Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 6
AAiðvikudagur 3. nóvember 1976. ISSS" Eitt af hinum daglegu störf- um blaöamannsins er, aö lesa vel og vandlega öll dagblööin sem út koma og er meiningin, aö meö þeim lestri fái viökom- andi sem gleggsta innsýn i þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Jafnframt má meö þess-. um lestri, ef vel tekst til, finna sitthvað i skrifum kolleganna sem nánari skýringa þarfnast og stöku sinnum kemur þaö fyrir aö ekki fá allar hliöar dægurmálanna þá umfjöliun sem eölilegt er. Kemur þá aö sjálfsögöu til, mismunandi gildismat. Ekki fer hjá þvi, að innan um alla þá prentsvertu sem daglega er ausiö yfir okkar hrjáöu þjóö i formi dagblaöa, leynist sitthvaö sem telja veröur harla léttvægt og oft á tiöum ömerkilegt. Á ég þar viö sumt af þvi efni sem fengiö er aö láni úr erlendum húsfreyjuritum af verri sortinni og ekkert erindi á til islenzkra lesenda. Hygg ég aö flestir geti veriðsammála um þaö atriöi, — þrátt fyrir ólikt gildismat. Már þar nefna greinar eins og um ástalif Johns F. Kennedys, um nýjustu stúlkuna i lifi Richards Burtons o.s.frv. Aö minu mati mættu slikar greinar aö skaölausu missa sig og ætti að vera tiltölulega auðvelt aö finna uppbyggilegra efni i þeirra stað. Húsnæðisvandræði. Nýveriö birtist i einu dagblaöanna ein af þessum greinum og fjallaöi sú um húsnæöisvandræði bandariska utanrikisráðherrans. Segir þar, aö þessa dagana sé manngarm- urinn aö flytjast búferlum. vegna þess aö eigandi þess húsnæöis sem ráöherrann bjó I áöur, hafi neitaö aö framlengja leigusamninginn, — nágrönn- unum til óblandinnar ánægju. Inn i greinina er siöan fléttaö ummælum bæöi fyrrverandi og tilvonandi nágranna ráöherrans sem öll eiga þaö sameiginlegt aö lýsa mjög svo litilli hrifningu á nábýlinu viö þennan hátt- setta mann. Aö þvi er viröist, er það einkum og sérilagi hinn fyrirferðamikli bilafloti ráö- herrans sem er þyrnir i augum nágrannanna. Kvarta þeir yfir þvi aö litiö gláss sé eftir fyrir þá að leggja tikum sinum, þegar ráöherrann hafi lagt sinum fjórum, sem hver um sig mun vera vel i meðallagi löng. Þó að þessi frásögn af banda- riska utanrikisráöherranum sé i sjálfu sér skelfilega ómerkileg, þá er i henni einn punktur sem kemur mér nokkuö forvitnilega fyrir sjónir. Og hann er sá, aö utanrikisráðherra Banda- rikjanna skuli ekki eiga sina eigin ibúö. Heldur skuli hann búa i leigu- ibúö. Ósjálfrátt leiöir þetta hugann aö þvi hvernig íbúöa- málum er háttað hér á landi. íbúðaskipti Þrátt fyrir að hér á Reykja- vikursvæðinu sé ár hvert byggö- ur mikill fjöldi ibúöa viröist sem húsnæöisþörfin sé óþrjótandi. Um það vitnar hin geysilega háa húsaleiga sem nú er við lýði. Það segir sig sjálft að á meðan að eftirspurnin eftir leiguhúsnæði er miklu meiri en framboðiö þá mun leigan halda áfram að vera jafn há og hún er nú hér á Reykjavikursvæðinu. _ A sama tima er nýting húsnæðis i eldri hverfum borgarinnar meö þeim hætti aö þarer oftein til tvær manneskj- ur að skrölta i fimm til sex herbergja ibúöum. Astæðan fyrir þvi, mun i mörgum tilfellum vera sú, að lán til kaupa á