Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 9
8 FBÉTTIB Miövikudagur 3. nóvember 1976. biai alþyóu- laðiö SSjSm4 Miðvikudagur 3. nóvember 1976. FBÉTTIB 9 Barnaskólakennarar: Mæta ekki til kennslu - og fella niður æfingakennslu Svo sem greint var f rá í Alþýðublaðinu í gær, hafa allir kennarar við barna- skólana í Reykjavfk á- kveðið að mæta ekki til kennslu í skólunum næst- komandi mánudag. Gripa þeir til þessara aðgerða til að mótmæla því á- standi sem ríkir i launa- og kjaramálum stéttar- innar. Auk þessa hafa kennarafélög nokkurra barnaskóla f borginni ákveðið að visa nemendum úr Kennaraháskóla tslands frá æf- ingakennslu á meðan kennarar úr Kennaraskólanum njóta ekki sömu réttinda i launum og kjör- um og þeir, sem útskrifast hafa frá Kennaraháskólanum. Hafa kennarafélögin tilkynnt að eng- in æfingakennsla fari fram eftir áramót, ef ástand helst óbreytt. Kennarafélag Hvassaleitis- skóla hefur raunar nú þegar tekiö fyrir alla æfingakennslu i skólanum, og var hún stöðvuð i siðustu viku. Með þessu vill kennarafélagið mótmæla þeim mikla mismun, sem er á stiga- gjöf fyrir nýja og gamla kenn- araprófið, en laun kennara eru reiknuð eftir stigafjölda. Eins og málum er háttað, tekur það kennara með gamla prófið 13 ár „Það hafa áður verið hafðar i frammi svipaðar aðgerðir, sagði Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra þeg- ar Alþýðublaðiö ræddi við hann i gær, um verkfallsaðgerðir kennara, þá sendum við við- komandi aðilum bréf og bentum á vandkvæði aðgerða sem þess- ara. að vinna sig upp i sama launa- flokk og nýkennarar með próf úr kennaraháskólanum fara i, er þeir hefja störf. Nemendur við Kennarahá- skóla Islands hafa lýst yfir stuðningi við væntanlegar að- gerðir kennaranna við barna- 'skólana i Reykjavik. —JSS Við getum ekki gert meira nú, en að skrifa kennurum og biðja þá að gæta góðrar reglu. Annars stendur kjaradeila kennara við fjármálaráðuneyt- ið, en menntamálaráðuneytið á vissulega að sjá um að fræðslu- lögunum sé framfylgt, svo verk- fallið snertir okkur einnig, ef til þess kemur. jss Menntamálaráðherra: Biðjum kennara að gæta góðrar reglu 70 KR. FRÁ HVERJ- UM LANDSMANNI - og takmarkinu er náð Þessa viku gengst Hjálpar- stofnun Kirkjunnar fyrir söfnun, sem helguð er málefnum þroska- heftra. Tilgangur þessarar söfn- unar er að safna nægu fé til þess að hægt veröi að koma upp svo- kölluðu „afþreyingarheimili” fyrir þroskahefta. Aætlaður kostnaður við slikt heimili, fokhelt, er um 15-20 milljónir króna. 1 fórnarviku kirkjunnar sem var i marz siðast- liðnum söfnuðustháttá 6. milljón. Enn skortir þvi 10-15 milljónir til þess að hægt sé að hefjast handa. Hér er um að ræða þarft og gott málefni og ekki þarf nema litlar 70krónur á hvern íbúa landsins til þess að takmarkinu sé náð. Al- þýðublaðið skorar á landsmenn að veita þessari söfnun liö og stuðla með þvi að lausn á vanda- málum þroskaheftra. Hvað er afþreyingar- heimili? í siðasta tölublaði fréttabréfs Hjálparstofnunar Kirkjunar. „Höndin”, er grein eftir Magnús Kristinsson, formanns Styrktarfélags ■ vangefinna. I greininni skýrir Magnús hvaö átt er viö þegar rætt er um afþreyingarheimili fyrir van- gefna. 