Alþýðublaðið - 06.10.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Qupperneq 7
7 Ið Miðvikudagur 6. október 1976 ALIDÝR FENGU FÆÐU 1000 MILLJÓNA AAANNA þeirra, t.d. i þróunarlöndunum vegna þess að fólkið hrynur þar niður af eymd og volæði, gæti röðin komið að þeim sjálfum fyrr envarir. Sama gildir auðvitað um alla aflögufæra, þótt i misjafn- lega stórum mæli sé. Rétt er að minna á, að þegar hafa oliurikin getað fengið nokk- um nasaþef af, aö allir reyna nú að verða sem mest óháðir fram- leiðslu þeirra um orkugjafa, og verða sjálfbjarga eftir föngum. Orkugjafar o.fl. Það skal játað, að margir binda miklar vonir við kjarnorkuna, án þess að gera sér ljóst hvert þaö getur leitt. Það værienganveginn glæsilegt ef heimurinn sneri sér alfarið að framleiöslu kjarnorkuvera sem orkugjafa. Þar er margháttuð vá fyrir dyrum, sem ekki yröi séð fyrir endann á i fljótheitum. Kjarnorkan er ekkert bama- leikfang, og i umgengni við hana þarf, sem oftar, að skoða endinn 1 upphafi. Hagnýting orku sólar- innar, er vissulega hugsanleg, en á nokkuð langt i land að verða að veruleika. Þar eru mörg ljón á veginum, og ekki einu sinni ömggt, að þau séu öll enn i sjón- máli. En hvað sem um það er að ræða, verður að halda áfram að rannsaka þessa hluti. Og svo er það vatnsforði jarðarinnar. Honum er vitanlega misskipt, sem öörum lifsins gæðum. Framundir þennan tima hafa menn ekki gætt þess sem skyldi, að vatnsforðinn er ekki óþrjótandi. Enda þótt einungis 4% af vatns- magni fljóta jarðarinnar séu nú hagnýtt til áveitna, er þegar búið að beizla það, sem aðgengilegast er án mikils kostnaðar. Framhald á þvi gæti auðveldlega leitt til alvarlegrar þurrðar neysluvatns viða um heiminn. Þannig gæti ógætileg meðferð mannkynsins á vatninu orðið til þess að takmarka mannfjöldann á komandi timum. Ýmsir hafa látið sér í hug koma, að maðurinn sé orðinn nægilega máttugur, til þess að geta nú breytt loftslagi jarðar- innar. Þetta kann að vera. En þá ber að lita á að verr gæti fariö en ef heima væri setið. Ef við athugum, að breytingar á loftslagi þýða ef til vill, að stór svæöi yrðu óbyggileg, og sú hætta vofir yfir án okkar aðgerða, er skynsamlegt að fara sér hægt Gætum að þvi, að hitinn á noröur- hveli jaröar hefur lækkað um 0,1 gráðu á öld siöustu þrjár ald- irnar. Þetta virðist litilvægt tölu- lega séð, en er það þó engan veginn. Ef hitinn á Noröurhvelinu lækkaði um tvær gráður, þýdtji það nýja isöld þar, og sú smá- vægilega lækkun, sem um er getið, hefur þegar stytt vaxtar- tima grænna jurta verulega eöa um tvær vikur, t.d. i Bretlandi. Og ekki skulum við gleyma þvi, að norðurhvel jarðar er aðal kornforðabúr heimsins. Lokaorð Vel má vera, að sú mynd, sem hefur verið dregin upp hér, sé ekki aðlaðandi. En þaö þýöir minnst af öllu að beita sjálfs- blekkingum. Hin auðugu riki, hvort sem eru iðnvædd eða oliu- rikin, verða að taka i sinar hend- ur að benda á og fara þær leiðir, sem færar eru til að létta fargi hungurs og örvæntingar af stór- um hluta jarðarbúa. Þetta mun kosta miklar lifs- venjubreytingar, ekki siöur hinna riku en snauðu. Takmarka verður mannfjölgun og auka kunnáttu fávisra og sjálfsbjargarviðleitni þeirra. Þetta er fært, ef ráðamenn heimsbyggðarinnar leggjast allir á eitt, eða ella ekki. Visindin hafa færtokkur marga og mikilsverða sigra. En allt kemur fyrir ekki, ef þeim er ekki beitt i þjónustu þess að jafna lifskjörin, svo öllum séu bærileg. Ofgnótt eins, samhliða örbirgð annars, gera jarðlifið ekki þess vert að þvi sé lifað. — og að allir aflögufærir mynd- uðu samtök með skattþegnum Bandarikjanna um kaup á korn- framleiðslu Norður-Ameriku- manna. Eðlilegast mætti telja, að hin auðugu oliuútflutningsriki ættu þar stóran hlut að. Gera mætti ráð fyrir, að bág- stöddustu þróunarlöndin yrðu að fá kornið undir framleiðsluverði. Þetta kostar mikla skipu- lagningu, en er fullkomin alþjóðanauðsyn. 