Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 4
4 VMHORF SIÐARI HLUTI Miðvikudapur 3. nóvember 1976. SANNLEIKANN ALLAN OG EKKERT UMFRAM HANN Um nauðsyn þess að sjá og virða ALLAN sannleikann Sr. Jakob Jónsson sendir mér bróöurkveöju sina i Alþýöublaö- inu 17. október. Er þetta bréf hans i ólikt friösamlegri anda heldur en þau ósanngjörnu brigzlyröi sem hann viöhaföi hér i blaöinu 25. september, en þeim haföi ég mótmælt meö grein minni 8. okt. Ég kann vel að meta vinsam- legar óskir Jakobs i minn garö, en þó ber þar stóran skugga á. Sá galli fylgdi gjöf Njarðar aö presturinn hefur enn ekki tekið aftur sin ábyrgðarlausu svigur- mæli, sem voru tilefni þessara oröaskipta, en fyrr getur ekki gróið um heilt á milli okkar tveggja. Aöeins meö heilindum og skilningi verður stofnaö til friðar og gagnkvæmrar viröing- ar okkar i milli. Grein sr. Jakobs (Sannleikur- inn skiptir máli) hefst með þvl, aö hann þakkar mér fyrir aö hafa skýrt málið eins og þaö horfir við frá minni hliö (i svar- grein minni viö hans upphaflegu gagnrýni). Framhald þeirra oröa bendir hins vegar til þess, aö presturinn hafi alls ekki skiliö þessar auösæju skýringar minar, þvi að hann sniðgengur alveg sjálfan kjarnann I máli minu. Hann leyflr sér jafnvel aö halda þvi fram, aö þaö hafi ver- iö „sannleikans vegna”, sem hann lýsti 2ja ára afstööu minni til kúgunarstjórna meö þeim hætti, sem hann geröi (Alþbl. 25/9) — og þaö einmitt á þann veg, sem ég hef skýrt og greini- lega sýnt fram á, að gæti engan veginn staöizt. (Alþbl. 8/10). Meö ljósum rökum benti ég þar á, aö greinar minar I Mbl. haustiö 1973 voru ekki „svæsinn áróöur” fyrir miskunnarlausri kúgun herforingjanna I Chile, eins og presturinn haföi fullyrt út í loftiö — og þá ekki „sann- leikans vegna”, heldur vegna ófullkomins minnis slns á þriggja ára blaöagreinum. Afstaða min og for- sendur hennar Þar sem skilningsleysi viröist hrjá sr. Jakob svo mjög, neyöist ég til aö itreka þaö viö hann, aö greinar minar 1973 snerust alls ekki um stjóm herforingjanna og fólu ekki I sér neina réttlæt- ingu á óréttlætanlegri kúgun og mannréttindabrotum. Þvert á móti var þaö litla, sem ég skrif- aöi um stjórn þeirra, eins og hún fóraö sýna sig ireynd, beinllnis neikvætt I þeirra garð.Ég gagn- rýndi þannig ýmsar öfgar, sem herinn haföi gerzt sekur um, i siöari greinum minum I Mbl. (28. okt. 1973) og Stúdbl. (I5.nóv. s.á.). Efséra Jakob vill ekki gangast inn á þessar stað- reyndir — og viöurkenna þar meö i reynd, aö hann hafi rang- lega brigzlaö mér um svæsinn áróöur fyrir kúgunarstjórn her- foringja — þá er honum velkom- iö aö freista þess aö tina til rök fyrir þeirri skoöun sinni. En Jakob Jónsson getur ekki hrakiö þetta mál, sem ég þekki ofan i kjölinn. Ég réttlætti aldrei þær kúgunaraögeröir, sem her- inn tók upp eftir valdatöku sina, heldur fullyrti ég einungis, að rikisstjórn Allendes hafi veriö oröin óviöunandi stjórn, sem heföi rofiö stjórnarskrána, stórskemmt efnahag landsins og stefndi aö kommúnisku al- ræöi — og væri þvi afsetjanleg. Málflutningur minn allur grundvallaöist á þessu neikvæöi þeirrar stjórnar, sem rikti fyrir 11. september 1973, en þar meö fól hann ekki i sér neinar fyrir- varalausar staöhæfingar um jákvæöi þess stjórnarfars, sem viö tók. Til þess haföi ég hvorki vilja né getu, þvi aö engin reynslá var þá komin á stjórn herforingjanna I framkvæmd og þvi tómt mál aö fullyröa nokkuö um hana fyrir fram (siöari greinar minar andmæla þó mannhelgisbrotum, sem þá voru kunn orðin, eins og fyrr segir). En réttlæting min á þvi, að Allendestjórninni, sem i sjálfri sér var oröin óhæf og af- setjanleg að minu mati, væri steypt af stóli i þessari tilteknu byltingu hersins 1973, haföi hins vegar eina meginforsendu til vibbótar, forsendu sem ég taldi marktæka, þar sem ekki var betur vitaö. Hún var sú, aö yfir- lýstur tilgangur herforingjanna með stjórnlagarofinu væri ekki i andstööu viö frambúðarhags- muni lýöræðis og mannréttinda, vegna þess aö þeir hygöust endurreisa þingræöislegt réttarriki „bráðlega”. Það virt- ist og styrkja traust manna á þessum jákvæöa tilgangi, aö chiliski herinn haföi þá um ára- tuga skeið sýnt hinu lýðræöis- lega þjóðskipulagi hollustu, sem var næsta óvenjuleg f löndum S- Ameriku (fullyröingar Hauks Más Haraldssonar i Alþbl. 