Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 7
bia^jð' Miðvikudagur 3. nóvember 1976. _ FRÉTTIR 7 Greinargerð bæjarstjórnarinnar í Görðum vegna þjóðvega í Garðabæ I. Ljúka þarf við Reykjanesbraut til Reykjavikur. Brýn þörf er á þvi að fá sem allra fyrst eðlilega vegatengingu á milli Suðurnesja, Hafnarfjarö- ar, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps annars vegar og Suður- og Vesturlandsvegar og nýrra, ört vaxandi ibúðar-, iðnaðar og byggingarsvæða i Reykjavik hins vegar. Með lagningu Reykjanes- brautar úr Breiðholti að Kapla- krika i Hafnarfirði og Arnarnes- vegar á milli Hafnarfjarðarvegar og fyrirhugaðrar Reykjanes- brautar (eins og gert var ráð fyrir i skipulagi) verður veganetið á þessu svæði miklum mun betra og hagkvæmara fyrir umferðina heldur en það nú er. Þeir vegfar- endur og þau atvinnutæki, sem milli þessara svæða þurfa að komast i dag, þurfa að taka á sig stóran krók við að aka Hafnar- fjarðarveg, og Kringlumýrar- braut og Miklubraut, sem bæði er tafsamt og mjög kostnaðarsamt fyrir umferðina. Tæknilega ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að Reykjanes- braut úr Breiöholti i Kaplakrika komist i notkun innan tveggja ára, sömuleiðis Arnarnesvegur, þar sem vegstæðið er að mestu melur. Oryggissjónarmið mæla eindregið með þvi, að sem allra fyrst verði lokið við lagningu Reykjanesbrautar, og naumlega er verjandi, aö öll umferð sunnan Kópavogs verði að fara um Hafnarfjarðarveg. Stór slys, mik- il snjóþyngsli eða náttúruhamfar- ir gætu teppt alla umferö um Hafnarfjarðarveg um lengri tíma með alvarlegum afleiðingum. Yrði á næstu árum hal'dið áfram endurbyggingu Hafnar- fjarðarvegar sem hraðbrautar suður I Engidal með tilheyrandi tengimannvirkjum verður óhjá- kvæmilegt að ráðast i fram- kvæmdir viö Reykjanesbraut og Arnarnesveg i beinu framhaldi af þvi. Ljóst er, að heildarfjárfest- ing þjóðarinnar yrði meö þessu miklum mun meiri en með þvi að ljúka strax lagningu Reykjanes- brautar, ef með þvi móti má fresta um jnörg ár endurbygg- ingu Hafnarfjarðarvegar sunnan Amarneslækjar, þótt gera þyrfti á þeim kafla nokkrar lagfæring- ar. Dreifing umferðar- þungans. Áætlað hefur verið, að þriðj- ungur þeirra 18 þúsund bila, sem daglega fara um Hafnarfjarðar- veg í Garðabæ mundi færast yfir á Reykjanesbraut, væri hún til úr Breiðholti að Kaplakrika. Umtaisverður hluti þessarar um- ferðar væru vinnuvélar og þunga- flutningar. Reykjanesbrautin og Arnarnesvegurinn myndu einnig létta þessari umferð af Kringlu- mýrarbraut en á mótum hennar og Miklubrautar eru þegar um- ferðarerfiðleikar, sem vaxa með umsvifum i miðbæjarkjarnanum við þessi gatnamót. Ætla verður, að með tilkomu Reykjanesbraut- arog Arnarnesvegar megi einnig fresta i nokkur ár gerð mjög kostnaðarsamra umferðarmann-. virkja við þessi gatnamót. Þá má einnig benda á að Norðurbærinn i Hafnarfirði er senn fullbyggður. Byggðaþróun í Hafnarfirði verð- ur þvi á næstu árum i suðurhluta bæjarins, sunnan