Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 3
sssr Miðvikudagur 3. nóvember 1976. VERKALÝDSMÁL 3 Mikil þátttaka Akureyringa f iðnkynningarviku ■4t, ■+ iWfmwTffitr — Það eru allir afar ánægðir með þessa iðn- kynningarviku og telja hana hafa heppnazt eins vel og hægt var að vona i upphafi, sagði Jón Arn- þórsson formaður sam- sta rf snef ndar um iðnkynningu á Akureyri i samtali nýverið. Eins og kunnugt er af fréttum hefur staðið yfir umfangsmikil kynning á iðnvarningi og mál- efnum iðnaðar i eina viku á Akureyri. Jón sagði bæjarbúa hafa tekið mjög virkan þátt i öllu sem fram fór i bænum i tilefni iðnkynn- ingar. Mikill mannfjöldi var i miðbænum flesta daga vikunnar, þar sem gat að lita sýningu á margskonar framleiðsíu akur- eyskra iðnfyrirtækja. bá fjöl- menntu skólanemar bæjarins i fyrirtæki og skoðuðu þau, en þess má geta i þvi sambandi, að efnt hefur verið til samkeppni i skólum þar um beztu ritgerðina um „íslenzkan iðnað, stöðu hans og.framtið”. Þá var mikið fjöl- menni á fundi iðnaðarráðherra i Sjalfstæðishúsinu s.l. föstudag, þar sem fjallað var um iðnað, uppbyggingu hans og mikilvægi. Einnig vöktu kvöldskemmtanir og tizkusyningar mikla eftirtekt Uppgjöri ekki lokið Jón sagði, að uppgjöri vegna iðnkynningarinnar væri ekki lokið og væru reikningar vegna hennar enn að berast forsvars- mönnum. Hann sagði að erfitt væri að segja til um f járhagslega útkomu kynningarinnar, enda væri erfitt að meta nákvæmlega allar tekjur af henni. Til dæmis sagði hann að út hefði verið gefið vandað rit um iðnað á Akureyri upp á 85 blaðsiður, þar sem akur- eysk fyrirtæki eru kynnt. Þetta rit væri bæði merkileg og söguleg heimild, en ekki siður góð auglýs- ing fyrir iðnaðinn i bænum. Sagði Jón, að jafnvel þó svo færi að litilsháttar tap yrði á iðnkynn- ingunni, þá yrði það varla umtalsvert. — Ég vil svo þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn hér við undirbúning og framkvæmd þess- arar iðnkynningar okkar. —ARH Óánægðir kennarar Alþýðublaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Kennarafé- lagi Egilsstaðaskóla. Félagið lýsir yfir megnustu óánægju sinni og furðu með þá rangsleitni að kennurum grunnskólans skuli mismunað svo hrapallega sem kjaranefndardómur gagnvart fé- lögum SÍB ber með sér. . Fundurinn skorar á háttvirtan menntamálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir leiðréttingu þessara mála, þar sem hér sé um réttlætismál að ræða, sem enga bið þoli varðandi leiðréttingu. Fundurinn hvetur kennara um land allt til samstöðu um launa- mál sin almennt sem nú eru komin i hreinar ógöngur og heitir á stjórnvöld að koma strax til móts við launakröfur stéttarfé- laga kennara áður en fjöldaupp- sagnir taki að berast. — AB ‘4'vv4i mmwxi fl W-r . m Júlíus Havsteen kominn til Húsavíkur Þetta glæsilega togskip bættist nýverið I skipastól Húsvikinga. Skipið er smlðað hjá Þorgeir & Ellert h/f á Akranesi og hefur hlotið nafnið Július Hav- steen ÞH I, Skipið er 285 brl. að rúmlestalölu og mjög fullkomið að öllum tæknibúnaði. Þá 'ná nefna að það cr sérstaklega styrkt til sigling?. f fs. Fylgist með ráðstefnu um auðgunarglæpi Ðagana 15.-18. nóvember verður haldin i Strasbourg ráð- stefna stofnana á sviði sakfræði. Ollum rikjum Evrópuráðsins er boðið að senda fulltrúa. Fyrir Islands hönd sitja ráðstefnuna þeir Jón Thors ráðuneytisstjóri og Þórður Björnsson rikíssak- sóknari. Er þetta 12. fundurinn sem haldinn er á vegum stofnana á sviði sakfræði, en annað hvert ár er Evrópuráðsrikjum boðin þátttaka. Ráðstefnan mun að þessu sinni taka fyrir auðgunarglæpi (economic crime). — Við munum fylgjast með hvað þarna er á ferðinni, sagði Jón Thors i samtali við blaðið. Þau mál sem tekin verða fyrir á ráðstefnunni eru meðal annars, skilgreining auðgunar- afbrota, þjóðfélagslegir og sál- fræðilegir þættir auðgunar- afbrota, stefna og hegningarað- ferðir sem snerta auðgunar- glæpi, orsakir auðgunarafbrota ogað ferðir til að koma i veg fyr- ir þá. Umræöur verða alla þrjá dagana um mál þessi. —AB Ekki vitað hver verkefni Sumargjafar verða Eins og frá hefur veriö greint/ mun Reykjavikur- borg