Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. nóvember 1976 VETTVANGUR 5 :álagsfundur Dagsbrúnar: Fagnarfrumkvæði verðlagsstjóra Verkamannafélagið Dags- brún hélt félagsfund sunnudag- inn 21. nóvember s.l. Á 1 undinum var samþykkt að breyta innheimtufyrirkom.ulagi félagsgjalda frá og með næstu áramótum, þannig að félags- gjöld verði ákveðinn hundraðs- hluti af dagvinnukaupi og inn- heimt um leið og iðgjald til lif- eyrissjóðs Dagsbrúnar. Á fundinum voru m.a. sam- þykkt samhljóöa eftirfarandi tillögur frá stjórn félagsins: Fundur i Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 21 . nóvember 1976, telur að kaup- máttur launa almenns verka- fólks sé nú orðinn algerlega ó- viðunandi. Helstu ástæðuna fyr- ir þessum lélegu kjörum telur fundurinn vera stefnu rikis- stjórnarinnar i efnahagsmál- um, verðlags- og skattamálum. Á siðustu tveimur árum þegar rikisstjórnin hefur beitt hinni hörðustu kjaraskerðingarstefnu gagnvartlaunafólki hafa fjárlög verið hækkuð meira en nokkru sinni og endalausar verð- hækkanir dunið yfir. Þannig hefur rikisstjórnin átt drýgstan þátt i vexti og viðgangi verð- bólgunnar á sama tima og hún hvetur til samstöðu i baráttu gegn henni. Verkamannafélagið Dags- brún telur nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin undirbúi nú vandlega nýja sókn i kjara- baráttunni, sem miði að stór- bættum lifskjörum. Eitt megin- verkefni þessarar baráttu hlýt- ur að vera að rétta hlut þeirra, sem vinna eftir hinum lágu töxt- um almennu verkalýðsfélag- anna og bættum kjörum elli-og örorkulifeyrisþega. 1 undirbúningi kjarabarátt- uniiar telur fundurinn að meðal annars þurfi vandlega að athuga hvort ekki beri að beita þvi ákvæði kjarasamninga, sem heimila uppsögn þeirra á samn- ingstimabilinu vegna verulegr- ar gengisfellingar. Fundur i Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 21. nóvember 1976, fagnar þvi frumkvæði verðlagsstjóra, sem fram kom i rannsókn hans á innkaupum heildsala erlendis frá og i ljós leiddi ótrúlegan mismun á verði sem heildsölur i London kaupa vörur á og þvi verði sem islenskir heildsalar greiða fyrir sömu vörur. Fundurinn skorar á viðkom- andi stjórnvöld að fylgja fast á eftirþessu frumkvæði verðlags- stjóra og láta fram fara itarlega rannsókn á þessum málum, þar með á umboðslaunum og gjaid- eyrismálum islenskra innflytj- enda. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar Fundur i Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 21 nóvember 1976, itrekar sam þykkt trúnaðaráðs félagsins frá 18. október s.l., sem mótmælir harðlega hugmyndum að breyt- ingum á gildandi vinnulöggjöf, sem félagsmálaráðherra hefur látið semja án nokkurs samráðs við verkalýðshreyfinguna Meginefni þeirra hugmynda. sem hér um ræðir stefna að skerðingu verkfallsréttarins og að þrengja frelsi verkalýðs- félaganna. Fundurinn varar mjög ein- dregið við að frumvarp i þessa átt verði lagt fyrir Alþingi. Jafnframt skorar fundurinn 33. þing ASt og verkalýðs- hreyfinguna i heild að beita sér eindregið gegn þessu frumvarpi og mótmæla þvi harðlega. an námið og atvinnulifið, beina náminu að helstu atvinnuþáttum þjóðarinnar og tryggja með þvi að menntunin komi að sem bestum notum fyrir þjóðarheild- ina, með þvi að