstiðabundin landsfjárþörf
sauðf járbænda eru þó eitt stærsta
vandamál smásöluverzlunarinn-
ar, en hún hefur haft i för með sér
sivaxandi erfiðleika á þvi, að út-
vega nauðsynlegt rekstrafjár-
magn. Þá kom það fram á ráð-
stefnunni, að á Suður- og Vestur-
landi gætir þess í vaxandi mæli,
að stórmarkaðir á Reykjavíkur-
svæðinu dragi til sin viðskipti frá
verzlunum i sveitunum.
6 framsöguerindi
Alls voru flutt sex framsöguer-
indi á ráðstefnunni. Axel Gisla-
son, framkvæmdastjóri, ræddi
um aðstöðumun verzlunar i* dreif-
býli og þéttbýli. Gerði hann mn.
grein fyrir nokkrum atriðum,
sem valda mismun á kostnaðar-
liðum hjá verzlunum i dráfbýli
og þéttbýli — svo sem nauðsyn á
meiri vörubirgðum i dreifbýli,
dýrari pantanaafgreiðslu nauð-
syn á þvi að eiga birgöir af sér-
vörum og óhjákvæmileg lánsviö-
skipti. Benti hann einnig á eftir-
farandi leiðir til úrbóta: 1. Hækk-
un álagningar. 2. Afsláttur af inn-
heimtum söluskatti. 3. Beinir
styrkir til dreifbýlisverzlunar. 4.
Stýrkir til húsabygginga.
Georg Ólafssai, verðlagsstjóri,
ræddi um framtiðarhlutverk
verðlagsyfirvalda með sérstöku
tilliti til hverfis- og dreifbýlis-
verzlana.
Erlendur Einarsson, forstjóri,
rasddi um aðgerðir annarra þjóða
til þess að leysa vandamál smá-
söluverzlunar i dreifbýli. Kom
m.a. fram i ræðu hans, að i Nor-
egi, Sviþjóð og Finnlandi hefur
verzlun i hinum dreifðu byggðum
veriðstudd verulega af hálfu hins
opinbera.
Ólafur Sverrisson, kaupfélags-
stjóri i Borgarnesi, ræddi um
vandamál dreifbýlisverzlunar
kaupfélaganna. Einkum dvaldi
hann við þá erfiðleika, sem kaup-
félögin eiga við að striða vegna
hinnar árstiðabundnu lánafyrir-
greiðslu, sem þau veita sauðfjár-
bændum árlega og er stöðugt að
verða stærra og stærra vanda-
mál.
Ingi Tryggvason, alþingismað-
ur, flutti erindi og skýrði frá
vinnubrögðum sex manna nefnd-
arinnar varðandi ákvörðun um
álagninguá búvörum. Raktihann
og sögu þessara mála frá þvi lög
um Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins voru sett árið 1949.
Ólafur Jóhannesson, viðskipta-
ráðherra, talaði um viðskiptamál
og svaraði fyrirspurnum fundar-
manna. I ræðu hans kom það ma.
fram, að hann hefði ákveðið að
láta fara fram á næstunni sér-
staka athugun á vanda dreifbýlis-
verzlunarinnar. Þá skýrði ráð-
herra frá drögum að frumvarpi
um ný verðlagslög, sem þriggja
manna nefnd embættismanna
hefði nú lokið við að semja. Sagði
hann þessi drög vera samin með
norsk og dönsk verðlagslög sem
fyrirmynd, en i Noregi og Dan-
mörku er verölagning að mestu
leyti frjáls, en þá haldið uppi
ströngu verðlagseftirliti.
Aö loknum flutningi framsögu-
erinda voru á ráöstefnunni fyrir-
spurna- og umræöutimar og
vinnuhöpar störfuðu. Gestir á
ráðstefnunni voru um 70, flestir
frá Sambandinu, en einnig frá
ýmsum opinberum sto&iunum,
bönkum og stjórnmálaflokkum.
Ráðstefnustjóri var Valur Arn-
þórsson, kaupfélagsstjóri á Akur-
eyri, en ritari var Gunnar Grims-
son, fyrrum starfsmannastjóri
Sambandsins. AV.