umrædds hluta Reykjanesbrautar. Með lagningu tengibrautar i Garðabæ milli Vifilsstaðavegar og fyrirhugaös Arnarnesvegar á Arnarneshæð verður unnt að beina verulega umferð úr og i Garðabæ af Hafnarfjarðarvegi norðan Arnarneslækjar, þ.e.a.s. á þann hluta Hafnarfjarðarvegar- ins, sem verður hraðbraut. Þriðjudaginn 19. október s.l. var haldinn borgara- fundur i Garðabæ um þjóðvegi um byggðar- lagið. Fundurinn gerði Þegar Reykjanesbraut hefur verið lögð ætti að nást aukið um- ferðaröryggi á Hafnarfjarðar- veginum sunnan Arnarneslækjar með umferðarljósum. Með þessari röðun fram- kvæmda má segja, að núverandi Hafnarfjarðarvegur endi, a.m.k. um sinn sem hraðbraut I tengi- mannvirkjun á Arnarneshæö i stað Engidals eins og eldri hug- myndir gerðu ráð fyrir. Umferðarmannvirkin i Kópavogi. Ýmsum þykir óeðlilegt, vegna kostnaöarsamra umferöarmann- virkja viö Hafnarfjarðarveg i Kópavogi, að vegurinn endi sem hraðbraut i Arnarneshæö og verði þaðan til suðurs i þjóðbrautar- flokki um Garðabæ og i gegnum Hafnarfjörð. Ætti það sjónarmið eitt að ráða að nýta sem bezt um- ferðarmannvirkin i Kópavogi ætti hraðbrautin aö sjálfsögöu að fara i gegnum Garöabæ og miðbæ Hafnarfjarðar með nauðsynleg- um brúm og slaufum og tengjast Suðurnesjavegi við Straumsvik. Aðra vegi ætti siöan ekki að leggja fyrir þessa umferö, fyrr en mannvirkin i Kópavogi þyldu ekkimeiriumferö.væntanlega þá eftir nokkra áratugi. Staðreyndin er hinsvegar sú, aö umferöarmannvirkin i Kópavogi voru gerð til þess að aðgreina umferðina I gegnum Kópavog frá innanbæjar umferð þar, en þess var talin þörf af umferöar- og skipulagsástæöum i Kópavogi. eínróma svohljóðandi samþykkt: 1. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við þá stefnu bæjar- stjórnarinnar að hraða beri sem mest lagningu Reykjanesbrautar Aðalatriðið var ekki, hvort um- ferðin sunnan Kópavogs kæmi eftir vegum i þjóðbrautar- og hraðbrautarflokki, heldur hitt að umferðin þurfti að komast greiö- lega i gegnum Kópavog. Tvöföldun Hafnarfjarð- arvegar leysir ekki vandann. Nokkrir freistast til að mæla gegn þvi, að lokið verði við Reykjanesbraut, þ.e.a.s. vegar- kaflann á milli Kaplakrika og Breiðholts, vegna þess að þessi vegarkafli sé 6.7 km, en hinsveg- ar þurfi aðeins að endurbyggja 2.5 km i Hafnarfjarðarvegi til þess að tvöföid akbraut verði á milli Hafnarfjarðar og Reykja- vikur. — Þá vantar reyndar þau tengimannvirki, sem gert var ráö fyrir á Arnarneshæð, við Vifilsstaðaveg og i Engidal, en þau kosta stórfé og eru nauðsyn leg til þess að Hafnarfjarðarveg- urinn gegni þvi hlutverki, sem honum væri ætláð. Þangað til tengimannvirkin kæmu yröi vegurinn stórhættulegur* gang- andi vegfarendur ættu i miklum erfiðleikum meö aö komast yfir þennan breiða veg og bifreiðar með að komast upp á veginn og af honum. Sjónarmiðin við ákvörð- un röðunar fram- kvæmda. Frá þröngu tæknilegu sjónar- miði kann að vera skiljanlegur áhugi á þvi að ljúka tvöföldun úr Breiðholti, vestan Vffilstaða- vegar að Kaplakrika við Hafnar- fjörð. 