Alþýðublaðið - 17.09.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 17.09.1976, Side 3
Föstudagur 17. september 1976. FRETTIR 3 ÁRSSKÝRSLA RAFMAGNSVEITUNNAR: Ekki hægt að halda áfram erlendum lántökum til að mæta greiðsluhalla í ársskýrslu Raf- magnsveitu ReykjaL vikur um reksturinn á siðast liðnu ári segir m.a., að i fyrra hafi enn gætt áhrifa verð- stöðvunarlaga frá árinu 1970 og framhalds þeirr- ar stefnu stjórnvalda að takmarka sjálfsfjár- mögnun fyrir tækja svo sem Rafmagnsveitu Reykjavikur með þvi að setja hömlur á eðlilegar gj aldskrárhækkanir. Óhjákvæmilegt reyndist að taka þrjú erlend lán á árinu, að upphæð samtals um 514 milljön- ir króna. Þar af voru 70 milljón- ir vegna vörukaupa til spenni- stöövar Korpu. Lán til langs tima, nær eingöngu erlend, juk- ust af þessum sökum, svo og vegna gengisbreytinga, úr 938 milljónum i 1.587 millj. króna frá fyrra ár. Lán þessi ,. valda Rafmagnsveitunni verulegum erfiðleikum og viröist augljóst, að lengra er ekki hægt að halda á þeirri braut, segir I skýrsl- unni. Þá kemur það fram, að rekstrarjöfnuður ársins 1975 var 493,4 milljónir og höfðu þá verið afskrifaðar 79,8 millj. Þess ber þó að gæta, að gengistap á erlendum skuldum fyrirtækisins var á árinu um 408millj., en þaraf voru færð- ar til gjalda 27,2 milljónir, eða sem samsvaraði gengistapi af af- borgunum af skuldum, en á árinu 1974 var allt gengistap af erlend- um skuldum fært til gjalda. Hættulegar afkomu fyrirtækisins Síðan segir: Hefði gengistapið verið fært til gjalda að fullu á ár- inu 1975, hefði rekstrarjöfnuður lækkaði 112,3 milljónir króna. Er af þessu augljóst, hve hættuleg- ar erlendar skuldir fyrirtækisins eru afkomu þess, og augljóst er, að ekki verður haldið lengra á þeirri braut að taka erlend lán til þess að mæta greiðsluhalla á rekstri, enda er áhrifa þeirra á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar nú farið að gæta að marki. Afleiðingar rangrar stefnu i gjaldskrármálum undanfarin ár er annars vegar 1.000 milljóna króna aukinn skuldabaggi fyrir- tækisins, og hins vegar, að raforkuverð hefði á árinu 1975 getað verið 6,5% lægra en það var. Ennfremur má geta þess, að rafmagnsverð árið 1976 er 14 - 15% hærra en annars hefði orðið, segir i skýrslu rafmagnsstjóra. Bundinn kostnaður 70% Athyglisvert er, að af heildar- kostnaði samkvæmt rekstrar- reikningi reyndist bundinn kostn- aður um 70%, þar af námu raf- orkukaup rösklega 35%, gjöld til rikissjóðs og Rafmagnsveitna rikisins tæplega 28% og kostnaður vegna erlendra lána rúmlega 7%. Tekjur Rafmagnsveitu Reykja- vikur á árinu 1975, að frádregnum söluskatti og verðjöfnunargjaldi, voru áætlaðar 2,256 millj. en urðu 2.188 millj. Heildartekjur með söluskatti og verðjöfnunargjaldi námu 2.837 milljónum og enn- fremur voru innheimtar fyrir Hitaveitu Reykjavikur 1.174 milljónir króna. Heildarfjöldi orkureikninga á árinu varð um 350.000. Rekstrargjöld v.oru áætluð 1.526 milljónir en urðu tæpar 1700 millj., eða 11% hærri en áætlað var. Aukning orkusölu Ibúafjöldi á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar jókst aðeins um 1%. 