Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 6. október 1976 lc HUNGRIÐ I HEIMINUM Philip Handler er forseti Visindaakademiu Bandaríkjanna og hefur ritað margar bækur um fæðuöflun mannkynsins i náinni framtið, og hvað beri að gera, til þess að afstýra hungurdauða mann- kyns i náinni framtið. t ritverki sinu, LÍFFRÆÐIN OG FRAMTÍÐ MANNKYNSINS, kemst hann að þessum niður- stöðum. bar sem jarðarbúum fjölgar stöðugt, hlýtur afleiöingin að verða sú, að innan tiöar verður alvarlegur fæðuskortur á viðlend- um svæðum jarðarkringlunnar. Gerum okkur ljóst, að þó unnið sé ötullega að vaxandi matarfram- leiðslu, heldur það engan veginn i við þörfina. Hér kemur margt til athugunar, en það eitt er vist að hinn pólitiski óstöðugleiki i heimsmálunum getur — ef illa tekst til — gert alvarlegt strik i reikninginn og væri þó annars þörf. 20 daga forði Fyrst af öllu skulum við lita á núverandi ástand. Nú þegar er svo komið að matvælabirgðir heimsins sem fyrir fáum árum nægðu til að metta mannkynið i 80 daga, án þess að neitt bætist við eru nú aðeins 20 daga forði. Norður Amerika er nú eina lands- svæðiö, sem er meira en sjálfu sér nógt um matavælafram- leiðslu. baðan er nú flutt út um 8% af heimsframleiðslu korn- vara. Engan speking þarf til aö sjá, að haldi svo fram sem nú horfir mun 20. öldin slá öll fyrri met um hungurdauða i heiminum. Við getum séö hreyfingarstefn- una bezt á þvi, að þaö er álitið að á 17. öld hafi um 2% ibúa jarðar orðið hungurmorða. A 18. óldinni hafitalanhrokkiðí 10 milljónir og 25 milljónir á 19. öldinni. brátt fyrir stóraukna möguleika á fréttaöflun um þessa hluti nú, og þrátt fyrir alla tilburði til að koma matvælum til sveltandi fólks, eru hvorki til nákvæmar tölur um hungurdauðann, né heldur neinar likur til þess að af- stýra honum. bessi þróun heldur áfram i vaxandi mæli, og mun, eins og áður segir, slá öll met á þessari öld. Sóiundun korns Heimsframleiðsla matarkorns, _ sem nú er um 1200 milljónir tonna ' og hefur vaxið árlega undanfarið um 2-2,5% lauslega talið hefur engan veginn haldizt i hendur við hina öru mannfjölgun. Sizt af öllu kemur þessi vöxtur i hlut þeirra landa, þar sem fólkinu fjölgar mest. Vöxtur kornyrkjunnar er vitan- lega ýmsu háður. bar koma til greina þessir þættir helzt: áveitur, meindýraeyðing, vixl- ræktun nytjajurta, áburðar- notkun og vélvæðing. Samspil þessara og fleiri þátta hefur gefið bandariskum kornyrkjumönnum sexfalda uppskeru á viö það, sem t.d. Pakistanir og Indverjar bera úr býtum. En fleira kemur til. Korngnægð okkar hefur leitt af sér, að viö sól- undum nú i æ rikara mæli korni til aö framleiöa kjöt, egg, og aöra proteinrika fæðu, og það er dýrt. Samt sem áður er framleiðslu- máttur okkar slikur, að 1973 gátum við flutt út um 2/3 af hveitiuppskerunni, helming soya- baunauppskerunnar og um 40% af maísuppskerunni. Efnuö eða auðug riki hafa fetað I okkar fótspor um neyzlu proteinauðugrar „dýrafæðu”. bær hafa variö til þess bæði þvi, sem þær sjálfar juku við korn- ræktun sína og fluttu inn frá okkur. Alidýr fengu fæðu 1000 milljóna manna Aætlað er að til alidýrarækt- unar hafi þannig farið i auðugri rikjunum, og nægði þar til að metta 1000 milljónir manna á kjöti, eggjum o.fl. sliku, korn, sem hefði nægt til að metta tvö- falt fleiri án milliliða. Niðurstaðan af þessu er, að meðan ibúum jarðar hefur fjölg- að árlega um 2% og framleiðsla korns vaxið um 2,5%, hefur heimsþörfin fyrir kornmat oröið 3%. betta þýðir sifjölgandi hungraða munna, meðan aðrir lifa i vellystingum praktugléga Talið er, að nú búi um 400 millj- ónir manna við fæðuskort, sem eiga litinn annan kost en reyna að hjara meðan það er. Lifið er þeim stanzlaus barátta við sjúkdóma og sinnulaust rangl við að afla sér kviöfylli, unz þeir lognast útaf. Athyglisvert er þó, aö viða hefur verið komizt fyrir manndauða af allskonar hörgul- sjúkdómum, sem áður herjuðu á vannært fólk. Aðeins „enska sýkin”, sem stafar af A-vitaminskorti, heldur þar velli, og orsakar alvarlegt vandamál meö siaukinni fæðingu blindra barna, járnskortur háir og fjölmörgum. Kunnátta i næringarfræði hefur útbreiðzt svo verulega, að menn telja manndauðann hiklaust fremur stafa af beinum næringarskorti en kunnáttuskorti á samsetningu fæðunnar. Græna byltingin A sinum tima bundu menn miklar vonir við „grænu byltinguna”. En þá kom oliuverð- hækkunin eins og þruma úr heiðskýru lofti. Framleiðsla til- búins áburöar varð einna harðast úti. bannig