Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 11
aær Fimmtudagur 25. nóvember 1976 11 Herforingjastjórnirnar i' Suður-Ameríku treysta tengslin Leiðtoqar herforingja- stjórnanna í Suður Ameríku auka nú stöðugt tengsl sín á milli. Til þessa benda meðal annars fundir og stefnu- mót þeirra síðustu vikur, en sá yngsti herforingjaf jölskyldunni Videla forseti Argentínu, hefur þó borið höfuð og herðar yfir starfsbræður sina, hvað varðar ferðagleði. Síðast i októbermánuði sótti hann heim kollega sinn i Bólivíu, Banzer, og nú hefur hann rétt lokið við að heimsækja Pinochet leiðtoga herforingja- klíkunnar í Chile. Um langan tima hafa verið uppi ýmsar mótsagnir á milli flestra landanna á þessu heimshorni og ekki sizt hefur hernaðaruppbyggingin i þeim miðað að þvi að hvert land sé við öllu búið gagnvart ná- grönnum sinum. Til dæmis hefur það oftsýnt sig, að margir argentiskir herforingjar eru þess fullvissir að chilanskir kollegar þeirra liti á Patógóniu (Suður-Argentinu) sem chileanskt landsvæði. Einnig er vel þekkt, að Argentina og Brasilia hafa löngum gert tilkall til þess að vera leiðandi riki i álfunni. Þá hefur Pinochet látið falla miður vinsamleg orð um Bóliviumenn i bók um stjórn- mál, en hana skrifaði hann fyrir fáeinum árum. Enn má nefna að Bólivia og Peru hafa aldrei viðurkennt yfirráðarétt Chile yfir landi sem hið siðastnefnda riki náði undir sig i „Kyrrahafs- striðinu” árið 1879. Á hinn bóginn virðist svo sem að nú sé unnið að þvi að sætta þessar mótsetningar með þeirri sameiginlegu hugmyndafræði sem einkennir stjórnarfar landanna. Einnig hefur margt orðið til þess að þjappa herforingjaklikum þessum saman. Allar eiga þær i höggi við miklar og virkar andspyrnu- hreyfingar, hverja i sinu landi, allar glima þær við verkföll og uppþot, frjálslynda stjórnmála menn i Suður-Ameríku og jafnvel hafa margir þingmenn i Bandarikjunum (t.d. Edward Kennedy) tekið afstöðu gegn þessum rikisstjórnum og takmarkalausri skerðingu þeirra á mannréttindum. Afstaðan til Banda- rikjanna ofarlega á baugi. Eftir að bandariska þingið ákvað að stöðva vopnasölu til Chile og Uruguay, hefur afstaðan til Bandarikjanna verið mjög umrædd i herbúðum h e r f o r i n g j a n n a . Her- foringjarnir eru auk þess ekki of hressir með það að Jimmy Carter skyldi ná kjöri i forseta- kosningunum um daginn, þar sem hann beindi oft spjótum sinum að herforingja- stjórnunum i Suður-Ameriku i kosningabaráttu sinni og fann þeim flest til foráttu. Her- foringjarnir hafa lýst þvi yfir oftar en einu sinni, að þeim finnist það koma úr hörðustu átt, að bandariskir stjórnmála- leiðtogar skuli gagnrýna þá, þvi að engir hafa staðið þeim framar i þvi hlutverki að standa dyggan vörð um fjárfestingar Amerikana i löndum sinum. Þeir lita sjálfir á sig sem framverði i baráttu vestursins gegn kommúnismanum og að þeir njóti bandariskrar aðstoðar við það verk sitt. Kennslufræði pyndinganna Samvinna herforingjanna hefur hvað skýrast komið i ljós i afskiptum þeirra af andspyrnunni i löndum þeirra. Það er til dæmis mjög vel þekkt, að stjórnvöld Brasiliu sendu pyndingarsérfræðinga sina i kennsluleiðangur til Chile, og að öryggislögregla Uruguay hefur frjálsar hendur með að elta uppi flóttamenn frá Uruguay i Argentinu. Pólitiskir flóttamenn eru einnig afhentir umyrðalaust á milli landa, þannig að litill gróði er af þvi að flýja úr einni ljónagryfjunni i aðra. Þar er bókstaflega um það að ræða, að fara úr öskunni i eldinn. Athyglisvert er, að stjórn Perú hefur upp á siðkastið treyst mjög tengsl sin við stjórnir landanna i austri og vestri. Til dæmis er skjótlega fyrirhugað að Morales forseti Perú og Geisel forseti Brasiliu hittist, þar sem Amazon-svæðið verður væntanlega mjög ofarlega á blaði i viðræðum þeirra. Einnig hafa landvarnar- ráðherrar' Perú og Brasiliu nýlega ræðst við i hinu mesta bróðerni. Eru þessar fréttir ekki sizt athyglisverðar fyrir þær sakir, að ekki alls fyrir löngu var rætt um það i alvöru að hætta gæti verið á striði á milli þessara landa. Fær Bólivía aðgang að sjó á ný? Eitt af þeim málum sem mjög eru