Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR Fimmtudagur 25. nóvember 1976 SSS" Baráttan fyrir bættu starfsum- hverfi Alyktun um aöbúnaö og vinnuvernd. Heilsan er mikilvægasti þátturinn í lífi hvers ein- staklings. Það tilheyrir því almennuni | mannréttindum að sérhver verkamaður fái verndað heilsu sina á vinnustað. Hins vegar er það stefna þess kapitaliska þjóð- félags sem við búum við, að hugsa fyrst og fremst um gróða m.a. með beitingu langs vinnu- tima og lágra launa. Er þvi auð- séð að aðeins með pólitiskri breytingu á þjóðfélaginu verður málefnum um vinnuvernd borgið i þágu verkalýðshreyfingarinnar. Barátta fyrir bættu vinnuum- hverfi er ekki siður mikilvæg en barátta fyrir jöfnuði I þjóðfélag- inu. Sú barátta verður ekki til , lykta leidd fyrr en verkalýðs- I hreyfingin i heild sinni knýr fram I breytingu með samtakarhætti sinum. Sú skoöun að verkafólk selji j heilsu sina um leið og vinnuafl sitt til atvinnurekenda ætti að vera löngu úreltur hugsunarháttur, en þvi miður hugsar margur atvinnurekandinn svo og kemur það best fram i þvi, hversu litið þeir leggja af mörkum varðandi aðbúnað og hollustu á vinnustað, þó svo að þeim ætti að vera ljóst hvaða tjóni þeir valda sjálfum sér og öðrum með slikum vanbúnaði. Vinnustaður verkamannsins er sá staður sem hann dvelur hvað lengst á vegna langs vinnutima, en það sem i raun ætti að vera heimili hans er orðið að nætur- gististað. Vinnuvernd veröur þvi að skoða sem forgangsmál allrar verka- lýðshreyfingarinnar. Helstu annmarkar við vinnu i málmiðnaði eru: hávaði! frá vélum og annarri vinnu, eiturgufur! frá útblæstri véla og hvers konar suðu, úðun og upp- gufun! frá efnum i vinnslu sem innihalda skaðleg efni; svo og almennt erfið vinna. Einkenni þessarar vinnu er hversu mikið hún reynir á likam- legt heilbrigði og skynfæri manna, afleiðing þess kemur m.a. fram sem þreyta, sljóleiki og vimuáhrif, jafnvel meðan á vinnu stendur. En um varanlegri áhrif getur verið að ræða, sem ýmist eru af andlegum eða líkam- legum toga spunnin. T.d. skert heyrn, lengri viðbragðstimi, minnkandi hæfni til að læra og skilja hluti fljótt og vel ásamt erfiðleikum með að framkvæma nákvæmar hreyfingar. Ástæður fyrir þessu eru, sem fyrr segir, eðli vinnunnar en ekki siður sú staðreynd, aö vinnustaðir málmiðnaðarmanna eru i flestum tilfellum ófullkomnir hvað varðar aðbúnað og hollustu. Mörg þessara fyrirtækja uppfylla ekki þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar samkv. lögum og reglu- gerðum. Dæmigerð lýsing á málmiðnaðarfyrirtæki er, að húsnæði það sem fyrirtækið er i, var i upphafi ekki ætlað til slikrar starfsemi, þar af leiðandi eru atriði sem loftræsting, lýsing og útbúnaöur til að draga úr hávaða o.s.frv. ekki til staðar þrátt fyrir að slikur búnaður sé fáanlegur. Þær stofnanir sem sjá eiga um framkvæmd tilkynningarskyldu á nýrri starfsemi framfylgja ekki þeim lögum, sem i gildi eru. Alvarlegust hlýtur að teljast sú staðreynd, að fyrirtæki, sem ekki uppfylla lög eða reglugerðir um Guðjón Jónsson kjörinn formaður Málm-og skipasmíðasambandsins 7. þing Málm- og skipasmiða- sambands tslands, var haldið dagana 19.-21. nóvember að Hótel Loftleiðum, sjötiu og sjö fulltrúar frá átján sambands- félögum mættu til þingsins. Snorri Jónsson sem verið hefur formaður sambandsins frá stofnun, setti þingið og minntist látinna félaga. Skeyti með árnaðaróskum og kveðjum til þingsins bárust frá Birni Jónssyni, forset- A.S.