Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 8
8 JFRÉTTIR. alþýöu- Fimmtudagur 25. nóvember 1976 hiaóíð SKSTj |i Fimmtudagur 25. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 Nvtt hefti Iceland Review: Um Alþingi, Eyjar, hesta og togara Jóla- og áramótahefti Iceland Review er komið út. Það hefst á grein um Alþingi eftir Þorstein Pálsson, rit- stjóra, en myndir frá þingstörfum tók Guðmundur Ingólfsson. — Þá er lýsing á heimsókn til Vestmannaeyja eftir ritstjórann, Harald J. Hamar. Þar segir hann frá daglegu lífi i Vest- mannaeyjum eftir að flestir ibúar eru komnir þangað aftur eftir gos. Ljós- myndir með greininni tóku Sigurgeir Jónasson og Guðmundur Ingólfsson. Sá siðarnefndi tók einnig ljósmynda- röð af islenzka hestinum i vetrarbún- ingi, og Kristinn Benediktsson tók lit- myndaröð frá togveiðum með skuttog- ara. Aðalsteinn Ingófsson skrifar grein um Kjarval og Lökken og fylgja nokkrar myndir af listmunum þeirra. Þá skrifar ritstjórinn um utanrikis- þjónustuna og margvisleg verkefni hennar. Kynna franska menningu á fjölbreyttan hátt Alliance Francaise mun að venju halda uppi nokkurri starfsemi fyrir þá sem eitthvað vilja kynnast franskri menningu og tungu. Frönskunámskeið 'á vegum félagsins hófust i október- byrjun og inr.ritun i annað námskeið hefst mánudaginn 10. janúar næst- komandi 'a námskeiðunum verður kennt 3 eða 4 tima á viku eftir vali nemendanna. Fránska bókasafnið, Laufásvegi 12 hefur nú yfir að ráða miklu magni bóka , og ættu félagsmenn og aðrir að athuga að nota sér það en safninu ber- ast sifellt nýjar bækur. Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 17-19. Tvo til þrjá þriðjudaga i hverjum mánuði mun einhver starfsemi vera i Franska bókasafninu. Leitast verður við að kynna franska menningu á fjöl- breyttan hátt og vekja áhuga hjá fleir- um en þeim sem þegar eru fullfærir i franskri tungu, á hinum ýmsu þáttum franskrar menningar og þjóðlifs og tengslum Islendinga við fyrrgreind atriði. Eftirfarandi atriði verða meðal ann- ar? á dagskrá félagsins fyrri hluta vetrar. 25. nóvember kl. 20.30 mun Gciard Lomarquis halda fyrirlestur um franska kvikmyndalist frá upphafi fram að „Nýju bylgju”. Fyrirlesturinn fer fram i Franska bókasafninu. Sýnd- ir verða kaflar úr mörgum kvikmynd- um til skýringar, og ber að geta þess sérstakléga að Gerard mun tala á islenzka tungu til að allir sem áhuga hafa geti fylgst með. 30. nóvember verður sýnd kvik- myndin Cher Victor eftir Davis. Myndin er gerð árið 1975. 7. desember verður Don Juan tekinn fyrir. Flutt verður inngangserindi um goðsögnina Don Juan og verk höfund- arins Moliere, einnig verður sýnd kvikmynd gerð eftir Don Juan Moliere og loks munu tveir leikarar leika kafla úr verkinu i islenzkri þýðingu Jökuls Jakobssonar. 14. desember verður sýnd kvikmynd kl. 20.30. 28. desember er jólaskemmtun fyrir börn og foreldra þeirra með fjöl- breyttu frönsku efni. Athugið að skemmtunin byrjar kl. 17. 11. janúar kl. 20.30 verður sýnd kvik- mynd. 18. janúar er Fransk-islenzkt ljóða- kvöld, þar sem kynnt verða nokkur frönsk ljóðskáid, á frummálinu, i islenzkri þýðingu, af plötum og með tónlist. Enn fremur munu islenzk ljóð- skáld koma fram, en þau munu eiga það sameiginlegt að hafa dvalið lang- dvölum i Frakklandi. Þriðjudaginn 25. janúar verður svo sýnd enn ein kvikmyndin. Siðar verður auglýst hvaða kvikmyndir verða til sýninga á hvaða tima. t janúar verður opnuð sýning á frönskum skopteikningum i Franska bókasafninu. Sýningin verður auglýst siðar. —AB Gamlar og nýjar jazzkempur á jazz- kvöldi í Glæsibæ Klúbburinn