Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 5
SlHXfö’ Miðvikudagur 3. nóvember 1976. ÚTLÖND 5 Gleðileg umskipti? 1 svari sr. Jakobs segist hann gleðjast af þvi, hversu drengi- lega ég kannist við skoðana- skipti min á herforingjastjórn- inni. — Ég get ekki sagt, að það sé mér neitt gleðiefni, að von min um endurreisn heilbrigðra stjórnarhátta i Chile hafi brugð- izt. Það er reyndar ekki merkingin i or'ðum prestsins enda hefur hann ekki viður- kennt, að Morgunblaðsgreinar minar frá haustinu 1973 hafi grundvallazt á góðum óskum i garð Chileþjóðar. En það, sem ég er að freista þess að koma honum i skilning um, er einmitt það, að hugur minn til chilisku þjóðarinnar hefur ekki breytzt þvi að hann var frá upphafi vel- viljaður, heldur er það mat mitt á herforingjunum, sem, eðli málsins samkvæmt hefur hlotið að breytast — einfaldlega vegna breyttrar afstöðu þeirra sjálfra og þess athæfis, sem af þvi hefur leitt. Þeirraer ábyrgðin á þvi, að menn, sem i góðri trú vildu réttlæta byltinguna 1973, eru knúðir til að fordæma for ystumenn hennar, sem upprunalega komu fram sem bjargvættir landsins, en hafa siðar sannazt að vera svikarar við þjóð sina og óskammfeilnir harðstjórar. Sáttaboð mitt Þér verðið nú að gera það upp við yður, séra Jakob, hvort þér ætlið að halda þvi til streitu að bera mér á brýn ósannindi með málsvörn minni eða draga til baka fullyrðingar yðar sjálfs. Á grundvelli virðingar okkar beggja fyrir heilum og óskiptum sannleika þessa máls, en ekki takmörkuðum hluta hans all- eina, vil ég af mestu ánægju sættast við yður, svo að það mál, sem þér hófuð með ófar- sælum hætti og eigið enn eftir að segja yðar síðasta orð um, megi enda á farsælan hátt. Það er vist og satt, að sundr- ung vegna gagnstæðrar vilja- stefnu manna hefur oft sorgleg- ar afleiðingar i för með sér. En sundrun, sem stafar af mis- skilningi einum saman, er ekki siður hörmuleg, með þvi að hún er þarflaus og myndi leysast með sannri þekkingu. Þetta hygg ég að Jakob Jónsson sem skoðanabróðir minn varðandi kristin grundvallarviðhorf hljóti að vera mér sammála um og sé maður til að breyta samkvæmt þvi. Með beztu óskum Jón Valur Jensson. Sölufólk! Hringið til okkar og pantið föst hverfi til að selja blaðið í Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 Kaupið bíimerki Landverndar r&KUMl lEKKII JTANVEGA Til sölu hjá ESSO og SHELL berlsinafgreiöslum og skrifstofu Landverndar Skólavöröustig 25 DANSKIR LÆKNAR: Vara sterklega við notkun úðabrúsa með astmalyfium Misnotkun á ný|um úðunarlyfjum við astma, getur haft alvar-. legar afleiðingar í för með sér, þvi að þau geta leitt í Ijós hvenær sjúk- dómurinn er kominn á það stig, að hann þarfn- ast sérstakrar með- ferðar, segir sér- fræðingur við þekkta einkastof nun f yrir astmasjúklinga í Danmörku. Dauðsföll af völdum astma jukust skyndilega i mörgum löndum um miðjan 7. áratuginn. Þá fjórfaldaðist til dæmis tala þeirra er létu lifið i Englandi af völdum sjúkdómsins, og i aldursflokknum 7-14 ára, sjö- faldaðist þessi tala, miðað við það sem venjulega hafði verið. Menn voru sifellt að ganga fram á astmasjúk börn liggj- andi látin, með tóma úðabrúsa i hendi. Þvi var það að sumir vildu álykta sem svo, að orsök látsins hefði verið ofneyzla lyfsins, en i þessum brúsum er aðalinnihaldið lyfið isoprenalin. Hinn danski sérfræðingur hefur dregið þetta álit mjög i efa, á grundvelli enskra rann- sókna á slikum dauðsföllum. Hann álitur hins vegar, að efni þetta, sem annars getur verið astmasjúklingum mikil hjálp, geti einnig virkað þannig, að það beinlinis hjálpi til að dylja sjúkdóm sem kominn er á það stig, að nauðsyn sé á með- höndlun á sjúkrahúsum. Það að margir