Alþýðublaðið - 24.09.1976, Page 4
Föstudagur 24. september 1976
4 VIDHORF
SKATTAR ÞAR - OG HÉR
Sven-Bertil Taube
islenzkur iæknir,
sem búsettur er í Sci-
þjóð, var eitt sinn að
lýsa fyril mér dásemd-
um sænska velferðar-
rikisins. Af lýsingu
hans mátti ráða, að
Sviar mættu varla
missa i buxurnar án
þess að rikið væri kom-
ið aðvifandi með papp-
ir á lofti til að skeina
þá. Mér skildist að ibú-
arnir byggju við svo
fullkomið trygginga-
kerfi, að við hið
minnsta mótlæti þyrfti
ekki annað en taka i út-
rétta hönd ríkisins og
öllu kippt i lag á stund-
inni.
Ég spurði um heilsufar fólks i
þessu dýröarriki, minnugur
blaðagreinar um gifurleg forföll
á vinnustöðum i Sviþjóð vegna
veikinda starfsfólks. Læknirinn
fullvissaði mig um að þetta væri
allt saman misskilningur. íbú-
ar væru meö afbrigðum heilsu-
hraustir og allt heilbrigöiskerf-
ið skipulagtúti æsar. Þetta með
veikindin væri allt annars eölis.
Hann tók sem dæmi, að stuttu
eftir að hann fór að vinna þar úti
kom til hans maður með smá
skeinu á fingri.Hér heima hefðu
sumir ef til vill smellt plástri á
fingurinn, en skeinan var svo ó-
merkileg að þess hefði varla
þurft. En Sviinn bað um veik-
indavottorð til 10 daga vegna
þess arna til aö afhenda vinnu-
veitenda. Læknirinn hló til að
byrja með og hélt að um
gamansemi væri að ræða. En
manninum var fúlasta alvara,
stóð upp og sagði eitthvað á bá
leið, að fengi hann ekki vott
orðið færi hann bara til
næsta læknis. Hann skyldi einn-
ig láta þess getið á vinnustaö, aö
þessi islenzki læknir væri ó-
merkilegur pappir sem ekki
borgaði sig að leita til. Vottorö-
ið var skrifaö á stundinni.
Lofsöngur læknisins um sælu-
rikið kom mér satt að segja
ekkert á óvart, enda heyrt hann
oft áður og Sviar sterkrík þjóð
eins og allir vita. Það má minna
á, aö islenzkir námsmenn i
Sviþjóö hótuðu aö sækja um
sænskan rikisborgararétt ef
ekki yrði gengiö um hærri
námslán og styrki héðan að
heiman. Þegar það kom svo i
ljós, að almenningur hér var
þess fremur fýsandi að náms-
menn geröu alvöru úr hótun
sinni féll máliö niöur.
Undir áratuga stjórn sænskra
jafnaöarmanna hefur rikið
seilst æ lengra i afskiptum sín-
um af borgurunum. Það er þvi
engin furða þótt fólki væri orðið
eilitið bumbult og kysi aö skipta
um stjórn til aö fá einhverja til-
breytni. Auk þess kosta þessi si-
auknu rikisafskipti sitt og gjald-
heimtan i Sviþjóð er ekkert
lamb að leika sér viö. Frægt er
orðið þegar frægasti leikstjóri
Svia, Bergmann, gafst upp á of-
sóknum skattyfirvalda og flutti
úr landi.
Nú hefur landi hans, Sven-
Bertil Taube, en hann er sonur
hins ástsæla visnasöngvara
Evert Taube, lýst þvi yfir, að
hann muni aldrei framar koma
fram i Sviþjóð. Kveðst hann
vera búinn að fá sig fullsaddan
af yfirgangi skattheimtumanna
og framvegis muni hann ekki
koma fram á hljómleikum, i
sjónvarpi né syngja inn á plötur
i sælurikinu. Þessu lýsti Taube
yfir í sænsku dagblaöi á sjálfan
kosningadaginn og eflaust hefur
það ýtt undir þá kjósendur sem
voru á báðum áttum um, hvort
þeir ættu nú að kjósa eitthvað
annað en jafnaöarmenn, að láta
verða af þvi.