Jazzvakning heldur annað jazzkvöld vetrarins næst komandi mánu- dagskvöld í veitingahúsinu Glæsibæ. Jazzvakning hefur á stefnu- . skrá sinni:eflingu íslenzkrar jazztónlistar og jazzlífs og hefur formaður klúbbsins, Jónatan Garðarson, ásamt hljómsveitinni Jazzmönnum farið í tvo skóla höfuðborgar- innar með jazzkynningu. Fyrirhugað er að halda slíkri starfsemi áfram og reyna að fara víða á komandi ári. Jazzvakning lýsir yfir þeirri von að sem flestir kunni aö meta þessa starfsemi og sýni það i verki. A næsta jazzkvöldi Jazzvakningar munu koma fram þrjár hljómsveitir, alls 16 hljóðfæraleikarar. Hljómsveitirnarsem fram koma eru Trió Karls Möller, Pnin en hún er skip- uð Arnþóri Jónssyni sem leikur á pianó og celló, Frey Sigurjónssyni flautuleikara, Steingrimi Guðmunds- syni sem leika mun á slagverk, Hans Jóhannssyni gitarleikara, Gunnari Hrafnsyni bassaleikara og Birni Leifs- syni saxófónleikara. Nokkuð nýstárleg hljóðfæraskipan er I hljómsveit þess- ari og mun hún flytja eingöngu frum- samið efni. Að lokum mun svo Jazz-sveit, skipuð gömlu kempunum leika, en þessar gömlu kempur eru, Björn R. Einars- son, Gunnar Ormslev, Jón Möller, Jón Sigurðsson (trompet) Guðmundur Steingrimsson og Arni Scheving. Jazzkvöldið i Glæsibæ er öllum opið og er það von Jazz-vakningar að sem flestir láti þar sjá sig. —AB Jafnréttis- Hafnar Kannar hug fólks til jafnréttismála Fyrir rúmu ári sendi Bandalag kvenna i Hafnarfirði áskorun til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, um að hún kysi nefnd til þess að vinna að jafnréttismálum karla og kvenna i bænum. Bæjarstjórnin samþykkti þessa hugmynd og kaus jafnréttisnefnd fyrir Hafnarfjörð og fékk henni jafnframt 100 þúsund krónur til umráða vegna starfsemi hennar. Siðar samþykkti bæjarstjórn 50 þúsund króna viðbótarfjárveit- ingu. I samvinnu við jafnréttisnefnd- irnar i Kópavogi, Garðabæ og Neskaupstað var ráðist í að fram- kvæma viðamikla félagslega könnun á viðhorfum fólks i þess- um byggðalögum til ýmissa jafn- réttismála og fleiri athyglis- verðra þátta, sem snerta þessi mál, beint eða óbeint. Umsjón með gerð könnunarinn- ar höfðu félagsfræðingarnir Þorbjörn Broddason og Kristinn Karlsson. Könnunarlistar voru sendir til 1000 einstaklinga i Hafnarfirði. Alls skiluðu 710 spurningarlistum aftur, en 88 listar komust aldrei til viðtakanda, þar sem þeir af ýmsum ástæðum fundust ekki á þvi heimilisfangi, sem þeir voru skráðir á manntali 1. des. 1975. Rétt eftir að könnunarlistar höfðu verið bornir út gaf bæjar- Kaupfélagsstjórar mótmæla harðlega ,ómaklegumárásum' „Fundur nær allra kaupfélags- stjóra landsins, haldinn i Reykja- vik dagana 19. og 20. nóv. 1976, lýsir undrun sinni yfir þeim ómaklegu árásum, sem samvinnuhreyfingin hefur að undanförnu orðið fyrir I nokkrum dagblaðanna. Af þessu tilefni leyfir fundurinn sér að minna á eftirfarandi: 1. Kaupfélögin og Sambandið eru eign 40 þúsund samvinnu- manna í landinu og þjóna engum hagsmunum öðrum en hagsmun- um almennings og þar með þjóðarinnar allrar. 2. Samvinnuhreyfingin hefur jafnan stutt að byggðaþróun og byggðajafnvægi og hefur þvi lagt sérstaka áherzlu á þjónustu við landsbyggðina og atvinnuupp- byggingu viðs vegar um landið, jafnt á sviði verzlunar, iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs. Nýjustu dæmin um iðnaðarupp- byggingu samvinnumanna er að finna á Akureyri i stækkun Gefjunar, á Egilsstöðum i Prjónastofunni Dyngju og á Sauð- árkróki, en þangað flutti Sam- bandið nýlega eina af fram- leiðslugreinum Gefjunar. 