Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 6
6________________________________________ Ályktanir 7. þings Málm- og skipasmiðasam- bands íslands Framhald af bls. 5 niður á timabilinu 1. mars 1974 til 1. nóvember 1976 að meðaltali um 25% og hjá málmiðnaðarmönnum og skipasmiðum um 29%. Eina ráð verkafólks við hruni kaupmáttar kauptaxta hefur ver- ið að lengja vinnutima sinn enn frekar en áður til að afla sér við- bótartekna, og reyna á þann hátt að viðhalda kaupmætti tekna sinna að nokkru. Nú er svo komið að Island er sérstakt láglaunasvæði i Norður- og Vestur-Evrópu. Umsamdir vinnulaunataxtar málmiðnaðar- manna i Danmörku eru 158% hærri en hérlendis en verðlag lifs- nauðsynja svipað eða lægra. Hrun kaupmáttar vinnulauna- taxta alls launafólks hefur skapaö algerlega óþolandi ástand. Að endurheimta skertan kaup- mátt vinnulauna er brýnasta verkefni islensks verkafólks og samherja þess nú. 7. þing Málm- og skipasmiða- sambands Islands ályktar þvi eftirfarandi: tslensk verkalýðshreyfing verður nú þegar aö snúa varnar- baráttu siðustu tveggja ára I Mismunun i álagningu skatta verði leiðrétt og staðgreiðslukerfi skatta tekið upp. 7. Að einfalda útreikninga vinnu- launa með þvi að leggja launa- jöfnunarbætur við grunnkaup og fella úr gildi bráðabirgðalög nr. 88 1974, og reglugerð samkvæmt þeim. 8. Að settar verði ákveðnar reglur um takmörkun yfirvinnu og unnið i áföngumað' afnámiyfirvinnu sem föstum tekjuöflunarþætti en tryggt verði jafnframt að raun- tekjur verkafólks skerðist ekki. 9. Að við næstu samningagerð verði lögð áhersla á fullar launa- greiðslur i allt að sex mánuði i slysa- og veikindatilfellum. 10. Að launþegasamtökin beiti sér fyrir úrbótum i dagvistunar- málum. 11. Að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir aukinni aðstoð við aldrað fólk i heimahúsum og stofnun smærri dvalarheimila fyrir aldraða. 12. Að sérgreinasambönd og verkalýðsfélög semji sérstaklega um sératriði starfsgreina og vinnustaða. markvissa sókn og vinna upp skerðingu kaupmáttar umsam- inna kauptaxta frá 1. mars 1974. Þingið telur að reynsla varnar- baráttunnar undanfarið staðfesti að kaupgjaldsbarátta meö kjara- samningagerð verði ekki einhlit i nýrri sókn. Vilji verkafólk ná árangri i kjarabaráttunni og tryggja hann er nauðsynlegt að verkafólk tengi saman afstöðu sina i kjaramálum og almennum þjóðmálum. Jafnframt telur þingið aö grundvöllur fyrir endurreisn kaupmáttar umsaminna vinnu- launa sé gjörbreytt efnahags og þjóðmálastefna löggjafarvalds- iiis, ásamt frjálsri gerð kjara- samninga verkalýðsfélaga, sem stjórnvöld virða og tryggja að halda gildi sinu. 7. þing M.S.Í. telur að i nýrri sókn i kjarabaráttunni eigi m.a. að stefna að eftirfarandi: 1. Að tryggja áfram fulla atvinnu fyriri sérhvern vinnufæran mann við islenska atvinnuvegi, en ekki treysta á erlenda stóriðju. 2. Að íryggja frjálsa samninga- gerð verkalýðsfélaga og koma i veg fyrir skömmtun rikisvaldsins á vinnulaunum meö lögum og reglum sem ekki falla að aöstæð- um i atvinnulifinu. 3. Að stórauka kaupmátt vinnu- launa með hækkun umsaminna kauptaxta fastlaunaðs verkafólks og ráðstöfun til verðlækkunar lifsnauðsynja með takmörkun hömlulausrar álagningar inn- flytjenda og beinni stjórn á inn flutningi. 