11. sept. sl., sem gengu i andstæöa átt, báru meö sér þekkingar- skort á heföbundinni stöðu hers- ins i Chile). Með skýrum fyrirvara An þessarar meginforsendu, þ.e.a.s. jákvæös ásetnings sem i sjálfum sér var réttlætanlegur, heföi ég ekki skrifaö Chilegrein- ar minar 1973. Þar kemur lika skýrt fram, að ég set ákaflega þýðingarmikinn fyrirvara fyrir þvi, aö ég fallist á réttmæti her- foringjabyltingarinnar, en hann varsá, að hinar jákvæðu stefnu- yfirlýsingar reyndustekki orðin tóm. Þaö var „I þeirri trú, aö herforingjarnir endurreisi lýö- ræöi og þingræöi innan tveggja ára,” sem ég lýsti mig „þakk- látan þeim fyrir aö hafa foröaö Chile frá ógn kommúnismans. — En komi þaö á daginn, aö þessir menn ætli sér aö halda einræðisvöldum til frambúöar ogberja niöur alla frjálsa hugs- un, þá skal ekki standa á mér aö fordæma sllk , svik viö þjóö Chile. Megi frjálst þjóöfélag dafna þar enn á ný.” Slik og þvllik voru orö min i Mbl. 28. okt. 1973, og óneitanlega er andi þeirra fjarri þeim rangtúlkun- um, sem ýmsir —og þar á meö- al Jakob Jónsson — hafa borið á borð I blöðum vinstri manna. En þaö er þó alltjent ánægjuleg vis- bending, aö þeir ráöast þar ekki á mig fyrir neinar raunveruleg- ar sakir, heldur veröa þeir aö finna sér til bæöi rangfærslur og hreinar álygar til aö geta komið á mig höggi. Ég vænti þess, aö sr. Jakob hafi nú loksins öölazt fullan skilning á minni upphaflegu af- stöðu til atburöanna I Chile og sjái þaö svart á hvitu, að ég var ekki aö verja þaö, að menn stjórni þjóö sinni með miskunnarlausri kúgun. (Ég veit, aö sr. Jakob hlýtur aö viöurkenna þaö meö mér, aö ef bylting gegn rikjandi stjórnvöldum getur i ákveðnum tilvikum verið réttmæt — eins og viö erum „vafalaust sam- mála um” — þá erum við meö þvi aö réttlæta valdatöku meö ofbeldi.en þaö er alltannað fyr- irbæri en að framfylgja ómann- úölegum stjórnarháttum meö nauösynjalausu ofbeldi.) Sanngirni er sátta móðir Þaö er nú einnig orðið ljóst, að greinar sr. Jakobs byggjast á grundvallarmisskilningi á skrifum minum öllum. í sinni stuttu vinsemdarkveöju talar hann enn eins og viöhorf mitt hafi veriö jákvætt gagnvart kúgunarstjórn herforingjanna 1973, en siöan hælir hann mér fyrir aö hafa „skipt um skoö- un”, þ.e. meö þvi aö hverfa frá stuöningi viö miskunnarlaust ofbeldi valdhafanna i Chile. Ég getekki talið mér neina upphefö i þvi, þegar sr. Jakob — af ein- hverjum óútskýröum ástæöum —lætur áfram sem ég hafi veriö málsvari fordæmanlegra grundvallarskoöana 1973, en hafi siðan séö aö mér og tekið þvilikum „skoöanaskiptum”, aö hinn æruveröugi klerkur býöur mig velkominn til samstarfs i þjóökirkjunni. Forsendan fyrir þessu sáttarboöi hans er alröng, og meöan þaö hvflir á svo feysk- inni rót, hlýt ég aö hafna þvi. Annað gæti ekki talizt réttsýnt og heiöarlegt, þvi að.. hálfsannieikur oftast er óhrekjandi lygi. A meðan breytt álit séra Jakobs á viöhorfum minum byggist enn á rangtúlkun skoö- ana minna frá haustinu 1973, verö ég aö afþakka hrósyröi hans fyrir meint skoöanaskipti min. Sáttaboö hans þarf að komast á heilbrigöan grundvöll til þess, aö ágreiningur okkar veröi aö fullu jafnaöur. Saknæmt að lesa ekki Timann? 1 grein sinni talar sr. Jakob eins og honum hafi orðið á sú eina yfirsjón, aö „skoöana- skipti” min hafi „fariö fram hjá” honum, en þar á hann viö grein mina um Chile i Timanum 11. sept. sl. Ég vil benda honum á þaö sem raunar mætti vera ljóst af Alþýöublaösgrein minni 8. okt., aö ástæöan fyrir þvi, aö ég fór út I þessi mótmæli gegn skrifum hans, var ekki sú, aö hann skyldi ekki hafa lesiö nýj- ustu grein min um Chile (Harö- stjórn hersins i Chile), heldur hin, aö hann lét sér sæma að bera á borö ósönn brigzlyröi um afstööu mina áður fyrr. Þaö er þar sem hnifurinn stendur i kúnni, séra Jakob, og ég sætti mig ekki við þaö, aö jafnvel mitt i öllu yöar bróður- lega skjalli haldiö þér áfram aö gera mér rangt til. Mér finnst það jaöra viö óeinlægni af yöar hálfu, hvernig þér vikiö yður undan þvi að afturkalla áburö yöar I greininni 25. september. Þaö er svo sem auðveldur leikur aö gera litiö úr þeirri yfirsjón meö þvi að láta eins og allur misskilningurinn hafi byggzt á því, að þér lásuö ekki Tímann dag einn i haust. En ekki vil ég ætla yður visvitandi óheilindi, þvi aö sjálfur hafiö þér sagt, aö „sannleikurinn skipti máli” fyrir yöur, og ég verð þá aö gera ráö fyrir, að þaö sé allur sannleikurinn, sem þér eigiö viö, en ekki litiö brot hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.