Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Miðvikudagur 3. nóvember 1976. Útgefandi: Aiþýðufiokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf..Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i iausasölu. Áfengi, fíkniefni og andleg velferð Sjálfstæðiskonur héldu ráðstefnu í Reykjavík fyrir skömmu þar sem f jallað var um áfengi og fíkniefni. Erindi fluttu sérfræðingar og leik- menn. Ráðstefnan var fjölsótt/ umræður miklar og þar kom fram áhugi á því, að öll ábyrg öfl í þjóðfélaginu, ekki hvað sizt stjórnmálaflokkarnir sameinuðust í baráttunni gegn því þjóðfélags- meini, sem neyzla át-eng- is og annarra f íknief na er orðin í landinu. Helztu niðurstöður ráð- stefnunnar voru þær, að áfengi yrði ekki útrýmt úr þjóðfélaginu, til þess væri það orðið of rótgró- ið. Hins vegar krefðist þjóðarheill þess, að dreg- ið yrði verulega úr neyzlu þess og við viðhorf al- mennings og drykkjusiðir breyttust. Sérstökum áhyggjum veldur hve áfengisneyzla færist niður í raðir barna og unglinga. Rannsóknir sýna, að ef það tekur f ull- orðinn mann 10 ár að verða áfengissjúklingur, þá tekur það táning 10 mánuði. Engin auðveld lausn er til á vandanum. Til þess þurfa að koma margar samvirkar aðgerðir, einkum uppeldislegar og fyrirbyggjandi: Bein fræðsla innan skólanna um afleiðingar af notkun áfengis og fíkniefna. Aukin félagsmálafræðsla og meiri raunhæf ábyrgð ungmenna í félagsstörf- um og í frjálsu félags- starfi utan skólans. Ráðstefnan taldi, að skemmtanavenjur ungra sem eldri væri afgerandi þáttur, þegar f jallað væri um notkun áfengis og fikniefna. Of mörg heim- ili og uppalendur hefðu vanrækt eðlilegt sam- neyti við börn og unglinga og gefið þeim lélegt for- dæmi. Hefja þarf al- menna baráttu fyrir styrkri fjölskyldu og bættu f j ölsky Id u I íf i. Heimilið þarf áfram að vera hornsteinn þjóðfé- lagsins. Vandamál barna og unglinga verða ekki leyst með þvi að f leygja í þau peningum. Stefna þarf að meiri sameigin- legri f élagsstarf semi eldra og yngra fólks, í stað þess að bása hópa niður eftir aldri. Ráðstefnan telur, að drykkjusiðir í Reykjavik og nágrenni hafi farið mjög versnandi, þegar fólk hætti almennt að vinna á laugardögum. Ohæfilegt umburðarlyndi gagnvart drukknum mönnum og tilhneiging til að afsaka framkomu þeirra og gerðir, er í senn heimskulegt og háska- legt. Einnig ættu stéttar- félög og vinnuveitendur að veita meira aðhald um reglusemi starfsfólks. Ráðstefnan telur, að virkja þurfi fjölmiðla, og þá sérstaklega sjónvarp- ið, bæði til beinnar fræðslu og til að móta sterkt og heilbrigt al- menningsálit í áfengis- og f íknief namálum. Æsi- fregnir og einhliða frá- sagnir af því, sem miður fer, eru neikvæðar. Við- horf almennings þarf að breytast i þá átt, að hægt sé að gera sér dagamun án þess að hafa vin um hönd. Áfengis- og fíkniefna- neyzla er þjóðfélags- vandamál, sem leiðir böl og þjáningu yfir þúsund- ir íslenzkra heimila. Bætt ástand í þessum málum er því velferðarmál, sem almenn félagasamtök, sem og stjórnmálasam- tök, ættu að láta meira til sín taka en hingáð til. Alþýðublaðið tekur undir flest af því, sem hér kemur fram, enda hefur blaðið áður bent á þessi atriði. Hins vegar vill blaðið minna á einn mikilvægasta þátt þessa máls, sjálfa þjóðfélags- uppbygginguna. Barátta þjóðarinnar hefur á síð- ustu áratugum beinzt nær eingöngu að veraldlegum gæðum og andleg velferð hennar látin sitja á hak- anum. Gífurleg og óeðlileg vinna Islendinga hefur bitnað á mikilvægasta hornsteini hvers þjóðfé- lags, heimilinu. Kapp- hlaup eftir peningum og eignum hef ur f irrt marga ráði og rænu, og þegar að kreppir standa menn eft- ir sljóir og ráðalausir. Gildismatið hef ur brengl- aztog menn leita stundar- f róunar í áfengi og öðrum vímugjöf um. í þessum efnum verða engar úrbætur fyrr en hverjum manni er tryggður réttlátur arður af sinni vinnu, og meiri jöfnuður ríkir í þjóðfé- lagi, sem keppir ekki að- eins eftir steinsteypu. —AG EIN- DÁLKURINN Misréttið víðar en á Alþingi Biaöið Kópavogur hefur þessa sögu af launamálum þar I bæ að segja: „Þegar bæjarráð samdi i sum- ar við starfsmannafélag bæjarins um röðun í launaflokka. var ekki samið um launaflokk Þórunnar Theódórsdóttur, vaktstjóra á Bókasafni Kópavogs. Hún hefur um tveggja ára skeið verið I launafl. B12 (samkv. nýju flokka- heitunum) og var hækkuð upp i þann flokk 1974 vegna þess, að hún hafði i 8 ár unnið hjá safninu, en aldrei fengið greidd laun i samræmi við menntun sina og stöðu á safninu. Nú gerist það skyndilega, að formaður bókasafnsstjórnar, Magnús Bjarnfreðsson leggur til, að Þórunn