2,5% árleg aukning Kornþörf þróunarlandanna mun veröa um 85 milljónir tonna árið 1985, og ef pólitiskur vilji er fyrir hendi, til þess að fyr ir það sé greitt, verður þetta magn fyrir hendi. Þess ber samt að gæta, að þó þróunarrikjunum væri gert kleift i bili, að lifa við lifskjör, sem teldust mega sæmileg, yrði samt að leggja áherzlu á, að mat- vælaframleiðsla þeirra sjálfra yrði meiri en sem svarar til fólks- fjölgunar þar. Sennilega væri þetta fært alls- staðar að kalla, nema i Suður- Asiu. Hinn gifurlegi fólksfjöldi þar — um 850 milljónir manna — sem eykst um 2,5% árlega, og ' hefur þegar ónóga framleiðslu- möguleika, veröur að fá sérstaka hjálp framar öðrum. Fari svo fram, sem nú horfir, tvöfaldast tala Suður-Asiubúa tii næstu aldamóta, og þó nú sé beitt ýmsum ráðum til að takmarka mannfjölgum (fæðingartala ernú 4,5%) eru engar likur til að þau mál komisti skikkanlegt horf fyrr en undir aldamót. Hungurdauði milljóna á ári Þrátt fyrir alla hugsanlega aðstoð til þessa heimshluta, sýnist framtiðin þar ekki bjartari en svo, að gera má ráð fyrir hungurdauða milljóna manna þar árlega fyrst um sinn. Engar likur eru til, að ofan- nefndar þjóðir geti orðið sjálfum sér nógar, eða gætu vegna fátæktar aukið verulega útflutningsiðnaö. Og. verði ekki snögg umskipti á mannfjölgun myndu þær þarfnast allrar umframframleiðslu Bandarikj- anna á korni snemma á næstu öld, eða fyrr. Enginn vafi leikur á, að væri heiminum i heild stjornað með hagsmuni allra fyrir augum, gæti jörðin okkar brauðfætt drjúgum stærra mannkyn en nú lifir hér. En þar er við mikinn vanda aö glima, ekki sizt menntunarskort og frumstæða lifnaðarhætti, sem ekki er áhlaupaverk að kippa i lag. Langtima áætlanir Þjóðhagsfræðingar heimsins verða að gera sér ljóst og koma sér saman um að hvaða marki beri að stefna. Hvað sem liður öllum tilraunum til þess að bæta úr sárustu neyðinni i bili, getur það ekki oröið nema bráðabirgða- ráðstöfun. Það eitt að halda eymdarlífi i sveltandi fólki, án þess aö gefa þvi vonir um batnandi framtið, kann að vera góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. En við getum ekki horft til sllkrar fram- tiðar. Það er brennandi spuming, hvernig unnt á að vera að vekja og þróa sjálfsbjargarviðleitnina hvarvetna. Hófleg og skynsamleg aðstoð til þess kann að vega þyngra en flest annað, og sé unnt að gefa þeim bágstöddu vonar- glætu má vel takast að virkja þar krafta, sem nú halda að sér höndum i örvæntingu. Þetta verða auðugu þjóðirnar að skilja og ekki sizt oliurikin, sem ekki vita aura sinna tal. Hvort sem þeim er það ljúft eða leitt að horfa viðar yfir en i eigin barm, mættu þau hugleiða, að þverri markaðsmöguleikar Hungurvofan ógnar börnunum sárast. Nú þegar er svo komið að matvælabirgðir heimsins, sem fyrir fáum árum nægðu til að metta mann- kyniði SOdaga án þess aöneitt bættist viö.er nú aðeins 20daga forði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.