eldra húsnæöi eru mun minni en lán til kaupa á nýlegu húsnæöi. Af þessum sök- um á þetta fólk oft i vandræöum með að seija íbúöir sinar þó svo að fullur áhugi sé fyrir hendi. Þvi fullyrði ég, að ef rfkis- valdið gengi i þaö meö lánafyrirgreiöslu og öörum stjórnunaraögeröum aö gera barnafólki sem þarf aö stækka við sig, kleift aö festa kaup á húsnæöi i eldri borgarhlutum, þá væri hægt að draga verulega úr þeim húsbyggingum sem nú virðast óumflýjanlegar. Þá myndu skólar i eldri borgar- hverfum, sem nú smám saman aö tæmast, nýtast betur. Gæti ég vel Imyndaö mér að margt af þvi eldra fólki sem er nú oröiö eitt eftir i sinni stóru Ibúö, yrði fegiö ef það ætti þess kost aö skipta á minni ibúð, sem hentaði þvi betur og væri án efa auðveldari og ódýrari i viðhaldi. Ekki má skilja þessi orö svo, aö þaö sé hugmyndin hjá mér aö þarna yröi um hrein skipti aö ræða þar sem aö gamla fólkið fengi veröminni eign án þess að nokkrar bætur kæmi fyrir. Hins vegar er þaö hugmyndin hjá mérað rikisvaldið geri þessi skipti kleif með aukinni fyrir- greiöslu. Gunnar E. Kvaran ÚR YMSUM ATTUIWl_______________________________________ Hugsjón, valdníðsla, kaupfélög og Framsókn Fyrir nokkru vakti Alþýðublaðið athygli á þvi að dagblaðið Tim- inn nyti alveg sérstakr- ar fyrirgreiðsla hjá kaupfélögum, þar sem framsóknarhættir væru við hafðir. Sum kaupfélög hafa sem sagt verið notuð sem innheimtustofnanir fyrir Timann, málgagn Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn og þeir aðrir sem með þessi mál hafa farið hafa gefið þá skýringu að þetta væri aðeins þjónusta við bændur landsins. Samkvæmt hugmyndum framsóknarmanna vilja bændur ólmir láta kaupfélögin annast innheimtu fyrir blaöiö og færa árgjaldiö á reikning upp i inn vegna mjólk og osta. Morgunblaöið gerði þeása framsóknarsiöfræöi aö umtals- efni i leiöara sunnudaginn 24. október siðastiiðinn. Þar er vik- iö aö þvi aö Framsóknarfiokk- urinn hafi misnotaö vald sitt innan kaupfélaganna og sam- vinnuhreyfingarinnar, en leiö- ari blaösins hafði að yfirskrift „Hugsjón og valdniösla — kaup- félög og Framsókn.” 1 upphafi leiöarans er vikiö aö þróun Samvinnuhreyfingarinn- ar á tslandi og þvi þýðingar- mikla hiutverki, sem hún hefur gegnt i menningarsögu þjóðar- innar. Siöan segir svo: ,,En á ölium umsvifum Sam- vinnuhreyfingarinnar er einnig önnur hlið. Það fylgir þvi mikil ábyrgö og mikill vandi, ekki sizt i litlu samfélagi eins og hér hjá okkur, aö fara meö svo mikið vald, fjármálalegt vald og ann- ars konar vald, sem safnast efur á hendur þeirra tiltölulega fáu manna,-sem hafa meö höndum yfirstjórn Samvinnuhreyfingar- innar á tslandi.” Siðan segir Morgunblaöiö: „Þaö þarf sterka dómgreind og mikla viösýni svo og hógværö til þessaðfara á þann veg meö svo mikið vald, að ekki veröi um aö ræða misnotkun valds, aö i staö félagsverzlunar bænda, sem hafði háleit og göfug markmið I upphafi komi ekki harösviraöur auöhringur, sem svifst einskis til þess að haida hlut sinum og vernda þrönga hagsmuni. Og hvar eru mörkin? Hvenær er aö þvi komið aö þessu valdi sé beinlinis beitt tilþessað niöast á öörum?” „Allt