Í., Sulo Penttila, forseta Finnska málmiðnaðmannasambands- ins, og frá Landssambandi vörubifreiðastjóra. Fulltrúi Iðn- nemasambands íslands, flutti ávarp og kveðjur. Þrjú ný félög óskuðu inngöngu i samba'ndið, Sveinafélag málmiðnaðarmanna i Rangár- vallasýslu, Málmiðnaðardeild Verka lýðsf éla gsins Jökuls, Ilornafirði, og Skipasmiðadeild Trésmiðafélags Akureyrar. Forseti þingsins var Kristján Ottósson, blikksmiður og vara- forseti, Astvaldur Andrésson, bif reiðasm iður og ritarar Hafsteinn Guðmundsson, járn- smiður, Reykjavík og Jökull Guðmundsson, vélvirki, Akur- eyri. Snorri Jónsson flutti skýrslu miðstjórnar um starfsemi sam- bandsins s.l. tvö ár, og Helgi Arnlaugsson, starfsmaður sam- bandsins skýrði reikninga þess. Skýrslan og reikningarnir eru jafnframt birt i 7. tölublaði „Málms” sem er blað sam- bandsins og var blaðinu dreift til þingfulltrúa. Óskar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnfræðsluráðs flutti á þinginu erindi um iðn- fræðslumálin og fyrirhugaðar breytingar á iðnfræðslu. Helstu málaflokkar sem mið- stjórn sambandsins undirbjó og lagði fyrir þingið og sem þingið ræddi og 'gerði ályktanir um, voru: Atvinnu-og kjaramál Vinnuverndarmál. Frumvarp að breyttri vinnu- löggjöf. Fræðsiumál. Stefnuyfirlýsing A.S.t. Reglugerð Lif ey riss jóðs málm- og skipasmiða. Fjárhagsáætlun M.S.Í. fyrir næstu tvö ár. Miklar málefnalegar um- ræður urðu á þinginu um þessi mál og fleira. Samþykktar voru ályktanir varðandi þessi mál öll. Slðasta þingdaginn fór fram kjör sambandsstjórnar. Stjórn Málm- og skipasmiða- sambands tslands er þannig skipuð næstu tvö árin: Miðstjórn: Formaður: Guðjón Jónsson, járnsmiður. Varaformaður: Guðmundur Hilmarsson, bifvélavirki. Ritari: Tryggvi Benediktsson, járnsmiður. Vararitari: Ástvaldur Andrés- son, bifreiðasmiður. Gjaldkeri: Helgi Arnlaugsson, skipasmiður. Meðstjórnendur: Kristján Ottósson, blikksmiður, Halldór Ilafsteinsson, bílamálari. Varamenn i miðstjórn: Snorri Jónsson, járnsmiður, Sigurður Óskarsson, bifvélavirki, Guð- mundur S.M. Jónasson, járn- smiður. Snorri Jónsson, hinn fráfarandi formaður. Aðrir i sambandsstjórn: Hákon Hákonarson, Akureyri, Friðrik Gislason, Vestmanna- eyjum, Kjartan Guðmundsson, Akranesi, Kristján Guðmunds- son, Selfossi, Sigurður Björns- son, Neskaupstað, Björn Lindal, Itúsavik, Jón Haukur Aðal- steinsson, Keflavlk, Jökull Jósefsson, tsafirði. Varamenn: Stefán Bragason Akureyri, Gisli Bjarnason, Borgarnesi, Metúsalem ólason, Egilsstöðum, Jónatan Eirlks- son, Akranesi. 1 stjórn Llfeyrissjóðs málm- og skipasmiða, var kosin Sigur- Guðjón Jónsson tekur nú við formennsku. gestur Guðjónsson, bifvélavirki og til vara Guðjón Jónsson, járnsmiður. Snorri Jónsson og Sigurgestur Guðjónsson, báðust eindregið undan endurkjöri i aðalstjórn. 1 þinglok var Snorra Jónssyni, fráfarandi formanni og Sigur- gesti Guðjónssyni fráfarandi ritara þökkuð sérstaklega ágæt störf i þágu Málm- og skipa- smiðasambands tslands, en þeir hafa báðir átt sæti i miðstjórn sambandsins frá upphafi, eða I tólf ár. Báðir unnu þeir að stofn- un sambandsins. öryggis- og heilbrigöisráðstafanir á vinnustöðum skulu fá að starfa átölulaust að þvi er virðist frá hendi þeirra aðila sem sjá eiga um eftirlit með vinnustöðum. Þar við bætist svo, að þegar þessar stofnanir gera athugasemdir á vinnustöðum virðist lítill vilji vera fyrir hendi af þeirra hálfu til að fylgja þeim eftir. Það skilningsleysi og sú linkind sem rikir t.d. i Oryggis- og heil- brigðiseftirliti rikisins ýtir undir þá skoðun sem þegar er orðin almenn meöal málmiðnaðar- manna, að þessar stofnanir séu til þess eins að verja atvinnurekendur fyrir rétt- mætum kröfum verkamanna til aukinnar vinnuverndar. Það er algengt að þeir einstakl- ingar sem verða fyrir heilsutjóni vegna vinnu sinnar, er einfald- lega ráðlagt að hætta vinnu, i stað þess að krefjast lagfæringar á vinnustaðnum. Hér verður að gera bót á, en sú bót fæst ekki fyrr en verkalýðshreyfingin öll skilur það að heilsa verkafólks er mikil- vægari en nokkrar verðbólgu- krónur. Þess vegna ályktar 7. þing M.S.Í. eftirfarandi: 1. Að fulltrúar MSt við næstu heildarkjarasamninaa og á 33. þingi ASt geri þær kröfur á hendur rikisvaldsins, að þær stofnanir sem fjalla um öryggis- og heilbrigðismál verkafólks á vinnustöðum verði sameinaðar i eina stofnun og um leið farið fram gagnger endurskoðun á vinnu- staðaeftirliti. 2. Að við slika stofnun vinni sér- menntaöir menn frá sem flestum greinum atvinnulifins. 