Þrátt fyrir ýmsa galla sænsks
þjóöfélagsskipulags verður þvi
ekki neitað, að margt gott má af
þvi læra og ýmislegt er þar til
fyrirmyndar. Til dæmis eru um-
ræður um þjóðfélagsmál þar
ákaflega opnar og menn ó-
hræddir við að láta i ljós skoð-
anir sinar á opinberum vett-
vangi. Hér telst það til meiri-
háttar viðburða ef einhver ráða-
maöur leyfir sér að tala eins og
honum býr i brjósti og ræöir
mál af fullri hreinskilni. Þess i
stað eru menn að þvæla fram og
aftur með harðlifissvip um hin
mikilsverðustu mál án þess að
segja nokkuð i raun og veru.
Gott dæmi um slikt eru
skattamálin. Nú keppast iands-
feður við að lýsa þvi yfir að
skattalögunum verði aö breyta
og þá i réttlætisátt að sjálf-
sögðu. En hverju á að breyta og
hvernig? Þeirri spurningu er
enn ósvarað. Vel getur svo far-
ið, að lögunum verði breytt á
þann hátt, að erfiöara verði
fyrir hátekjumenn að svikja
undan skatti og skal það ekki
lastað. En dettur einhverjum i
hug að það veröi til að létta
skattabyrði almennings, launa-
fólksins? Þvi miður eru engar
horfur á að svo verði.
Jafnvel þó svo fari, aö beinir
skattar komi réttlátar niður
verður séð til þess að rikið nái
þvi af fólki með ööru móti. Við
erum sifelltað fjargviðrast út af
beinu sköttunum. En það er
minna talað um óbeinu skatt-
ana. Samt er það svo, að ef þú
kaupir hlut sem kostar eitt
þúsund krónur renna tvö hundr-
uð krónur af upphæðinni beint i
rikishitina i formi söluskatts.
Þar fyrir utan eru svo tollar af
hlutunum og aðrir skattaliðir.
Hver meðalfjölskyida borgar
þúsundir króna á hverjum mán-
uði I formi óbeinna skatta til
rlkisins og samt er rikið alltaf á
hausnum. Nei* þaö þarf enginn
að búast við lægri sköttum þótt
eitthvað veröi hrært I skatta-
lagasúpunni.
Það er staðreynd sem ekki
verður á móti mælt, að lifskjör
alls almennings hérlendis hafa
hrlöversnaö á einu ári. Jafnt og
þétt hafa lifsnauðsynjar hækkaö
og hækkanir sem nema 25—30%
á nokkrum mánuöum heyra
ekki lengur til tiðinda. En ef far-
ið er fram á 10% kauphækkun
eöa svo ætlar allt af göflunum
að ganga.
Hvar er nú allt þetta rikidæmi
okkur Islendinga? Við setjum
okkur ekki úr færi að snapa uppi
alla aukavinnu sem hægt er að
komast yfir til þess að geta fætt
okkur og klætt.
Fólk þykist hafa himin hönd-
um tekið ef það kemst i starf þar
sem það getur þrælað myrkr-
anna á milli alla daga vikunnar
1 sumum löndum er lagt bann
viö slikum þrældómi, en hér er
það lofað i bak og fyrir. Ráða-
menn ljúga þvi blákalt að við
búum við eina ódýrustu orku I
heimi, vatnsorkuna. Nú er kom-
iö á daginn, að raforkuverðið er
orðið svo hátt aö t.d. iðnfyrir-
tæki okkar greiða meir fyrir
orkuna er samkeppnisaðilar I
nágrannalöndunum.
Ég get ekki að þvi gert, að oft
verður mér flökurt þegar ráða-
menn halda hjartnæmar ræður
um dugnað islenzku þjóðarinn-
ar. Það er ekki dugnaðurinn
einn sem ræður þvi að fólk vill
vinna 12 tima á sólarhring. Það
er fyrst og fremst nauösyn sem
rekur fólk út i þann þrældóm og
það sem fólk ber úr býtum er
svo litiö aö ekki sæmir siðuðu
þjóðfélagi i dag. Hvenær ætlar
islenzk verkalýðsforysta að
gera sér ljóst, að almenningur i
landinu á rétt á lifvænlegum
launum fyrir átta stunda vinnu-
dag? Sæmundur Guövinsson.