gera mannaflaspá sem verði siðan unnið eftir. Verk- legt nám hefur verið hornreka fram að þessu, þó svolitið hafi rofað til siðustu ár. Af þeim sök- um verður að leggja sérstaka áherslu á þennan þátt með bygg- ingu verknámsskóla sem byggðir yrðu og staðsettir eftir heildar- skipulagi um landshlutaskóla sem taki mið af þörfum hvers landshluta. Þessa verknámsskóla skal búa sem allra bestu tækjum til kennslunnar og skal þá haft i huga að nýta þessi tæki sem best i skyldum námsbrautum. Þá skal lögð mikii áhersla á menntun og nýtni kennara. 1 þessum verknámsskólum fari fram verkleg kennsla frá grunn- skólastigi til háskólastigs þ.á m. ýmiss konar námskeið fyrir verk- smiðjuiðnað, bæði sjálfstæð, og einnig hugsanlega sem hluti af iðnnámi, — iðnnám — endur- menntun og viðbótarmenntun vegna breytinga og tækninýjunga i iðngreinunum, — verkstjóra- nám og meistaranám. Við skipulagningu og gerð verknámsskóla og verknáms- kennslu skal haft fullt samráð við samtök launafólks. Þingið telur að eitt grundvallaratriði þess að verklegt nám sé framkvæmt þannig að nemendur læri viðkom- andi verk eins og best verður á kosið, sé að ýtarlegar og vel unn- ar námsskrár séu fyrir hendi, sem gildi fyrir landið allt. Tryggja verður að þetta atriði komist i framkvæmd, að öðrum kosti nýtast verknámsskólarnir ekki eins og til er ætlast. Grund- vallarstriði er að fyrir liggi hvað kenna á, þá fyrst er hægt að fylgj- ast með að nemendur fái nauð- synlega kennslu, sama gildir um iðnnám, sem framkvæmt er sam- kvæmt meistarakerfinu. Að nafninu til hefur verið unnið að gerð námsskrár undanfarin ár, en augljost er að stjórnvöld hafa ekki gert sér grein fyrir þýð- ingu þessa verks, þvi þau hafa alls ekki veitt þvi fé til verksins sem nauðsynlegt er. Þarna verð- ur að vera alger stefnubreyting og á þennan þátt starfsins þarf að leggja mikla áherslu, svo hægt sé að ljúka honum. Siðan þurfa fræðslunefndirnar að starfa áfram og taka jafnóðum inn i námsskrár þær nýjungar sem aukin tækni leiðir af sér. Við tilfærslu iðnnáms frá meistarakerfinu yfir i verknáms- skóla ber að sjá um að nemandinn fái jafnframt verklega þjálfun á almennum vinnumarkaði til þess að hann fái nægjanlega innsýn inn i störfin á vinnumarkaðinum. Þarna væri fyrst og fremst um skipulagða sumarvinnu að ræða og auk þess önnur skipulögð dvöl eftir þvi sem fræðslunefndirnar teldu þörf á eftir eðli námsins. Eftir verkskólanám og fyrir sveinspróf verði 6 til 12 mánaða starfsreynslutimabil, sem skólinn sér fyrir, misjafnt eftir iðngrein- um, metið af fræðslunefnd i sam- ráði við aðila viðkomandi iðn- greinar á vinnumarkaðinum. Um sveinspróf. Það er staðreynd sem öllum má ljós vera að sveinspróf i núver- andi mynd er ekki eðlilegur próf- steinn á námsárangur manna að loknu 4ra ára námi. Eins og verklegt sveinspróf er framkvæmt i dag ætti það miklu frekar heima sem inntökupróf til iðnnáms að loknum reynslutima nemans. Það verður ekki séð að eðlilegt og nauðsynlegt eftirlit með fram- kvæmd verklegs iðnnáms verði framkvæmt við núverandi að- stæður. Nauðsynlegt er að áfangapróf verði tekin upp i verklega iðn- náminu og að þau verði skipulögð i takt við bekkjapróf iðnskólanna i viðkomandi grein. Mun eðlilegra er að prófnefndir sjái um þetta eftirlit, i stað iðn fulltrúa, þar sem þar er um að ræða menn með sérþekkingu á viðkomandi greinum. Mikið starf óunnið í fræðslustarfi ingarinnar Um fræðslustarf á vegum MSÍ og félaganna. Þingið telur að mikið starf sé óunnið á vettvangi MSt i fræðslu- málum, sem beri að leggja áherslu á. Má þar m.a. nefna: 1. Uppfræðsla og menntun trún- aðarmanna á vinnustöðum og annarra trúnaðarmanna félag- anna. 2. Verkleg endurmenntun i formi námskeiða. 