2. Fundurinn telur útilokað að endurbyggja Hafnarfjarðarveg suður i Engidal sem hraðbraut i núverandi legu vegarins. Hafnarfjarðarvegar til Hafnar- fjarðar, og eflaust væri þetta nokkuð þægileg lausn fyrir þá umferð, sem komast þarf af Reykjavikurvegi i Hafnarfirði i átt til Reykjavikur og til baka, en hinsvegar erfið fyrirumferö til og frá Suðurnesjum, Alftanesi og Garðabæ. — Bæjarstjórnin leyfih sér að ætla að ákveða skuli fram- kvæmdaröðun við veganetiö á svæðinu i talsvert viðara sam- hengi. Hún telur að fyrst og fremst eigi að lita á arðsemi vegamannvirkjanna, þ.e.a.s. heildarfjárfestinguna og hvað sé umferðinni og svæðinu i heild og ibúum þess hagkvæmast. Bæjar- stjórnin hefur ekki nægar upplýs- ingar til þess að framkvæma slika athugun, og er ekki kunnugt um að hún hafi verið gerð af vegagerð rikisins eða öðrum opinberum aðilum. Það er engu að slður skoðun bæjarstjórnar- innar, að niðurstaðan yrði sú, aö strax skuli ráðizt i framkvæmdir við Reykjanesbraut úr Breiðholti — og þótt fyrr hefði verið. II. Erfiðleikar við undirbyggingu Hafnar- fjarðarvegar. Útilokað er að Hafnarfjarð arvegur verði lagður sem hrað- braut i núverandi legu vegarins. Af skipulagsástæðum i Garðabæ er það mjög óæskilegt, vegna óhagræðis sem hraðbrautin mundi skapa sunnan Vifilsta.öa- vegar. Þetta er einróma álit ibúa Garðarbæjar. öllum er ljóst, að endurbygging 3. Vegna væntanlegrar byggöar á Alftanesi veröi við yfirstandandi endurskoöun aöa Is ki pul a g s bæjarins tekiö frá landi fyrir hugsanlega hraöbraut vestan nú- verandi Hafnarfjaröarvegar meö tengingu við Álftanesveg. Hafnarfjarðarvegar með tilheyr- andi tengimannvirkjum er mjög dýr framkvæmd og yrði aö vinn- ast i áföngum á mörgum árum. ófullgerð mundi hraðbrautin þvi árum saman valda verulegum umferðarvandræðum og mikilli slysahættu, sem ekki hefur verið sýnt fram að væru leysanleg á viðunaadi hátt. Þessir erfiðleikar skapast m.a. af þvi, að vestari akbrautin á milli Arnarneslækjar og Engidals, sem rætt hefur verið um sem næsta áfanga vegarins, og er i talsvert annarri hæðarlegu en vegurinn er i núna. Einnig er ljóst að öll vinnuaðstaða viö framkvæmdirnar yrði mjög erf- ið, vegna þeirrar miklu umferðar sem um veginn yrði jafnframt að komast, þar sem önnur leið býðst ekki. Forráðamönnum vega- gerðarinnar eru þessir erf iðleikar fullljósirog þeirsækjastekki eftir þvi að endurbyggja veginn i nú- verandi legu. III. Byggð á Álftanesi. Ekki er gert ráð fyrir þvi, að byggð i Garðabæ á Alftanesi vaxi fyrr en um aldamót, og uppbygg- ing i Bessastaðahreppi er hæg. Vaxandi byggð á Alftanesi verður að sjálfsögðu siðar að fá eðlilega vegatengingu við nærliggjandi svæði. Meö þaö i huga er bæjar- stjórnin fús til þess að taka frá land vestan núverandi Hafnar- fjarðarvegar fyrir hraöbraut, verði hennar þörf siðar. Garöabæ i október 1976. Bæjarstjórinn I Göröum Garöar Sigurgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.