1 grein Magnúsar kemur fram að styrktarfélag vangefinna rek- ur tvö dagheimili i Reykjavik, Lyngás viö Safamýri 5 og Bjarkarás við Stjörnugróf 9. A þessum heimilum dvelja nú sam- tals 87 vistmenn. Heimili þessi eru bæði fullsetin. Þvi var ákveðið í byrjun þessa árs að kanna möguleika á bygg- ingu fleiri dag og vinnuheimila fyrir vangefna. Er þetta mál var til umræðu kom fram hugmynd um svokallaö afþreyingar heim- ili. Svo er mál með vexti að á báð- um heimilum félagsins eru vist- menn með mjög mismunandi greind og getu til náms og starfs. Lyngásheimilið er mun verr sett þar eð vistmenn þar eru á aldrin- um 2-37 ára. Rétt þykir að greina vistmenn meira eftir aldri og getu en gert hefur verið. Með þvi móti geta fleiri fengiö meiri og betri þjálfun við sitt hæfi. Afþreyingarheimili er þvi stað- ur fyrir þá sem hafa fremur litla getu til náms og starfs. Ef slikt heimili yrði byggt færu þangað nokkrir vistmenn, sem nú dvelja á dagheimilum félagsins og opn- ast þá möguleiki til þess að taka við fleiri vistmönnum á dag- vinnuheimilin. Auk þess mun þetta gera Styrktarfélagi vangef- inna kleift að veita skjólstæðing- um sinum betri þjónustu. Hvar myndi slikt heimili risa? í grein Magnúsar kemur fram aö afþreyingarheimili þetta muni ef til vill risa á óráðstöfuöu svæði sem liggur að Bjarkarási, öðru dagvistunarheimili félagsins. Borgarverkfræöingur hefur ósk- að eftir tillöguuppdrætti frá félaginu um skipulag svæðisins, og nú er verið að undirbúa og hanna teikningu af væntanlegu húsi. 70 krónur er ekki mikill peningur. Sem fyrr getur skortir enn á nokkuð mikið fé til þess að hægt sé að hefjast handa. En margar hendur vinna létt verk. Ef hver 1 Islendingur leggði af mörkum 70 krónur væri takmarkinu náð. Fyrir þann sem heilbrigður er og i fullri vinnu eru 70 krónur ekki mikill peningur. Alþýðublaðið skorar á landsmenn að veita. þessu málefni lið og senda fjár- framlög á giróreikning Hjálpar- stofnunar kirkjunar. Girónúmer- ið er 20.000 • ES HNÚTUKAST UTAN DAGSKRÁR Á ALÞINGI: Árás á alla launþega en ekki bara sjómenn sagði Sighvatur Björgvinsson um bráðabirgðalögin „Svona Matthias minn, þetta lagast...” (AB-myndir: ATA) Sighvatur Björgvinsson kvaddi sér i gær hljóðs utan dagskrár vegna undirskrifta gegn bráðabirgðalögunum f rá 6. september si„ um kjör sjó- manna. Sagði hann að fyrir- svarsmenn söfnunarinnar hefðu haft samband við sig daginn áð- ur og beðið sig að gera grein fyrir sjónarmiðum þeirra utan dagskrár. Sighvatur sagði að engin formleg félagasamtök hefðu staðið að undirskriftasöfnun þessari, heldur hefðu unnið við hana menn, sem hefðu verið i öðrum störfum og eytt fritimum sinum og eigin fé i söfnunina. Undirtektirnar væru ljós vottur þess, að andstaðan meðal is- lenzkra launþega gegn gerræði rikisstjórnarinnar væri mikil. „Þorri launþega gerir sér það fullkomlega ljóst að hér er ekki aöeins um að ræða árás á sjó- mannastéttina, heldur einnig aðra launþega”, sagði Sighvat- ur. Vitnaði Sighvatur i 28. grein stjórnarskrárinnar og kvað bráðabrigöalögin i hreinni and- stöðu við anda hennar og þvi stjórnarskrárbrot. Þau væru hrein þrælalög og hefðu enga samlikingu nema i löndum fas- ista, nasizta og