Alþýðublaðið - 06.10.1976, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Qupperneq 14
14 FRÁ MORGNI... Miðvikudagur 6. október 1976 fflír Fréttagetraun 1. Hver er þessi kona? 2. 1 Horninu i gær var bréf meö yfirskriftinni: Er starfsfólk á spitölum bundið þagnar- eiði? Hver ritaði þetta bréf? 3. Hvað heitir forseti bæjar- stjórnar á Akureyri? 4. Söngsveitin Þokkabót hefur sent frá sér nýja breiðskifu, hvað heitir hún? 5. A sunnudaginn var haldið málverkauppboð á Hótel Sögu, á hvað fór dýrasta málverkið? 6. Hvað búa margir á Siglu- firði? 7. Frá Grundarfirði er gerður út einn skuttogari, hvað heitir hann? 8. Hvað heitir sveitarstjórinn i Grundarfirði? 9. Föstudaginn 1. október fluttist Hitaveita Reykja- vikur i nýtt húsnæði, hver var byggingarkostnaður þess húss? 10. Hver er formaður Neyt- endasamtakanna? Gátan Skýringarnar flokkast ekki eftir láréttu og lóöréttu NEMA viö tölustafina sem eru i reitum i gátunni sjálfri (6,7 og 9). Lá- réttu skýringarnar eru aðrar merktar bókstöfum, en ióöréttu tölustöfum. fSSjtSsKsr. Hert eftirlit með sölu hreinsiefna Hvers konar hreinsi- efni teljast til nauð- synjavöru, þegar um heimilishald er að ræða. Sum þeirra eru skaðvænleg einkum þá með tilliti til barna, en önnur eru tiltölulega hættulitil. t>ó ber að leggja rika áherzlu á, að öll slik efni, hverju nafni sem nefnast, á að geyma þar sem börn ná ekki i þau, þvi þau geta undantekningarlitið reynzt hættuleg á einn eða annan máta. Þau eru ófá, sjúkdómstilfellin hjá börnum sem skrifa má á reikning hreinsiefna. 1 mörgum tilfellum er um að ræða ýmis konarútbrot, en það er einnig til I dæminu að börn hafi fengið langvarandi húðsjúkdóma, vegna.þess að þau hafa komið höndum yfir þvottalög, eða skúringaduft. Viða erlendis eru barnaslys sem þessi orðin svo tið, að yfirvöld hafa ekki getað daufheyrzt lengur við siendur- teknum viðvörunum lækna. Er þvi viða farið að gera kröfur til, að umbúðir séu rækilega merkt- ar, svo ekki verði um villzt hvert innihaldið er. Oft vill það vera svo, að umbúðir hreinsi- efnanna séu svo illa úr garði gerðar, að börn eigi auðvelt með að komast i innihaldið. Að visu hafa viða orðið breytingar á vaskemiddel tvatímedel pesuaine muu risk num fiöét opiisks 5255*5 nskí VgJífy. þessu, en þeir sem hafa verið með athuganir á þessum sviðum, segja að viða sé pottur brotinn ennþá, hvað varanleik umbúðanna varðar. Þá hefur sala þeirra efna sem eru talin hvað hættulegust verið bönnuð viða þvi það virðist ekki nægja að benda foreldrum eða öðrum á skaðsemi þeirra. ólögleg sala Þrátt fyrir boð og bönn yfir- valda á hinum ýmsu stöðum, hefur komið i ljós, að margir verða til að verzla með þau hreinsiefni, sem annars er bannað að selja. Mörg þeirra eru flutt inn af litlum fyrirtækj- um sem setja gróðann ofar heilsunni. Þrátt fyrir að neyt- endasamtök og fleiri félög I hin- um ýmsu löndum, hafi reynt að stemma stigu við slikri verzlun hefur það reynzt ógerlegt með öllu.SéSviþjóð tekin sem dæmi, þá eru i þvi landi einu seldar hreinlætisvörur fyrir 600 milljónir sænskra króna á ári, og er þá eingöngu um að ræða vörur sem notaðar eru við heimilishald. Ekki