3. Upplýsingar og kynni um að- búnaðarmál, heilsuverndarmál og öryggismál, þar með þáttur MÁLMS og hlutverk hans við þessa uppfræðslu. Um þessa þætti vill þingið árétta eftirfarandi: 1. Áriðandi er að þeir menn sem veljast til trúnaðarstarfa hafi staðgóða þekkingu á hlutverki trúnaðarmanna, þar með góða þekkingu á réttindum og skyldum trúnaðarmanna og réttarfars- legri stöðu þeirra samkvæmt lög- um og venjum. Einnig þurfa þeir að hafa góða þekkingu á rétt- indum og skyldum almennra fé- lagsmanna. Þessi þekking er grundvöllur þess að trúnaðar- maðurinn geti framkvæmt starf sitt eins og vera ber. Fyrir þvi telur þingið að MSl og félögin þurfi að beita sér fyrir að haldin séu námskeið fyrir trúnaðar- menn, þar sem þessi fræðsla færi fram, og jafnframt að útbúnar séu trúnaðarmannamöppur, þar sem i væru öll helstu gögn, sem trúnaðarmaður þarf á að halda. 2. Verkefni i málmiðnaði á siðari árum eru mörkuð af tæknilegri þróun, breyttri framleiðslu og breyttum framleiðsluaðferðum. Þetta leiðir til þess að nauðsyn- legt er að endurhæfa og auka þekkingu málmiðnaðarmanna samfara breyttum kröfum starfs- ins. Þekking sú, sem málmiðn- aðarmenn þurfa á að halda, er orðin meiri en það að hægt sé að ætlast til að hver og einn starfs- maður kunni skil á henni til hlitar. Af þeim sökum er mikil nauösyn á að endurmenntun sú, sem hófst með samningum frá 30. júni 1970, haldi áfram m.a. i þvi formi að kynna þær nýjungar sem efstar eru á baugi hverju sinni með námskeiðum. Þessi endur- menntun eykur gildi hvers ein- staklings og gerir hann hæfari til þess að gegna sinu starfi. 3. Um aðbúnað og öryggismál er fjallað á öðrum vettvangi á þing- inu svo ekki er ástæða til þess að fjölyrða um þau mál hér. Þó vill þingið benda á þá fræðslu sem þegar er hafin um þessi mál i Málmi og telur að þarna hafi verið stigið rétt spor. Þingið telur að Málmur sé réttur vettvangur til þess að fjalla um og kynna þessi mál, en kynning á þessum málum er mjög brýn. Þarna þarf að koma til alger hugarfarsbreyt- ing, bæði hjá okkar eigin félags- mönnum og einnig, og ekki siður, hjá atvinnurekendum. Þvi telur þingið eðlilegt að vinna að fjölgun árlegra tölu- blaða Málms úr 2 eins og verið hefur nú i 3-4. Jafnframt að vinna að aukinni útbreiðslu blaðsins, þannig að tryggt sé að öll málm- iðnaðarfyrirtækin kynnist við- horfum okkar og þessari fræðslu. 