hjaönaði „græna byltingin” fyrst og fremst vegna þess, að hún var einmitt reist á slikri áburðarnotkun að umtals- verðu leyti. Ennfremur má nefna . möguleikana til vatnsdælingar á ræktarlönd, sem byggðust á oliu- orkunni. Áburðarskortur Talið er, að eitt tonn af nitrogen áburði auki afrakstur akurlendis um 20 tonn af korni, sem nægir til að brauðfæða lOOmannsi heilt ár. Aburðarskorturinn hefur þannig svipt um 100 milljónir manna lifs- viðurværi. Hin gifurlega verðhækkun á oliu hefurhaft viðtæk áhrif á mat- vælaframleiðslu heimsbyggðar- innar. Vitanlega misjafna, eftir þvi hvernig rikin eru i stakk búin, aðöðru leyti. bannig hafa auðugu iðnrikin sloppið bezt, aö vonum, en þá hefur það komiö þvi harðar niður á hinum fátæku og ber margt til. Orkufátæku þjóðirnar, sem treysta þurfa á innflutning orkugjafa, hafa oröið að draga saman seglin I iðnþróun sinni, og þar með misst fótfestu á mörkuðum, sem þær þó höfðu aflaö sér, til þess m.a. aö geta keypt matvæli fyrir. 40 þjóðir á þröskuldi eftirvæntingar örfáar þjóðir hafa getaö hert sultarólina, án þess aö verulega kæmi aö sök. En svo er á litið, að um 40 þjóðir i heiminum séu á þröskuldi fullkominnar örvæntingar um matvælaöflun. 40 þjóðir d þröskuldi örvæntingar bað eru hvorki meira né minna en 1000 milljónir manna, sem eru undir þessa sök seldar. Alvar- legasta ástandið er á Ind- landsskaga. bar skortir bæði náttúruauðæfi og iðnþróunin er i molum. brátt fyrir óhugnanlegar tölur um dauðsföll, er mannfjölg- unin samt árlega um 2,5%. Sýnt er, að bæöi i nútið og fram- tið er og verður hungurdauðinn þarna þyngsta byrðin á samvizku heimsbyggðarinnar. Við Banda- rikjamenn stöndum nú frammi fyrir alvarlegu, siðferðilegu vandamáli. Fram að þessu höfum við selt afurðir okkar þjóðum, sem hafa bæði getað látið okkur i té ýmiss- konar hráefni, sem við teljum okkur þurfa, eða geta greitt okkur i frjálsum gjaldeyri, svo við get- um keypt þessar „þarfir” okkar þar, sem þær er aö fá. En getur þetta haldið áfram til lengdar? Getum við horft á það, að mat- vælum sé varið til að rækta ali- dýr, I stað þess að beina sölunni til að metta hungrað fólk? Trú- lega yrði þetta einnig skamm- vinnt. Jafnvel sæmilega efnuð iðnriki verða að horfast i augu við, að hinn gífurlega aukni oliu- kostnaður sviptir þau möguleik- um á að greiða kjarnfóður búpen- ingsins. afurðunum gefins til hungraðs mannkyns? Slikar aðgerðir eru mjög ólik- legar, nema unnt yrði að koma á sameiginlegum átökum allra, bókstaflega allra i heiminum, sem aflögufærir geta talizt. Innflutningur oliu til iðnrikj- anna mun, ef að líkum lætur, ná 750 milljörðum næstu fimm ár. bað er tvöföld árleg þjóðarfram- leiðsla Japana, svo dæmi sé tekiö. Oliunotkun þróunarlandanna hefur átta og hálffaldast i verði, sem þýðir, að þær eru algerlega vanmegna að kaupa mat eða nægilegan áburð, hvað þá heldur að efla iðnað sinn. Enda þótt við strikum bæði Rússa og Kinverja af lista við- skiptavina okkar, hlýtur að draga úr sölu okkar á matvælum til ann- arra einnig, en jafnframt eykst matvælaþörfin. Vilji enginn greiða kostn- aðinn, hlýtur dauðatalan af hungri að hækka geigvænlega i Mið-Ameriku, Suður-Asiu, og hluta af Suður-Ameriku. bessa er nú þegar tekið að gæta i a.m.k. 12 rikjum, ef til vill 8 I viðbót. Hér kemur svo dreifingarvandi mat- vælanna einnie til sögunnar. Matvælabanki Oft hefur borið á góma, að stofna til einskonar matvæla- banka heimsins, i reynd korn- banka, sem unnt væri að hagnýta, ef uppskerubrestur herjar á ein- hverja heimshluta. Hér yrði framleiðsla korns i Norður- Ameriku aðalforðinn. En við skyldum fara varlega i að vonast Spurning dagsins Við getum lagt fyrir okkur spurningu dagsins i breyttri mynd sem sé. Erum við tilbúnir til þess að kaupa og flytja inn nægilega orkugjafa, t.d. oliu, til þess að nota til fullnustu vaxtar- mátt moldar okkar og dreifa eftir endurtekningu á þvi, þegar við framleiddum drjúgum meira en neytt var hér heima og, jukum þar með birgðir okkar, þó takast mættiað framleiða meira korn en hagfræðitölur segja nægilegt fyrir heimsbyggðina. Hætt er við að menn sættu sig, i þvi tilfelli, ekki við algeran lágmarks- skammt. Eina ráðið, til að auka forða sliks matvælabanka, sýnist vera, að efnuðu þjóðirnar kæmu sér saman um að skerða neyzlu sina — á hvern hátt, sem það yröi gert Vatnsforði jarðarinnar er ekki þórjótandi, 70% jarðarbúa skortir nægilegt vatn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.