4. Að verðtryggja á ný vinnulaun aö fullu, miðað við breytingu framfærslukostnaðar. 5. Að stórhækka greiðslur til elli- og örorkulifeyrisþega og iifeyris- greiðslur verði ætið i beinu sam- bandi við gildandi launakjör. 6. Að breyttri skattalöggjöf á þann veg að skattbyrði fastlaun- aðs verkafólks léttist verulega. 7. þing M.S.l. telur að aðeins mjög viðtæk samstaða og sam- stillt átak verkalýðshreyfingar- innar i heild geti endurheimt skertan kaupmátt vinnulauna á ný. Þingið lýsir málmiðnaðarmenn og skipasmiði reiðubúna til fullr- ar þátttöku i slikri samstöðu i trausti þess að umsamdir kaup- taxtar fastlaunaðs tima- og viku- kaups verkafólks verði lagðir til grundvallar við skilgreiningu láglauna, en ekki starfsheiti. 7. þing M.S.Í. felur miðstjórn sambandsins að boða til ráð- stefnu sambandsfélaganna i febrúar 1977, til að ræða sérstak- lega breytingar á kjarasamn- ingum málmiðnaðarmanna og skipasmiða og viðhorfin i kjara- og samningamálum. Stuðningur við námsmennn Frá atvinnu- og kjaramálanefnd. 7. þing M.S.Í. lýsir fyllsta stuðningi við námsmenn i baráttu þeirra við stjórnvöld, um náms- iánin. Þingið telur að lánastefna rikis- valdsins skerði möguleika al- þýðufólks til námsjafnréttis. Barátta námsmanna fyrir jafn- rétti til náms er jafnframt baráttumál verkalýðshreyfingar- innar. Þvi skorar þinglð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sina gagn- vart þeim lögum sem nú gilda um námslán. ÍÞROTTIR Fimmtudagur 25. nóvember 1976 Getraunaseðillinn: Seyðfirðingur með 11 rétta — varð rúmlega 400.000 krónum ríkari í síðustu viku varð Seyðfirðingur rúmlega fjögur hundruð þúsund krónum ríkari. Hann hafði ellefu rétta á einum seðli og vann 408.000 krónur. Þrjátíu raðir voru með tíu rétta og var vinningurinn 5.800 krón ur. Getraunaþáttur Alþýðublaðs- ins vill óska félaga sinum, sem sér um getraunaþátt Morgun- blaðsins, til hamingju með sina niu rétta i siðustu viku. 1 þetta sinn hafði hann fleiri rétta en Alþýðublaðið. Þess ber þó að geta, að fastur umsjónarmaður þessa pistils var forfallaður i siðustu viku, og varð þvi vara- maður hans að taka yfir. Nú, hinsvegar, er getraunasérfræð- ingur Alþýðublaðsins mættur i slaginn aftur, og er þvi ekki að efa, að útkoman snar batnar. Birmingham—Man. City Man. City ætti að vinna þenn- an leik, en þó ber þess að geta, að Birmingham er seigt á heimavelli. Spáin verður þvi útisigur, en jafntefli til vara (fyrsti tvöfaldi leikurinn). Coventry-Arsenal Litið er um þennan leik að segja, Arsenal vinnur öruggan sigur, þó að á útivelli sé. Marka- töluna þori ég hins vegar ekkert að segja um. Derby-Sunderland Bæði þessi lið eiga i harðri botnbaráttu um þessar mundir. Sunderland hefur heldur tekið við sér siðustu vikur, þó liðið hafi ekki sýnt neina snilldar- takta. Derby hefur hins vegar komið mönnum á óvart með getuleysi sinu i haust, jivi nógur er mannskapurinn. Spain er þvi jafntefli, en til vara aö Derby sigri, að liðið hrökkvi nú i gang á heimavelli sinum (annar tvö- faldi leikurinn). Leeds- Leicester Eftir slaka byrjun, hefur Léeds klifrað allhratt upp stiga- töfluna. Spáin er þvi sú, að Leicester takizt ekki að stöðva prilið á heimavelli Leeds. Kr. 800 © The Football League Leikir 27. nóv. 1976 Birmingham - Man. City Coventry - Arsenal Derby - Sunderland . , . Leeds - Leicester ..... Liverpool - Bristol City .. Man. Utd. - West Ham . Middlesbro - Ipswich Newcastle - Q.P.R. . Norwich - Aston Villa . . Tottenham - Stoke W.B.A. - Everton . Notts County - Luton . . Liverpool-Bristol City Samkvæmt guðs og manna lögum ætti Liverpool að sigra Bristol City sannfærandi og er spáin samkvæmt þvi. Man. United-West Ham Liðinu frá Manchester ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að sigra slakt Lundúnaliðið, sem situr nú eitt og yfirgefið ,á botninum. Ekki þar fyrir, Unit- ed hefur ekki sigrað i deilda- keppninni á annan mánuð, en núna brjóta þeir likast til isinn. Middlesbro-lpswich Ipswich liðið er afar skemmtilegt um þessar mund- ir, vinnur hvern leikinn á fætur öðrum. Með einum leik færra en Liverpool, hafa þeir ekki nema þremur stigum færra, stigin verða ekki auðveldlega af þeim tekin. Sökum afgerandi varnar- leiks Middlesbro, þorum við ekki annað en að spá jafntefli til vara (þriðji tvöfaldi leikurinn). Newcastle-QPR QPR er eitt af þeim liðum, sem hafa valdið undirrituðum hvað mestum vonbrigðum i haust. Newcastle, hins vegar, er nú i 2.-4. sæti 1. deildarinnar og eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum. Heimasigur, en til vara jafntefli (fjórði og siðasti tvö- faldi leikurinn). Norwich-Aston Villa Fátt um þennan leik að segja. Jafnvei á útivelli sigra Vilia- menn Norwich. Leikurinn er siður en svo jafnteflislegur. Tottenham-Stoke Lið Tottenham hefur verið mjög slakt í haust. Veldi hinna fornfrægu Lundúnaliða virðist, hafa minnkað. Chelsea i annarri deild, og Spurs og West Ham á botni þeirrar fyrstu. Arsenal er eina liðið, sem heldur merki Lundúna á lofti i knatt- spyrnunni. SpáinJ útisigur. WBA-Everton Gæti orðið hörkuleikur, en við spáum WBA sigrinum. Notts County-Luton Notts County er i banastuði um þessar mundir, sigruðu Ful- ham 5-1 á útivelli um siðustu helgi. Heimasigur. —ATA K 1 íx 2 7 * / / T * % % ‘l Pressuleikur í körfunni t kvöld klukkan hálf niu fer fram i iþróttahúsi Hagaskólans, pressuieikur í körfubolta. Leik- ur þessi er liður i undirbúningi landsliðsins, en islendingar leika landsleik við Norðmenn um næstu mánaðamót. Hinn júgóslavneski landsliðs- þjálfari, Markovic, hefur nú valið 12 leikmenn til þessara leikja. Þeir eru: Kristinn Jörundsson, tR. Kolbeinn Kristinsson, tR Jón Sigurðsson, Arm. Kári Márisson UMFN Rikharður Hrafnkelsson, Val Þórir Magnússon, Val Torfi Magnússon, Val Ingi Stefánsson, 1S Jón Jörundsson, tR. Birgir Guðbjörnsson, KR Einar Bollason, KR. Bjarni Gunnar Sveinsson, tS tþróttafréttaritarar hafa nú valið lið sitt, og er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Kolbeinn Pálsson, KR Þorsteinn Hallgrimsson, ÍR. Erlendur Markússon, tR. Steinn Sveinsson, tS Jimmy Rogers, Ármanni Bjarni Jóhannesson, KR. Stefán Bjarkason, UMFN Guðmundur Böðvarsson, Fram Jón Sigurðsson. Agnar Friðriksson, ÍR. Jón Héðinsson, tS. Kristján Ágústsson, Val. 1 hálfleik verður vltaskota- keppni iþróttafréttaritara, og er ekki aö efa að þar verður einnig hnifjöfn keppni. Menn eru þvi hvattir til að mæta I Hagaskóla I kvöld til að sjá landsliðið sitt í körfubolta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.