kommúnista, þar sem vinnudeilur væru bann- aðar i eitt skipti fyrir öll. Frumhlaup ráðherrans Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra tók næstur til máls og er óhætt að segja að hann hafi komið þeim sem á hlýddu mjög á óvart. Hann hóf mál sitt á að lýsa þvl yfir, að Sighvatur Björgvinsson hann þyrði ekki að segja hvaða hvatir heföu legið að baki þeirri ákvörðun forráðamanna undir- skriftasöfnunarinnar, að velja sér „háttvirtan áttunda lands- kjörinn þingmann sem tals- mann”. Annað hvort væri það vegna þess að hann væri fræg sjónvarpsstjarna eða þaðværi vegna þess að hann væri.... Hér komst ráðherra ekki lengra vegna langvarandi púhhljóða frá þéttsetnum áhorfendapöll- unum. Brást ráðherra mjög reiður við, sneri sér að forseta og kvaðst mundu hætta máli sinu ef einhverjir púandi áhorf- endur ættu að fá að vera I saln- um. „Enda á ég eftir að tala betur við þessa menn siðar,” sagði ráðherra ógnandi og sneri sér siðan að Sighvati. Kvað hann Alþýðuflokksmenn sizt allra hafa efni á að ráðast á rikisstjórn fyrir að setja bráða- birgðalög. Sá flokkur hefði öll- um flokkum oftar beitt siikum lögum gegn landsmönnum. „Sjá svo hræsnina i svip þessa unga lýðræðislega jafnaðar- manns og viðkvæmnina I andliti formanns Alþýðuflokksins, hann veitupp á sig skömmina,” sagði ráðherrann. Bætti hann þvi við, að þessi sjónleikur væri ekki nógu vel æfður og hefði „sjónvarpsstjarna Alþýðu- flokksins” ekki náð nægilega ....sneri sér að forseta.... góðum tökum á honum. Mál- flutningur ráðherra var allur á þessa bókina það sem eftir var ræðunnar og gaf hann það meðal annars i skyn, að Pétur Sigurðsson formaður Alþýðu- sambands Vestf jarða hefði ekki haft umboö til að semja fyrir vestfirzka sjómenn. Þá fór ráðherra i löngu máli út i þróun fiskverðs og fullyrti að hækkun þess hefði fært sjó- mönnum svo miklar tekjuaukn- ingu á þessu ári að undirskrift- irnar væru gjörsamlega ástæðulaúsar. „En það er alltaf hægt að fá Islendinga til að skrifa undir mótmæli,” sagði ráðherra, „það er staðreynd að fólk skrif- ar undir mótmæli og undir- skriftalista almennt án þess yf- irleitt að kynna sér hið minnsta hverju er verið að mótmæla eða hvers vegna.” „Er ráðherrann að hugsa um undirskriftasöfnun Varins lands?” skaut Magnús Kjart- ansson að ráðherranum þegar hér var komið sögu. Varð mikill fögnuður i þingsal og á áheyr- endapöllum, forseti knúöi bjöllu sina en ráðherrann varð orð- laus. Leið töluverð stund þar til hann tók til orða aftur og sagði þá, að það fólk sem skrifaö hefði undir lista Varins lands hefði vitað hvað það var að gera, en Gylfi Þ. Gislason. hann væri sannfæröur um að ekki einu sinni 10% þeirra sem skrifað hefðu undir þessa lista hefðu hugmynd undir hvað það var að skrifa. Það væru fylgi- fiskar kommúnista og krata sem væru að þyrla upp mold- viðri i fullkomnum skripaleik. Að lokum sagði ráðherra að lög hans hefðu verið bráðnauð- synleg og það eina sem hægt væri að álasa sér fyrir væri hve lengi hann hefði beðið með að setja þau. Stjórnarskrárbrot Þeir Lúðvik Jósepsson, Kar- vel Pálmason og Gylfi Þ Gísla- son tóku til máls á eftir ráðherr- anum og voru þeir allir sam- mála um að bráðabirgðalög þessi brytu i