1 Kópavogi, Kjalarnes- hreppi, Garðahreppi og á Sel- tjarnarnesi var aukningin um 4 — 7%. I Mosfellshreppi um 20%, en i Reykjavik fækkaði ibúum örlit- ið. Hins vegar jókst orkusalan um 5,5%. Orkusalan nam rösklega 319 gigawattstundum. Meðalverð seldrar orku var um 8,40 krónur hver kilowattstund, en var um 4,3Ö árið áður. Þessi hækkun nemur þvi um 96%. Að opinberum gjöldum frátöldum var meðal- verð á kilowattstund kr. 6,40 eða um 76% hærra en árið 1974. Oformlegt verkfall hjá sjónvarpsmönnum: Fjármálaráðuneytið fer sér hægt Blaðam. Alþýðu- blaðsins leit inn hjá Sjonvarpinu í gær til þess að afla sér upplýs- inga um það. sem þar er að gerast, eða öllu heldur sem ekki er að gerast. Fréttamenn og aðrir starfsmenn Sjón- varpsins sem þarna voru sögðu að þetta væri ekki verkfall i venjulegam skilningi, heldur væru þeir með sérstökum aðgerðum að leggja áherzlu á kaupkröfur. Fram kom að stór hópur sjón varpsihanna hefur þegar sagt upp starfi vegna lélegra launa- kjara. Viðræður hefðu átt sér stað við fjármálaráöuneytið, en árangur verið litill sem enginn til þessa. Þá ræddi blaðamaöur við Pétur Guöfinnsson, fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins og spurði hann frétta af málinu. Hann sagðist ekkert hafa rætt viö.'starfsfólkið.Það hefði heldur ekkert samband haft við sig út af málinu. Þó hefði veriö ljóst strax i gærmorgun, að hverju Það gekk allt heldur rólega fyrir sig i sjónvarpinu i gær. stefndi. Starfsfólkið heföi komið til vinnu og hefði veriö i bygg- ingunni allan daginn. Hann taldi ekki á sinu færi að taka neinar ákvarðanir út af málinu. Hins- vegar vonaðist hann til að fjár- málaráðuneytið tæki endanlega afstöðu til málsins, sem yrði til þess að leysa þann ágreining, sem skapast hefði milli starís- fólks Sjónvarpsins og rikis- valdsins. Pétur Guðfinnsson sagði það sina skoðun, að skipun rikis- starfsmanna i launaflokka væri handahólfslega unnin. Bremsu - nefndin svonefnda væri skipuð yfirhlöðnum embættismönnum, sem hefðu enga aöstöðu til þess að leysa þessi mál sómasam- lega af hendi. „Þessi vanda- sömu verk þurfa þeir svo að vinna i aukavinnu”. Framkvæmdastjóri Sjón- varpsins sagðist ekkert geta sagt um þaðhvortmálið leystist i dag eða hvort útsending sjón- varpsins mundi falla niður. Ýmislegt bendir þó til þess að fjármálaráðuneytið hafi engan sérstakan áhuga á að leysa deiluna og ef aö likum lægur munu hinir yfirhlöðnu em- bættismenn telja sér holt að fara að öllu með gát, þótt ekki 'væri nema af heilsufars- ástæðum. ---------------------------, Gæðavörur Fótlagaskór með sterkum hrágúmmísóla Sniö 132 Stærð: 24—41 kr. 4.285.-. Litir: Millibrúnt og mosagrænt. Styðjum íslenzkan iðnað Snið 155 Stærð: 34—41 Kr. 3.980.-. Stærð: 42—46 Kr. 4.745.-. Litur: Dökkbrúnt. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Biómasalur, opinn aila daga vikunnar. HÓTEL SAGA Griilið opiö alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Sími 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl: 9 Hljómsveit Gaéðars Jóhannessonar. Söngvari'Björn borgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi Í2826.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.