hefur i þessu tilfelli reynzt hægt að fá upp- gefnar heildartölur yfir söluna, þvi ýmsar greinar innan iðnaðarins hafa reynzt eins og lokuð bók, þegar til átti að taka og er þessi ein af þeim. Takmarkanir Þá hefur komið I ljós, að ýmis vandamál sköpuðust þegar Bezta ráðið til að varast slys af völdum hreinsiefna er að kaupa þau inn i eins litlum skömmtun og auðið er. Ef eitthvað skyldi verða afgangs að lokinni hrein- gerningu, er æskilegast aö geyma það i læstum skáp eða öðrum stöðum þar sem útilokað er að börn nái i það. banna áttialla sölu á hreinsiefn- unum. Ýmsir starfshópar þurfa nauðsynlega á slikum efnum að halda við það starf sem unnið er. Þó það magn sé ekki keypt i venjulegum verzlunum, vill það dreifast meir en eðlilegt er. Það hefur þvi verið gripið til þessráðs, að setja strangar tak- markanir við sölu þessara efna, og reyna að sporna við að þau berist inn á heimilin. FRAMHALDS5AGAN S taðgengill s tj örnunnar & & & ffl 4 % 3 H A B C BJj D 1 3 E F Rj 1 G A: klettahöfðiB: málC: timabil D: þræðir E: spjald F: ofn G: mátturinn 1: málmur 2: súpu- skálin 3: forsk. 4: erá hreyfingu 5: gjálfraði 6 lá: skóli 6 ló: goggur 7 lá: veiðarfæri 7 ló: gera prestar 8: arkið 9 lá: útt 9 ló: sund 10: hvildi. S V Ö R: uossuueuijy jiuKaa 01 Jiupfniui 08 6 UOSSIIUI3 iujy -g jnnpuna ‘i Z£0Z '9 (saejjsnios up) 08S ‘S Jnjæjpjj j, uossjp^ujy jnjBA E -BWP-inQjpci SiaAuuea 'Z JH19psjeio jnuunSipiia j eftir Ray Bentinck ósvifnustúlku.semhún hafðigert svo mikið fyrir. Svo þetta voru þá launin! Paula treysti henni ekki, en ásakaði hana fyrir að vera njósnara. Þetta var dropinn, sem fékk bikarinn til að fyllast yfir barmana! — Þú hefur sagt nóg, Paula! sagði hún öskureið. — Þú ertilla innrætt og vanþakklát! Þú getur ekki komið svona fram við mig, þó að þú sért þekkt stjarna'.Og nú missti hún stjórn á skapi sinu. — Ég veit ekki, hvað þú hefurgert i fortiöinni! hrópaði' hún. — Mér er lika skollans sama, hvað þú hefur á samvizkunni, en héðan i frá skaltu ekki búast við hjálp frá mér! Ég er staðgengill þinn við upptökurnar, og þú getur ekki sent mig i eldlinuna,meðan þú ert i felum! — Var það fleira? spurði Paula og ró hennar boðaði illt. — Nei, alls ekki! hrópaöi Shirley. — Þú verður að biöjast afsökunar á öllu þvi, sem þú sagðir áðan, eða ég segi öllum það, Max lika! Hann veit, að ég segi honum satt, en þaö er meira en hann býst við af þér! Paula reis á fætur. Bros hennar var illgjarnt. — Þú hefur vist beö- ið lengi eftir að varpa þessari sprengju? sagði hún. — Kannski ég yrði móðguð, ef ég kenndi ekki svona mikið I brjósti um þig! — Þú getur látið það vera! hrópaöi Shirley. — Ég vil heldur vera staðgengill stjörnu, en stjarna, sem þorir ekki að láta sjá sig nema á hvita tjaldinu! — Ég átti ekki við, að þú værir afbrýðisöm þannig séð, þó að ég viti, aö þú ert það. Nei, ég átti við Max. Paula hló háöslega. — Þú gætir myrt vegna þess, að hann lltur ekki við þér. Það er hlægi- legt, hvernig þú eltir hann á rönd- um! Shirley varö eldrauð af reiði og auðmýkingu. Paula hafði hitt hana undir beltisstað. — Ætli Imyndunaraflið hlaupi ekki með þig i gönur, sagði hún