taka að sér yfirstjórn þeirra dagvistunarstofn- ana, sem Barnavinafé- Berg Felixson, fram- lagiö Sumargjöf hefur rek- kvæmdarstjóra Sumar- ið fram til þessa. Alþýöu- gjafar, og innti hann eftir blaðið hafði samband við gangi mála. Yfir 100 starfsmenn Flugleiða við pílagrímaflutninga í Afríku I ágústmár.uði s.l. voru undir- ritaðir i Lagos i Nigeriu samning- ar um að Loftleiðir tækju að sér að flytja pilagrima milli Nigeriu ogSaudi-Arabiu. Gert er ráð fyrir að lágrnarkstala verði 10.000 en til greina komi, að mun fleiri pila- grimar verði fluttir milli þessara staða. Undirbúningur að pilagrlma- flutningunum hefur staðið siðan samningar voru undirritaðir og 27. október var haldinn kynning- arfundur fyrir áhafnir og annað starfsfólk, sem dveljast mun syðra og starfa við flugið. Alfreö Eliasson flytur erindi á kynningarfundinum. Fundurinn var haldinn i ráð- stefnusal Hótels Loftleiða, og þar gerðu þeir Alfreð Eliasson, for- stjóri, Jóhannes Einarsson, framkvæmdastjóri flug- og tæknideildar, Þórarinn Jónsson, forstöðumaður flugdeildar, Baldur Mariusson og Guðlaugur Helgason, flugstjóri, grein fyrir flutningum og tilhögun i Kano og Jeddah (Mecca). Allir, sem þátt taka i flutning- unum og dveljast i Nigeríu ög Saudi-Arabiu, hafa verið bólu- settir gegn ýmsum hitabeltis- sjúkdómum, svo og gegn „iifra- virus, sem þar hefur oröið vart að undanförnu. A sunnudaginn var hélt aðalhópurinn, um 70 manns frá Islandi og flaug til Kano með viðkomu i Luxemburg. Flutn- ingar pilagrimanna hófust svo 1. nóvember. Tvær DC-8-63 þotur verða notaðar við flutningana og verða farnar þrjár ferðir á sólar- hring. Milli Kano i Nigeriu og Jeddah i Saudi-Arabiu eru rúmlega tvö þúsund sjómflur og tekur flugið milii staðanna rúmlega fjórar og hálfa klukku- stund. Frá Kano er flogiö yfir N’djamena, yfir Sudan og Kart- oom, yfir Rauða hafið og til Jeddah. Ahafnir munu hafa samastað f Kano, en á báðum stöðum verða afgreiðslumenn fé- lagsins starfandi. Ráögert er að flutningar þeirra 10.000 pilagrima til Jeddah, sem samið hefur verið um, taki 16 sólarhringa og koma þá áhafnir og flugvélar til Evrópu. Flutningar pilagrimanna til baka til Nigeriu hefjast svo aftur hinn 5. desember og lýkur seinni hluta desember. Verði hins vegar fleiri en 10.000 manns fluttir framleng- ist dvöl áhafna og afgreiðslufólks syðra um nokkra daga i hvort skipti. Alls munu 109 manns taka þátt i þessum flutningum, áhafnir Loft- leiða og afgreiðslufólk Flugleiða. Yfirstjórnandi flutninganna verður Þórarinn Jónsson, yfir- maður flugliðs Guðlaugur Helga- son, yfirflugfreyja Erla Agústs- dóttir, rekstrarstjóri Baldur Mariusson, stöðvarstjóri i Jeddah Jón Öskarsson og yfirflugvirki Jóhannes Jónsson. Sagði Bergur að málið væri á umræðustigi enn og ekki búið að dagsetja hvenær borgin tæki við rekstri barnaheimilanna, en lik- lega yrði það nokkuð fljótlega. „Enn hefurekkert verið ákveð- ið um hvaða verkefnum Sumar- gjöf mun snúa sér að, þegar breytingin verður, sagði Bergur enn fremur. Það hefur ekki verið haldinn almennur félagsfundur hjá félaginu eftir að þetta var ákveðið. Sumargjöf á nú þrjú hús, sem hafa verið rekin sem dagvistun- arheimili og verða það væntan- lega áfram. Hins vegar hefur ekki verið endanlega ákveðið, hvort Sumargjöf fer með yfirstjórn þeirra áfram, eða hvort borgin mun taka að sér reksturinn. Aðspurður um hvort einhverjar hugsanlegar breytingar yröu á rekstri, kvaðst Bergur ekki telja að svo yrði. Sagðist hann álita aö borgin hefði allan hug á að halda sama formi og verið hefði, þó að yfirstjórnin færðist úr einum staö i annan. — JSS. Spærlings- og kol- munnaverð ákveðið Nú i vikunni ákvað Verðlagsráð sjávarútvegsins eftirfarandi lág- marksverð á spærlingi og kol- munna til bræöslu frá 1. nóvember til 31. desember þ.á.: Hvert kg.....kr. 8.25. Ludvig Hjálmtýsson ferðamálastjóri Samgöngumálaráðherra hefur ráðið Ludvig Hjálmtýsson, fram- kvæmdarstjóra, til að gegna starfi ferðamálastjóra frá og með 1. þ.m. að telja til 1. oktober 1980, samkvæmt 6. gr. laga nr. 60/1976, um skipulag ferðamála.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.