hlýtur þetta aö veröa forystumönnum Samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi mikiö ihugunarefni, ekki sizt þeim, sem meta nokkurs þær hugsjón- ir, sem Samvinnuhreyfingin byggir á. Þaö vald sem safnazt hefur á þeirra hendur, er ekki einungis fjármálalegt heidur og einnig pólitiskt vegna þess aö öörum stærsta stjórnmálaflokki þjóöarinnar hefur jafnan veriö beitt i þágu Samvinnuhreyfing- arinnar og aö margra dómi til þess aö tryggja henni margvis- leg sérréttindi umfram önnur rekstrarform I landinu.” Aö lokum segir i leiöara Morg- unblaösins: „Kaupfélagsvaid- inu hefur einatt veriö beitt fyrir Framsóknarflokkinn enda þótt fjölmargir samvinnumenn séu og hafi veriö i öörum flokkum” Það er óhætt að segja að „framsóknarsiðíer'öiö” birtist i mörgum myndum. AÖ visu hef- ur það ekki farið fram hjá nokkrum manni aö Framsókn- arflokkurinn hefur árum saman notað kaupfélögin til þess aö reka framsóknarsiðfræði, rukka fyrir Timann og snatta fyrir Framsóknarflokkinn út um all- ar sveitir. En hvers vegna er svo Morg- unblaðið allt i einu farið aö vekja athygli manna á þessu? Þaö er svo sannarlega ekki vegna þess aö þeir séu nú fyrst að átta sig á þessu hneyksli. Þeir hafa, eins og allir aörir, vitaö um þessi framsóknar- hreiður, sem hafa oröiö inn- lyksa i kaupfélögunum. Það er allt annaö sem er hér á ferðinni. Sjálfstæöismönnum er farið aö þykja nóg um fram- sóknarsiöferöiö. Má i þvi tilefni benda á grein Markúsar Arnar Antonssonar i Visi fyrir nokkru og einnig á ræöu Alberts Guö- mundssonar i borgarráöi þar sem hann vék að „framsóknar- háttum”, sem væru aö veröa óþolandi. Ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa allir með tölu verið bendlaðir við meiriháttar hneyksli og sumir þeirra hafa viöurkennt brot sin. Einn þeirra hefur með grátstaf i kverkum beöizt vægöar „Þiö megiö kalla mig heimskan”, segir ráöherr- ann, en það má ekki segja aö hann sé viðriðinn fjármála- hneyksli enda þótt það liggi skjalfest fyrir framan nefið á honum. Annar ráðherra Framsóknar- flokksins, sjálfur dómsmála- rábherrann, hefur veriö staðinn aö ósannindum i sambandi við stórkostlegt fjármálahneyksli tengt Klúbbnum. Þá hefur hann einnig verið ásakaður um alvar- leg embættisafglöp, sem hann hefur alls ekki hreinsaö sig af. Þriðji framsóknarráðherrann hefur orðið landsfrægur fyrir embættisafglöp og valdnibslu, sem staðfest hafa veriö meö dómi. Sá fjórði hefur veriö sakaður um að þiggja mútur i sambandi viö húsakaup og sérstakar fyr- irgreiöslur frá erlendu auöfé- lagi. Þaö er þvi ekki aö undra þótt tortryggni gæti i garö þessara manna. Jafnvel sjálfstæöis- menn, sem starfa meö Fram- sókn i rikisstjórn, eru nú farnir aö biðja um siðferðisvottorö. Þaö er þvi augljóst, aö i rikis- stjórn lslands sitja ekki einung- is duglausir stjórnmálamenn. Þar eru einnig innan dyra menn, sem hafa gerzt brotlegir viö landslög og almennt siögæöi, menn sem eru viðriðnir fjár- málahneyksli og önnur meiri- háttar misferli, sem ættu aö nægja þeim sem hæfilegt vega- bréf út úr rikisstjórninni. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.