3. Að komið verði á stofnun sem sjái um læknisskoðun og skrán- ingu atvinnusjúkdóma. 4. Að tafarlaust veröi teknar upp merkingar á islensku, er greini frá hættuflokkum og eiturstöðlum á hættulegum efnum og meðferö þeirra, sem notuð er i málmiðn- aði. 5. Að stytta beri vinnutima þeirra, sem vinna með hættuleg efni, án skertra launa. 6. Að vinnutimastyttingin, sem sett var i lög 24. desember 1971 verði gerð virk með þvi að samið verði um enn frekari takmark- anir á yfirvinnu, lengri lág- markshvild, svo og stefnt að þvi að fá fram i áföngum afnám eftir- og næturvinnu. 7. Að kennt verði i skólum áöur en nemendur fara út i atvinnulifið hvers virði heilsa og vinnuum- hverfi er hverjum manni. 8. Að miðstjórn MSI láti útbúa verkefni sem hentar fyrir vinnu- staðafundi um aðbúnað og bætta umgengni á vinnustöðum. 9. Að málmiðnaðarmenn fái jafn- an rétt á við atvinnurekendur til ákvörðunar um skipulag vinnu- staða. 10. Að samdar verði nýjar reglu- gerðir um öryggisráöstafanir i málmiðnaði. 11. ‘ 7. þing M.S.t. itrekar samþykkt 6. þings M.S.I. um heyrnarvernd og felur miðstjórn að vinna ákveðið að úrbótum i heyrnar verndarmálum. Stefnumörkun alþýðusam- takanna Eftir þær umræður, sem farið hafa fram i allsherjarnefnd um frumdrög stefnuskrár ASI, leggur hún til að 7. þing M.S.I. álykti eftirfarandi: Þingiö telur frumdrögin með áorönum breytingum, spor i rétta átt, en lengri tima þurfi til um- fjöllunar þeirra úti i verkalýðs- félögunum. Þingið leggur áherslu á, að stefnuskrá fyrir ASl sem sam- þykkt yrði á 33. þingi þess, veröi látin gilda út kjörtimabilið, en jafnframt verði kosin milliþinga- nefnd, sem endurskoði stefnu- skrána ásamt öðrum breytingar- tillögum sem fram kynnu að koma á þinginu. Að þeirri endur- skoðun lokinni fái verkalýös- félögin stefnuskrána til um- fjöilunar eigi skemur en tveim árum fyrir 34. þing ASt. Þingið hvetur fulltrúa aöildar- félaga M.S.Í. sem verða fulltrúar á 33, þingi A.S.l. að styðja þá stefnumörkun alþýðusamtak- anna, að efla þjóðfélagslegt vald verkalýðsstéttarinnar og að afnema hernaðarbandalög og eyða þeirri hættu sem erlendar herstöðvar hafa i för meö sér, hér á landi sem annars staöar. Lög um vinnu- deilur skerðing á mann réttindum Alyktun um frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. 7. þing Málm- og skipasmiöa- sambands íslands hefur kynnt sér og fjallað um frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem rikisstjórnin hefur boðað að hún muni leggja fyrir Alþingi það sem nú situr. Það er skoöun þingsins að þetta sé ein alvarleg- asta tilraun sem gerð hefur verið til að skeröa rétt verkalýðshreyf- ingarinnar og undirstrika fullan fjandskap núverandi ríkisstjórn- ar I garö verkafólks. Neikvæðu atriðin i frumvarpinu eru svo yfirgnæfandi að þau myndu ef aö lögum yrðu þrengja kosti verka- lýðssamtakanna verulega, skerða verkfallsrétt þeirra og réttarstöðu að öðru leyti, og þar með auðvelda harðdrægu at- vinnurekendavaldi áformin um ennfrekari kjaraskerðingu launa- fólks. Jafnframt framansögöu vill þingið undirstrika margendur- teknar yfirlýsingar verkalýðs- samtakanna um að þau séu and- vig breytingum á vinnulöggjöf- inni, sem geröar eru án sam- komulags við þau. 7. þing Málm- og skipasmiða- sambands Islands mótmælir þvi harðlega að nefnt frumvarp verði gert að lögum og tjáir ríkisstjórn og Alþingi að félög málmiðnaðar manna og skipasmiða munu lita á það sem ögrun við verkalýös- hreyfinguna verði frumvarpið lögfest. Þörf á heildar- skipulagi verklegs og tækni legs náms Alyktun um fræðslumál. Koma þarf á heildarskipulagi verklegs- og tæknilegs náms frá grunnskólanámi til háskólanáms, þannig að fullt samræmi sé með öllum þáttum þessa náms, eðli- legt bil sé milli námsbrauta og aö ekki verði um endurtekningu námsefnis að ræða i hinum ýmsu námsbrautum. Viö þessa skipulagningu er áriðandi aö tengja sem best sam-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.