Alþýðublaðið - 16.10.1976, Page 7

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Page 7
alþýðu- bSaðíó Laugardagur 16. október 1976 -------f---------------------------- LISTIR/MENNING 11 Fílharmónía að hefja vetrarstarf sitt As-dúr messa Schuberts í fyrsta sinn á íslandi Söngsveitin Fíl- harmónía er nú að hefja vetrarstarf sitt. Eins og undanfarin ár verða æfð kórverk til flutnings með Sinfóníuhl jómsveit is- lands. Söngstjóri Fíl- harmóníu í vetur mun verða Marteinn Hunger Friðriksson og er þetta hans fyrsta starfsár með sveitinni. Söngsveitin Filharmónia var stofnuð áriö 1959 og stjórnaði henni þá dr. Róbert A. Ottósson. Stjórnaði dr. Róbert sveitinni allt til dauðadags hinn 10. marz 1974, og stjórnaði hann jafnan flutningi verkanna á tónleikum. Eftir andlát hans var sú tilhög- un upp tekin, að söngstjórar æfðu kórverkin með sveitinni, en Karsten Andersen aðal- hljómsveitarstjóri stjórnaði flutningi verkanna á tónleikum. Söngstjórar eftir lát dr. Róberts voru þeir Garðar Cortez og Jón Ásgeirsson sitt árið hvor. Filharmónia mun i vetur á- samt Sinfóniuhljómsveit Isl. æfa Messu i As-dúr eftir Franz Schubert, og er ætlunin að flytja messuna á tónleikum i april n.k. Annað verkefni söngsveitarinn- Sg||' __ ~ - . •..■•? ; •• * > - ^ *■- ’ ~1 . W^"SF ~ •« Söngsveitin Filharmónia. Myndin var tekin er kórinn flutti Sálumessu Verdis, 8. april sl. ar i vetur verður Völuspá eftir Jón Þórarinsson, og verður það verk væntanlega flutt með Sinfóniuhljómsveitinni 10. febrúar. Martin Hunger Friðriksson stjórnandi söngsveitarinnar, nýtur mikil álits sem tónlistar- maður. Martin Hunger hlaut tónlistarmenntun sina i tónlist arháskólanum i Dresden og Leipzig, þar sem hann lagði einkum stund á kirkjutónlist, auk annarra tónmenntagreina. Söngsveitinni Filharmóniu er það fagnaðarefni að hafa fengið Martin til starfa með henni, segir i frétt frá Söng- sveitinni. Messa i As-dúr er eitt af sið- ustu verkum og stærstu verkum Franz Schubert. Schubert samdi messuna á árunum 1819- 1822. Verkið er fyrir fjóra ein söngvara, 4-8 raddaðan kór og stóra hljómsveit. As-dúr messa Schuberts hefur aldrei verið flutt hér á landi áður. Völuspá eftir Jón Þórarinsson var frumflutt af Sinfóniuhljóm- sveit Islands, Guðmundi Jóns- syni og Filharmóniu á þjóðhátið i Rvik 1974 undir stjórn höfund- ar, en verkið hefur enn ekki ver- ið flutt opinberlega i tónleika- sal. 1 Völuspá notar höfundurinn samnefnd Eddukvæði sem uppi- stöðu verksins. Söngsveitin Filharmonia get- ur tekiö við nýjum félögum og geta þeir sem áhuga hafa gefið sig fram við söngstjórann eða formann Söngsveitarinnar i sima 33657. —AB. Leikfélag Kópvogs sýnir „Glataðir snillingar” „Oft vex leikur af litlu” er meðal verka á efnisskrá Gísla Magnússonar og Gunnars Kvaran á morgun Amorgun,laugardag,munu þeir Gunnar Kvaran og Gisli Magnús- son halda tónleika á vegum Tón- listarfélags Revkiavikur. Tón- leikarnir hefjast kl. 2.30 i Austur bæjarbiói. Efnisskrá tónleikanna er eftir innlend og erlend tónskáld. Það eru Bach, Schumann, Fauré, Schostakovitsh og loks Þorkell Sigurbjörnsson, en eftir hann verður flutt verkiö „Oft vex leik- ur af litlu”, sem var tileinkað Gunnari Kvaran áriö 1969. Gunnar Kvaran hóf tónlistar- Gunnar Kvaran og Gisli Magnússon. nám sitt hjá dr. Heinz Edelstein, og siðar hjá Einari Vigfússyni við Tónlistarskólann i Reykjavik. I Kaupmannahöfn stundaði Gunnar nám hjá Erling Blöndal Bengtssyni, og var hann að- stoðarkennari Erlings frá 1968- 1974. Gunnar Kvaran hlaut tón- listarverðlaun Gades 1969. Fram- haldsnám stundaði hann i Basel og Paris. Gunnar hefur viða haldið tónleika, innanlands og ut- an. M.a. fór hann i tónlistarferð um Norðurlöndin ásamt Gisla Magnússyni, sem styrkt var af Nomus. Gisli Magnússon stundaði nám i pianóleik við Tónlistarskólann i Rvik, og seinna við Tónlistarhá- skólann i Ziírich hjá Walther Frey. Hann lauk einleiksprófi árið 1953. Fyrstu opinberu tón- leika sina á vegum Tónlistar- félagsins hélt Gisli árið 1951. Hefur hann haldið fjölda tónleika á íslandi, sem einleikari og þátttakandi i kammermúsik- flutningi. Næstkomandi laugardag frumsýnir Leikfélag Kópavogs leikritið „Glataðir sniilingar”, sem gert er eftir skáldsögu Williams Heinesen. Þetta er þýðing á danskri leikgerö, sem Caspar Koch gerði. Þýðinguna gerði Þorgeir Þorgeirsson, tónlistin er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, leik- mynd gerði Sigurjón Jóhannes- son og leikstjóri er Stefán Baldursson. 