3. Ein sterkasta félagsmanna- heildin innan samvinnuhreyfing- arinnar er bændastéttin. Það hlýtur þvi að teljast eðlilegt, að samvinnusamtökin hafi fest mik- ið fjármagn i vinnslustöðvum landbúnaðarins og i iðnfyrirtækj- um sem vinna úr hráefnum frá landbúnaði. A sama hátt hlýtur það að vera fullkomlega eölilegt, að iðnfyrirtæki samvinnufélag- anna fái til frekari vinnslu þau hráefni. sem til falla i sláturhús- um og öðrum vinnslustöðvum félaganna, enda leitast þessi iðn- fyrirtæki við að fullvinna hráefn- in sem mest i landinu, þannig að starfsemin skapi sem mesta at- vinnu og sem mestar gjaldeyris- tekjur. 4. Með stefnu sinni um upp- byggingu vinnslustöðva og iðn- fyrirtækja hafa samvinnumenn haft algera forystu um nýtingu innlendra hráefna i landinu sjálfu til framleiðslu iðnvarnings fyrir innanlandsmarkað og til út- flutnings. Iðnfyrirtæki samvinnu- manna eru óumdeilanlegir braut- ryðjendur i útflutningi á iðn- varningi úr hráefnum land- búnaðarins, enda er hlutdeild þeirra i þessum útflutningi mjög stór. 5. Samvinnumenn telja rétt að brýna fyrir fólki að gjalda varhug við þeim taumlausa áróðri, sem um þessar mundir errekinn gegn einum höfuð atvinnuvegi þjóðar- innar, landbúnaðinum. Landbún- að þjóðarinnar ber vissulega að rökræða sem hvern annan af atvinnuvegunum, en augljóst hlýtur að vera sanngjörnum gagnrýnendum að vandamál landbúnaðarins i dag stafa fyrst og fremst af þeirri óðaverðbólgu, sem tröllriðið hefur islenzku efnahagslifi á undanförnum ár- um. Jafnframt hefur mat manna á gildi einstakra atvinnuvega ruglazt um sinn vegna þeirra ný- orðnu þróunar erlendis, að sjávarafurðir hafa stórhækkað i verði á sama tima og niður- greiðslur á landbúnaöarafurðu- um hafa verið auknar i ýmsum þeirra landa, sem Islendingar selja landbúnaðarafurðir til. Hitt ber jafnframt að hafa i huga, að þótt sölu- og vinnslukostnaður landbúnaðarvara hafi vissulega hækkað mikið hér á landi af völd- um verðbólgunnar, er miliiliða- kostnaður á þessum vörum hér- lendis með þvi lægsta sem þekkist á Vesturlöndum. Við umræðu um málefni landbúnaðarins ber að minna sérstaklega á, að hráefni frá honum eru nú orðin undir- stöðuþáttur i útflutningsiðnaði landsmanna. Þúsundir heimila víðs vegar um land byggja af- komu sina á þessum þætti og eiga allt sitt undir þvi að hann megi eflast og dafna. 6. Fundurinn visar algerlega á bug þeim órökstudda einokunar- áróðri, sem einstök dagblaðanna hafa rekið gegn samvinnusam- tökunum. Það er vafalaust engin tilviljun, að áróðri sem þessum er beint gegn hreyfingunni einmitt nú, þegar hún er i sterkri sókn i atvinnuuppbyggingu sinni viðs vegar um landið. Slikar áróðurs- herferðir gegn samvinnuhreyf- ingunni eru þekktar i sögunni, þegar sérhagsmunaaðilar hafa óttazt að hreyfingin kynni að draga spón úr aski þeirra. Samvinnuhreyfingin mun láta órökstuddar árásir sem vind um eyrun þjóta, en er ávallt reiðubú- in að taka við rökstuddri og sann- gjarnri gagnrýni og til þess að gefa sem ýtarlegastar upplýsing- ar um málefni sin. Kaupfélags- stjórafundurinn hvetur þvi til málefnalegrar umræðu um stefnu og störf samvinnuhreyfingar- innar.” ráð Hafnarfjarðar út yfirlýsingu þess efnis, að könnunin væri ekki gerð að vegum bæjarins. og nefndin þeim óviðkomandi. Þetta kom nefndinni nokkuð á óvart, þar sem nefndin og starfsemi hennar var tilkomin vegna ákvörðunar bæjarstjórnar og fjárveitingúrbæjarsjóði og ifjár- hagsáætlun nefndarinnár sem hún sendi bæjaryfirvöldum, var gert ráð fyrir könnun sem þessari og engin athugasemd hafði borist frá bæjarstjórn um þennan lið. Yfirlýsing bæjarráðs hafði greinilega þau áhrif, að þátttaka i könnununni