7. þing Málm- og skipasmiða- sambands Islands mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem menntamálaráðherra hefur viðhaft með þvi að skipa nefnd ofaná nefnd til þess að f jalla um verkmenntun. t sumum tilfellum án samráðs og vitundar þeirra er starfa i atvinnulifinu. Slik vinnu- brögð eru ekki til þess fallin að auka veg verkmenntunar i land- inu. Þingið telur jákvæð þau spor sem nú þegar hafa verið stigin i fræðslustarfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar. Má þar fyrst og fremst nefna starf M.F.A. og það samstarf sem náðst hefur milli þeirrar stofnunar og verkalýðsfé- laga og sambanda. Sá áfangi i fræðslustarfinu sem Félagsmálaskóli alþýðu er, hefur nú þegar reynst visir að vænleg- um árangri, sem óhætt er að binda miklar vonir við og þvi ber að skora á aðildarfélög sam- bandsins að vinna að eflingu hans á allan hátt og nýta þau tækifæri sem þar bjóðast. Það er alþýða þessa lands sem fyrst og fremst leggur til fé i menntunarkerfi þjóðarinnar og þvi á hún betra skilið en að verða sjálf hornreka og þola þá raun að sifellt sé dregið úr opinberum fjárstyrk til hennar eins og skeð hefur nú tvö undanfarin ár. Á það má benda að fullorðins- fræðsla til bóklegs náms, svo sem öldungadeildir menntaskóla- stigsins er rekin að öllu leyti af opinberu fé og er það þvi skýlaus krafa launafólks i landinu að framlög til félagslegrar fræðslu á vegum verkalýðshreyfingarinnar sitji þar við sama bórð. 1 ályktun 6. þings Málm- og skipasmiðasambands Islands, i nóvember 1974, um atvinnu og kjaramál, er eindregið mótmælt löggjöf um afnám verðlagsupp- bótar á vinnulaun sem jafnframt ógilti kjarasamninga, sem gerðir höfðu verið til tveggja ára i febrúar 1974. Þá þegar höfðu þessar aðgerðir rikisstjórnar og meirihluta henn- ar á Alþingi, skert verulega um- samin vinnulaun málmiðnaðar- manna og skipasmiða, og þeir ekki fengið kjaraskerðingarbætur (launajöfnunarbætur), 1. oktober 1974, eins og annað verkafólk, samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 88, 24. september 1974. Jafnframt var ljóst i nóvember 1974, að framundan væru hörð átök milli verkalýðshreyfingar- innar annars vegar og rikis- stjórnar og þingmeirihluta henn- ar, hins vegar, um þann kaup- mátt vinnulauna sem samið var um i febrúar 1974. Atök þessi hafa staðið siðan, og þeim lýkur ekki fyrr en kaup- máttur vinnulauna verkafólks, verður ekki minni en hann var á II. ársfjórðungi 1974. Með varnar-kjarasamningum undir forystu Alþýðusambands Islands sem gerðir voru 26. mars og 13. júni 1975, eftir boðun vinnu- stöðvana og 28. febrúar 1976, eftir tveggja vikna allsherjarvinnu- stöðvun, tókst verkalýðshreyf- ingunni að knýja fram um 76% launakækkanir, sem kjaraskerð- ingarbætur miðað við 1. nóvem- ber 1976. Rikisstjórnin með löggjafar- valdið i hendi sér, hefur hins veg- ar gjörbreytt þessum árangri verkalýðshreyfingarinnar. Að- ferðin hefur verið gengisfelling og gengissig gjaldmiðilsins, hömlu- lausar verðhækkanir lifsnauðs- ynja ásamt stórfelldum hækkun- um söluskatts, vörugjalds og vaxta. Þessi stefna núverandi stjórn- valda hefur hækkað framfærslu- kostnað samkvæmt framfærslu- visitölu sem var 261,5 stig 1. mars ’74, i 645,0 stig 1. nóv. 1976, eða um 147%. A siðustu átta mánuðum eða frá siðustu samningagerð i febrúar 1976, hefur meðal gengis- sig verið um 8,5% Það ástand sem hér er lýst kall- ar á viðtæka samstöðu og tafar- lausar aðgerðir verkalýðshreyf- ingarinnar gegn rikisvaldi, sem á opinskáan hátt hefur sýnt launa- fólki fullkominn fjandskap. Kaupmáttur umsaminna kaup- taxta verkafólks hefur þvi hrunið [) Sjá bls. 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.