reiðilega, en Paula hló bara aftur. Hann er orðinn hundleiður á þvi, hvernig þú hangir i honum. Þess vegna ráölagði hann þér að fara aftur heim. — Sagði hann.. sagði hann þér það? hvislaði Shirley. — Hann segir mér allt, sagði Paula rólega. — Fyrst hafði hann gaman af, hvað þú varst vitlaus á eftir honum, en núna er það byrj- að að fara i taugarnar á honum. Max myndi gera hvað sem væri til að losna við þig, og þar sem þú sýnir engan lit á að fara fúslega, er hann að reyna að fá Walt til að senda þig aftur til London. — Það er lygi! — Spurðu Walt, drafaði Paula. ( Og hættu svo að ónáði mig! Eg er jafnþreytt á þessari heimsku legu ásthrifni þinni af Max og hann! Shirley bældi niður ekka, og hljóp út úr herberginu. Hún rakst á Silverstein i bókaherberginu. — Eg er önnum kafinn, Shirley. Burt! En hún gekk að honum og leit i augun á honum. — Mig langar að spyrja yður um eitt, hr. Silver- stein. Hefur Max beðiö yður að senda mig aftur til London? Silverstein kinkaði óþolin- mæðislega kolli. — Hann hefur ekki talað um annað i morgun, en honum skjátlast, ef hann heldur, að hann geti skipaö mér fyrir verkum. Ég ræð hér. Það getur verið, að hann hafi ástæðu til að vilja losa við yður, en þér verðið, ef ég segi svo... Þetta var banahöggið á stolt Shirley. Max hafði sagt Paulu leyndarmál hjarta hennar, og Silverstein lika! Henni tókst með miklum erfiðismunum að tala ró- lega: — Ég er farin, hr. Silverstein! Ég er hætt! Ég ætla aö fara strax! Walt Silverstein stóð á fætur og elti Shirley til dyra. Hann tók i hana og dró hana með sér inn og lét hana setjast. — Þér getið ekki farið! Þér eruð samningbundin, sagði hann. — Segið mér allt af létta. Hver var að særa yður? — Allir! Max, Paula... allir! Silverstein leit á hana. Svo klappaði hann henni klaufalega á handlegginn. — Astarsorg, ha? Hann stundi. — Hvers vegna þarf þetta alltaf að koma fyrir mig? Ég ætti að búa til dýramynd i staðinn! —Þvieruð þér að þvi? Paule er köttur! hrópaði Shirley. — Hann er skepna! kjökraði Shirley. — Hann sagði við Paulu, að ég elti hann á röndum og reyndi að henda mér um hálsinn á honum! — Svo Paula sagði það? sagði Silverstein brosandi. — Haldiö þér, að Max segði svona um nokkra stúlku? Auðvitað ekki, og það vitið þér vel! Paula var að reyna að hefna sin, af þvi að Max hefur veitt yður helzt til mikla athygli. Ég hef séð það sjálfur. — Max væri ekki að biðja yður um að senda mig héðan, ef hann hefði áhuga á mér. — Það er ástæðan fyrir þvi, að hann gerir það! sagði Silverstein. — Hann hefur áhyggjur af öryggi yðar. Ég held, að hann sé I þann veginn að verða ástfanginn af yður. Þess vegna er Paula svona súr... hún er afbrýðissöm. — Max hatar mig, af þvi að honum leiðist ég, sagði Shirley ^rvæntingarfull. — Enga heimsku, Shirley! KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Sirni 74290 — 74201 .>* *® PDSTSENDUIVI TROLOFUNARHRINGfl " 3(ol)dmics Lciísaon í.,mg,ilicai 30 S>imi 19 209 Dúnn Síðumúla 23 /ími 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst’alla málningarvinnu — úti og inni — serum upp gömul húsgögh >

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.