Alþýðublaðið - 28.09.1976, Side 1

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER ' V\e% *' siminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG Rússneskir vísindamenn á Islandi Alþýðublaðið fór i heimsókn til rúss- neskra visindamanna, sem starfað hafa hér á landi við rannsóknir nokkur undan- farin sumur. Þetta er hópur jarðeðlis- fræðinga, sem unnið hefur að rannsókn- um á Norður- og Vesturlandi. Sjá bls. 8 og 9. ] ÚTLOND Bann gegn fjárframlögum til stjórnmálaflokka Með tilkomu nýju hlutafjárlaganna i Noregi, sem ganga i gildi um næstu ára- mót, verður ákvæðið um gjafir fyrirtækja til stjórnmálaflokka hert mjög. Sjá bls. 7. nacr?1 =^=Lt n 15=3 zrr~> crra ca a FRÉTTIR Einar Agústsson og stóra lánið Einar Karl Haraldsson átti viðtal við ut- anrikisráðherra nú fyrir helgina. Ýmsa mun hafa sett hljóðavið þann yfirlestur.A bls. 2 er nokkuð greint frá málinu. Samtökin að leysast upp? ENGUM SAGT UPP ENN! segir AAagnús Torfi Ólafsson formaður Samtakanna o SSSi Eins og kunnugt er hafa miklar vangaveltur veriö á kreiki um framtið Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, eftir skorinorða samþykkt kjördæmisráðs flokks- ins á Vestfjörðum nú nýverið. Því er beðið með mikilli eftir- væntingu eftir Landsfundi SFV sem haidinn verður 30. og 31. október nk. Þar mun verða tekin ákvörðun um framtiðina, hvort gengið verður til samstarfs við Alþýðuflokkinn, Alþýðubanda- lagið, Samtökin halda áfram starfsemi sinni eða leyst upp i frumcindir og mönnum gefnar frjálsar hendur um framtiðar- vettvang sinn á pólitiska sviöinu. A framkvæmdanefndarfundi Samtakanna nú fyrir stuttu var tekin ákvörðun um að segja upp starfsmönnum Samtakanna I Reykjavik, Eliasi Sn. Jónssyni ritstjóra Nýrra Þjóðmála og öðr- um starfsmanni, en það er starfs- kraftur flokksins. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins mun þetta gert vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu Samtakanna. Alþýðublaðið reyndi i gær að fá staðfestingu á þessari frétt hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni for- manni SFV og átti þá við hann eftirfarandi samtal: —Er það rétt að samþykkt hafi verið á framkvæmdastjórnar- fundi SFV, að segja upp starfs- Magnús Torfi ólafsson: Ekki ennþá! fólki flokksins, þ.e. ritstjóra og skrifstofumanni? —Hver sagði þér það? —Hann vill ekki láta nafns sins getið. —Það hefur engum verið sagt upp. —En hefur verið tekin ákvörð- un um að gera það? —Það hefur engum verið sagt upp ennþá! Þetta svar verður að nægja þér. Þar með varð ekki meira upp úr formanninum togað. En les- endum er að sjálfsögðu heimilt að leggja þann skilning i orðiö „ennþá” sem þeir vilja. — hm. áacc RYRARA SLATUR- FÉEN í FYRRA j&gcc--'! aOs'Q Framkoma á veitingahúsi Það er ekki óvenjulegt að fá bréf og upp- hringingu frá fólki, sem hefur átt i úti- stöðum við dyraverði veitingahúsa i höfuðborginni. 1 blaðinu i dag segir frá óskemmtilegum viðskiptum við dyravörð i Sigtúni. Konur og stjórnmál Um siöustu helgi var haldinn i Reykjavik þriðji Landsfundur Sambands Alþýöu- flokkskvenna. Þarna voru saman komnar um 80 konur frá 15 mismunandi stöðum á landinu. t blaðinu á morgun verður nánar sagt frá fundinum. = oc Lýt sO 90 Sauðfjárslátrun hófst i Skaga- firði 8. september og hefur hun gengið vel. Um siðustu helgi hafði verið slátrað um 25000 fjár, en gert er ráð fyrir að siátra verði alltaö 65-70.000 fjár að þessu sinni. Alþýðublaðið hafði samband við Helga Rafn Traustason kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sagðist hann gera ráð fyrir að sauðfjár- slátrun yrði lokið 15-20. október. Að sögn Helga er fé ekki eins vænt og i fyrra og sagði hann að búast mætti við aö meðalfall- þungi yrði um hálfu kilói minni en siðasta ár. Agætlega gekk að manna sláturhúsið að þessu sinni, en þar vinna milli 140 og Reykna má með allt að 1 /2 kg. minni meðal- fallþunga 150 manns og lét Helgi vel af starfsliöinu sem hann sagði að væri mjög duglegt og færu af- köstin allt upp i 5 til 6 dilka á minútu. Frá Sauðárkróki hafa þegar verið flutt út til Noregs ein 100 tonn af kindakjöti og fór fyrsti farmurinn utan með Bæjarfossi þann 17. september. Vegna plássleysis hefur kaupfélagið orðið að flytja talsvert magn af kjöti til geymslu i Reykjavik og er það nokkuð kostnaðarsamt. „Ef þú veizt um 40-50 milljónir sem hægt er að fá að láni, þá máttu gjarnan láta mig vita, þvi okkur vantar tilfinnanlega f jármagn til, að hægt sé að reisa viðbótar frystigeymslur hér á staðnum”, sagði Helgi. Aðspurður sagði hann, að berjaspretta heföi verið óvenju- mikil i ár og væri fólk enn að tina ber i Skagafirði en þar hafa frost ekki náö að skemma berin ennþá. —GEK GÆÐI KJÖTSINS MEIRI EN OFT ÁÐUR A Húsavik, hófst sauöfjárslátrun 16. september og er ráðgert að I sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga verði slátrað um 46000 fjár á þessu hausti, en það mun vera um 2% aukning frá þvi i fyrra. Er Alþýðublaöið ræddi við Kaupfélgsstjórann Finn Kristjáns- son i gær, var búið að slátra um 20.000 fjár, en þar er aö meðaltali 2000 fjár slátrað á degi hverjum. Aö sögn Finns er meðalfallþungi svip- aður nú og i fyrra, en hins vegar væri matiö á kjötinu betra nú en oft áður og flokkaðist nú litiö i þriðja flokk, en þess meira i fyrsta og annan. Sagði Finnur að vel hefði gengið að fá fólk til starfa við slátrunina og væri þaö mikiö til sama fólkiö er starfaði þar ár eftir ár, en alls munu nú um 130 manns starfa við sláturhúsið. Að lokum gat Finnur Kristjáns- son kaupfélagsstjóri þess, aö á Húsavik værialltaf sama bliöviðriö og hefði berjaspretta þar verið óvenju góð og enn væru menn að tina ber. —GEK Sfðumúla II - Sfml 81866

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.