Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 7
I sssr Fimmtudagur 25. nóvember 1976 STJðRNMÁL 7 Eins og áður hefur verið greint frá i Alþýðublaðinu berst þvi nær daglega efni frá sovézku fréttastofunni APN i Reykjavik. Alþýðublaðið hefur oft óskað eftir þvi að fá frá fréttastofunni efni, er fjallaði um samskipti íslands og Sovét- rikjanna. Fyrir skömmu barst blaðinu grein með myndum um kaup Sovétmanna á islenzk- um varningi i verzlunum i Moskvu, og nú hefur blaðið fengið viðtöl við nokkra sovézka borgara, þar sem þeir eru teknir tali á götum i Moskvu og spurðir: ,,Hvað vitið þér um ísland?” Það er fréttaritari APN i Moskvu, Sergei Serebrjakof, sem tók þessi viðtöl. Fyrst lagði ég þessa spurningu fyrir tvo 14 ára skólastráka, Vladimir og Sergei. — tsland, — sögðu þeir, — er land i Norður-Evrópu og þess- vegna er fremur kalt þar á sumrin, en á veturna er þar hlýrra i veðri en hér hjá okkur. A tsíandi eru jöklar, fossar, eldfjöll og hverir, og viðáttumikil hraun. Ibúarnir eru rúmlega 200.000 og býr nær helmingur þeirra i Reykjavik. A Isiandi eru hérumbil engir skógar og and- rúmsloftið i borgunum er mjög hreint vegna þess að heitt hvera- vatner notað tilað hita upp húsin. Islendingar eru mikið fyrir skák, og svo spila þeir lika fótbolta. Næst talaði ég við Veru Kús- minu, þritugan hagfræðing sem ókbarnavagni um gangstiga skemmtigarðs nokkurs. Hún sagði: — Ég veit, að meirihluti íslendinga er búsettur meðfram ströndinni og að loftið er óvenju hreintá Islandi, og vatnið lika, og hefur þetta góð áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Anatoli Malanitsjef logsuðu- maður i Lihatsjof-bilaverksmiðj- unni i Moskvu sagði: — ísland er auðvaldsriki. Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar er fiskveiðar. Þar að auki famleiða Islendingar mjólk og kjöt. Anatoli segist hafa lært margt um tsland með þvi að horfa á dagskrá um ísland i sjónvarps- þættinum ,,Klúbbur kvikmynda- ferðalaga”. Þessi þáttur er meðal hinna vinsælli i soézka sjónvarp- inu. Honum er sjónvarpað viku- lega og markmið hans er að kynna sovézkum sjónvarpsnot- endum lff og störf manna í ólíkum löndum. Anatoli heldur áfram: — Ég veit lika að árið 1973 tók eldfjall vitið þér ..Hvað Jevgéni Sjakhnin, 23 ára læknastúdent við Moskvuháskóla. Moskvubúar og fleiri teknir tali Vera Kúrsmina, hagfræðingur. að gjósa við Islandsstrend ur, og hafði það áður verið talið útdautt. tbúar eyjunnar áttu i Anatóli Malanitsjéf, logsuðumaður. miklum erfiðleikum og mér er það mikið ánægjuefni að land okkar var I hópi þeirra sem veittu þeim aðstoð. — Island er eitt af elztu rikjum Evrópu, og á sér háþróaða og sér- stæða menningu. Allir þekkja Islendingasögur, sem enn i dag eru visindamönnum rannsóknar- efni. Ég las mér til mikillar ánægju skáldsöguna Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Ég veit lika að margir islenzkir visindamenn, einkum málfræð- ingar, hafa áunnið sér orðstir á heimsmælikvarða. Og ég veit ekki betur en verk islenzkra rit- höfunda hafi verið gefin út i miljónaupplagi hér i Sovétrikjun- um siðan á striðsárunum. Á meðan Jevgeni var að segja frá Laxness kom til okkar sól- brúnn miðaldra maður og spurði hvernig þægilegast væri að komast út í eitt af nýrri úthverf. Moskvu. Það kom i ljós, að maðurinn heitir Vladimir Sjari og er búsettur i Adler.sem er hafnarborg við Svartahaf. Hann var i Moskvu i viðskiptaerindum. Hann er 49 ára og forstjóri bila- verkstæðis i Adler. Ég notaði tækifærið og lagði fyrir hann spurninguna mina. Hann hafði þá lika séð sjónvarpsdagskrána um ' Island og var þvi ekki tregt tungu að hræra: Jevgéni Sjakhnin er lækna- stúdent við Moskvuháskóla, og hann svarar spurningu minni á þsssa leið: — Eg hafði gaman af að frétta að tslendingar fundu Ameriku 500 árum á undan Kólumbusi. Það litur út fyrir að þeir hafi verið fyrstu Evrópubúarnir sem sigldu yfir úthafið og settust að i óbyggðu landi. Islendingar eru kjarkmikil þjóð, og þeir eru þekktir fyrir vinnusemi og frið- semd, — segir Vladimir ennfremur. Ég þekki vel lifið i hafnarborgum og veit að það er ekki heiglum hent að fást við sjómennsku. Ég get lika bætt þvi við að tslendingar veittu banda- mönnum alla þá aðstoð sem þeir gátu i striðinu og að samskipti landa okkar eru vinsamleg. Sergei Serebr jakof (APN) Vladimir og Sergei, báðir 14 ára, nemendur 8. bekkjar grunnskólans. Vladimir Sjari, forstjóri bilav.erkstæðis i Adler við Svartahaf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.