bága við anda stjórnarskrárinnar. Benti Lúð- vik ráðherra á að svipbrigði þingmanna og fiskverðsþróun kæmu þessu máli ekkert við. Það sem verið væri að deila á þarna væri f’ramkvæmd setn- ingar bráðabirgðalaga. Um málið á breiðari grundvelli yrði rætt þegar ráðherrann leitaði staðfestingar þingsins, sem yrði sennilega bráðlega, en það væri ekki þarna til umræðu. Karvel lagði áherzlu á að lög- in hefðu verið sett til að banna verkfall sem ekki hefði verið fyrir hendi og hefði haft þær af- leiðingar einar að stöðva báta- fiotann á Vestfjörðum. Þannig hefði það haft öfug áhrif á við það sem ætlunin var. Gylfi hóf ræðu sina á að lýsa mjög eindreginni undrun vegna viðbragða ráðherrans við ræðu Sighvats. Upphaf ræðu hans hefði verið strákslegt og ræðan i heild, blettur á alþingi. „111 var hans fyrsta ganga i ræðustólinn þetta sinnið og ekki varð fram- haldið gæfulegra,” sagöi Gylfi, og bætti þvi við, að meö þessum bráðabirgðalögum hefði hann reist sér bautastein I sögu al- þingis, en svo kynni að fara aö sá yrði honum myllusteinn um háls. Harmaði hann, að áhorf- endur skyldu verða vitni að þessu upphlaupi ráðherrans. Ekki svo að skilja að hann heföi samúð með honum, hann ætti hana ekki skilið! Skoraði Gylfi að lokum á for- seta efri deildar, Þorvald Garð- ar Kristjánsson, að skoða þetta mál vandlega áður en hann legði það fyrir deildina, og at- huga vandlega, hvort ekki væri þar um stjórnarskrárbrot að ræða, og visa þvi þá frá. . Eftir þetta gerðu Matthias, Sighvatur og Lúðvik stuttar at- hugasemdir, of> voru þær itrek- anir á fyrri malflutningi, nema hvað ráðherrann var nú mjög bljúgur. —hm. Opna badmintonmótið á Akranesi: Lítil þátttaka en spennandi leikir Eins og frá var sagt í blaðinu i gær, hélt Badmintonráð Iþrótta- bandalags Akraness opið mót í badminton í meistaraf lokki. Vegna litillar þátttöku varð að fella niður keppni i kvennaf lokki. f einliðaleik karla urðu helztu úrslit þessi: I undanúrslitum sigraði Jóhann Kjartansson Friðleif Stefánsson, 15-12 og 15-10, og Sigfús Ægir Árnason vann Jóhannes Guðjónsson 15-17, 15-3 og 15-12 og var þetta hörku- spennandi keppni. Til úrslita léku þvi Sigfús Ægir og Jóhann. Jóhann sigraði eftir mikla og spennandi keppni i úr- slitaleik: 15-3, 5-15 og 15-12. í tvíliðaleik karla var keppnin einnig hörð og skemmtileg. 1 undanúrslitum urðu úrslit þessi: Friðleifur Stefánsson og Eirikur Ölafsson unnu þá Sigfús Ægi Árnason og Walter Lenz 15-17, 15-13, og 15-6. Höröur Ragnars- Jóhann Kjartansson sigraði i einliðaleiknum. son og Jóhannes Guðjónsson sigruðu þá Jóhann Kjartansson og Sigurð Kolbeinsson 10-15, 15- 13 og 15-12. Til úrslita léku þvi Friðleifur og Eirikur við Skagamennina Hörð og Jóhannes. Heimamenn sigr- uðu i oddi með 16-17, 15-3 og 15- 12. Unglingamót. Næsta laugardag, þ.e. hinn 6. nóvember, verður haldið opið unglingamót á Akranesi. Keppt verður i einliða og tviliðaleik i öll- um flokkum, ef næg þátttaka fæst. Mótið hefst klukkan 11:30 árdegis og stendur fram eftir degi. Má i þvi sambandi geta þess, að Akraborgin fer frá Reykjavik klukkan 10 um morg- uninn og klukkan 5 siðdegis frá Akranesi. Þátttökugjald er 600 krónur fyrir einliðaleik og 300 