varð minni en ella hefði orðið. Nú er verið að að vinna úr þessari könnun og verða niður- stöður hennar birtar, þegar þær eru fyrir hendi. Við útburð könnunarlista og innheimtu þeirra störfuðu sjálf- boðaliðar úr kvenfélögunum i bænum og fleiri og vill jafnréttis- nefndin þakka þeim mikið og gott starf ásamt öðru þvi fólki sem vann að könnununni og fram- kvæmd hennar. Það liggur ljóst fyrir, að könnun þessi hefði orðið fjárhag nefndarinnar ofviða, ef þurft hefði að greiða fyrir alla þá vinnu. Nefndin skrifaði einnig kenn- arafélögum skólanna i bænum og óskaði eftir samvinnu við þau um jafnréttismál. íframhaldi af þvi tók til starfa starfshópur kennara úr skólum bæja áns og hefur hann unnið að athugunum á náms- efni og barnabókum með tilliti til jafnréttissjónarmiða. Ennfremur voru búin til nokkur verkefni fyrir ýmsa aldurshópa nemenda. Þessi verkefni voru til þess fallin að vekja börn og unglinga til um- hugsunar og umræðu um jafnrétti kynjanna. Þá hefur nefndin sent ýmsum aðilum i bænum bréf, þar sem bent er á ýmis ákvæði i lögum um jafnrétti kynjanna og óskað eftir samvinnu við þá um að gera jafn- réttikynjanna sem fyrst að veru- leika á Islandi. Nú er að fara á stað starfshópur sem hyggst vinna að athugun á dagvistarmálum i bænum, hver sé þörfin i þessum efnum og hvað sé nauðsynlegt að gera til að mæta þeirri þörf. Þær Guðriðuróskarsdóttirsimi: 51044 og Margrét Halldórsdóttir simi: 50718 veita þessum starfshópi forystu, og eru þeir bæjarbúar sem hafa áhuga á að taka þátt i starfi hópsins hvattir til að hafa samband við þær. Að lokum vill jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar hvetja alla áhuga- sama Ilafnfirðinga um jafnrétt- ismál að hafa samband við nefndarmenn ef þeir vilja koma ábendingum á framfæri um það sem betur má fara i jafnréttis- málum eða taka þátt i starfshóp- um um ákveðin málefni. t jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar eru: Ásthildur ólafsdóttir, Tjarnarbraut 13, simi: 52911, Helga Guðmundsdóttir, Kletta- hrauni 3, simi: 51296, Hjálmar Arnason, Vesturbraut 3, simi: 53967, Rúnar Már Jóhannsson, öldutúni 16, simi: 52909 og Sjöfn Magnúsdóttir, Lindarhvammi 12, simi: 50104. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar. Ýsa. kaffi og brennivín: Brennivínið hefur hækkað minnst I nóvember 1967 kostaði eitt kilógramm af ýsu 15 krónur, en nú kostar það 172 krónur. 1 nóvember 1967 kostaði 1 kiló- gramm af kaffi 84 krónur, en kostar nú 1.100. Þá kostaði ein flaska af brennivini 315 krónur i nóvember 1967, en nú kostar hún 2.600 krónur. 1 frétt frá Afengisvarnarráði um þessar verðhækkanir segir, að ef brennivinið hefði hækkað jafnmikið og verð á ýsu ætti það að vera 3.612 krónur, og ef það hefði hækkað jafnmikið og verð á kaffi, ætti það að vera 4.125 krón- ur. HÖFUM FENGIÐ KOMIÐ í KAUPGARÐ Verslið í Kaupgarði — Verslið ódýrt Opið á föstudögum tií klukkan 22:00 og til hádegis á laugardögum sterka og ódýra ferða-og barnasokka í öllum stærðum og litum Allar nýlenduvörur 1 0 % undir leyfilegri álagningu ATHUGIÐ: Það er opið í hádeginu. Kaupgarður á leiðinni heim. Kaupgarður Smiðjuvegi 9, Kopavogi VIÐFLYTJ ámorguní húsnæði við Strandgötuna Önnumst alla almenna bankaþjónustu. Höfum tryggingaumboó fyrir Samvinnutryggingar g.t. og Líftryggingafélagið Andvöku. Opið alla daga kl. 9.30—12.30 og 13.00—16.00 nema laugardaga. Ennfremur á föstudögum kl.17.30—18.30 Nýtt símanúmer: 5-39-33 Samvinnubankinn STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SÍMI 53933 Auglýsingadeildin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.