Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 3
sssr Fimmtudagur 25. nóvember 1976 FÉIAGSMÁL 3 Miklu ábótavant á leikvöllum borgarinnar „Við reyndum að gera okkur grein fyrir þvi, sem er ábótavant á leikvöll- um i landinu, og jafnframt reyndum við að finna orsakirnar fyrir þvi, að ástandið er ekki betra en raun ber vitni, sagði Margrét Sigurðardóttir fóstra á blaðamannafundi, sem starfshópur um leikvallamál efndi til i gær. Margrét er ein úr þriggja manna starfshóp sem hefur i haust unnið að at- hugun á leikvöllum bæði i borginni og úti á landsbyggðinni. Starfshópurinn er einn af þrem, sem Landssamband islenzkra barnaverndarfélaga hefur starfrækt undanfarna mánuði. „Við teljum að frumorsök þess hvernig búið er að börnum hér á landi varðandi leikvelli, sé sú, að almenningur i þjóðfélaginu liti ekki á börnin sem einstaklinga,” sagði Margrét. „Það er ekki reiknað með að barnið hafi rétt- indi og þarfir sem ber að virða. Leikvellir þeir, sem börnum eru ætlaðir hér, bera þess glöggt vitni, að þjóðfélagið er sniðið eftir þörfum fullorðinna, en ekki barna.” Leikvellirnir notaðir sem geymsla Þá benti Margrét á þá staðreynd, að fyrst eftir að leik- vellir voru opnaðir, voru þeir opnir frá kl. 9-12 og 13-18. Astæðan fyrir þessu var sú að heimilin þurftu að losna við börnin, vegna anna foreldra. Breyting sú, sem siðar varð á þessu, varð ekki fyrir atbeina foreldra og reyndar ekki fyrr en sálfræðing var falið að at- huga allar aðstæður á leikvöllun- um. Athuganir starfshópsins á leik- völlum i Reykjavik, leiddu i ljós, á 27af þeim 31 leikvelli sem starf- ræktir eru i borginni'er ekki hægt að taka börnin inn, þvi til þess vantar alla aðstöðu. Kvaðst Margrét vilja benda á það i þessu sambandi, að i Osló væri ekki leyfilegt að hafa leik- velli opna, ef frost og vindhraði fer yfir ákveðið mark. „Hér á landi er völlunum haldið opnum i öllum veðrum, jafnvel þó barnaskólum sé lokað vegna veðurs, og þetta er afdrep fyrir 2-5 ára börn.” Börn á aldrinum 2-3 ára bezt sett Það var samdóma álit starfs- hópsins, að leikþörf barna á aldr- inum 2-3 ára væri nokkurn veginn fullnægt á leikvöllunum. Hins vegar vantaði talsvert á að 4-5 ára börn fengju þá örvun sem nauðsynleg væri. , Að sögn þremenninganna eru leiktæki á völlunum hér fremur sniðin að þörfum yngri aldurs- hópanna, heldur en hinna eldri. Það sem einkum er um að ræða eru rólur, einfaldar rennibrautir, „vega salt” og fleira i þeim dúr, sem hefur verið á leikvöllunum ár eftir ár. Álit starfshóps um leikvallamál Það er i rauninni sára- einfalt að búa þau leik- tæki til, sem einkum eru ætluð eldri börnunum. Þrátt fyrir það hafa þau ekki sézt á leikvöllum hér enn sem komið er. Starfsmenntun nauð- synleg. „Það eru ekki eingöngu leik- tækin og aðbúnaðurinn, sem hafa verður i huga, þegar rætt er um leikvelli,” sagði Margrét. „Þar verður einnig að vera starfsfólk, með ákveðna menntun. Það hefur verið rikjandi viðhorf, að allir geti passað börn. En það gegnir svolitið öðru máli, þegar á að leiðbeina stórum hóp barna og finna handa þeim næg verkefni. Þá hlýtur starfsmenntunin að' þurfa að vera til staðar, ef vel á að takast.” Leikvallanefnd Reykjavikur- borgar fór fram á það á sinum tima, að fengið yrði einungis fag- lært fólk, til starfa á léikvöllum. Þessari beiðni var svo synjað. 1 framhaldi af þessu, kvaðst starfshópurinn vilja vekja athygli á þeirri staðreynd, að fjöldi starfsmanna á leikvöllum i Reykjavik, væri frá einum og upp i fimm, þar sem flest væru. Algengustu leiktækin eru „vega sait” og rólur. „Viðerúm alls ekkiað gera litið úr þvi öryggi, sem vellirnir veita börnum, t.d. fyrir umferðinni. Og útivistin er hverju barni nauðsyn- leg. En börnin verða einnig að hafa aðstöðu til leikja innan dyra, þvi þó það sé ekki annað, þá skapar inniveran aðstöðu til margra þroskandi leikja, sem börnin hafa ekki tækifæri til að sinna utandyra. Eða með öðrum orðum, veitir fjölbreyttri leikþörf eðlilega útrás.” „Við teljum að almenningur eigi að veita borgarstjórn aðhald i þessum málum, og láta það heyr- ast að hann sé tilbúinn til að láta af hendi fjármagn til að koma þessum hlutum i lag. Við vitum öll að það þarf verulegar upp- hæðir til að koma leikvöllunum i gott ástand. En við teljum að það sé beinlinis hagur borgarinnar, að skapa börnunum leikaðstöðu og veita þeim þannig veganesti, sem gerir þau að betri og farsælli borgurum. Ekki litið á börn- in sem einstaklinga í þjóðfélaginu Yfirleitt væru tvær fóstrur, á leikvöllunum og fengju þær greitt eins og ófaglært fólk. Þetta töldu þau syna, hversu litil áherzla væri lögð á að fá menntað starfsfólk. Litið gert fyrir 6-12 ára~ börn. Loks sýndu niðurstöður starfs- hópsins, að börnum á aldrinum 6-12 ára hefur verið sköpuð litil aðstaða til leikja og starfs utan skólans. Um þroskandi leiðsögn til slikra hluta er ekki að ræða fyrir þennan aldurshóp. „Eins og allir vita, fær barn ekki aðgang að leikvöllum, eftir að það hefur náð 6 ára aldri,” sagði Margrét. Eftir það eru heimilið og gatan einu staðirnir sem það getur leitað til. Auk þess hafa heimilin mismunandi góða aðstöðu til að sinna leikþörfum barnanna, þó svo að þau vilji vera heima. Börn á aldrinum 6-9 ára eru að- eins litinn hluta dagsins i skólan- um. Auk þess er hann sérhæfð stofnun, og þangað koma börnin til að vinna en ekki til frjálsra leikja. „Við teljum það mjög mikils virði, að hugkvæmni barna og leikgleði sé ekki slökkt of fljótt. Leikvellirnireru vel til þess falln- ir, að þroska börnin og búa þau undir lifið og þvi þarf að vanda vel til þeirra,” sagði Margrét að lokum. —JSS Þau gerðu athugun á barnaleikvöllum f.v. Rúnar Már Jóhannsson, kennari, Margrét Sigurðardóttir fóstra og Kristin Jónsdóttir fóstra. Byggingarfélag alþýðu í Reykjavík Framhaldsaðalfundur félagsins árið 1976, verður haldinn i Iðnó uppi sunnudaginn 28. þ.m. kl. 2 e.h. Dagskrá: Breytingar á samþykktum félagsins. Reykjavik 24.11. 1976 Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.