krónur fyrir tviliðaleik og verða allir þeir sem láta skrá sig að borga þátttökugjaldið. —ATA Flugleiðir til Bahrain Stjórn Flugleiða hefur ákveð- ið að i næsta mánuði hefji Loft- leiðir flug til Bahrain i Persa- flóa. Þessi ákvörðun var tekin eftir Itarlegar viðræður heima- manna og umboðsmanna fé- lagsins i Mið-Austurlöndum. Flogið verður til reynslu i vetur og að þeirri reynslu fenginni verður siðan ákvarðað um frek- ara flug. Flugið til Bahrain tengist Chicago-flugi Loftleiða, þannig að sama þota flýgur frá Chicago til Keflavikur og Luxemborgar og þaðan til Bahrain þar sem hún lendir á miðvikudagskvöldi. A fimmtu- dagsmorgni verður siðan flogið til baka sömu leið. Flugið til Bahrain verður undir stjórn stöðvar félagsins i Luxemborg og umdæmisskrifstofu félagsins i Frankfurt. Undirbúningur, sem hefur staðið i alllangan tima, hefur hinsvegar verið framkvæmdur af ýmsum deild- um hérlendis og erlendis. Ástæðan til þess að Loftleiðir hefja nú flug til Bahrain er hin mikla oliuvinnsla sem fram fer á þessu svæði og efnaiönaður sem komið hefur verið á fót i sambandi við hana. Fjölmargir sérfræðingar frá Evrópu og Bandarikjunum búa ásamt fjöl- skyldum sinum i Bahrain og nágrenni. Þetta fólk fer i orlof til heimalanda sinna, auk þess sem fjöldi kaupsýslumanna bæði frá Mið-Austurlöndum og Bandarikjunum eru þar tiðum á ferðinni. Svo sem getið er um i upphafi lögðu umboðsmenn Loftleiða, sem starfað hafa fyrir félagið á þessu svæði um fimmtán ára skeið, áherziu á að hafið yrði flug til þessa heims- hluta vegna góðra markaðs- möguleika. Fyrsta flugið milli Luxemborgar og Bahrain er á- formað 24. nóvember næstkom- andi. Ályktanir 37. þings Alþýðuflokksins: Sakamál og misferli: Leita þarf dýpri orsaka þessarar þjóðarógæfu 37. þing Alþýðuflokksins lýsir áhyggjum sinum yfir geigvænlegri spillingu sem í ljós hefur komið I hinum mörgu og alvarlegu saka- málum, er fram hafa komið siðustu misseri, svo og alvarlegum veikleika dómskerfisins, sem lýsir sér bezt i þvi, hve fá þessara mála hafa verið upplýst. Þingið lýsir áhyggjum sinum yfir þeim siðferðilega veikleika, sem fram hefur komið i margs konar misnotkun séraðstöðu einstaklinga, margra þeirra i fremstu röðum forustumanna þjóðarinnar. Það er áhyggjuefni að slik misnotkun skuli viögangast, og hvetur þingið þjóðina til þess að risa gegn þessari óheillaþróun. Jafnframt þvi sem endurbætur dómskerfisins verða að gerast hið bráðasta, þarf að skyggnast eftir hinúm dýpri orsökum þessarar þjóðarógæfu og gera ráðstafanir, sem stuðlað geta að aukinni siöferðis- kennd, sérstaklega hvað varðar meðferð fjármuna og beitingu valds eða áhrifa. Islenzk þjóð verður að lifa eftir hinni fornu reglu að „með lögum skal land byggja.” Lagabreytingin um opið prófkjör í hverju kjördæmi landsíns utan Reykjavikur skal vera kjördæmisráð. Hlutverk kjördæmisráðs er að skipu- leggja og efla flokksstarfið I kjördæminu og standa fyrir framboði við Alþingiskosningar. 