skuli lækkuð um tvo launafb. og byggir tillögu sína á þvi að hún hafi veríð hækkuð i launum, vegna mikillar fjarveru þáverandi aðalbókavarðar safns- ins, Jóns úr Vör. Framsóknar- og Sjálfstæðismenn samþykktu þetta bæði i bókasafnsstjórn og bæjarráði. Röksemdafærsla Magnúsar er hins vegar alveg út i hött. Með launahækkuninni fyrir 2 árum var Þórunn einungis að fá réttláta leiðréttingu eins og glöggt kemur fram i fundargerð bókasafns- stjórnar þann 16. okt. 1974, en þar segir svo: „Bókavörður taldi nauðsynlegt, að starfsheiti Þór- unnar yrði breytt og hún ráðin sem vaktstjóri. Þórunn hefur unnið hjá safninu i 8 ár og alltaf gegnt trúnaðarstörfum, en ekki fengið laun i samræmi við stöðu sina i safninu. Þórunn hefur menntun sem ritari og tvö undan- farin haust hefur hún sótt nám- skeið i Háskóla islands, sem efnt hefur verið til fyrir starfandi bókaverði.” Þórunn hefur kært þessa launa- iækkun til starfsmannafélags Kópavogs enda mun það vera al- gert einsdæmi, að starfsmaður bæjarins sé lækkaður f launum án þess að skipta um leið um starf. A Amtsbókasafninu vinnur starfsmaður sömu störf og Þór- unn og ber hann starfsheitið deildarstjóri. Hann er i 12. launa- fl. og hefur ekki heyrst, að ætlun- in sé, að lækka hann i launum. Starfslýsing þessa starfsmanns og Þórunnar er nákvæmlega hin sama.” Þannig líta sígarettupakkarnir út í Svíþjóð frá næstu áramótum: Eiturinnihald og viðvaranir prentaðar á sígarettupakkana í byrjun næsta mánaðar koma i sænskar verzlanir gamalkunnar sigarettu- tegundir i nýjum um- búðum. Ástæða til þess er sú, að um áramótin taka gildi ný sænsk lög, sem skylda tóbaksfram- leiðendur til að birta ut- an á sigarettupökkunum áberandi töflu um eitúr- innihald viðkomandi tegundar auk að- vörunarorða. Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa beitt sér fyrir þessum nýju iög- um, en allsnarpar umræður hafa orðið um þau i Sviþjóð. Sumir álita að viðvaranir af þessu tagi hafi ekkert að segja, en aðrir eru þeirrar skoðunar að allar slikar upplýsingar, hversu litlar sem þær virðast vera, hjálpi til aö halda atygli reykingarmanna að hættum tóbaksins og auki kviða þeirra. Hefur verið bent á að eina virka leiöin, sem reynd hafi verið með árangri til að fá menn til að hætta reykingum, sé að höfða til lifhræöslu mamía og ótta viö sjúkdóma. Tóbaksframleiðendur bentu hins vegar á það máli sinu til stuönings, að aðvaranir á banda- riskum sigarettupökkum og i auglýsingum tóbaksframleið- enda, sem eru lögboðin skylda þar i iandi, hafi ekki haft erindi sem erfiði. Eins og menn muna voru sett hérá Islandi fyrirnokkrum árum lög, sem bönnuðu auglýsingar tóbaks og settar voru reglur um aðvaranir á sigarettupökkum. Tóbaksframleiöendur töidu sig ekki geta oröið við þessum óskum og það varð úr, að reynd var sú leið að opna öll karton og lima að- vörunarmiða á pakkana. Frá þvi var siðar horfið og þess i stað ákveðið að verja tiltekinni upphæð til auglýsinga um skað- semi reykinga. Hvað sem þvi kann að hafa valdið, þá gátu framleiðendur reyktóbaks a.m.k. breytt umbúð- um sinum og prentað nýja pakka með aðvörunum á þegar þeim var gert það ljóst, að einungis þær tegundir yrðu seldar á sænskum markaði, sem fullnægðu kröfum löggjafans, Sænski markaðurinn er öllu stærri en sá islenzki , og það kann að hafa haft sitt að segja. Nokkur slagorð Það verður farið inn á nokkuð aðrar leiðir i áprentun aðvörun- arorða i Sviþjóð en gert hefur veriðannarsstaðar, þarsem sami textinn hefur verið prentaður á alla pakka um árabil. Sænsku lögin heimila að skipt skuli um aðvörunarorð, en jafnan sé þó birtur listi um kolsýrlings, tjþru og nikótinmagn ihverri sigarettu. Meðal nokkurra" aðvörunar- orða, sem birtast á pökkunum á næsta ári má nefna þessi: Reykingarmenn veikjast oftar en hinir. Sá sem hættir að reykja eykur batahæfni sina hröðum skrefum Reykingar móður á meögöngu- timanum geta reynst barninu skaðlegar Reykingarmenn eru óvarðari fyr- ir mengunaráhrifum en hinir. Dregið verði úr auglýsingum. Sérstök nefnd hefur nú skilað sænska viðskiptaráðherranum áliti og tillögum varðandi fram- búðarfyrirkomulag auglýsinga um tóbak og áfengi. Leggur nefndin til að slika'r auglýsingar sæti sivaxandi hindrunum og stefnt verði að þvi að takmarka þær að mestu. Lagt er til að bann- aðar verði pllar almennar aug- lýsingar, sem hafa það að mark- miði að örva kaup þessara vöru- tegunda, en heimilað veröi að hafa innan veggja verzlana tegundaauglýsingar, sem þjóna þeim tilgangi helzt að veita upp- lýsingar um verð og magn inni- halds. —BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.