sjúklingar finnast látnir með úðabrúsa i hendi sannar ekki að úðinn sé orsök látsins, álitur sérfræðing- urinn. Hann segir að menn gætu þá allt eins kennt vatni um dauða manns, sem finnst látinn i eyðimörkinni og sem hefur tóman vatnsbrúsa i hendi. Varað við úðabrúsum Hin skyndilega aukning dauðsfalla af völdum astma i Englandi, varð til þess að heil- brigðisyfirvöld þar i landi sendu frá sér aðvaranir um að mikil notkun úðabrúsa gæti verið var- hugaverð. Þetta varð til þess að i lok 7. áratugsins hafði sala á úðabrúsum með isoprenalini - minnkað um 20%. A sama tima fækkaði dauðsföllum um helm- ing. Eftirtektarvert er i þessu sambandi, að i Bandarikjunum lækkaði tala látinna astmasjúk- linga á sama tima og hún hækkaði i flestum öðrum löndum. Sala á úðabrúsum fór samt vaxandi, en er að var gáð, var innihald þeirra mun veikara en annars staðar tiðkaðist. Mörg dauðsföll i Danmörku- A árunum 1968-73 var heil- brigðisyfirvöldum í Danmörku kunnugt um 15 dauðsföll, sem voru rakin til úðabrúsanna. Eldri tölur eru ekki til, og ekki nýrri tölur heldur. Siðan þetta var hafa ný lyf við astma litið dagsins ljós, en danski sérfræðingurinn hefur bent á þá staðreynd í lækna- timariti einu, að dauðsföll sjúk- linga af völdum isoprenalin-úða og t.d. salbutamol-úða eru álika tið. Er álit hans stutt talfræði- legum upplýsingum. Sérfræðingurinn dregur þvi þá ályktun, að sérhver tegund af úðalyfi geti verið hættuleg sé um að ræða misnotkun á lyfinu. Fölsk öryggiskennd Sérfræðingurinn danski segir, að hið hættulegasta við úðaefnin sé, að menn fyllist falskri öryggiskennd vegna þeirra, vegna sýnilegra áhrifa þeirra á sjúkdóminn á vissum stigum hans. Þegar veikin svo kemst á hærra stig, er skammturinn bara aukinn sem þvi nemur, en það hefur hins vegar sýnt sig vera gagnlausttil langframa, sé sjúkdómurinn kominn af byrjunarstigi. 1 Danmörku koma árlega upp um 5000 ný astmatilfelli. Auk- þess koma upp þúsundir nýrra tilfella hliðstæðra sjúkdóma, segir i forystugrein læknatima- ritsins i Danmörku. Siðustu ár hafa verið reistar nokkrar stofnanir i landinu, til þess að fást við sjúkdóma af þessu tagi, en þær anna samt aldrei eftir- spurn. Þvi segja danskir læknar, að þörf sé fyrir enn aukið framlag hins opinbera til þessa hóps sjúklinga. Segir að árlega glatist milljónir króna vegna þess, að sjúklingar randi frá einum lækni til annars án þess aðfá fram rétta sjúkdómsgrein- ingu, og þar af leiðandi ekki rétta meðhöndlun. Vandmeðfarinn sjúkdómur 1 læknaritinu kemur fram, að venjulegar höfuðverkjatöflur geti kallað fram astmakast. Þá er það ekki óalgengt að fólk bregðist illa við meðferð með acetylsalicaylsýru, þannig að öndunarfæri lokist jafnvel algerlega, eða að menn fái stöðugar hóstakviður. Sjúk- lingar fá stundum sveppæxli jafnhiiða þessu. I mörgum til- fellum eru sjúklingar þessir fullorðnar konur. Oft er talað um að nota mörg önnur lyf við astma. Vandinn er bara sá, að sjúklingar fá margir hverjir ofnæmi fyrir lyfjum, svo sem gula duftinu tartrazin og natriumbenzoat. Þessi lyf eru yfirleitt ónauðsynleg, nema i sérstökum tilfellum, og segja læknar að ekki skuli blanda þeim saman við mat, likt og gert er við mörg slik lyf. —ARH GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ Lægra verð og betra veður í nóvember og fyrri hluta desember laus sæti 18. nóv . 3 vikur — verð fró kr. 65,500.- laus sæti 2. des. 2 vikur — verð fró kr. 57,300.-^ FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR URVAL LANDSYN UTSYM ISLANDS Lækjargötu 2 Sími 25-100 Eimskipafélagshúsinu Skólavörðustlg 16 Slmi 26-900 Simi 2-88-99 Austurstræti 17 Simar 2-66-n & 20-100

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.