1 kjördæmisráði eiga sæti fulltrúar allra flokksfélaga i kjördæminu, þar með talin félög ungra jafnaðarmanna, þingmenn flokksins i kjördæminu svo ogaðrir þeir, sem samþykktir ráðsins kveða á um. Kjördæmisráð skal skipa til tveggja ára i senn, og ráðið skal koma saman til fundar árlega. Kjör- dæmisráðkýssér stjórn tiltveggja ára i einu. Kjördæmisráð setur sér sjálft sam- þykktir, sem -staðfestar skulu af flokksstjórn, þar sem Itarlega skal kveðið á um hlutverk ráðsins og skipan, stjórn þess og starfsvettvang, svo og gjaldskyldu flokksfélaga og kostnað af störfum ráðsins. Komi upp ágreiningur innan kjör- dæmisráðs um lög flokksins eöa sam- þykktir ráðsins skal flokksstjórn skera úr. Kjördæmisráð ákveður framboðs- lista flokksins við kosningar til Alþingis, skylt er að hafa prófkjör um val i efstu sæti framboðslista sem bor- inn er fram I nafni Alþýðuflokksins við Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. Kjördæmisráð skal sjá um framkvæmd á prófkjöri til Alþingis, en fulltrúaráð eða stjórnir félaga um kjör fulltrúa á lista til sveitarstjórna. Heimilt er þó að fela sérstakri kjörstjórn að sjá um kosningar, og er hún þá kosin af viðkomandi aðilum. Kjörstjórn annast allan undirbúning prófkjörs. Þar sem starfandi eru Álþýðuflokksfélög skal hafa opna kjörstaði. A stöðum þar sem ekki eru starfandi Alþýðuílokksfélög er kjörstjórn heimilt að velja trúnaöarmenn til að annast fram kvæmd prófkjörs eða að einstakir flokksmenn greiði atkvæði bréflega. Viðkomandi kjörstjórn setur nánari ákvæði um framkvæmd bréflegrar atkvæðagreiðslu. Kjörstaðir skulu vera opnir minnst 6 klst. hverju sinni. Velja skal með þessum hætti i jafn mörg sæti framboðslistans og fulltrúar Alþýðuflokksins urðu i næstu sam- bærilegu kosningum á undan, að einu viöbættu. Þar sem flokkurinn hafði engan kjörinn fulltrúa, skal kjósa i eitt sæti. 1 þessu sambandi teljast lands- kjörnir þingmenn fulltrúar Alþýðu- flokksins i kjördæminu. Prófkjör skal hefjast minnst fjórum mánuðum fyrir reglulegar kosningar, en sé um aukakosningar að ræöa ákveður kjörstjórn timasetningu próf- kjörs i samráði við flokksstjórn. Kjörgengi til prófkjörs vegna alþingiskosninga hafa þeir, sem til þess hljóta meömæli minnst 50 flokks- bundinna Alþýöuflokksmanna i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, en 25 i öðrum kjördæmum. Fulltrúaráð eða flokksfélög ákveða tölu með- mælenda vegna sveitarstjórna- kosninga. Berist aðeins eitt framboð til á sætis á lista er sjálfkjörið i það sæti. öllum, sem eru 18 ára og e!d:. og ekki eru flokksbundnir i öörum stjórnmálaflokkum er heimil þátttaka i prófkjöri Alþýðuflokksins i viökomandi kjördæmi eða sveita- félagi. Kjörstjórn skal halda skrá yfir alla þátttakendur i prófkjöri Alþýðu- flokksins. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi hljóti sá frambjóðandi sem kjörinn er minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins við siðustu sambæri- legar kosningar eða hafi aðeins eitt framboð borist. Heimilt er þó fulltrúa- ráðum eða flokksfélögum i sveitarfé- lögum, þarsem Alþýðuflokkurinn fékk færri en 100 atkvæði við siöustu sam- bærilegar kosningar að vikja frá þess- um ákvæðum við val á framboðslista við sveitarstjórnarkosningar. Framboð á vegum Alþýðuflokksins þarf endanlega staðfestingu flokks- stjórnar. Þessi tillaga var samþykkt með. nokkrum breytingum. ■>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.