Islenskubættir Albýðublaðsins
eftir Guðna Kolbeinsson
Oft er blaðamönnum
legið á hálsi fyrir
slæmt málfar. Þeir
bera við timaskorti og
segja að handrita— og
prófarkalesarar eigi að
lagfæra þær málvillur
sem þeir i fljótfærni
festi á blað. Ekki skal
þvi móti mælt að blaða-
menn hafi oft á tiðum
nauman tima, en gera
verður þær kröfur til
hæfni þeirra og starfs-
þjálfunar að þeir skrifi
eigi að siður
skammlaust mál. Starf
handritalesara við
dagblað hlýtur að eiga
að vera i þvi fólgið að
lagfæra smámuni sem
betur mætti orða, en
ekki i þvi að umsemja
heilar greinar.
En við skulum nú
staldra við og fletta
dagblöðunum dálitið til
þess að athuga hvort
málfarið sé jafn slæmt
og af er látið.
Litum fyrst á Visi,
mánudaginn 13. sept.
Á forsiðu er frétt um jaröstöö
sem reisa á hérlendis i
samvinnu viö Mikla norræna
ritslmafélagiö. Þar segir svo:
„Brynjólfur sagði aö af hálfu
Mikla norræna heföi ekki verið
fallist á þaö að Islendingar
byggðu jaröstöö utan einka-
leyfissamningsins, sem gildir til
1984. Þvi heföi veriö um þaö aö
ræða að hætta á að vanefna
samninginn og lenda I skaöa-
bótamáli eöa...”
Ekki er nógu vel að orði
komist þegar talað er um aö
byggja „jaröstöð utan eik '.-
leyfissamningsins”. Hún væri
frekar byggð I bága við samn-
inginn. En betra hefði verið aö
segja eitthvað á þá leið að
norræna ritsimafélagiö heföi
ekki viljað veita undanþágu frá
samningnum. — Það mun
nýtt i málinu aö tala um aö
vanefna samning. Fram til
þessa hafa menn rofið
samninga eða ekki staðið viíþá.
Hins vegar er til lýsingaroröið
vanefna sem merkir fátækur,
eignalitili.
Næst skulum við bera niöur á
bls. 4. Þar er mynd af
allmörgum karlmönnum meö
börn i fangi. Undir myndinni
stendur (Leturbreytingar eru
undan minum rifjum runnar.):
„Lif sjómannsins er ekkert
sældarlif, sjómenn verða aö sjá
af f jölskyldum slnum svo vikum
skiptir og hafa fá tækifæri til að
fylgjast með uppvexti af-
kvæmanna.
Þegar flugmóðurskipið
breska Ark Royal lagðist að
bryggju um mánaðarmótin
reiknuðu skipverjarnir út, aö
sjómennirnir um borö ættu
samtals 15 kjölturakka, sem
þyrfti aö skira.
Þeim dattl hug aö slá saman i
eina allsherjar skirnarathöfn og
var þaö skipspresturinn, sem
athöfnina framdi. Af augljósum
ástæöum fannst einginn
skírnarfontur um borö og varö
þvi aö snúa skipsbjöllunni viö
og nota hana. Það þarf vart að
geta þess aö hiö blessaða vatn,
sem börnin voru skirö upp úr
var salt.
A myndinni sjáum viö
feðurna og börnin og fremst
stendur skipstjórinn með tvo
rakka, sem hann hélt á undir
skirn...”
Heldur er þetta hjákátlegur
ruglingur og ætti ekki að sjást i
sjálfstæðu og vönduðu blaöi.
Blaðamaðurinn viröist rugla
saman orðunum rakki, sem
merkir hundur og oröinu
krakki. Til er oröið kjöltubarn
sem merkir ungbarn,
kornabarn,- en ekki er gott að
ruglast á kjöltubörnum og
kjölturökkum.
Ennfremur er venjulega talað
um, að halda börnum undir
skirn en ekki að halda á þeim
undir skirn.
A sömu blaðsiöu er grein um
bilnúmer i Englandi og segir
þar m.a.: „I auglýsingum dag-
blaðanna er gjarnan dálkur
undir heitinu „Falleg númer”,
þar sem boðið er upp á úrval
skemmtilegra númera fyrir
góöar fjárhæöir, jafnvel
hundruöir þúsunda ."
Orðið þúsund hefur tvenns
konar fleirtölu: þúsund
(hvorugkyn) og þúsundir
(kvenkyn), en orðið hundrað
hefur á hinn bóginn einungis
eins konar fleirtöiu: hundruö
(hvorugkyn). Þvi er rangt að
tala um hundruðir.
Rúmsins vegna verðum við að
láta hér staöar numiö og komust
þvi aöeins yfir 4 blaösiður aö
þessu sinni.
Litið á 4 síður í Vísi