1 sýningunni koma fram alls þrjátiu manns, þar af ein'n hljóðfæraleikari, Þorvaldur Björnsson, sem leikur á harmóniku. Æfingar hafa staðiö yfir i sex vikúr á þessu verki, og veröur þetta fyrsta frumsýning ársins. Sýning þessi er liður i norrænni menningarviku i Kópavogi, sem Kópavogsbær, Norræna félagið i Kópavogi og Leikfélag Kópavogs standa að , og er þetta skerfur Leikfélags- ins til þessarar viku. Tónlist Gunnars Reynis Gisli Magnússon og Gunnar Kvaran hafa þessa dagana unnið að upptökum fyrir sjónvarp og út- varp. Tónlistarunnendur athugið, að Tónlistarfélagið getur enn bætt við sig nokkrum áskrifendum, en Sveinssonar, sem flutt er i verk- inu, er samiö sérstaklega fyrir þessa sýningu og er óhætt að fullyrða, að hún er sérstaklega smekkleg og fellur mjög vel að verkinu. Gunnar Reynir æfði sjálfur tónlistina. Þess má að lokum geta, að þetta er fyrsta færeyska leik- ritiö, sem f lutt hefur verið i leik- fyrirhugaöir eru margir tón- leikar, allt fram i mai, og meöal flytjenda á þeim er að finna marga færa tónlistarmenn, svo sem franska fiöluleikarann Jan Dobrzelewsky, Stuttgart- kammerhljómsveitina undir húsi hér á landi. Fyrir 40 árum sýndi Leikfélag Reykjavikur „Ranafell” eftir Heinesen, en það verk var einungis ein- þáttungur. Þorgeir Þorgeirsson ritar um höfund i leikskrá og i henni er einnig grein eftir Einar Braga um tengsl Færeyinga og Islend- inga. —ATA stjórn Karls Munchinger, Peter Pears söngvara. Af innlendum flytjendum má nefna Guðnýju Guðmundsdóttur, Hafliöa Hall- grimsson og Seímu Guðmunds- dóttur. —ab. Yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar hefst í dag Málverkasýning Finns Jóns- sonar verður opnuð i dag, laug- ardag, klukkan 2. Menntamála- ráðherra, Vilhjálmur Hjálm- arsson, mun opna sýninguna með ræðu. Forsetahjónin veröa viðstödd við þá athöfn. Þetta er yfirlitssýning á verk- um listamannsins, allt frá árinu 1920 til 1976. Sýningin verður op- in i fjórar vikur en þetta mun vera ein stærsta yfirlitssýning, sem haldin hefur verið til þessa i Listasafni Islands,að þvi er dr. Selma Jónsdóttir, tjáði blaða- manni Alþýöublaðsins i gær. Fyrsti Expressionistinn á íslandi Finnur var þarna sjálfur i gær að lita yfir uppsetningu sýning- arinnar. Hann sagðist ekki llta svo á aö hann tilheyrði neinni sérstakri listastefnu. Að visu mætti segja að hann væri fyrsti Expressionistinn, sem komið hefði fram á tslandi. Einnig hefði Kúbisminn haft djúp áhrif á hann á sinum tima. Finnur sagði að myndlistarlif i Þýzkalandi fram til 1925 hefði verið afskaplega fjörugt. Sér- staklega i borgunum Dresden, Mimchen og Berlin. Hann sagði að þýzku málararnir hefðu ver- ið miklu merkilegri en þeir frönsku á þessum tima. „Þetta voru miklir listamenn, eins og t.d. Kandinski og svo náttúrlega Munk, Picasso og Brach.” Finnursagði að Abstraktlistin hefði strax haft mikil áhrif á sig, ekkert siður en Expressionism- inn. Hann sagðist aldrei hafa verið sérlega hrifinn af Impressionisma og aldrei mál- að I þeim stil. Félagi í Der Sturm A Þýzkalandsárunum tók hannþátti félagsskapnum „Der Sturm” sem var einn þekktasti framúrstefnuhópur listmálara i Evrópu á þeim tima. Um 1925, þegar Finnur Jóns- son kom aftur heim til Islands, skrifaði Valtýr Stefánsson grein þar sem látið er i þaö skina, að fremur litill heiður sé af þvi aö vera félagi i „Der Sturm”. Finnur sagði að sér hefði fundizt gagnrýnin ómakleg, en þó hefði komið að þvi að þeir Valtýr heföu sætzt fullum sátt- um og hann fyrirgefið honum aðkastið. ,Ég byrjaði að mála I Dan- mörku og likaöi mjög vel I Kaupmannahöfn. Siðan fór ég til Þýzkalands og var þá aðal lega i Dresden.” — Hvað um islenzku málar- ana? „Jú, Kjarval, Asgrimur og Jón Stefánsson. Þetta voru á- gætis málarar.” — En yngri málararnir? „Ég held ég vilji ekkert segja um þá. Þaö er ekki svo gott að segja hvað úr þeim verður. Þeir eru undir svo margvislegum á- hrifum og kannski er þvi erfið- ara fyrir þá að móta sterka og sjálfstæða list. Annars er Einar Hákonarson nokkuð efnilegur. Annars er ómögulegt aö segja nokkuð um þetta.” Finnur Jónsson er enn mjög ern þótt hann sé kominn á efri ár. Hann málar enn og siöasta myndin á sýningunni er frá ár- inu 1976 eins og áður segir. Þetta er stórsýning, sem list- unnendur ættu ekki að láta fara framhjá sér. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 1.30 til klukkan 10 á kvöldin i sýningar- sölum Listasafns Islands við Hringbraut. —BJ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.