Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 1
Lífeyrissjóður verzlunarmanna lánar: FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 32 MILLJONIR ARINNAR I HUS VERZLUN- - auk annarra framlaga til smfði hússins Svo sem kunnugt er, er nú hafin bygging á svokölluðu húsi verzlunarinnar, en aðilar að þeirri byggingu eru Lifeyris- sjóður verzlunarmanna, Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur, Verzlunarbankinn, Kaupmannasamtök Islands, Félag íslenzkra stórkaupmanna, Verzlunarráð íslands og Bílgreinasambandið. Stærsti eignaraöilinn aö þessari byggingu mun vera Verzlunarbankinn, sem á um 40%, en sá næst stærsti Lifeyrissjóður verzlunar- manna með um 23% eignar- aðild. Hjá Hirti Jónssyni, formanni stjórnar Lifeyris- sjóðs verzlunarmanna, fékk blaðið þær upplýsingar, að það sem af er þessu ári hefði Lif- eyrissjóðurinn, auk framlaga sinna til húsbyggingarinnar, lánað til hennar 32 milljónir króna. Ekki er þetta lán verðtryggt en á þvi eru, að sögn Hjartar, hæstu út- lánsvextir. Húsbyggingarsjóður rikisins Á sinum tima ritaði fjár- málaráðherra stjórnum Lifeyrissjóða i landinu bréf, þar sem sett var fram sú ósk, að Lifeyrissjóðirnir verðu sem næmi 20% áætlaðra ráðstöfunartekna sinna ár hvert til kaupa á annað hvort skuldabréfum Byggingarsjóðs rikisins, eða skuldabréfum Framkvæmdasjóðs. Það skal tekið fram að umrædd skuldabréf eru verðtryggð. Árið 1975 voru ráð- stöfunartekjur Lifeyrissjóðs verzlunarmanna samtals 850 milljónir króna, en það ár varði sjóðurinn 90 milljónum til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs, eða um 10,6% af ráðstöfunartekjunum. Aætlað ráðstöfunarfé Lifeyrissjóðs verzlunarmanna i ár, er að sögn Hjartar Jónssonar rúmlega 1000 milljónir króna og þvi ætti framlag sjóðsins til Byggingarsjóðs, ef fylgt væri 20% reglunni, að nema um 200 milljónum króna. Frá 2. april s.l. (en sjóðsárið er frá 1 april- 31. marz),hefur sjóðurinn keypt skuldabréf af Bygggingarsjóði rikisins fyrir 70 milljónir króna, og skuldabréf af Framkvæmda- sjóði fyrir 20 milljónir. Ekki treysti Hjörtur sér til að gizka á hvað Lífeyrissjóður verzlunarmanna myndi kaupa mikið af skuldabréfum rikis- sjóðs, en gat þess að reynt yrði að auka eitthvað við þá upphæð sem þegar hefði verið keypt fyrir. GEK Búið að ganga frá Elliðaárnar Talsverðar breytingar frá fyrra ári veiðisamningum fyrir Enn um Kröfluvirkjun: GUFUHLUTFALL HÆRRA EN ÁÐUR ÞEKKTIST „Vandamál, sem unnt ætti að yfirstíga” I fyrradag var samþykktur í borgarráði Reykjavíkur samningur um veiði í Elliðaám fyrir næsta veiðitímabil. Að sögn Hauks Pálmasonar hjá Raf magnsveitu Reykjavíkur voru ekki gerðar stórvægilegar breytingar á samningnum frá fyrra veiðitímabili, nema að stangaf jöldanum var breytt frá 1. júlí n.k. Þá f jölgar stöngunum úr 5 í 6. Samkvæmt fyrra samningi var leyfilegur stangaf jöldi í ánum 4 og 5 á sömu tímum. Auk þess voru gerðar breytingar á veiðivörzlu. Nú er það borgin sem annast alla veiði- vörzlu, en i fyrra var einn veiði- vörður frá hvorum aðila. Veiði- varzlan hefur jafnframt verið hert, ogverfiurnú samfelld varzla allan daginn, meðan veiðitíminn stendur yfir. Þá eru i samningnum tvö ný ákvæði um veiðitakmarkanir, sem blaðið hefur raunar sagt frá áður. Hið fyrra kveður á um, að eigi megi veiða fleiri en átta laxa á hverjum hálfum veiðidegi, i hinu siðara segir, að aðeins megi veita sama manninum 4 hálfa veiðidaga á veiðitimabilinu. Sagði Haukur, að mjög ströng ákvæði væru i samningnum varðandi ólöglega veiði og hefðu þau haldist óbreytt. Megin vandinn væri að kenna fólki að umgangast ána með aðgát, þvi þarna væru oft unglingar á ferð með köllum og grjótkasti, þvi þeir áttuðu sig ekki á þvi hve óæskilegt slikt væri i námunda við veiðiár. —JSS Alþýðublaðið hafði samband við Valgarð Stefánsson hjá Orkiistofnun og innti hann eftir þvi hvað liði rannsóknum þeim sem farið hafa fram á gas- og vatnsinnihaldi gufunnar á Kröflusvæðinu. Sagði Valgarður aö upp- lýsingar bærust nú jafnt og þétt, en þegar væri ljóst, að gufuhlutfall hola númer 6 og 7 væri mjög hátt og hærra en áður hefur orðið vart við á Islandi. Vegna þessa giltu þær reikningsaðferðir sem þeir hefðu hingað til notað, ekki lengur og þvi hefðu þeir orðið að útbúa sér ný „prógröm”. Þrátt fyrir hátt gufu- hlutfall hola 6 og 7 taldi Valgarður það vera innan þeirra marka sem vélarna’- við Kröflu þyldu og þvi ætti að vera unnt að yfirstiga þetta vandamál. Þá fullyrti Valgarður, að frétt sú sem birtist i Alþýðu- blaðinu i gær, en þar var sagt að þrjár holur hefðu lokast, væri ekki á rökum reist. Sagði hann að engin hola hefði lokast, en hins vegar hefði hola fimm bognað. Að visu væru áverkar á fleiri holum, en hvers eðlis þeir áverkar væru vissi hann ekki, þar eð enn væri verið að rannsaka það mál. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.