umrædd i þessum hluta heimsins oe varða mörg lönd, er sú krafa Bóliviustjórnar að fá land að Kyrrahafinu, en það land missti Bólivia i striðinu 1879. Bólivia hefur lengi krafizt viðurkenningar á þessum rétti sinum, bæði af Chile og Perú og samningsumleitanir hafa lengi staðið án sýnilegs árangurs. Vaxandi samstaða og aukin tengsl herforingjaklikanna i öllum þessum löndum geta nú orðið til þess að þessi tæplega hundrað ára draumur Bóliviu rætist. Likurnar fyrir þvi að Bólivia endurheimti land sitt hafa aldrei verið meiri en nú. —ARH Hernaðaryf irvöld þjóð áhyggjufull vegna njósnamálsins í Norbotten Hernaðaryfirvöld i Norbotten i Sviþjóð lita njósnamál það sem lög- reglan i smábænum Morjarv afhjúpaði, mjög alvariegum aug- um. 1 einkabréfi til saksóknara i Norbotten lætur yfirmaður her- afla Svia á svæðinu i ljós þungar áhyggjur yfir þvi hve miklar upp- lýsingar njósnarinn hefur sent frá sér um hina leynilegu Kalix-linu. Saksóknarinn, sem vinnur að yfirheyrslum yfir hinum ákærða vill mjög litið láta uppi um árangur rannsóknarinnar. Njósn- arinn var handtekinn á heimili sinu i Morjarv á þriðjudaginn i seinustu viku. Hann hafði lengi verið undir eftirliti lögreglunnar, sem grunaði hann um að hafa eitthvað óhreint i pokahominu. Auðvelt verk að njósna um Kalix-linuna — Ef maður hefur nægan tima ogyilja er auðvelt að komast yfir heilmiklar upplýsingar um Kalix- linuna, segir einn af talsmönnum hersins á svæðinu. Það eina sem þarf að gera er að rölta um og hafa augun vel opin. Njósnarinn sem hér um ræðir flutti til Morjarv fyrir um það bil þrem árum siðan. Hann kom frá öðmm bæ i Norbotten. Við þá sem spurðu sagði hann aö hann ynni á vegum þess opinbera. En i því litla samfélagi, sem Morjarv er fór fólk fljótt að velta þessum undarlega manni fyrir sér, þvi ekki virtisthann hafa neittákveð- ið fyrir stafni. * Dómstóllinn i Haparanda átti i gær að taka afstöðu til beiðni um framlengingu gæzluvarðhaldsúr- skurðar yfir manninum, en ekki í Sví- er Alþýðublaðinu kunnugt um hver úrskurður réttarins var. Kalix-linan. Kalix-linan er varnarlina, hugsuð til að verjast hugsanlegri innrás úr austri. Hún liggur frá botni Eystrasalts og norður að landamærum vð Kzresuando. Smábærinn Morjarv liggur á þessari linu miðri. Nú hin siðustu ár hafa farið fram miklar endurbætur á vopna- búnaði við Kalix-linuna. Tekin hafa verið i notkun ýmis ný vopn og styrkur linunnar aukinn. Stranglega leynileg. Yfirvöld i Sviþjóð lita á Kalix- linuna sem algjört hernaðar leyndarmál. Otlendingum er bannað að vera á ferð i nágrenni hennar, og flugvélum öðrum en flugvélum sænska hersins er stranglega bannað að fljúga yfir hana. Hinn grunaði njósnari er sænskur rikisborgari og hefur þvi getaðferðazt tiltölulega frjáls um næsta nágrenni linunnar. Sænska rikisstjórnin fær dalega skýrslur um málið, en hún hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar enn. # i Den s k Kallxllnjen ar en av Sveríges tre försvarslinjer I norr. Dár finns bftde hemliga milltára instaliationer och vál synliga befástningar. Strác- kan ár cirka 40 mil l&ng och följer, I sklftande terráng, Kaiixálven. Den gftr parallellt med finska gránsen 1 10 mll. Försvarsiinjen strácker sig frftn Bottenviken tlii fjáll-. trakterna vid Karesuando. Den anh&llne statstjánste- mannen ár bosatt i den iilla byn Morjárv mellan Kallx och överkalix. Byn llgger i ett strategiskt och miiitárt myc- ket kánsllgt omrfidc. Sju mll söderut ligger Boden och Bodens fástning och ett vid- stráckt mllltárt skyddsom-' rftde dár utlánningar inte áger tiiltráde. Och i norr gránsar Morjárv till ánnu étt skyddsomr&de större án Bo- dens. Mannen kunde frítt resa omkríng i dessa svenska skyddsomr&den pA Nordka- iotten. Ett omr&de som mill- táren tlilmáter stor strategisk vikt. De andra tvft försvarslin- jema gftr parailelit med Ka- lixllnjen frftn norr till söder, aila mellan Boden och K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7 12(10 r 1201 POSTSENDUM TRULOFUNARHRINGfl Jiolwiutcs Utusson lauaatirgi 30 é>om 10 200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.